Lífið

Hilton líkt við Monroe
Slúðurblöð væru fátækleg ef Parisar Hilton og hennar yfirlýsinga nyti ekki við. Hinn 27 ára hótelerfingi hefur nú upplýst heimsbyggðina um að hún hafi alltaf vitað að hún yrði fræg ljóska. „Ég var elsta barnabarnið og amma mín var alveg viss um að ég yrði næsta Marilyn Monroe eða Grace Kelly. Hún hélt þessu statt og stöðugt fram alla mína æsku. Og svo var alltaf verið að taka myndir af mér,“ útskýrir Paris.

Fergie í hjónaband
Söngkona Black Eyed Piece, Fergie, hyggst ganga í það heilaga með leikaranum Josh Duhamel í næsta mánuði, að sögn vefsíðunnar Access Hollywood. Parið trúlofaði sig í desember í fyrra og hefur nú ákveðið dagsetningu fyrir stóra daginn. Fergie hefur rætt um hversu mikið hana langi að eignast fjölskyldu og nú virðist stóri dagurinn innan seilingar. Access Hollywood segist hafa heimildir fyrir því að vígslan fari fram í Suður-Kaliforníu helgina 9.-11. janúar.

Stafakarlar á söngleikjaplötu
„Platan er sérstök að því leyti að hver stafakarl í sögunni fær sitt eigið lag, þannig að allt stafrófið er kynnt til sögunnar,“ segir Bergljót Arnalds, en hún gaf nýverið út 35 laga plötu um Stafakarlana. „Stafakarlinn sem syngur í hvert skipti fjallar um það sem hefst á þeim staf.“

Grunaði ekki að Freddie væri hommi
Gítarleikari rokksveitarinnar Queen og góðvinur Nylon-flokksins, Brian May, hefur stigið fram með merkilegar upplýsingar. Hann segist nefnilega aldrei hafa grunað að Freddie Mercury væri hommi.

Rafrænt rokk og ról
Rafræna rokksveitin Ratatat frá Bandaríkjunum spilar á Broadway í kvöld á tónleikum sem eru skipulagðir af Jóni Jónssyni ehf., sem heldur upp á eins árs afmælið sitt um þessar mundir.

X-mas í Hafnarfirði
Hinir árlegu jólatónleikar X-ins 977, X-Mas, verða haldnir á Dillon sportbar í Hafnarfirði á mánudagskvöld. Á síðasta ári voru tónleikarnir haldnir á Nasa og því ljóst að X-ið hefur minnkað aðeins við sig.

Ullarhattar í ellefta sinn
Hljómsveitin Ullarhattarnir verður með árlega jólatónleika sína á Þorláksmessukvöld á skemmtistaðnum Nasa. Þetta er í ellefta skipti sem Hattarnir stíga á stokk en eins og margir vita spila þeir bara einu sinni á ári. Bæði jólalög og þekktar dægurperlur verða á dagskránni og meðal annars mun Jens Hansson flytja sína útgáfu af laginu White Christmas.

Veitt úr Dungalssjóði
Í gær voru veitt árleg verðlaun úr Dungals-sjóði sem Gunnar Dungal og Þórdís Sigurðardóttir stofnuðu til minningar um Margréti og Baldvin Dungal kaupmann. Sjóðurinn hefur árlega styrkt unga myndlistarmenn til dáða með fjárhæð.

Robbie Williams gerir nýja plötu
Breska ólíkindatólið Robbie Williams er á leiðinni í upptökuver til að taka upp nýja plötu. Þetta þykir sæta nokkuð tíðindum því breskir fjölmiðlar hafa verið uppfullir af fréttum um að hann vildi ganga til liðs við Take That-flokkinn á nýjan leik. Nú hefur þeirri endurkomu verið ýtt út af borðinu og Robbie hyggst gera plötuna í byrjun janúar. „Ég myndi byrja fyrr ef ég gæti en upptökuverið er upptekið og ég verð því bara að bíða þótt ég sé ekkert sérstaklega þolinmóður maður að eðlisfari,“ segir Robbie.

