
Lífið

Hundrað þúsund hafa horft á This is My Life
Rúmlega hundrað þúsund manns hafa horft á myndband við Evróvisjónframlag Íslands, This is My Life, á síðu slúðurkóngsins Perez Hilton. „Ég hoppaði hæð mína í loft upp þegar ég sá að þetta var komið inn,“ segir Friðrik Ómar. Hann segir það hafa verið draumurinn að koma myndbandinu að á síðum á borð við þessa, en býst þó ekki við frægð og frama Eurobandsins vestanhafs í kjölfarið.

Selja bjór á bensínverði
Mótmæli vörubílstjóra hafa líklega ekki farið framhjá mannsbarni í dag. Öllu friðsamlegri mótmæli fara fram á Enska barnum við Austurvöll milli fimm og sjö á morgun. Þar verður bjórinn seldur á sama verði og bensín - á um 160 krónur lítrinn. Arnar Þór Jónsson eigandi barsins segir jafnvel hugsanlegt fólk sem mætir með dælulykil fái tveggja króna afslátt.

Verður erfitt að feta í litlu fótspor Valtýs
Henry Birgir Gunnarsson íþróttastjóri Fréttablaðsins stjórnar útvarpsþætti á X-inu 977 milli kl. 12 og 13 alla virka frá og með 2. maí. Þátturinn, sem enn hefur ekkert nafn fengið, verður tileinkaður íþróttum.

Carl Cox á Nasa í kvöld
Goðsögnin Carl Cox kemur fram á Nasa í kvöld, síðasta vetrardag. Carl Cox er unnendum danstónlistar að góðu kunnur, en hann hefur verið í fremstu röð í geiranum í tæp þrjátíu ár. Í tilkynningu frá tónleikahöldurum segir að Cox sé einn alvirtasti plötusnúður heims, og um tímamótaviðburð því að ræða. Miða má nálgast á mida.is

Myndband - Eurobandið syngur Hey hey hey we say ho ho ho
Eurobandið virðist hafa náð góðum tökum, Hey hey hey we say ho ho ho, lagi keppinauta sinna í Laugardagslögunum. Sveitin spilar lagið nú reglulega á tónleikum sínum, og ef marka má myndband á YouTube síðu hennar ná þau Regína og Friðrik erkifjendunum í Merzedes Club ansi vel.

Paris Hilton gerð útlæg frá lúxushóteli
Hótelerfinginn Paris Hilton er ekki lengur velkomin á Hyatt Hótelið í Moskvu, eftir að hún tússaði á fokdýrt veggfóður. Hilton krotaði „Paris Moscow 2008" á veggfóður í forsetasvítu hótelsins, sem kostar rúma milljón á nóttu, þegar hún sat þar fyrir í myndatöku. Hótelið hafði ekki húmor fyrir uppátækinu. Það sektaði hana um 4500 pund, eða sem samsvarar tæpum 660 þúsund krónum, og bannaði henni að koma þangað aftur.

This is My Life sýnt í ríkissjónvarpinu í Kúvæt
„Ég var niðri í skóla að lesa fyrir lokaritgerðina mína þegar ég fékk símtal frá vinafólki mínu í Kúvæt,“ segir Draupnir Rúnar Draupnisson, aðalleikarinn í myndbandi Eurobandsins við This is My Life. Vinafólkið var að horfa á tónlistarþátt í ríkissjónvarpi landsins, þegar kynnt var til leiks flott Evróvisjónlag - og það frá Íslandi.

Gósentíð hjá hnökkunum
Það er gott að vera hnakki þessa dagana. Það hreinlega hrúgast inn hnakkatengdir stórviðburðir og hnakkarnir ráða ríkjum í auglýsingaheiminum með yfirtöku Merzedes Club og Eurobandsins. Rokkstöðin X-ið mælist varla í könnunum á meðan FM957 fitnar á fjósbitanum.

Barist um réttinn að Lennon myndbandi
Myndband, sem sýnir John Lennon reykja maríjúana, semja lög og stinga upp á því að setja LSD í teið hjá Richard Nixon, er viðfangsefni lagadeilu sem tekin verður fyrir hjá dómara í Boston í byrjun næstu viku.

Lífstílsgúru í latexgalla
Næringarfræðingurinn og heilsugúrúið Gillian McKeith hefur margra ára þjálfun í því að segja fólki fyrir verkum. Það var því löngu tímabært að hún klæddi sig í samræmi við það.

