Lífið

Pamela komin tvo mánuði á leið

Pamela á von á barni, samkvæmt heimildum In Touch Weekly, og mun hún vera komin tvo mánuði á leið. Faðirinn er Rick Salomon, fyrrverandi kærasti Parisar Hilton, en hann og Pamela gengu að eiga hvort annað þann 6. október síðastliðinn.

Lífið

Marie var villiköttur í rúminu

Danska slúðurblaðið Se og Hör hefur haft uppi á fyrrverandi kærasta Marie Cavallier sem er tilvonandi eiginkona Jóakims prins. Kærastinn er athafnamaðurinn Anthony D. búsettur í Sviss og lætur allt flakka um sambandið við Marie.

Lífið

Sólveig Káradóttir: Mætti með bítlasoninn Dhani til Yoko

„Ég vil ekkert tjá mig um þetta og ætli ég haldi mig ekki bara við aðstoðarmanna-söguna,“ segir fyrirsætan og sálfræðineminn Sólveig Káradóttir. Sólveig, sem er dóttir Kára Stefánssonar, forstjóra deCODE, hefur þráfaldlega verið orðuð við Dhani Harrison, son Bítilsins George Harrison og Oliviu Harrison. Þær sögusagnir fengu byr undir báða vængi þegar þau mættu saman í móttöku borgarstjóra Reykjavíkur í Hafnarhúsinu eftir að hafa fylgst með ekkju Johns Lennon, Yoko Ono, kveikja á Friðarsúlunni úti í Viðey.

Lífið

Affleck elskar að vera pabbi

„Violet dóttir mín er það besta sem hefur komið fyrir mig,“ segir Ben Affleck í samtali við Parade tímaritið. „Hún er hamingjusöm og talar eins og brjálæðingur. Hún fær mig til að brosa gerir mig svo hamingjusaman. Ef ég er ekki í burtu í einhvern tíma get ég ekki hugsað um annað en að komast heim til að vera nálægt henni.“

Lífið

Jamie Spears vill láta loka dóttur sína inni

Jamie Spears, faðir Britney Spears, leggur nú á ráðin, ásamt lögfræðingi sínum, um hvernig sé best að koma Britney aftur í meðferð. Þrátt fyrir að síðasta lyfjapróf söngkonunnar hafi verið neikvætt og að hún hafi mætt á foreldranámskeið þá er faðir hennar enn mjög áhyggjufullur.

Lífið

Von á nýju efni frá Michael Jackson

Í bréfi sem Michael Jackson hefur sent til aðdáenda sinna gefur hann í skyn að von sé á nýju efni frá honum næstunni. Síðasta breiðskífa söngvarans, Invicible, kom út árið 2001 en í bréfinu segir hann óvæntra tíðinda að vænta von bráðar.

Lífið

Lohan ætlar að hefja nýtt líf

Lindsay Lohan segir í nýlegu viðtali við tímaritið In Touch Weekly að hún ætli að snúa baki við óheilbrigðu líferni og fara að haga sér eins og fullorðin manneskja. Þetta er í fyrsta skipti sem hún tjáir sig opinberlega eftir að hún lauk meðferð á Cirque Lodge meðferðarheimilinu í Utah.

Lífið

Airwaves á Akureyri

Tónleikar í anda Airwaves hátíðarinnar verða haldnir á Græna hattinum á Akureyri laugardagskvöldið 20. október. Á þeim koma hljómsveitirnar Buck65, Plants and Animals, Forgotten Lores og Audio Improvement fram.

Lífið

Hasselhoff fellur

Strandvarðarstjarnan David Hasselhoff liggur nú á spítala eftir að hafa fallið. Leikarinn hefur lengi háð baráttu við bakkus en verið þurr í nokkra mánuði. Hann féll fyrir skömmu en um leið og hann áttaði sig á mistökunum setti hann sig í samband við lækna sem lögðu hann inn.

Lífið

Sutherland í fangelsi

Leikarinn Kiefer Sutherland, sem fer með hlutverk Jack Bauer í sjónvarpsþáttaröðinni 24, hefur verið dæmdur í 48 daga fangelsi fyrir að keyra undir áhrifum áfengis.

Lífið

Kryddin gera góðverk

Kryddpíurnar hafa tekið ákvörðun um að allur ágóði af nýju smáskífu þeirra Headlines renni til góðgerðarmála. Lagið er annað af tveimur sem píurnar hafa tekið upp í tengslum við væntanlega tónleikaferð sína og kemur út þann 19. nóvember næskomandi.

Lífið

Spearssystur í rifrildi úti á götu

Birtney Spears og litla systir hennar Jamie Lynn lentu í heldur óskemmtilegu atviki um helgina þegar æst kona réðst að þeim og hellti sér yfir Spears. Systurnar sem höfðu verið að kaupa sér kaffi gengu um götur Malibu umkringdar ljósmyndurum þegar konan birtist.