Borgarleikhúsið heldur sjó þrátt fyrir 50 milljóna niðurskurð
Að ósk Reykjavíkurborgar hefur verið gert samkomlag, milli borgarinnar og Leikfélags Reykjavíkur í Borgarleikhúsi, um nær 50 milljóna króna lækkun framlaga borgarinnar til leikhússins á næsta ári frá gildandi samningi.

Les ennþá DV
Fyrrum blaðamaður DV, Jón Bjarki Magnússon, var mættur til að mótmæla í Fjármálaeftirlitinu og útibúi Glitnis við Suðurlandsbraut í morgun. Það vakti óneitanlega athygli að meðan mótmælendur voru í útibúi Glitnis sat hann hinn rólegasti og gluggaði í DV.

Þrýstnar varir Ásdísar Ránar - myndband
Mikið hefur verið rætt um varir Ásdísar Ránar eftir að hún var gestur Loga Bergmanns síðstliðinn föstudag. Ásdís skartaði einstaklega þrýstnum og girnilegum vörum sem vöktu mikla athygli. Í kjölfarið útskýrði hún leyndarmálið bak við varirnar þokkafullu á blogginu sínu.

Móðir "millionær" opnar búð á Laugaveginum
Fríða Thomas hefur opnað nýja búð á miðjum Laugaveginum þar sem hún selur skartgripi sem hún hannar sjálf og sérsaumuð föt frá Danmörku.

Varir Ásdísar
„Mér hefur svo sannarlega tekist að hrista upp í þjóðinni í heimsókn minni og það sem brennur nú á vörum flestra á klakanum eru VARIRNAR á mér," skrifar Ásdís Rán á bloggið sitt.

Jennifer Lopez á barmi skilnaðar
Hjónaband Jennifer Lopez og Marc Anthony er á brauðfótum. Það vekur eftirtekt að söng- og leikkonan hefur fjarlægt átta karata trúlofunarhringinn af baugfingri á vinstri hendi.

Vinnuhjú Beckham-hjónanna ekki ákærð
Vinnuhjú Beckham-hjónanna verða ekki sótt til saka fyrir meintan þjófnað á húsmunum þeirra og tilraun til að selja þá á uppboðsvefnum eBay.

Fær langþráða hvíld í janúar
Páll Óskar er uppteknasti maður landsins. Hann keyrir sig út nú fyrir jólin en tekur langþráð frí eftir áramót. „Síðasti mánuður er búinn að vera eins og „groundhog-day“ hjá mér. En ég næ þessu með því að borða hollan mat og fara í ræktina þegar ég get,“ segir Páll Óskar. Hann er nú á bullandi vertíð og þarf að selja að minnsta kosti tíu þúsund eintök af Silfursafninu sínu til að ná upp í kostnað.

Logi sameinar gullbarka í jólaþætti
Logi Bergmann verður með óvenjulangan jólaþátt á föstudaginn. Þar verður boðið til mikillar tónlistarveislu og góða gesti ber að garði. Nægir þar að nefna Sprengjuhöllina, Stefán Hilmarsson og Baggalút.

Útrásarvíkingar „afhausaðir“
Uppgjörið heitir nýtt kreppuspil sem háskólaneminn Björn E. Jónsson og tveir félagar hans, sem vilja ekki láta nafns síns getið, hafa gefið út. „Hugmyndin kviknaði þegar við vorum að spila annað spil, Guillotine, þar sem fólk er afhausað eftir frönsku byltinguna,“ segir Björn.

Ellefti ritstjóri Vals ófundinn
„Þeir eru tíu ritstjórarnir á þriggja ára ferli sem blaðamaður,“ segir Valur Grettisson blaðamaður.

