Lífið Dauði Heaths var slys Dauði Heaths Ledgers var slys, tilkominn vegna misnotkunar á lyfsseðilsskyldum lyfjum. Þetta er niðurstaða eiturefnarannsóknar sem réttarmeinafræðingar kynntu í dag. Lífið 6.2.2008 15:37 Ólafur F. betlar nammi í Garðabæ Í dag er öskudagur. Flest öll börn landsins hafa því klætt sig í grímubúning og sungið fyrir landsmenn eins og venja er. Misjafnt er hvað börnin vilja vera á öskudaginn. Lífið 6.2.2008 15:22 Glanssamkvæmum kringum Óskarinn fækkar Einu af flottustu samkvæmunum kringum Óskarsverðlaunahátíðina, Vanity Fair partýinu, hefur verið aflýst, til að sýna stuðning við verkfall handritshöfunda. Lífið 6.2.2008 14:41 Áfengismeðferð besta fegrunarráðið? Amy Winehouse fékk dagsleyfi frá meðferð í dag til að heimsækja eiginmanninn, Blake Fielder-Civil, í fangelsið. Aldrei þessu vant leit söngkonan stórvel út, og brosti meira að segja að ljósmyndurum undan svartri heysátunni. Lífið 6.2.2008 13:58 Jeremy Clarkson kemur til landsins á morgun Jeremy Clarkson einn umsjónarmanna þáttarins, Top Gear, kemur til landsins á morgun. Verður hann viðstaddur sérstaka forsýningu á Top Gear þætti í Laugarásbíó annað kvöld. Lífið 6.2.2008 13:27 Angelina óttaðist að Brad færi frá henni ef hún eignaðist ekki barn Nýjasta viðbót í barnaskara Brangelinu gæti verið afleiðing óöryggis frekar en eggjahljóða. Samkvæmt heimildamanni National Enquirer var óttaðist Angelina það allt síðasta ár að Brad færi frá henni ef hún eignaðist ekki annað barn með honum. Lífið 6.2.2008 12:31 Pabbi J-Lo staðfestir að hún eigi von á tvíburum Jennifer Lopez á von á tvíburum. Pabbi hennar staðfesti þetta í samtali við Escándalo TV sjónvarpsstöðina á dögunum. Hann sagði dóttur sína vera í skýjunum, enda hefði hana lengi langað í börn. Lífið 6.2.2008 11:11 Jordan er óánægð með brjóstin Glamúrmódelinu Jordan finnst brjóst sín allt of stór, þrátt fyrir að hún hafi látið minnka þau í desember síðastliðnum. Jordan, sem réttu nafni heitir Katie Price, hafði ætlað að fara úr stærð 32G niður í 32C. Þegar bólgan hjaðnaði og marið hvarf kom hinsvegar í ljós að þau voru enn í stærð 32F. Lífið 5.2.2008 16:43 Tarantúlan reyndi að sleppa Tarantúlan sem lögregla á Suðurnesjum lagði hald á við húsleit í gærkvöldi, reyndi að flýja örlög sín hjá Heilbrigðiseftirliti Suðurnesja í morgun. Lífið 5.2.2008 15:54 Paul McCartney og Heather Mills brýna sverðin Bítillinn Paul McCartney og fyrrverandi spúsa hans Heather Mills búa sig nú undir fimm daga réttarhöld til að ákveða endanlega hve mikið hún hún fær úr búinu. Eftir miklu er að sælast, en Paul er talinn rúmlega hundrað milljarða virði. Lífið 5.2.2008 15:17 Keyrði á vegg til að sýna sig fyrir kærustunni Veðrið undanfarnar vikur hefur glatt margan bílaáhugamanninn, en þeir geta nú æft handbremsubeygjur á snjó og ís líkt og aldrei fyrr. Vísi barst í dag myndband úr öryggismyndavél á bílaplani R. Sigmundsson frá 20. janúar þar sem stoltur pickup eigandi sýnir