Lífið Trumbur og gjöll slegin Trommuleikarar og áhugamenn um áslátt verða í kvöld aðnjótandi happafengs. Þá flytja tveir ásláttarmenn af heimsklassa nýtt verk eftir Áskel Másson í liði með Sinfóníunni. Það verða þeir Colin Currie frá Englandi og Pedro Carneiro frá Portúgal sem takast á við Crossings og er það í fyrsta sinn sem þeir koma fram hér á landi í frumflutningnum. Lífið 22.1.2009 04:00 Winslet með tilbúna ræðu á Bafta Leikkonan Kate Winslet ætlar að semja þakkarræðu fyrir Bafta-verðlaunin sem verða afhent í næsta mánuði. Ástæðan er tilfinningarík og algjörlega óundirbúin ræða sem hún hélt á Golden Globe-hátíðinni á dögunum. „Ég ætti að hafa ræðu tilbúna vegna þess að á Golden Globe hélt ég að ég myndi ekki vinna,“ sagði Winslet. Winslet er tilnefnd til Bafta-verðlaunanna fyrir hlutverk sín í Revolutionary Road og The Reader. Lífið 22.1.2009 04:00 Kira Kira í tónleikaferð um Evrópu Kira Kira, eða Kristín Björk Kristjánsdóttir, hóf í síðustu viku tónleikaferð um Evrópu. Ferðin stendur yfir til 7. febrúar og alls spilar Kira Kira á tuttugu tónleikum, þar á meðal í Þýskalandi, Ítalíu, Frakklandi, Hollandi og Danmörku. Einnig er í bígerð tónleikaferð um Bretland í apríl og um Austur-Evrópu í sumar. Lífið 22.1.2009 03:45 U2 setja í gang Tólfta hljóðversplata U2 kemur út í byrjun mars en fyrsta lagið af henni „Get on your boots“ er byrjað að heyrast. Lagið er hressandi rokkpopp drifið áfram af gítarriffi og venst ágætlega. Þá hefur umslag nýju plötunnar verið opinberað. það er eftir japanska listamanninn Hiroshi Sugimoto, heldur grámygluleg mynd af sjóndeildarhring en rímar vel við titil plötunnar, No line on the horizon. Umslagið er nánast eins og á minimalískri plötu Richards Chartier og Taylors Deupree, Specification. Fifteen, sem kom út fyrir nokkrum árum. Félagarnir ætla þó ekki að kæra. Lífið 22.1.2009 03:45 Lost hefst að nýju Sýningar á Lost hófust að nýju í gærkvöldi á ABC sjónvarpsstöðinni í Bandaríkjunum með tveimur fyrstu þáttum fimmtu seríunnar. Tveimur söguþráðum verður fylgt í sautján þáttum þessarar seríu. Lífið 22.1.2009 03:30 Tilfinningaþrungin stund Obama - myndband Forseti Bandaríkjanna Barack Obama og eiginkona hans Michelle Obama dönsuðu fram á rauða nótt í gær. Eins og meðfylgjandi myndband sýnir dönsuðu forsetahjónin og létu vel að hvort öðru við lagið At last í flutningi Beyonce Knowles. Forsetafrúin klæddist síðkjól eftir fatahönnuðinn Jason Wu sem er aðeins 26 ára gamall. Sjá dansinn hér. Lífið 21.1.2009 11:34 Eiginmaður aðþrengdrar eiginkonu með krabbamein Eiginmaður Marciu Cross, sem fer með eitt aðalhlutverkið í sjónvarpsþáttunum Aðþrendar eiginkonur hefur verið greindur með krabbamein. Talsmaður hjónananna sendi yfirlýsingu svo hljóðandi: „Hann (Tom) gengst um þessar mundir undir meðferð og hún gengur vel." Tom, 51 ára, og Marcia, 46 ára, giftu sig árið 2006 og eignuðust tæpu ári síðar tvíburana Eden og Savannah. Meðfylgjandi má sjá myndir af fjölskyldunni. Lífið 21.1.2009 09:18 Miðasalan fer