Lífið

Wahlberg æfir stíft fyrir boxmynd

Leikarinn Mark Wahlberg tekur væntanlegt hlutverk sitt í myndinni The Fighter það alvarlega að hann vaknar klukkan fjögur á morgnanna til að vera mættur í ræktina þegar hún opnar klukkan fimm.

Lífið

Hugh Grant kemur sér í klandur

Háskólaár leikarans Hugh Grant eru löngu liðin en um helgina ákvað hann að endurvekja gamlar minningar og fór ásamt fríðu föruneyti ungra meyja í háskólapartý. Hann drakk ótæpilegt magn af ódýru víni, borðaði kalda pizzu og fór í sleik.

Lífið

P. Diddy gengst við 15 mánaða gamalli stúlku

Rapparinn Sean P. Diddy hefur viðurkennt að vera faðir hinnar 15 mánaða gömlu Chance. Stúlkan fæddist þegar Diddy var enn í sambúð með Kim Porter. Móðir stúlkunnar heitir hins vegar Sarah Chapman. Því hefur lengi verið haldið fram að Diddy sé faðirinn en hann viðurkenndi það ekki fyrr en niðurstöður DNA-rannsóknar leiddu sannleikann í ljós.

Lífið

Allt á afturfótunum hjá Cruise

Mikið af því efni sem búið var að taka upp í tengslum við gerð myndarinnar Valkyrie með, Tom Cruise, er ónothæft og þarf að taka fjölda atriða upp aftur. „Þegar upptökurnar bárust í kvikmyndaver kom í ljós að megnið af efninu var ónýtt eða horfið,“ segir talsmaður framleiðenda í samtali við þýska dagblaðið Bild.

Lífið

Bilet.ro hlýtur verðlaun í Rúmeníu

Bilet.ro, dótturfélag Miða.is, sigraði í flokki afþreyingarvefja við afhendingu rúmensku vefviðskiptaverðlaunanna í síðustu viku. Þetta var í annað sinn sem verðlaunin voru afhent og hlaut Bilet.ro verðlaun í flokknum „Besti afþreyingar og frístundavefurinn.“ Alls voru 24 vefir í úrslitum í þeim flokki.

Lífið

Mary grét af afbrýðissemi

Danski blaðamaðurinn Trine Willeman hefur skrifað bókina 1015 Köbenhavn K þar sem hún segir af mikilli hreinskilni frá því sem gerist bakvið tjöldin hjá dönsku konungsfjölskyldunni.

Lífið

Sigur Rós á tjúttinu með McCartney og Minogue

Hljómsveitin Sigur Rós var á meðal sigurvegara á hinni mikilsmetnu Q tónlistarverðlaunahátíð sem haldin var í London í dag. Aðrir sigurvegarar á hátíðinni voru til að mynda Kylie Minogue, Amy Winehouse, Arctic Monkeys, Stereophonics, Manic Street Preachers og Paul McCartney.

Lífið

Jón og Eyvi með Cabaret í Kína

Þeir Jón Ólafsson og Eyjólfur Kristjánsson fóru um helgina ásamt fríðu föruneyti til Qingdau í Kína þar sem haldið var upp á kaup Eimskipa á 60% hlut í kínverska gámageymslufyrirtækinu Luyi Depot.

Lífið

The Police mögulega með nýja plötu

Andy Summers, gítarleikari hljómsveitarinnar The Police, segir ekki útilokað að hann og félagar í hljómsveitinni taki sig til og geri nýja plötu þegar tónleikaferð þeirra lýkur á næsta ári. "Það væri mikil áskorun fyrir okkur að setjast niður og semja eftir öll þessi ár," sagði hinn 64 ára gamli Summers í samtali við blaðamenn í Dublin.

Lífið

Jolie hittir föður sinn á laun

Leikarinn Jon Voight sást koma skælbrosandi út af Waldorf Astoria hótelinu í New York á sunnudag en þar dvöldu einnig Angelina Jolie, dóttir hans og sambýlismaður hennar Brad Pitt. Það bendir til þess að þau feðginin hafi náð sáttum en þau hafa ekki talast við síðan Jolie og Billy Bob Thornton skildu árið 2002.

Lífið

Beckham landar milljóna samningi við Cavalli

Victoria Beckham hefur landað milljóna samningi við tískukonunginn Roberto Cavalli og mun hann ætla að sjá um að gera klæðaburð kryddpíanna óaðfinnanlegan í væntanlegri endurkomutónleikaferð sem hefst í byrjun desember.

Lífið

Britney sættist við móður sína

Í kjölfar þess að Britney Spears missti tímabundið forræði yfir sonum sínum tveimur mun hún hafa leitast eftir sáttum við móður sína. Spears og móðir hennar Lynne voru ávallt nánar en þær hættu að talast við í sumar eftir að Britney afhenti móður sinni bréf með særandi athugasemdum.

Lífið