Lífið

Jamie Lynn trúlofuð?

Væntanlegt barn Jamie Lynn Spears var kannski getið í synd, en ef marka má heimildir People tímaritsins eru fjölskylduaðstæðurnar eitthvað á uppleið. Sést hefur til Spears yngri á heimaslóðunum í Louisiana, stærandi sig af stórum glitrandi trúlofunarhring frá unnustanum, hinum átján ára Casey Aldridge.

Lífið

Obama og Hillary skyld Brangelinu

Eitt stærsta ættfræðifélag Bandaríkjanna, The New England Historic Genealogical Society, hefur fundið óvænta tengingu á milli Barack Obama og Hillary Clinton. Gegnum Brangelinu.

Lífið

Böddi í Dalton ber sig vel eftir árás

"Ég var útskrifaður af sjúkrahúsinu klukkan 12 á laugardeginum. Á miðnætti var ég kominn upp á svið á Neskaupstað með hljómsveitinni," segir Böðvar Rafn Reynisson, söngvari hljómsveitarinnar Dalton, sem varð fyrir hrikalegra árás aðfaranótt laugardagsins á Höfn í Hornafirði.

Lífið

Jericho eytt, fyrir fullt og allt

Heimsendasjónvarpsþátturinn Jericho hefur verið tekinn af dagskrá í Bandaríkjunum, fyrir fullt og allt. Fyrsta sería þáttanna var einnig tekin af dagskrá í fyrra en fyrir mikil mótmæli hörðustu aðdáanda þáttanna ákvað CBS sjónvarpsstöðin að gera aðra tilraun.

Lífið

Blóðsugur halda Demi Moore ungri

Demi Moore kann nokkur ráð til að viðhalda æskuljómanum, og það án dropa af vélarsmurningu. Í viðtali hjá David Letterman á dögunum viðurkenndi hin 46 ára gamla leikkona að hún væri afar hrifin af óhefðbundnum yngingarmeðferðum, og hefði reyndar nýlega farið í eina slíka í Sviss.

Lífið

BMV vinsæll í Kosovo og Balí

Nýjasta lag tónlistar- og útvarpsmannsins Brynjars Más Valdimarssonar, Endlessly, er að gera það gott bæði á Balí og í Kosovo. BMV eins og hann kallar sig flýgur upp vinsældalista útvarpsstöðva á þessum svæðum og eru menn greinilega yfir sig hrifnir af stráknum.

Lífið

Íslenskur atvinnumaður í klettadýfingum

Hinn 32 ára Egill Ormarsson er íslenskur í húð og hár en flutti fimm ára gamall til Danmerkur með móður sinni og bróður. Þar kynntist hann dýfingum og hóf að stunda þær af kappi strax sem stráklingur. Að loknum menntaskóla var keppnisferli Egils í ólympískum dýfingum lokið. Hann var þó ekki til í að hætta alveg og sneri sér því að dýfingarsýningum.

Lífið

„Fimmti Bítillinn“ látinn

Neil Aspinall náinn vinur Bítlanna og maðurinn sem stjórnaði Apple music veldi hljómsveitarinnar er látinn. Fjölskylda hans tilkynnti um andlát hans í dag. Neil var 66 ára gamall. Hann vann sem rótari hljómsveitarinnar og bókhaldari áður en hann varð framkvæmdastjóri Apple Corps. Hann var einnig þekktur sem „Fimmti Bítillinn.“

Lífið

Söngvari Dalton varð fyrir lífshættulegri árás

Böðvar Rafn Reynisson, söngvari kántríhljómsveitarinnar vinsælu Dalton, varð fyrir lífshættulegri árás á Höfn í Hornafirði aðfaranótt laugardags. Að sögn vitna var Böðvar sleginn aftan frá með flösku eða glasi með þeim afleiðingum að hann hlaut djúpan skurð á hálsi.

Lífið

Eiginmaður Bailey Ray fannst látinn

Eiginmaður bresku sólsöngkonunnar Corinne Bailey Rae fannst látinn í íbúð í Leeds á laugardag. Jason Rae var 31 árs gamall saxófónleikari. Samkvæmt heimildum BBC handtók lögreglan í Vestur-Jórvíkurskíri 32. ára gamlan mann grunaðan um að útvega fíkniefni. Honum hefur verið sleppt gegn tryggingu.

