Lífið

Íhaldsmenn vilja íþróttaálfinn

Latibær hefur slegið í gegn í Bretlandi.
Latibær hefur slegið í gegn í Bretlandi.
David Cameron leiðtogi íhaldsmanna í Bretlandi bindur vonir við að íþróttaálfurinn muni hvetja bresk börn í baráttunni við skvapið. Álfurinn ofvirki verður andlit stefnu flokksins í málefnum offitu barna.

Í Telegraph er haft eftir flokksmanni að íþróttaálfurinn hafi náð ótrúlegum árangri í að draga úr offitu barna á Íslandi, og hvatt heilu fjölskyldurnar til að hreyfa sig meira og borða hollan mat. Colin Wayne, formaður National Obesity Forum, baráttusamtaka gegn offitu, segir í viðtali við blaðið að hann hafi verið einkar hrifinn af Sportacus, eins og hann heitir á ensku, þegar hann hélt fyrirlestur á ráðstefnu samtakanna í október. Þá kom hann labbandi á höndum upp í ræðupúltið.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.