Dugguholufólkið vinnur til verðlauna
Kvikmyndin Duggholufólkið í leikstjórn Ara Kristinssonar vann aðalverðlaunin í flokki kvikmynda fyrir börn á aldrinum 8 - 10 ára á Sprockets kvikmyndahátíðinni í Toronto um helgina. Veitt voru aðalverðlaun fyrir bestu mynd fyrir aldurshópinn 8-10 ára annars vegar og hins vegar aldurinn 11-12 ára auk þess sem veitt voru verðlaun fyrir bestu stuttmyndina.

Pétur Þór knúsaður eftir uppboðið
„Maður fór eiginlega bara í köku. Ég var afar þakklátur og hrærður," segir Pétur Þór Gunnarsson eigandi Gallerís Borgar, sem stóð um helgina fyrir fyrsta uppboði gallerísins í tíu ár á Hilton hóteli. Pétur stóð í málaferlum í tæp níu ár í Stóra málverkarfölsunarmálinu svokallaða, þar sem honum var gefið að sök að hafa falsað eða vísvitandi selt verk sem hann vissi að væru fölsuð. Hann hélt ávallt fram sakleysi sínu, og var að lokum sýknaður í Hæstarétti.

Gagnrýnandi slátrar This is My Life
Gagnrýnendur vefsíðunnar Hecklerspray.com þræða sig nú í gegnum lögin í Evróvisjónkeppninni þetta árið og reikna út líkur þeirra á sigri. Framlag Íslands, This is My Life, fær ekki góða útreið.

Kynlífssenurnar að buga Ewan McGregor
Leikarinn Ewan McGregor var þeirri stund fegnastur þegar tökum á nýjustu mynd hans, erótíska tryllinum Deception, lauk. Tökur á myndinni stóðu yfir í sjö vikur, en leikstjóri myndarinnar geymdi allar kynlífssenurnar fram á síðustu tvo tökudagana. Í myndinni er atriði þar sem persóna Ewans rifjar upp kynlíf með fjölda kvenna, og á dögunum tveimur þurfti hann því að sænga hjá fimm konum sem hann hafði aldrei hitt áður.

Morðingjarnir vilja fá borgað í dilkum
Íslenskir tónlistarmenn forðast nú krónuna í hrönnum í kjölfar þess að Bubbi Morthens hefur gefið það út að hann vilji fá borgað í evrum. Líkt og Bubbi treysta Morðingjarnir ekki lengur á krónuna. Ástandið er orðið það slæmt að þeir vilja ekki einu sinni fá greitt í gjaldmiðlum heldur bara alvöru fé.

Benji vill giftast Paris
Benji Madden er að kafna úr ást á Paris sinni Hilton. Parið hefur bara verið saman frá því í febrúar, en Benji er alveg sannfærður um að sambandið endist. In touch hefur það eftir vini parsins að hann hafi sagði félögum sínum í Good Charlotte frá því að hann vilji kvænast Paris og eignast með henni börn. Honum hafi hreinlega aldrei liðið svona áður.

Lindsay sullar í sig vodka
Enn einu sinni virðist Lindsay litla Lohan hafa flaskað á meðferðinni. Um áramótin náðust myndir af henni drekka kampavín af stút, nokkrum vikum síðar sötraði hún kokteila með vinkonum sínum, og nú um helgina náðust svo myndir af henni þar sem hún sturtaði í sig vodkakokteilum af miklum móð.

Landsmót Gígjunnar haldið á Hornafirði um næstu helgi.
Sjöunda landsmót Gígjunnar, landssambands íslenskra kvennakóra, verður haldið á Hornafirði um næstu helgi.

Komu fasteignasala á óvart með milljón króna vinningi
Ragna S Óskarsdóttir fyrrverandi kennari og nú fasteignasali hjá Mikluborg fasteignasölu mætti í viðtal í Reykjavík Síðdegis kl. 16 40 í dag.

Bubbi vill fá borgað í evrum
„Ég og umboðsmaður minn erum að leggja drög að því að mér verði borgað í evrum þar sem því verður komið við," segir Bubbi Morthens. „Ég hef ekki lengur trú á krónunni. Hún er ónýtur gjaldmiðill, og mun setja þúsundir manna á hausinn á næstu misserum á Íslandi. " segir Bubbi, sem vandar gjaldmiðlinum ekki kveðjurnar. „Krónan heldur þjóðinni í gíslingu."

