Lífið Ekkert undir James Brown Dómari í Suður-Karólínu hefur skipað meintri ekkju James Brown að senda sex ára son sinn, sem hún segir undan sálarkónginum, í DNA próf. Lífið 27.4.2008 11:06 Phil Collins þagnar Tónlistamaðurinn Phil Collins er hættur. Collins sagði í samtali við Times að hann gæti líklega ekki hætt að semja tónlist, en ekki væri ætlunin að syngja inn á plötur eða koma fram á tónleikum framar. Lífið 27.4.2008 10:31 Eiginkonan vill tíu milljónir á mánuði Skilnaður Johns Cleese við eiginkonuna virðist ekki jafn vinalegur og hann hélt fram í fyrstu. Parið tilkynnti um skilnaðinn í janúar, og nú er komið að því að ákveða hvernig fjármálunum verður háttað. Og það stefnir í blóðuga baráttu. Lífið 26.4.2008 15:04 Amy Winehouse komin með nýjan gæja Amy Winehouse er komin með nýjan kærasta ef marka má slúðurpressuna í Bretlandi. Lífið 26.4.2008 13:40 Bráðavaktarstjarna vill fá að deyja Maura Tierney vill láta drepa sig. Hún hefur því stungið upp á því við framleiðendur Bráðavaktarinnar að þeir slátri persónu hennar, Dr. Abby Lockart. Lífið 26.4.2008 13:07 Amy ávítt fyrir að skalla mann Breska söngkona Amy Winehouse var í morgun ávítt af lögreglu fyrir að hafa skallað mann fyrir utan skemmtistað í Lundúnum aðfararnótt miðvikudags. Winehouse kom sjálfviljug til yfirheyrslu hjá lögreglu í gær vegna málsins. Lífið 26.4.2008 12:39 Uma hittir kúgarann Maður sem er sakaður um að ofsækja Umu Thurman fær loksins ósk sína uppfyllta þegar hann hittir hana fyrir rétti í New York á mánudaginn. Lífið 26.4.2008 12:31 Pete Doherty les kóraninn Vandræðabarnið Pete Doherty hefur fundið nýja leið til að róa taugarnar í fangelsinu. Eftir að hann var settur í einangrun í síðustu viku hefur hann lesið Kóraninn af miklum móð, og hugleiðir nú að taka upp múhameðstrú. Lífið 26.4.2008 11:23 Verður barist um síðustu beddana? „Fólk þarf að fara að hafa hraðar hendur," segir Geir Gestsson, einn aðstandenda heimildamyndahátíðarinnar Skjaldborgar á Patreksfirði. Hann segir stefna hraðbyri í það að gistirými í bænum verði uppbókuð á meðan á hátíðinni stendur. „Það er alveg ótrúlega mikill áhugi á þessu,“ segir Geir. Lífið 25.4.2008 16:50 Amy á leið til yfirheyrslu Amy Winehouse mætir til yfirheyrslu hjá lögreglu í dag til að skýra sína hlið mála eftir að maður sakaði hana um að hafa skallað sig fyrir utan bar í vikunni. Lífið 25.4.2008 15:41 Dylan fluttur í Laugardalinn Concert, sem hefur veg og vanda af tónleikum Bob Dylan hér á landi hefur tekið ákvörðun um að færa stórtónleikana þann 26. maí úr Egilshöll í Nýju Laugardalshöllina. Þetta er gert í hagræðingarskyni en að öðru leyti verður fyrirkomulagið óbreytt; áfram er heildarmagn miða í boði 8.000, svæði A tekur 4.000 og svæði B einnig 4.000. Samkomulag hefur náðst við rekstraraðila Egilshallarinnar um þennan ráðhag að því er fram kemur í tilkynningu frá Concert. Lífið 25.4.2008 14:20 Fyrrverandi vændiskona gefur út fræðslubækur um starfið Margir snúa sér að ritstörfum þegar þeir setjast í helgan stein. Það gerði Amanda Brooks einmitt, en hún er hinsvegar ekki nema 29 ára gömul. Lífið 25.4.2008 14:10 Jay-Z slaufar brúðkaupsferðinni Það er ekki víst að Beyonce sé hrifin af forgangsröðinni hjá nýbökuðum eiginmanni sínum. Jay-Z ákvað að sleppa því að fara með henni í brúðkaupsferð til að missa ekki úr vinnu. Lífið 25.4.2008 13:59 David reynir að barna Victoriu Beckham hjónin eru að reyna að eignast fjórða barnið. Pabbi