hægt af stað Danska rokkveislan í Hróarskeldu hefur haft mikið aðdráttarafl hjá íslenskum rokkhundum á ári hverju. Kreppan hefur nú stimplað sig þar inn. Lífið 21.1.2009 04:30 Stjörnur í afmæli Stjána Stuð Kristján Þórðarson, betur þekktur sem útvarpsmaðurinn Stjáni Stuð, heldur upp á fertugsafmæli sitt í lok maí. Það er ekki vottur af kreppubrag á veislunni og Elton John og Ólafur Ólafsson falla algjörlega í skuggann á poppstjörnunum sem Stjáni býður upp á í sínu afmæli. „Þetta er svona allt að smella núna. Sjonni Brink byrjar þetta, en svo koma meðal annars fram Skítamórall, Á móti sól og Land og synir. Hljómsveitin Hitakútur endar tónleikana. Svo á ég eftir að tala við Ný dönsk, en Ingó og Veðurguðirnir og Greifarnir gefa endanlegt svar í mars. Þetta eru allt vinir og kunningjar,“ segir Stjáni. Lífið 21.1.2009 04:15 Lúnar tær sjónvarpsstjarna nuddaðar upp úr ilmolíum „Við komum í Þórsmörk að kveldi bóndadags og fáum við karlarnir táslunudd sem er ómissandi þáttur í þessum ferðum. Konurnar nudda þá tær á okkur upp úr ilmolíum,“ segir Sigurður Þ. Ragnarsson veðurfréttamaður. Lífið 21.1.2009 02:00 Bjarni Ben er latur við heimilisstörfin Í nærmynd af Bjarna Benediktssyni verðandi ráðherra í sjónvarpsþættinum Ísland í dag, sem hefst í kvöld strax að loknum fréttum, segir eiginkona hans, Þóra Margrét Baldvinsdóttir, Bjarna meðal annars vera latan við heimilisstörfin en hún þrátt fyrir það styður hún maninn sinn í öllu sem hann tekur sér fyrir hendur í framtíðinni. Lífið 20.1.2009 16:16 Frægir mótmæla Á meðal fjöldans sem mótmælir á þessari stundu á Austurvelli má sjá fræga Íslendinga. Þar mótmælir Gunnar Þórðarson tónlistarmaður, Jón Páll Eyjólfsson leikari, Kolbrún Halldórsdóttir alþingismaður, Jónsi tónlistarmaður og meðlimur Sigurrósar, Stefán Jónsson leikari, Ómar Ragnarsson formaður Íslandshreyfingarinnar svo einhverjir séu nefndir. Lífið 20.1.2009 15:51 Fólk með piparúða í augum kemur hlaupandi „Það er rosalega mikið að gera alltaf þegar mótmæli eiga sér stað, " svarar Orri Páll Vilhjálmsson vaktstjóri á kaffihúsinu Café París þegar Vísir spyr hvernig mótmælin hafa áhrif á hann. „Þá fyllist húsið sem er jákvætt. Nei kaffigestir eru ekki með neinn æsing heldur eru allir á öllum borðum að tala um ástandið." „Fólkið kemur hérna inn eftir mótmælin og sumir hverjir sem eru búnir að fá piparúða í augun," segir Orri. Lífið 20.1.2009 15:09 Myndir sem Madonna neitaði að birta Fimmtuga Madonna bannaði birtingu á meðfylgjandi myndum sem teknar voru af henni fyrir plötuna Hard Candy plötuna. Stílistar hafa gagnrýnt umrædda myndasyrpu harðlega sökum þess hve söngkonan lítur illa út. Lífið 20.1.2009 09:57 Klara Kristín Arndal er nýr ritstjóri Birtu Nýr ritstjóri hefur tekið við tímaritinu Birtu. Klara Kristín Arndal tók við af Kristjáni Þorvaldssyni rétt eftir áramót og kom fyrsta blaðið undir hennar ritstjórn út síðastliðinn föstudag. Lífið 20.1.2009 08:27 Súlukóngur altarisdrengur hjá Gunnari í Krossinum „Ég hugsa allt öðruvísi. Þetta