listir sýnar, með misjöfnum árangri. Lífið 5.2.2008 12:20 Íþróttaálfurinn blandar sér ekki í bresk stjórnmál „Þetta er algjör þvæla frá upphafi til enda,“ segir Kristján Kristjánsson upplýsingafulltrúi Latabæjar. Hann segir ekkert hæft í frétt breska blaðsins Daily Telegraph þar sem greint er frá því að íþróttaálfurinn verði andlit stefnu íhaldsflokksins í offitumálum barna, sem verður kynnt á fimmtudaginn. Lífið 5.2.2008 12:10 Hefner reynir að barna kærustuna Playboy kóngurinn Hugh Hefner hefur engan tíma til að sóla sig á Flórída og spila golf með jafnöldrum sínum. Hinn áttræði Hefner stendur nú í ströngu við að reyna að barna kærustuna sína, hina 28 ára Holly Madison. Lífið 5.2.2008 11:35 Íhaldsmenn vilja íþróttaálfinn David Cameron leiðtogi íhaldsmanna í Bretlandi bindur vonir við að íþróttaálfurinn muni hvetja bresk börn í baráttunni við skvapið. Lífið 5.2.2008 11:00 Foreldrar Ragnars í Danmörku Almennar sýningar hefjast í lok febrúar á Foreldrum Ragnars Bragasonar og Vesturports, en Börn hefur verið þar í sýningum frá desember og hlotið afar lofsamlega dóma. Lífið 5.2.2008 10:56 Metáhorf á Super Bowl Úrslitaleikurinn í Super Bowl sem fram fór síðustu nótt sló 12 ára gamalt áhorfsmet en 97,5 milljónir manna sátu límdar fyrir framan sjónvarpstækin á meðan á leiknum stóð. Gamla metið var frá 1996 þegar Dallas bar sigurorð af Pittsburgh. Raunar var áhorfið í gær svo mikið að aðeins einn sjónvarpsviðburður státar af meira áhorfi í sögu sjónvarpsins í Bandaríkjunum. Lífið 4.2.2008 21:15 Eggert Þorleifs í nýjum gamanþætti á Stöð 2 Rjómi gamanleikara landsins mun koma saman í nýjum grínþætti sem verður á dagskrá Stöðvar 2 í vetur. Þátturinn ber vinnuheitið Ríkið og verður „sketsa" þáttur í svipuðum anda og Fóstbræður, Svínasúpan og Stelpurnar. Ríkið verður í leikstjórn Silju Hauksdóttur, og mun skarta stjörnum á borð við Eggert Þorleifsson, Sveppa og Audda auk ýmissa leikara sem eru að stíga sín fyrstu skref. Sigurjón Kjartansson skrifar handritið ásamt fjöldi valinkunna spéfugla. Lífið 4.2.2008 16:51 Eva Mendez í meðferð Leikkonan Eva Mendes hefur trendinu í Hollywood og skráð sig í meðferð. Samkvæmt heimildum TMZ hefur leikkonan dvalið í nokkrar vikur á meðferðarheimilinu Cirque Lodge í Utah fylki til að reyna að komast yfir eiturlyfjafíkn sína. Lífið 4.2.2008 15:05 Íslenskt réttardrama væntanlegt næsta vetur Það stefnir vafalaust í fráhvarfseinkenni hjá mörgum nú þegar síðasti þátturinn af Pressu er afstaðinn og búið að afhjúpa hinn illa Davíð. Þeir geta þó tekið gleði sína á ný, en nýtt réttardrama úr smiðju Sigurjóns Kjartanssonar er væntanlegt á Stöð 2 á næstu misserum. Lífið 4.2.2008 13:15 Börn Michaels Jacksons fest á filmu Sjaldgæfar myndir náðust af börnum Michaels Jacksons á dögunum, þegar hann gleymdi að hylja andlit þeirra í á leiksýningu í Las Vegas. Ekki er víst að myndirnar geri mikið til að draga úr efasemdum um faðerni þeirra, en erfitt er að sjá svip