Davids lét hafa það eftir sér á dögunum að parið langaði í stelpu, og það staðfesti David svo í viðtali hjá Ellen Degeneres á dögunum þar sem hann sagði að þau væru að „vinna í því" að búa til nýtt barn. Þau væru mikið fjölskyldufólk og hafi alltaf langað í mörg börn. Þau David og Victoria hafa verið gift í næstum níu ár, og eiga fyrir þrjá drengi á aldrinum þriggja til níu ára. Lífið 25.4.2008 11:32 Amy forrík þrátt fyrir sukkið Endalaust sukk, líkamsárásir og meðferðir virðast ekki hafa haft tilfinnnanleg áhrif á fjármál vandræðabarnsins Amy Winehouse. Söngkonan er metin á tíu milljónir punda, eða tæpan einn og hálfan milljarð króna, og situr nú í fyrsta sinn á lista Sunday Times yfir ríkustu ungu tónlistarmennina. Hann mælir auðæfi breskra tónlistamanna undir þrítugu. Lífið 25.4.2008 11:05 Wesley Snipes dæmdur í þriggja ára fangelsi Hollywoodleikarinn Wesley Snipes hefur verið dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir skattsvik. Lífið 25.4.2008 07:11 Bjór á bensínverði: 750 lítrar á tveimur tímum Enski barinn við Austurvöll seldi bjórinn á bensínverði í dag eða á um 160 krónur lítrinn. Arnar Þór Gíslasin eigandi pöbbsins segir tiltækið hafa gengið framar vonum en með þessu vidli hann sýna vörubílstjórum stuðning í verki. 25 bjórkútar, eða 750 lítrar, seldust á tveimur tímum. Lífið 24.4.2008 22:21 Annað slys við tökur á nýju Bond myndinni Það á ekki af áhættuleikurunum í nýjustu James Bond myndinni að ganga. Í síðustu viku missti einn þeirra stjórn á Bond bílnum með þeim afleiðingum að hann hafnaði úti í Garda vatninu á Ítalíu. Kollegi hans slasaðist síðan alvarlega í dag þegar hann lenti í bílslysi í nágrenninu. Lífið 24.4.2008 20:48 Skoskar flugur vitlausar í heilögustu líkamsparta McDreamy Grey’s Anatomy stjarnan Patrick Dempsey lætur það líklega vera að klæðast skotapilsi næsta skipti sem hann bregður sér til Skotlands. Lífið 24.4.2008 16:12 J-Lo og börnin í raunveruleikaþætti Jennifer Lopez seldi fyrstu myndirnar af börnunum sínum fyrir sex milljónir dollara, og nú ætlar hún með þau í sjónvarp. Lífið 24.4.2008 15:16 Glímukvendi lamdi eiginmanninn í brúðkaupsferðinni Það getur verið slæmt að taka vinnuna með sér heim. Þetta ætti American Gladiator stjarnan Erin Toughill að kannast við. Fyrrverandi eiginmaður hennar sótti um nálgunarbann gegn henni í síðustu viku, og segir hana hafa lamið sig í klessu í brúðkaupsferðinni. Lífið 24.4.2008 15:01 Kynþokkafyllsta kona heims Megan Fox er kynþokkafyllsta kona í heimi, ef marka má lesendur FHM tímaritsins. Fox, sem er þekktust fyrir leik sinn í Transformers, skaust upp fyrir bombur á borð við Angelinu Jolie, Kim Kardashian og vinningshafa síðasta árs, Jessicu Alba. Lífið 24.4.2008 14:43 Alvarlegt slys við tökur á Bond Áhættuleikari slasaðist alvarlega í gær við tökur á nýju Bond myndinni, Quantum of Solace. Hann lenti í árekstri við annað áhættuleikara, þegar mennirnir voru að taka upp bíleltingarleik á hlykkjóttum vegi við Garda vatn á Ítalíu. Lífið 24.4.2008 14:19 Amy kýlir mann og skallar annan Meðferðin sem Amy Winehouse fór í á dögunum virðist ekki hafa haft tilætluð áhrif. Lögregla hyggst nú yfirheyra hana eftir að hún réðst á tvo menn á nýlegu skralli. Lífið 24.4.2008 12:58 Vinir Wesley biðjast vægðar Wesley Snipes, sem er ákærður fyrir stórfelld skattsvik, reynir nú hvað hann getur að sleppa við fangelsisdóm. Hann brá því á það ráð að fá nokkra fræga vini sína til að