Lífið

Þvílíkur munur

Það er ekki hægt að segja annað en að nýji stílisti bresku söngkonunnar Jessie J, 24 ára, sem skaust upp á stjörnuhimininn með þvílíkum látum þegar lag hennar do it like a dude sló í gegn. Hún viðurkennir að hún leit út eins...

Lífið

Hefð að enda á Queen-lagi

Hljómsveitin In Siren fagnar útgáfu plötunnar In Between Dreams á Gamla Gauknum í kvöld. Hljómsveitin hefur gert það að hefð að ljúka tónleikum sínum á Queen-laginu The Prophet‘s Song, en lagið er rúmar átta mínútur að lengd.

Lífið

Frægar Hollywood fjölskyldur

Frægir í Hollywood hafa oft á tíðum öðlast frægð fyrir það eitt að eiga fræga foreldra á sama tíma og ættingjar þeirra sem hafa unnið sér til frægðar með afrekum og dugnaði njóta oft góðs af.

Lífið

Tískufrumkvöðull látinn

Ítalski tískublaðamaðurinn og frumkvöðullinn Anna Piaggi er látin 81 árs að aldri. Piaggi setti sinn svip á tískuheiminn en hún var með reglulega pistla og tískuþætti í ítalska Vogue og Vanity Fair. Einnig var Piaggi daglegur gestur á götutískubloggum úti um allan heim þar sem fatastíll hennar þótti einstaklega frumlegur og litríkur. Hún var mikill aðdáandi breska fatahönnuðarins Vivianne Westwood og bar yfirleitt skrautleg höfuðföt frá Prudence Millinery.

Lífið

Málar á bakarí og verkstæði

Okkur finnst prentaðir vínyldúkar ljótir og viljum hafa karakter í lógóum. Við handmálum því auglýsingar og skilti fyrir fólk, segir Björn Loki Björnsson, nemi í grafískri hönnun í Listaháskóla Íslands.

Lífið

Fæddist andvana

Söngvarinn Gary Barlow er harmi sleginn eftir að barn hans fæddist andvana um helgina. Breski tónlistarmaðurinn gaf út yfirlýsingu ásamt eiginkonu sinni Dawn þar sem þau óskuðu eftir friði og ró til að takast á við sorgina. „Dawn og ég erum sorgmædd yfir að segja frá því að við misstum barnið okkar. Poppy Barlow fæddist andvana þann 4. ágúst í London, eftir átta og hálfs mánaðar meðgöngu. Við ætlum að einbeita okkur að því að halda fallega jarðarför og biðjum um frið á þessum erfiðu tímum.“ Barlow og eiginkona hans eiga þrjú börn fyrir.

Lífið

Kviknakin í sundi

Lady Gaga setur nú myndir af sér og Taylor Kinney sem hún kynntist við tökur á You and I tónlistarmyndbandinu á síðasta ári þar sem söngkonan var í gervi hafmeyjar á internetið...

Lífið

Greinilega eitthvað í gangi

Leikararnir Ashton Kutcher, 34 ára, og Mila Kunis, 28 ára, sem kynntust fyrir fjórtán árum þegar þau léku saman í sjónvarpsþættinum That´70s Show leiddust hönd í hönd á flugvellinum í Bali í gær. Eins og sjá má á myndinni var parið afslappað að sjá en það er á leiðinni í vikuferðalag. Hvort skötuhjúin sem eru tilbúin að opinbera sambandið innan tíðar að sögn vina fá næði í fríinu er ólíklegt miðað við það að ljósmyndarar elta þau hvert einasta spor sem þau stíga. Eins og er er Ashton staddur í miðju skilnaðarferli við leikkonuna Demi Moore.

Lífið

Jakob Frímann og Birna Rún eignast stúlku

"Dásamleg lítil dama fæddist okkur í gærkvöldi. Öllum heilsast vel. Sú dálitla hér í faðmi Jarúnar Júlíu, stóru systur. — með Birna Rún Gísladóttir", skrifar Jakob Frímann Stuðmaður á Facebooksíðuna sína en hann eignaðist sína aðra dóttur með Birnu Rún Gísladóttur. Jarúna Júlía dóttir þeirra er 5 ára. Stuðmaðurinn prýddi forsíðu Lífsins ásamt hljómsveitinni í heild sinni í síðustu viku. Líifð óskar fjölskyldunni innilega til hamingju með nýja fjölskyldumeðliminn.

Lífið

Jæja þá er rokkarinn vaknaður

Fyrrverandi American Idol stjarnan Steven Tyler, 64 ára, hefur vakið rokkarann innra með sér. Eins og sjá má á myndinni var hann með fráhneppta skyrtu og vindil í munnvikinu á götum Los Angeles í gær...

Lífið

Algjörlega augabrúnalaus

Eins og sjá má á myndunum er Kelly Osbourne augabrúnalaus. Fjólubláa hárið hennar náði ekki að skyggja á augabrúnaleysið sem fór ekki fram hjá nokkrum manni þegar hún mætti á rauða dregilinn...