með föður og börnum. Það þarf þó ekki að segja mikið, en eins og frægt er orðið er ekki mikið upprunalegt framan í Michael. Lífið 4.2.2008 11:51 Angelina er hrædd um tvíburana Þó opinberlega hafi ekkert verið gefið út um yfirvofandi fjölgun í barnaskara Brangelinu segja vinir Jolie að ekki einungis sé hún ófrísk, hún glími líka við sérdeilis erfiða meðgöngu. Lífið 4.2.2008 10:55 Velta upp ábyrgð fjölmiðla í sorgarsögu Britney Spears Vandamál Britney Spears sem fjölmiðlar hafa velt sér upp úr hafa vakið upp umræðu um hversu ábyrg songkonan sjálf er fyrir þeim og hver hlutur ágengra fjölmiðla er. Lífið 3.2.2008 19:50 Liza Minnelli stal senunni í New York Liza Minnelli kom áhorfendum New York tískuvikunnar á óvart í gær þegar hún söng einkennislag sitt „New York, New York“ á tískusýningarpalli rauðkjólasýningar Heart Truth. Sýningunni er ætlað að vekja fólk til umhugsunar um hjartasjúkdóma hjá konum. Þar koma fram söngkonur, leikkonur og fyrirsætur í rauðum kjólum þekktra tískuhönnuða. Lífið 3.2.2008 15:16 Fyrrverandi kona Ledger miður sín Fyrrverandi sambýliskona leikarans Heath Ledger segist vera miður sín vegna fráfalls hans og biður um að hún og dóttir þeirra fái að syrgja í friði. Lífið 3.2.2008 11:53 Síðasta sýningarhelgi og ljósmyndaraspjall Nú stendur yfir síðasta sýningarhelgi sýningarinnar Undrabörn sem vakið hefur mikla athygli síðan hún var opnuð í Þjóðminjasafninu í september síðastliðnum. Á sýningunni má sjá ljósmyndir Mary Ellen Mark og Ívars Brynjólfssonar og kvikmyndina Alexander eftir Martin Bell sem er sýnd í fyrirlestrasalnum á hverjum degi, þrisvar á dag. Lífið 3.2.2008 06:00 Spice Girls stytta tónleikaferðalag Spice Girls kenna fjölskyldu- og einkaskuldbindingum um að þær hafa stytt heimstónleikaferðalag sitt og halda síðustu tónleikana í Toronto í Kanada 26. febrúar. Hætt verður við fyrirhugaða tónleika í Peking, Sydney, Höfðaborg og Buenos Aires. Lífið 2.2.2008 16:48 Snipes sýknaður af ákæru um fjársvik Bandaríski kvikmyndaleikarinn Wesley Snipes hefur verið dæmdur fyrir að skila ekki skattframtali af bandarískum dómstól, en hann var sýknaður af alvarlegri ákærum um fjársvik. Kvikmyndastjarnan var ákærð fyrir að greiða ekki skatt af tæplega fjögurra milljarða króna tekjum á árunum 1999 til 2004. Lífið 2.2.2008 14:14 Faðir Spears úrskurðaður lögráðaaðili James Spears faðir Britney Spears er nú lögráðaaðili yfir dóttur sinni og eigum hennar samkvæmt úrskurði dómstóls í Los Angeles. Söngkonan var flutt á geðdeild UCLA sjúkrahússins á fimmtudag eftir langvarandi óreglu og persónuleg vandamál. Dómstóll getur svipt manneskju lögræði sem ekki getur séð um sig sjálfa eða stjórnað eigin lífi. Lífið 2.2.2008 10:41 Í þriðja sinn á forsíðu Playboy Skutlurnar Holly Madison, Bridget Marquardt og Kendra Wilkinson, kærustur Playboy-kóngsins Hughs Hefner, birtast í þriðja sinn á forsíðu tímaritsins á næstunni. Lífið 2.2.2008 07:30 Foreldrarnir óska eftir forræði yfir Britney Lífið 1.2.2008 21:31 « ‹ ›