Eurobandið borgar kynningu úr eigin vasa
„Keppnin er orðin svo breytt. Hér áður fyrr heyrði maður lögin bara einu sinni á úrslitakvöldinu, en núna er fólk búið að heyra lögin oft áður," segir Friðrik Ómar, söngvari í Eurobandinu. Hann segir það skipta miklu máli að spila sem víðast og kynna lagið fyrir keppnina.

Spilaði með kanadíska landsliðinu í handbolta
„Á námsárum mínum í Kanada lék ég með kanadíska landsliðinu í handbolta í nokkur ár. Við vorum á leiðinni á Ólympíleikana í Moskvu þegar ákveðið var að mótmæla yfirgangi Rússa gegnvart grannþjóð,“ skrifar Jónína Benediktsdóttir á bloggsíðu sína.

Breskir fjölmiðlar sitja um Garðar Cortes
„Það má segja að við komumst ekki áfram með upptökurnar vegna ágangs fjölmiðla!," segir Einar Bárðarson, umboðsmaður Íslands. Sunday Times heimsótti Garðar Cortes í hljóðver í dag, þar sem hann er að ljúka vinnslu á næstu plötu sinni. Breskir fjölmiðlar eru greinilega hrifnir af tenórnum sjarmerandi, en NOW tímaritið heimsækir Garðar á miðvikudaginn, og á fimmtudag verður birt stórt viðtal við hann í Daily Telegraph.

Engin líkamsáras, bíllinn heill, en hljóðkerfið ekki
Öllum að óvörum lifðu allir meðlimir Dalton, óheppnustu hljómsveitar landsins, af eins árs afmælistónleika sveitarinnar á Players á föstudaginn. „Við komumst uppeftir, og bíllinn bilaði ekki," segir Böðvar Rafn Reynisson söngvari sveitarinnar, en bætir við að gamanið hafi kárnað þegar á staðinn var komið. „Í fyrsta laginu sló öllu hljóðkerfinu út," segir Böðar. Korter tók að finna út hvað hefði klikkað, en það reyndist vera bilað fjöltengi. Því var kippt í lag, en þá datt mónitorkerfið líka út.

Liz Hurley fótósjoppar fjölskyldumyndirnar
Leikkonan Liz Hurley hefur uppgötvað leiðina að eilífri æsku. Photoshop.

Clinton stolt af því vera skyld Angelinu
Forsetaframbjóðandinn Hillary Clinton er í skýjunum yfir þeim fregnum að hún sé mögulega fjarskyldur ættingi Angelinu Jolie og Madonnu, eins og ættfræðingar vestanhafs reiknuðu út á dögunum.

Britney snýr aftur á skjáinn
Poppprinsessan Britney Spears mun leika í öðrum þætti af How I Met Your Mother. Í þætti sem sýndur var í lok mars lék Spears móttökuritara hjá húðsjúkdómalækni og hlaut fádæma lof fyrir frammistöðu sína. Samkvæmt heimildum People tímaritsins stendur nú til að endurtaka leikinn, enda voru bæði Britney og framleiðendur hæstánægðir með samstarfið.

Justin huggar Cameron
Þeir Justin Timberlake og John Mayer voru báðir viðstaddir minningarathöfn sem fjölskylda Cameron Diaz hélt fyrir föður hennar í gær.

Sandra Bullock slapp ómeidd úr hörðum árekstri
Kvikmyndaleikkonan Sandra Bullock og eiginmaður hennar, mótorhjólatöffarinn Jesse James, sluppu ómeidd úr hörðum árekstri í gærkvöldi. Hjónakornin voru að snúa heim af tökustað kvikmyndar sem Bullock leikur í þegar Subaru bíll fór yfir á vitlausan vegarhelming og keyrði á fullri ferð framan á jeppann sem parið var í.

Bond-bíllinn á bólakaf í Gardavatn
James Bond, njósnari hennar hátignar, mun að sjálfsögðu aka um á forláta Aston Martin í nýjustu Bond myndinni, Quantum of Solace. Litlu mátti muna að illa færi þegar áhættu ökumaður myndarinnar var að ferja græjuna á tökustað við Gardavatn á Ítalíu í vikunni.