Lífið

Eggert Þorleifs í nýjum gamanþætti á Stöð 2

Sigríður Elva Vilhjálmsdóttir skrifar
Rjómi gamanleikara landsins mun koma saman í nýjum grínþætti sem verður á dagskrá Stöðvar 2 í vetur. Þátturinn ber vinnuheitið Ríkið og verður „sketsa" þáttur í svipuðum anda og Fóstbræður, Svínasúpan og Stelpurnar. Ríkið verður í leikstjórn Silju Hauksdóttur, og mun skarta stjörnum á borð við Eggert Þorleifsson, Sveppa og Audda auk ýmissa leikara sem eru að stíga sín fyrstu skref. Sigurjón Kjartansson skrifar handritið ásamt fjöldi valinkunna spéfugla.

Það vorar greinilega í íslenskri sjónvarpsþáttagerð. Auk Ríkisins verða á dagskrá Stöðvar 2 tveir aðrir íslenskir gamanþættir næsta vetur. Sylgja, grínþáttur með Ilmi Kristjándóttur , og Dagvaktin, framhald Næturvaktarinnar, sem verður stærri og viðameiri og mun skarta fleiri leikurum en forverinn.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.