Lífið

Metáhorf á Super Bowl

George Bush forseti Bandaríkjanna ætlaði að vaka eins lengi og hann gæti yfir Super Bowl í gær. Engum sögum fer af því hvernig það gekk hjá honum.
George Bush forseti Bandaríkjanna ætlaði að vaka eins lengi og hann gæti yfir Super Bowl í gær. Engum sögum fer af því hvernig það gekk hjá honum.

Úrslitaleikurinn í Super Bowl sem fram fór síðustu nótt sló 12 ára gamalt áhorfsmet en 97,5 milljónir manna sátu límdar fyrir framan sjónvarpstækin á meðan á leiknum stóð. Gamla metið var frá 1996 þegar Dallas bar sigurorð af Pittsburgh. Raunar var áhorfið í gær svo mikið að aðeins einn sjónvarpsviðburður státar af meira áhorfi í sögu sjónvarpsins í Bandaríkjunum.

Það met á "M-A-S-H" þátturinn sem gekk undir nafninu Spítalalíf hér á landi. Árið 1983 var lokaþáttur sjónvarpsraðarinnar sendur út og þá settust 106 milljónir manna fyrir framan tækin.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.