Lífið

James Taylor til Íslands

James Taylor er á leiðinni til Íslands í maí á næsta ári.
nordicphotos/Getty
James Taylor er á leiðinni til Íslands í maí á næsta ári. nordicphotos/Getty
James Taylor, einhver þekktasti söngvari og lagahöfundur tuttugustu aldarinnar, stígur á svið í Hörpunni 18. maí. Taylor er margfaldur Grammy-verðlaunahafi og eitt vinsælasta söngvaskáld sem komið hefur fram. Hann varð frægur á áttunda áratugnum með lögum eins og You"ve Got A Friend og Fire and Rain. Taylor var vígður inn í Frægðarhöll rokksins árið 2000 og hafa plötur hans selst í tugum milljóna eintaka. Miðasala á tónleikana hefst á Harpa.is og í síma 528-5050 mánudaginn 19. desember.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.