Dauði Heaths var slys Dauði Heaths Ledgers var slys, tilkominn vegna misnotkunar á lyfsseðilsskyldum lyfjum. Þetta er niðurstaða eiturefnarannsóknar sem réttarmeinafræðingar kynntu í dag. Lífið 6.2.2008 15:37
Ólafur F. betlar nammi í Garðabæ Í dag er öskudagur. Flest öll börn landsins hafa því klætt sig í grímubúning og sungið fyrir landsmenn eins og venja er. Misjafnt er hvað börnin vilja vera á öskudaginn. Lífið 6.2.2008 15:22
Glanssamkvæmum kringum Óskarinn fækkar Einu af flottustu samkvæmunum kringum Óskarsverðlaunahátíðina, Vanity Fair partýinu, hefur verið aflýst, til að sýna stuðning við verkfall handritshöfunda. Lífið 6.2.2008 14:41
Áfengismeðferð besta fegrunarráðið? Amy Winehouse fékk dagsleyfi frá meðferð í dag til að heimsækja eiginmanninn, Blake Fielder-Civil, í fangelsið. Aldrei þessu vant leit söngkonan stórvel út, og brosti meira að segja að ljósmyndurum undan svartri heysátunni. Lífið 6.2.2008 13:58
Jeremy Clarkson kemur til landsins á morgun Jeremy Clarkson einn umsjónarmanna þáttarins, Top Gear, kemur til landsins á morgun. Verður hann viðstaddur sérstaka forsýningu á Top Gear þætti í Laugarásbíó annað kvöld. Lífið 6.2.2008 13:27
Angelina óttaðist að Brad færi frá henni ef hún eignaðist ekki barn Nýjasta viðbót í barnaskara Brangelinu gæti verið afleiðing óöryggis frekar en eggjahljóða. Samkvæmt heimildamanni National Enquirer var óttaðist Angelina það allt síðasta ár að Brad færi frá henni ef hún eignaðist ekki annað barn með honum. Lífið 6.2.2008 12:31
Pabbi J-Lo staðfestir að hún eigi von á tvíburum Jennifer Lopez á von á tvíburum. Pabbi hennar staðfesti þetta í samtali við Escándalo TV sjónvarpsstöðina á dögunum. Hann sagði dóttur sína vera í skýjunum, enda hefði hana lengi langað í börn. Lífið 6.2.2008 11:11
Jordan er óánægð með brjóstin Glamúrmódelinu Jordan finnst brjóst sín allt of stór, þrátt fyrir að hún hafi látið minnka þau í desember síðastliðnum. Jordan, sem réttu nafni heitir Katie Price, hafði ætlað að fara úr stærð 32G niður í 32C. Þegar bólgan hjaðnaði og marið hvarf kom hinsvegar í ljós að þau voru enn í stærð 32F. Lífið 5.2.2008 16:43
Tarantúlan reyndi að sleppa Tarantúlan sem lögregla á Suðurnesjum lagði hald á við húsleit í gærkvöldi, reyndi að flýja örlög sín hjá Heilbrigðiseftirliti Suðurnesja í morgun. Lífið 5.2.2008 15:54
Paul McCartney og Heather Mills brýna sverðin Bítillinn Paul McCartney og fyrrverandi spúsa hans Heather Mills búa sig nú undir fimm daga réttarhöld til að ákveða endanlega hve mikið hún hún fær úr búinu. Eftir miklu er að sælast, en Paul er talinn rúmlega hundrað milljarða virði. Lífið 5.2.2008 15:17
Keyrði á vegg til að sýna sig fyrir kærustunni Veðrið undanfarnar vikur hefur glatt margan bílaáhugamanninn, en þeir geta nú æft handbremsubeygjur á snjó og ís líkt og aldrei fyrr. Vísi barst í dag myndband úr öryggismyndavél á bílaplani R. Sigmundsson frá 20. janúar þar sem stoltur pickup eigandi sýnir listir sýnar, með misjöfnum árangri. Lífið 5.2.2008 12:20