Lífið

Stöð 2 sigraði í spurningakeppni fjölmiðlanna

Fréttastofa Stöðvar 2 sigraði í hinni árlegu spurningakeppni fjölmiðlanna, sem lauk á Rás 2 í dag, en keppnin hefur staðið yfir páskadagana. Til úrslita kepptu Stöð 2 og N4 á Akureyri og sigraði Stöð 2 með 7 stigum gegn 4.

Lífið

Býst við góðu áhorfi á Mannaveiðar

Fyrsti þáttur spennumyndaflokksins Mannaveiða verður sýndur í Sjónvarpinu í kvöld. Björn Brynjúlfur Björnsson framleiðandi og leikstjóri þáttanna segist búast við svipuðu áhorfi og á sakamálaþættina Pressu sem sýndir voru á Stöð tvö í byrjun árs. Áhorf á þá var rúmlega 30 prósent.

Lífið

Faðir Mambó tónlistar látinn

Kúbanski jazzistinn Israel „Cachao“ Lopez sem þekktur er fyrir að vera einn þeirra sem fundu upp mambó lést á Miami á laugardaginn 89 ára að aldri. Bassaleikarinn og tónskáldið flutti til Bandaríkjanna frá Kúbu á sjöunda áratugnum og hélt áfram að spila tónlist opinberlega til dauðadags.

Lífið

Harry prins er yfir sig ástfanginn

Harry Bretaprins er hæstánægður með sinni heittelskuðu Chelsy Davy. Prinsinn kallar Chelsy frúnna og segist vilja eignast með henni sex börn og sveitasetur. Og Chelsy spilar með og kalla prinsinn bóndann.

Lífið

Cortes í öðru sæti

Garðar Thor Cortes er í öðru sæti í kosningu um hljómskífu ársins á Classical Brits, eins og staðan er núna. Plata Garðars "Cortes" er í hópi tíu hljómskífa sem tilnefndar eru til verðlaunanna og lýkur Netkosningu á miðnætti 8. apríl næstkomandi.

Lífið

Meistaraverk Bítlanna flutt í dag

Meistaraverk Bítlanna, hljómplatan Sgt. Pepper's Lonely Hearts Club Band, verður flutt í heild sinni í Háskólabíói á tvennum tónleikum í dag kl. 17 og 21.

Lífið

Kynlífsmyndband með Lindsay Lohan

Svo kann að vera að Lindsay Lohan sé komin á stall með Paris Hilton og Pamela Anderson. Myndskeið er komið á Netið, sem talið er að sýni Lohan í lostafullu kynlífi með Calum Best. Hann er fyrrverandi kærasti Lohan og voru þau að slá sér upp saman síðasta sumar.

Lífið

Eigum FL Group allt að þakka – nema hæfileika Garðars

DV heldur því fram í dag að þrálátur orðrómur hafi verið undanfarin misseri að Beliver Music, fyrirtæki Einars Bárðarsonar, stæði höllum fæti og væri í miklum fjárhagslegum vandræðum. Einar segir það ekki rétt og segist ekki átta sig á þeim mikla áhuga á fjárhagsstöðu hans í Bretlandi því staða fyrirtækisins sé ágæt.

Lífið

Elísabet átti bestu kynlífslýsinguna

Elísabet Jökulsdóttir hreppti í gær Rauðu hrafnsfjöðrina fyrir athyglisverðustu kynlífslýsinguna í bókmenntum liðins árs. Í Heilræðum lásasmiðsins lýsir Elísabet sambandi sínu við Algea, mann sem hún kynntist á ferðalagi í New York. Í umsögn lestrarfélagsins Krumma, sem veitir verðlaunin segir að kynlífslýsingar Elísabetar hafi þóttu krassandi, erótískar, snjallar og innblásnar af andagift.

Lífið

Sarah Jessica sár yfir kynþokkaleysi

Sarah Jessica Parker og eiginmaðurinn, Matthew Broderick, eru miður sín vegna nýrrar könnunar karlablaðsins Maxims, þar sem hún lenti í fyrsta sæti á lista yfir kynþokkaminnstu konur heims.

Lífið