skrifa dómara í málinu bréf, og biðja um miskunn. Lífið 24.4.2008 11:27 Naomi að verða sköllótt Svo virðist sem ofurfyrirsætan og skapofsakvendið Naomi Campbell sé að verða sköllótt. Naomi hefur lengi verið með þykkan ennistopp, en við opnun Metropolitan óperunnar í New York í gær skartaði hún nýrri greiðslu. Fyrirsætan var með hárið skipt í miðju, og var engu líkara en stóran lokk vantaði á mitt höfuðið. Sérfræðingar segja að skallablettinn megi mögulega rekja til endalausra hárlenginga, fastra flétta og annarra misþyrminga í þágu tískunnar. Lífið 24.4.2008 10:37 Harðsvíraður Helgi Björns í fylgd nektardansmeyja „Já, það verður gaman að rifja upp gamla takta frá Sódómu Reykjavík. Þar var ég náttúrlega með mína undirheimastarfsemi í Hafnarfirði en hef nú fært út kvíarnar í höfuðborgina," segir Helgi Björnsson sem leikur undirheimakónginn Lárus eða Lalla í sjónvarpsþáttaröðinni Svartir englar Lífið 24.4.2008 00:01 Semi Pro björninn banaði þjálfara sínum Skógarbjörn, sem nýlega kom fyrir í Will Ferell kvikmyndinni Semi-Pro, varð þjálfara sínum að bana í gær. Björninn var mikið notaður í kvikmyndum og er talinn sá best þjálfaði í Hollywood. Lífið 23.4.2008 21:32 Boðar breytingar á Morgunblaðinu "Ég þurfti að hugsa mig aðeins um áður en ég þáði starfið enda búið að vera afskaplega gaman hjá mér í vinnunni síðasta eina og hálfa árið," segir Ólafur Stephensen. Í dag var tilkynnt að hann muni taka við ritstjórn Morgunblaðsins þegar Styrmir Gunnarsson, sem þar hefur ráðið ríkjum síðan 1972, lætur af störfum í júní. Lífið 23.4.2008 17:57 Tuskunaut rústar hendi tannlæknis Tannlæknir í Chicago hefur kært lukkudýr körfuboltaliðsins Chicago Bulls fyrir líkamsáras. Lífið 23.4.2008 17:04 « ‹ ›
Ekkert undir James Brown Dómari í Suður-Karólínu hefur skipað meintri ekkju James Brown að senda sex ára son sinn, sem hún segir undan sálarkónginum, í DNA próf. Lífið 27.4.2008 11:06
Phil Collins þagnar Tónlistamaðurinn Phil Collins er hættur. Collins sagði í samtali við Times að hann gæti líklega ekki hætt að semja tónlist, en ekki væri ætlunin að syngja inn á plötur eða koma fram á tónleikum framar. Lífið 27.4.2008 10:31
Eiginkonan vill tíu milljónir á mánuði Skilnaður Johns Cleese við eiginkonuna virðist ekki jafn vinalegur og hann hélt fram í fyrstu. Parið tilkynnti um skilnaðinn í janúar, og nú er komið að því að ákveða hvernig fjármálunum verður háttað. Og það stefnir í blóðuga baráttu. Lífið 26.4.2008 15:04
Amy Winehouse komin með nýjan gæja Amy Winehouse er komin með nýjan kærasta ef marka má slúðurpressuna í Bretlandi. Lífið 26.4.2008 13:40
Bráðavaktarstjarna vill fá að deyja Maura Tierney vill láta drepa sig. Hún hefur því stungið upp á því við framleiðendur Bráðavaktarinnar að þeir slátri persónu hennar, Dr. Abby Lockart. Lífið 26.4.2008 13:07
Amy ávítt fyrir að skalla mann Breska söngkona Amy Winehouse var í morgun ávítt af lögreglu fyrir að hafa skallað mann fyrir utan skemmtistað í Lundúnum aðfararnótt miðvikudags. Winehouse kom sjálfviljug til yfirheyrslu hjá lögreglu í gær vegna málsins. Lífið 26.4.2008 12:39
Uma hittir kúgarann Maður sem er sakaður um að ofsækja Umu Thurman fær loksins ósk sína uppfyllta þegar hann hittir hana fyrir rétti í New York á mánudaginn. Lífið 26.4.2008 12:31
Pete Doherty les kóraninn Vandræðabarnið Pete Doherty hefur fundið nýja leið til að róa taugarnar í fangelsinu. Eftir að hann var settur í einangrun í síðustu viku hefur hann lesið Kóraninn af miklum móð, og hugleiðir nú að taka upp múhameðstrú. Lífið 26.4.2008 11:23