Hættir að taka svefntöflurnar þegar tónlistin hljómar
„Ég hef lengi haft gaman að leika á píanó rólega slökunartónlist bæði fyrir mig sjálfan og einnig þá sem það vilja hlusta, svarar Óskar Einarsson píanóleikari og kórstjóri sem gefur út slökunardisk sem ber heitið „Hvíld". „Ég hélt miðnæturtónleika á Jónsmessu árið 2002 þar sem ég lék af fingrum fram rólega tónlist. Eftir þá tónleika fékk ég löngun til að gera heilan disk þar sem ég léki á píanó rólega hvíldartónlist sem gæti hjálpað fólki að slaka á. Það var svo ekki fyrr en á síðasta ári 2007 að þetta fór í gang," segir Óskar aðspurður út í slökunardiskinn.

Baggalútur í rífandi jólafíling
„Jú jú við erum alveg í rífandi jólafíling. Nú keppumst við við að baka sem flestar smákökur og förum á vigtina í janúar og sjáum hver þyngist mest," svarar Bragi Valdimar meðlimur hljómsveitarinnar Baggalútur sem gefur út plötu sem ber heitið Nýjasta nýtt fyrir þessi jól.

Lögreglukórinn boðar jólafögnuð
Lögreglukórinn heldur jólatónleika sína í Grafarvogskirkju næstkomandi sunnudagskvöld. Hörður Jóhannesson, formaður Lögreglukórsins og aðstoðar lögreglustjóri, segir að dagskráin verði mjög fjölbreytt . Þetta verði sambland af íslenskri tónlist og erlendri, gamalli og nýrri. Hörður segir að kórinn starfi alltaf yfir vetrarmánuðina og haldi reglubundið jólatónleika, en þó ekki á hverju ári.

,,Ég gafst ekki upp fyrr en þeir réðu mig í vinnu,'' segir Kiddi Bigfoot
,,Ég var í skemmtanabransanum og það gekk ekki nógu vel og ég bakkaði úr honum. Ég vissi af Ingólfi og það sem hann er að gera," svarar Kristján Jónsson sem kallaður er Kiddi Bigfoot en hann skipti nýverið um starfsvettvang og starfar í dag sem ráðgjafi hjá Sparnaður.is.

Fyrstu tónleikar Barða í Reykjavík í tvö ár
Bang Gang mun halda sína fyrstu tónleika í Reykjavík í 2 ár á fimmtudaginn næstkomandi á Nasa við Austurvöll.

Davíð á marga stuðningsmenn í netheimum
Stuðningsmenn Davíðs Oddssonar láta til sín taka í fésbókarsamfélaginu svokallaða. Hinir ýmsu hópar hafa verið stofnaðir undanfarið þar sem stuðningi er lýst við hina ýmsu menn og málefni. Þar má einnig sjá andstæðinga stjórnmálamanna.

Sléttur magi og stinnur rass í jólagjöf
„Fit-Pilates leikfimin er vinsæl á Íslandi og DVD diskurinn kemur sér vel fyrir þá sem vilja æfa heima sér eða gera hlé á að vera í skipulögðum tímum á líkamsræktarstöðvunum," svarar Smári Jósafatsson einkaþjálfari sem gefur út dvd disk með sérhæfðum leikfimisæfingum fyrir þessi jól.

,,Jónína með stólpípuna að vopni mun ræsta sorann,'' segir Stormsker
Gestir í þætti Sverris Stormsker á Útvarpi Sögu í dag, verða Jón Gerald Sullenberger og Jónína Benediktsdóttir.

Sjóðheitur rakspíri frá Burger King
Rakspíri grilláhugamannsins er jólagjöfin í ár frá hamborgarakeðjunni Burger King. Hann heitir Flame og það er dagljóst að hann er ekki ætlaður grænmetisætum.

Stefán Karl tryllti Boston-aðdáendur
,,Þetta var ótrúlega skemmtilegt, ég fékk að hitta bæði liðin og spjallaði aðeins við fyrirliðann Paul Pierce,“ segir Stefán Karl Stefánsson leikari.