Lífið

Keira Knightley þreytuleg á tökustað

Eins og sjá má á meðfylgjandi myndum var leikkonan Keira Knightley þreytuleg að sjá í vikunni er hún yfirgaf hjólhýsi sitt á tökustað myndarinna "Can a Song Save Your Life?" í New York. Keira sem var í fylgd lífvarðar veitti ljósmyndurum sem eltu hana á röndum enga athygli.

Lífið

Ánægðar mæðgur

Leikkonan Katie Holmes, 33 ára, og dóttir hennar Suri nutu þess að fá sér hádegisverð í New York í gær...

Lífið

Hannar púða og sessur sem fylltar eru með heyi

Fabio Del Percio flutti til Íslands ásamt konu sinni, Önnu Giudice, eftir að hafa heimsótt landið nokkrum sinnum. Hjónin hanna sessur og "grjóna"púða sem fyllt er með íslensku heyi auk þess sem þau selja ítalska hönnun í verslun sinni í Bergstaðastrætinu. Að sögn Fabio reka forvitnir vegfarendur oft nefið inn á vinnustofu þeirra hjóna til að komast að því hvað þau eru að framleiða úr heyinu. Hugmyndina að sessunum og púðunum segist hann hafa fengið frá uppeldisárum sínum á ítölskum sveitabæ.

Lífið

Sýnir ljósmyndir í Sjanghæ

"Ég gerði samning við þá og þetta er fyrsta sýningin af framtíðarsamstarfi," segir ljósmyndarinn Egill Bjarki Jónsson sem opnaði sína fyrstu sýningu og gaf út bók í Sjanghæ laugardaginn 21. júlí. Sýningin fangar ljósmyndun hins víðförla Egils en myndirnar eru frá Íslandi, Noregi, Danmörku og Sjanghæ.

Lífið

Í leikstjórnarstólinn

Söngkonan Beyoncé hyggst leikstýra heimildarmynd sem gefur aðdáendum svolitla innsýn í líf hennar. Beyoncé og eiginmaður hennar Jay-Z hafa hingað til reynt að halda einkalífi sínu utan fjölmiðla.

Lífið

Þjónaði til borðs

Leikarinn Mark Ruffalo átti notalega kvöldstund með vinum sínum á Chateau Marmont hótelinu fyrr í vikunni og rifjaði um leið upp gamla takta frá því hann starfaði sem þjónn.

Lífið

Rækjusalat og Ritz-kex í LA

„Ég ákvað að bjóða nokkrum íslenskum stelpum sem búa í Los Angeles heim til mín. Við vorum tíu stelpur sem hittumst heima hjá mér þetta kvöld, sumar þekkti ég lítið sem ekkert en aðrar eru mjög góðar vinkonur mínar,“ segir söngkonan Svala Björgvinsdóttir sem kom á fót íslenskum saumaklúbbi í Los Angeles.

Lífið

Barnastjarna í vanda

Leikarinn Macaulay Culkin er sagður glíma við eiturlyfjavanda sem gæti dregið hann til dauða. Tímaritið National Enquirer heldur þessu fram á forsíðu sinni og segir Culkin hafa ánetjast heróíni og eyða allt að sjö hundruð þúsund krónum á mánuði í heróín og önnur eiturlyf.

Lífið

Ítalía að missa tökin

Muiccia Prada, listrænn stjórnandi Prada-tískuhússins, segir að Ítalía eigi á hættu að missa stöðu sína sem eitt af leiðandi löndum í tískuheiminum. Að undanförnu hefur sala á ítölskum fatamerkjum til annarra landa aukist og þannig eru Ítalir að missa yfirhöndina í tískuheiminum. Upprennandi tískuhönnuðir frá Ítalíu yfirgefa landið í von um að getað byrjað ferilinn annars staðar. Þekktasta dæmið er hönnuðurinn Raf Simons hjá Jil Sander sem færði sig yfir til Dior vegna þess að þá jókst virði hönnunarinnar.

Tíska og hönnun

Skemmtilegur subbuskapur

Exorcist-kempan William Friedkin nálgast nú áttrætt en heldur sig við efnið og sendir nú frá sér hina subbulegu Killer Joe. Myndin hlaut hinn óvinsæla NC-17 stimpil frá kvikmyndaeftirlitinu vestanhafs, en það þýðir að engum undir 17 ára aldri er hleypt inn á myndina. Aldurstakmarkið getur haft í för með sér umtalsvert tekjutap fyrir framleiðendur en engu að síður var Killer Joe látin flakka óstytt í bíó.

Gagnrýni

Skiptir um lífsstíl og stefnir á víkingaform

„Næstu mánuðir verða teknir í líkamsræktarstöðinni,“ segir leikarinn Damon Younger sem stefnir á að taka upp heilbrigðari lífsstíl til að koma sér í form fyrir tökur á fransk-íslenskri stuttmynd.

Lífið

Fóru saman á stefnumót

Söngkonan Katy Perry og söngvarinn John Mayer sáust saman í annað sinn á fimmtudagskvöldið. Parið sást fyrst haldast í hendur á veitingastaðnum Soho House í Hollywood í lok júlí.

Lífið