Íþróttaálfurinn blandar sér ekki í bresk stjórnmál „Þetta er algjör þvæla frá upphafi til enda,“ segir Kristján Kristjánsson upplýsingafulltrúi Latabæjar. Hann segir ekkert hæft í frétt breska blaðsins Daily Telegraph þar sem greint er frá því að íþróttaálfurinn verði andlit stefnu íhaldsflokksins í offitumálum barna, sem verður kynnt á fimmtudaginn. Lífið 5.2.2008 12:10
Hefner reynir að barna kærustuna Playboy kóngurinn Hugh Hefner hefur engan tíma til að sóla sig á Flórída og spila golf með jafnöldrum sínum. Hinn áttræði Hefner stendur nú í ströngu við að reyna að barna kærustuna sína, hina 28 ára Holly Madison. Lífið 5.2.2008 11:35
Íhaldsmenn vilja íþróttaálfinn David Cameron leiðtogi íhaldsmanna í Bretlandi bindur vonir við að íþróttaálfurinn muni hvetja bresk börn í baráttunni við skvapið. Lífið 5.2.2008 11:00
Foreldrar Ragnars í Danmörku Almennar sýningar hefjast í lok febrúar á Foreldrum Ragnars Bragasonar og Vesturports, en Börn hefur verið þar í sýningum frá desember og hlotið afar lofsamlega dóma. Lífið 5.2.2008 10:56
Metáhorf á Super Bowl Úrslitaleikurinn í Super Bowl sem fram fór síðustu nótt sló 12 ára gamalt áhorfsmet en 97,5 milljónir manna sátu límdar fyrir framan sjónvarpstækin á meðan á leiknum stóð. Gamla metið var frá 1996 þegar Dallas bar sigurorð af Pittsburgh. Raunar var áhorfið í gær svo mikið að aðeins einn sjónvarpsviðburður státar af meira áhorfi í sögu sjónvarpsins í Bandaríkjunum. Lífið 4.2.2008 21:15
Eggert Þorleifs í nýjum gamanþætti á Stöð 2 Rjómi gamanleikara landsins mun koma saman í nýjum grínþætti sem verður á dagskrá Stöðvar 2 í vetur. Þátturinn ber vinnuheitið Ríkið og verður „sketsa" þáttur í svipuðum anda og Fóstbræður, Svínasúpan og Stelpurnar. Ríkið verður í leikstjórn Silju Hauksdóttur, og mun skarta stjörnum á borð við Eggert Þorleifsson, Sveppa og Audda auk ýmissa leikara sem eru að stíga sín fyrstu skref. Sigurjón Kjartansson skrifar handritið ásamt fjöldi valinkunna spéfugla. Lífið 4.2.2008 16:51
Eva Mendez í meðferð Leikkonan Eva Mendes hefur trendinu í Hollywood og skráð sig í meðferð. Samkvæmt heimildum TMZ hefur leikkonan dvalið í nokkrar vikur á meðferðarheimilinu Cirque Lodge í Utah fylki til að reyna að komast yfir eiturlyfjafíkn sína. Lífið 4.2.2008 15:05
Íslenskt réttardrama væntanlegt næsta vetur Það stefnir vafalaust í fráhvarfseinkenni hjá mörgum nú þegar síðasti þátturinn af Pressu er afstaðinn og búið að afhjúpa hinn illa Davíð. Þeir geta þó tekið gleði sína á ný, en nýtt réttardrama úr smiðju Sigurjóns Kjartanssonar er væntanlegt á Stöð 2 á næstu misserum. Lífið 4.2.2008 13:15
Börn Michaels Jacksons fest á filmu Sjaldgæfar myndir náðust af börnum Michaels Jacksons á dögunum, þegar hann gleymdi að hylja andlit þeirra í á leiksýningu í Las Vegas. Ekki er víst að myndirnar geri mikið til að draga úr efasemdum um faðerni þeirra, en erfitt er að sjá svip með föður og börnum. Það þarf þó ekki að segja mikið, en eins og frægt er orðið er ekki mikið upprunalegt framan í Michael. Lífið 4.2.2008 11:51