afeitrar þig algjörlega, hugurinn opnast og á nýju ári er maður alveg opinn fyrir öllu og mjög jákvæður,“ segir Ásgeir Þór Davíðsson sem flestir þekkja sem Geira á Goldfinger. Lífið 20.1.2009 07:30 Gillz slátrað á Rúbín Agli „Störe“ Einarssyni tókst ekki að sýna sitt rétta andlit á pókermóti veðmálafyrirtækisins Betsson sem fram fór á Rúbín um helgina. Fjöldi þekktra einstaklinga tók þátt í mótinu. Lífið 20.1.2009 06:00 Logi býður langveikum börnum í bíó „Þetta er bara eitt af áramótaheitunum mínum, að láta gott af mér leiða á árinu 2009,“ segir handknattleikskappinn Logi Geirsson en hann hyggst bjóða öllum langveikum börnum í bíó á næstunni. Lífið 20.1.2009 05:00 Nýtt U2 lag frumflutt í dag Hljómsveitin U2 frumflutti fyrsta lagið á væntanlegum geisladiski sínum í dag. Lagið, sem heitir „Get On Your Boots“ var flutt í Írska ríkisútvarpinu RTE í þætti hjá Dave Fanning. Lífið 19.1.2009 23:40 Villurnar pirra eingöngu lögmenn „Það er ekki hægt að segja að ég hafi beinlínis aðstoðað handritshöfundana. Þeir komu til mín einu sinni á stuttan fund í upphafi þegar þeir voru að móta sínar hugmyndir. Þá svona til að þreifa á starfi lögmanna. Ég kom ekkert að handritsgerð og las það ekki yfir," svarar Brynjar Níelsson hæstaréttarlögmaður þegar Vísir spyr hann út í hans aðstoð við handritsgerð sjónvarsþáttanna Réttur sem hóf sýningar á Stöð 2 í gærkvöldi. Lífið 19.1.2009 16:51 Hefur ekki fundið þá einu réttu Ingólfur Þórarinsson, 22 ára, betur þekktur sem Ingó úr Veðurguðunum, komst áfram í undankeppni Júróvisjón um helgina með lagið Undir regnboganum eftir Hallgrím Óskarsson. Vísir hafði samband við Ingólf til að forvitnast meðal annars um stelpurnar sem syngja með honum lagið, skófatnaðinn og ástarmálin. Lífið 19.1.2009 15:39 Mexíkóar stela íslenskri auglýsingu „Maður hefur séð hugmyndir sem íslenskar auglýsingastofur hafa notað erlendis frá en ég hef ekki séð þetta fara í þessa áttina,“ segir Ársæll Baldursson, framkvæmdastjóri auglýsingastofunnar Ó-ið. Auglýsing sem stofan gerði fyrir Dominos á Íslandi hefur nú verið „endurgerð“ fyrir Dominos í Mexíkó. Reyndar án leyfis. Lífið 19.1.2009 08:00 Logi umvafinn kvenfólki Auðunn Blöndal bauð til veglegrar veislu á fimmtudagskvöldið til að fagna fyrsta þætti Atvinnumannanna okkar. Logi Geirsson, stjarna fyrsta þáttarins, var að sjálfsögðu á svæðinu.„Hann er bara stofnun eða eins og strákarnir í landsliðinu segja, Logi er bara spaði,“ segir Guðjón Guðmundsson, íþróttafréttamaður Stöðvar 2 og fyrrum aðstoðarþjálfari íslenska landsliðsins. Lífið 19.1.2009 05:00 Carell keypti litla verslun Gamanleikarinn Steve Carell keypti nýlega litla verslun í 155 ára gömlu húsi í bænum Marshfield Hills í Massachusetts þar sem hann býr hluta úr árinu. Réð hann í framhaldinu mágkonu sína sem verslunarstjóra. Lífið 19.1.2009 05:00 Bjargvættirnir frá Danmörku „Ég veit ekki hvort fjáröflunin sem slík verður eitthvað sem öllu máli skiptir. Aðallega er þetta nú að sýna samstöðu, vekja athygli á málstaðnum