Verður barist um síðustu beddana? „Fólk þarf að fara að hafa hraðar hendur," segir Geir Gestsson, einn aðstandenda heimildamyndahátíðarinnar Skjaldborgar á Patreksfirði. Hann segir stefna hraðbyri í það að gistirými í bænum verði uppbókuð á meðan á hátíðinni stendur. „Það er alveg ótrúlega mikill áhugi á þessu,“ segir Geir. Lífið 25.4.2008 16:50
Amy á leið til yfirheyrslu Amy Winehouse mætir til yfirheyrslu hjá lögreglu í dag til að skýra sína hlið mála eftir að maður sakaði hana um að hafa skallað sig fyrir utan bar í vikunni. Lífið 25.4.2008 15:41
Dylan fluttur í Laugardalinn Concert, sem hefur veg og vanda af tónleikum Bob Dylan hér á landi hefur tekið ákvörðun um að færa stórtónleikana þann 26. maí úr Egilshöll í Nýju Laugardalshöllina. Þetta er gert í hagræðingarskyni en að öðru leyti verður fyrirkomulagið óbreytt; áfram er heildarmagn miða í boði 8.000, svæði A tekur 4.000 og svæði B einnig 4.000. Samkomulag hefur náðst við rekstraraðila Egilshallarinnar um þennan ráðhag að því er fram kemur í tilkynningu frá Concert. Lífið 25.4.2008 14:20
Fyrrverandi vændiskona gefur út fræðslubækur um starfið Margir snúa sér að ritstörfum þegar þeir setjast í helgan stein. Það gerði Amanda Brooks einmitt, en hún er hinsvegar ekki nema 29 ára gömul. Lífið 25.4.2008 14:10
Jay-Z slaufar brúðkaupsferðinni Það er ekki víst að Beyonce sé hrifin af forgangsröðinni hjá nýbökuðum eiginmanni sínum. Jay-Z ákvað að sleppa því að fara með henni í brúðkaupsferð til að missa ekki úr vinnu. Lífið 25.4.2008 13:59
David reynir að barna Victoriu Beckham hjónin eru að reyna að eignast fjórða barnið. Pabbi Davids lét hafa það eftir sér á dögunum að parið langaði í stelpu, og það staðfesti David svo í viðtali hjá Ellen Degeneres á dögunum þar sem hann sagði að þau væru að „vinna í því" að búa til nýtt barn. Þau væru mikið fjölskyldufólk og hafi alltaf langað í mörg börn. Þau David og Victoria hafa verið gift í næstum níu ár, og eiga fyrir þrjá drengi á aldrinum þriggja til níu ára. Lífið 25.4.2008 11:32
Amy forrík þrátt fyrir sukkið Endalaust sukk, líkamsárásir og meðferðir virðast ekki hafa haft tilfinnnanleg áhrif á fjármál vandræðabarnsins Amy Winehouse. Söngkonan er metin á tíu milljónir punda, eða tæpan einn og hálfan milljarð króna, og situr nú í fyrsta sinn á lista Sunday Times yfir ríkustu ungu tónlistarmennina. Hann mælir auðæfi breskra tónlistamanna undir þrítugu. Lífið 25.4.2008 11:05
Wesley Snipes dæmdur í þriggja ára fangelsi Hollywoodleikarinn Wesley Snipes hefur verið dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir skattsvik. Lífið 25.4.2008 07:11
Bjór á bensínverði: 750 lítrar á tveimur tímum Enski barinn við Austurvöll seldi bjórinn á bensínverði í dag eða á um 160 krónur lítrinn. Arnar Þór Gíslasin eigandi pöbbsins segir tiltækið hafa gengið framar vonum en með þessu vidli hann sýna vörubílstjórum stuðning í verki. 25 bjórkútar, eða 750 lítrar, seldust á tveimur tímum. Lífið 24.4.2008 22:21
Annað slys við tökur á nýju Bond myndinni Það á ekki af áhættuleikurunum í nýjustu James Bond myndinni að ganga. Í síðustu viku missti einn þeirra stjórn á Bond bílnum með þeim afleiðingum að hann hafnaði úti í Garda vatninu á Ítalíu. Kollegi hans slasaðist síðan alvarlega í dag þegar hann lenti í bílslysi í nágrenninu. Lífið 24.4.2008 20:48
