Lífið

Gefið Elite-sigurvegaranum mat

elly@365.is skrifar
myndir/cover media
Sænska fyrirsætan Julia Schneider, 15 ára, sigraði eina virtustu fyrirsætukeppni heims, Elite Model Look, sem fram fór í Shanghai 6. desember síðastliðinn.

Ef myndirnar eru skoðaðar má sjá að sænski sigurvegarinn lítur út fyrir að vera vannærður.

Umræðan um þyngd fyrirsætna hefur verið áberandi í umræðunni undanfarin ár. Hönnuðir á borð við Karl Lagerfeld og Diane Von Furstenberg hafa stutt baráttuna gegn átröskun og útlitsdýrkun með því að viðurkenna og fara eftir reglum sem banna konum undir kjörþyngd á BMI-skala að taka þátt í sýningum og tískuvikum.

Þá má líka sjá áströlsku söngkonuna Kylie Minogue sem kom fram á keppninni í myndasafni.

BMI-stuðull er reiknaður með því að deila þyngd með hæð í metrum í öðru veldi. Notast má við reiknivélar á internetinu eins og þessa hér.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.