og létta fólki lífið með rokktónleikum,“ segir Jacob Binzer aka Cobber, gítarleikari D-A-D, í samtali við Fréttablaðið. Lífið 19.1.2009 04:00 Ástvinanudd hjá Ingva Hrafni „Pældu bara í því! Nú getur þú tekið konuna þína, sett hana fyrir framan sjónvarpið og sagt við hana: Fylgstu nú með. Og lærðu hvernig þú getur verið almennileg við mig,“ segir Ingvi Hrafn Jónsson sjónvarpsstjóri á ÍNN. Lífið 19.1.2009 04:00 Gerir mynd um Phoenix Leikarinn Casey Affleck ætlar að leikstýra heimildarmynd um nýhafinn tónlistarferil kollega síns og mágs, Joaquin Phoenix. Síðasta haust tilkynnti Phoenix öllum að óvörum að hann ætlaði að gefa leiklistina upp á bátinn og einbeita sér að tónlistinni. Ætlar hann að reyna fyrir sér í rappinu og mun Sean Combs taka upp fyrstu plötu hans. Lífið 19.1.2009 03:00 Atli samdi fyrir Nixon/Frost Íslenska tónskáldið Atli Örvarsson kom að gerð tónlistarinnar við kvikmyndina Nixon/Frost. Lærimeistari Atla, Hans Zimmer, er opinberlega skráður fyrir tónlistinni en Atli var í hópnum sem samdi hana. Nixon/Frost hefur fengið lofsamlega dóma, var meðal annars tilnefnd til Golden Globe sem besta mynd ársins. Tapaði þar fyrir Slumdog Millionaire í leikstjórn Danny Boyle. Hún er engu að síður sögð líkleg til að hljóta Óskarstilnefningu þegar þær verða tilkynntar 22. janúar. Lífið 19.1.2009 03:00 Auður ráðin í leikhús í eitt ár Auður Jónsdóttir rithöfundur hefur verið valin leikskáld Borgarleikhússins 2009. Lífið 19.1.2009 03:00 Ungt fólk notar innkaupatöskur Innkaupatöskur á hjólum njóta nú vinsælda hjá ungum sem öldnum samkvæmt því sem afgreiðsludömur í þremur verslunum segja. „Einu sinni voru þessar töskur kallaðar gömlukonutöskur en það er löngu hætt,“ segir María G. Maríusdóttir hjá Drangey í Smáralind. Lífið 19.1.2009 02:30 « ‹ ›
Trumbur og gjöll slegin Trommuleikarar og áhugamenn um áslátt verða í kvöld aðnjótandi happafengs. Þá flytja tveir ásláttarmenn af heimsklassa nýtt verk eftir Áskel Másson í liði með Sinfóníunni. Það verða þeir Colin Currie frá Englandi og Pedro Carneiro frá Portúgal sem takast á við Crossings og er það í fyrsta sinn sem þeir koma fram hér á landi í frumflutningnum. Lífið 22.1.2009 04:00
Winslet með tilbúna ræðu á Bafta Leikkonan Kate Winslet ætlar að semja þakkarræðu fyrir Bafta-verðlaunin sem verða afhent í næsta mánuði. Ástæðan er tilfinningarík og algjörlega óundirbúin ræða sem hún hélt á Golden Globe-hátíðinni á dögunum. „Ég ætti að hafa ræðu tilbúna vegna þess að á Golden Globe hélt ég að ég myndi ekki vinna,“ sagði Winslet. Winslet er tilnefnd til Bafta-verðlaunanna fyrir hlutverk sín í Revolutionary Road og The Reader. Lífið 22.1.2009 04:00
Kira Kira í tónleikaferð um Evrópu Kira Kira, eða Kristín Björk Kristjánsdóttir, hóf í síðustu viku tónleikaferð um Evrópu. Ferðin stendur yfir til 7. febrúar og alls spilar Kira Kira á tuttugu tónleikum, þar á meðal í Þýskalandi, Ítalíu, Frakklandi, Hollandi og Danmörku. Einnig er í bígerð tónleikaferð um Bretland í apríl og um Austur-Evrópu í sumar. Lífið 22.1.2009 03:45