Skoskar flugur vitlausar í heilögustu líkamsparta McDreamy Grey’s Anatomy stjarnan Patrick Dempsey lætur það líklega vera að klæðast skotapilsi næsta skipti sem hann bregður sér til Skotlands. Lífið 24.4.2008 16:12
J-Lo og börnin í raunveruleikaþætti Jennifer Lopez seldi fyrstu myndirnar af börnunum sínum fyrir sex milljónir dollara, og nú ætlar hún með þau í sjónvarp. Lífið 24.4.2008 15:16
Glímukvendi lamdi eiginmanninn í brúðkaupsferðinni Það getur verið slæmt að taka vinnuna með sér heim. Þetta ætti American Gladiator stjarnan Erin Toughill að kannast við. Fyrrverandi eiginmaður hennar sótti um nálgunarbann gegn henni í síðustu viku, og segir hana hafa lamið sig í klessu í brúðkaupsferðinni. Lífið 24.4.2008 15:01
Kynþokkafyllsta kona heims Megan Fox er kynþokkafyllsta kona í heimi, ef marka má lesendur FHM tímaritsins. Fox, sem er þekktust fyrir leik sinn í Transformers, skaust upp fyrir bombur á borð við Angelinu Jolie, Kim Kardashian og vinningshafa síðasta árs, Jessicu Alba. Lífið 24.4.2008 14:43
Alvarlegt slys við tökur á Bond Áhættuleikari slasaðist alvarlega í gær við tökur á nýju Bond myndinni, Quantum of Solace. Hann lenti í árekstri við annað áhættuleikara, þegar mennirnir voru að taka upp bíleltingarleik á hlykkjóttum vegi við Garda vatn á Ítalíu. Lífið 24.4.2008 14:19
Amy kýlir mann og skallar annan Meðferðin sem Amy Winehouse fór í á dögunum virðist ekki hafa haft tilætluð áhrif. Lögregla hyggst nú yfirheyra hana eftir að hún réðst á tvo menn á nýlegu skralli. Lífið 24.4.2008 12:58
Vinir Wesley biðjast vægðar Wesley Snipes, sem er ákærður fyrir stórfelld skattsvik, reynir nú hvað hann getur að sleppa við fangelsisdóm. Hann brá því á það ráð að fá nokkra fræga vini sína til að skrifa dómara í málinu bréf, og biðja um miskunn. Lífið 24.4.2008 11:27
Naomi að verða sköllótt Svo virðist sem ofurfyrirsætan og skapofsakvendið Naomi Campbell sé að verða sköllótt. Naomi hefur lengi verið með þykkan ennistopp, en við opnun Metropolitan óperunnar í New York í gær skartaði hún nýrri greiðslu. Fyrirsætan var með hárið skipt í miðju, og var engu líkara en stóran lokk vantaði á mitt höfuðið. Sérfræðingar segja að skallablettinn megi mögulega rekja til endalausra hárlenginga, fastra flétta og annarra misþyrminga í þágu tískunnar. Lífið 24.4.2008 10:37
Harðsvíraður Helgi Björns í fylgd nektardansmeyja „Já, það verður gaman að rifja upp gamla takta frá Sódómu Reykjavík. Þar var ég náttúrlega með mína undirheimastarfsemi í Hafnarfirði en hef nú fært út kvíarnar í höfuðborgina," segir Helgi Björnsson sem leikur undirheimakónginn Lárus eða Lalla í sjónvarpsþáttaröðinni Svartir englar Lífið 24.4.2008 00:01
Semi Pro björninn banaði þjálfara sínum Skógarbjörn, sem nýlega kom fyrir í Will Ferell kvikmyndinni Semi-Pro, varð þjálfara sínum að bana í gær. Björninn var mikið notaður í kvikmyndum og er talinn sá best þjálfaði í Hollywood. Lífið 23.4.2008 21:32
Boðar breytingar á Morgunblaðinu "Ég þurfti að hugsa mig aðeins um áður en ég þáði starfið enda búið að vera afskaplega gaman hjá mér í vinnunni síðasta eina og hálfa árið," segir Ólafur Stephensen. Í dag var tilkynnt að hann muni taka við ritstjórn Morgunblaðsins þegar Styrmir Gunnarsson, sem þar hefur ráðið ríkjum síðan 1972, lætur af störfum í júní. Lífið 23.4.2008 17:57
Tuskunaut rústar hendi tannlæknis Tannlæknir í Chicago hefur kært lukkudýr körfuboltaliðsins Chicago Bulls fyrir líkamsáras. Lífið 23.4.2008 17:04