Angelina er hrædd um tvíburana Þó opinberlega hafi ekkert verið gefið út um yfirvofandi fjölgun í barnaskara Brangelinu segja vinir Jolie að ekki einungis sé hún ófrísk, hún glími líka við sérdeilis erfiða meðgöngu. Lífið 4.2.2008 10:55
Velta upp ábyrgð fjölmiðla í sorgarsögu Britney Spears Vandamál Britney Spears sem fjölmiðlar hafa velt sér upp úr hafa vakið upp umræðu um hversu ábyrg songkonan sjálf er fyrir þeim og hver hlutur ágengra fjölmiðla er. Lífið 3.2.2008 19:50
Liza Minnelli stal senunni í New York Liza Minnelli kom áhorfendum New York tískuvikunnar á óvart í gær þegar hún söng einkennislag sitt „New York, New York“ á tískusýningarpalli rauðkjólasýningar Heart Truth. Sýningunni er ætlað að vekja fólk til umhugsunar um hjartasjúkdóma hjá konum. Þar koma fram söngkonur, leikkonur og fyrirsætur í rauðum kjólum þekktra tískuhönnuða. Lífið 3.2.2008 15:16
Fyrrverandi kona Ledger miður sín Fyrrverandi sambýliskona leikarans Heath Ledger segist vera miður sín vegna fráfalls hans og biður um að hún og dóttir þeirra fái að syrgja í friði. Lífið 3.2.2008 11:53
Síðasta sýningarhelgi og ljósmyndaraspjall Nú stendur yfir síðasta sýningarhelgi sýningarinnar Undrabörn sem vakið hefur mikla athygli síðan hún var opnuð í Þjóðminjasafninu í september síðastliðnum. Á sýningunni má sjá ljósmyndir Mary Ellen Mark og Ívars Brynjólfssonar og kvikmyndina Alexander eftir Martin Bell sem er sýnd í fyrirlestrasalnum á hverjum degi, þrisvar á dag. Lífið 3.2.2008 06:00
Spice Girls stytta tónleikaferðalag Spice Girls kenna fjölskyldu- og einkaskuldbindingum um að þær hafa stytt heimstónleikaferðalag sitt og halda síðustu tónleikana í Toronto í Kanada 26. febrúar. Hætt verður við fyrirhugaða tónleika í Peking, Sydney, Höfðaborg og Buenos Aires. Lífið 2.2.2008 16:48
Snipes sýknaður af ákæru um fjársvik Bandaríski kvikmyndaleikarinn Wesley Snipes hefur verið dæmdur fyrir að skila ekki skattframtali af bandarískum dómstól, en hann var sýknaður af alvarlegri ákærum um fjársvik. Kvikmyndastjarnan var ákærð fyrir að greiða ekki skatt af tæplega fjögurra milljarða króna tekjum á árunum 1999 til 2004. Lífið 2.2.2008 14:14
Faðir Spears úrskurðaður lögráðaaðili James Spears faðir Britney Spears er nú lögráðaaðili yfir dóttur sinni og eigum hennar samkvæmt úrskurði dómstóls í Los Angeles. Söngkonan var flutt á geðdeild UCLA sjúkrahússins á fimmtudag eftir langvarandi óreglu og persónuleg vandamál. Dómstóll getur svipt manneskju lögræði sem ekki getur séð um sig sjálfa eða stjórnað eigin lífi. Lífið 2.2.2008 10:41
Í þriðja sinn á forsíðu Playboy Skutlurnar Holly Madison, Bridget Marquardt og Kendra Wilkinson, kærustur Playboy-kóngsins Hughs Hefner, birtast í þriðja sinn á forsíðu tímaritsins á næstunni. Lífið 2.2.2008 07:30