U2 setja í gang Tólfta hljóðversplata U2 kemur út í byrjun mars en fyrsta lagið af henni „Get on your boots“ er byrjað að heyrast. Lagið er hressandi rokkpopp drifið áfram af gítarriffi og venst ágætlega. Þá hefur umslag nýju plötunnar verið opinberað. það er eftir japanska listamanninn Hiroshi Sugimoto, heldur grámygluleg mynd af sjóndeildarhring en rímar vel við titil plötunnar, No line on the horizon. Umslagið er nánast eins og á minimalískri plötu Richards Chartier og Taylors Deupree, Specification. Fifteen, sem kom út fyrir nokkrum árum. Félagarnir ætla þó ekki að kæra. Lífið 22.1.2009 03:45
Lost hefst að nýju Sýningar á Lost hófust að nýju í gærkvöldi á ABC sjónvarpsstöðinni í Bandaríkjunum með tveimur fyrstu þáttum fimmtu seríunnar. Tveimur söguþráðum verður fylgt í sautján þáttum þessarar seríu. Lífið 22.1.2009 03:30
Tilfinningaþrungin stund Obama - myndband Forseti Bandaríkjanna Barack Obama og eiginkona hans Michelle Obama dönsuðu fram á rauða nótt í gær. Eins og meðfylgjandi myndband sýnir dönsuðu forsetahjónin og létu vel að hvort öðru við lagið At last í flutningi Beyonce Knowles. Forsetafrúin klæddist síðkjól eftir fatahönnuðinn Jason Wu sem er aðeins 26 ára gamall. Sjá dansinn hér. Lífið 21.1.2009 11:34
Eiginmaður aðþrengdrar eiginkonu með krabbamein Eiginmaður Marciu Cross, sem fer með eitt aðalhlutverkið í sjónvarpsþáttunum Aðþrendar eiginkonur hefur verið greindur með krabbamein. Talsmaður hjónananna sendi yfirlýsingu svo hljóðandi: „Hann (Tom) gengst um þessar mundir undir meðferð og hún gengur vel." Tom, 51 ára, og Marcia, 46 ára, giftu sig árið 2006 og eignuðust tæpu ári síðar tvíburana Eden og Savannah. Meðfylgjandi má sjá myndir af fjölskyldunni. Lífið 21.1.2009 09:18
Miðasalan fer hægt af stað Danska rokkveislan í Hróarskeldu hefur haft mikið aðdráttarafl hjá íslenskum rokkhundum á ári hverju. Kreppan hefur nú stimplað sig þar inn. Lífið 21.1.2009 04:30
Stjörnur í afmæli Stjána Stuð Kristján Þórðarson, betur þekktur sem útvarpsmaðurinn Stjáni Stuð, heldur upp á fertugsafmæli sitt í lok maí. Það er ekki vottur af kreppubrag á veislunni og Elton John og Ólafur Ólafsson falla algjörlega í skuggann á poppstjörnunum sem Stjáni býður upp á í sínu afmæli. „Þetta er svona allt að smella núna. Sjonni Brink byrjar þetta, en svo koma meðal annars fram Skítamórall, Á móti sól og Land og synir. Hljómsveitin Hitakútur endar tónleikana. Svo á ég eftir að tala við Ný dönsk, en Ingó og Veðurguðirnir og Greifarnir gefa endanlegt svar í mars. Þetta eru allt vinir og kunningjar,“ segir Stjáni. Lífið 21.1.2009 04:15
Lúnar tær sjónvarpsstjarna nuddaðar upp úr ilmolíum „Við komum í Þórsmörk að kveldi bóndadags og fáum við karlarnir táslunudd sem er ómissandi þáttur í þessum ferðum. Konurnar nudda þá tær á okkur upp úr ilmolíum,“ segir Sigurður Þ. Ragnarsson veðurfréttamaður. Lífið 21.1.2009 02:00
Bjarni Ben er latur við heimilisstörfin Í nærmynd af Bjarna Benediktssyni verðandi ráðherra í sjónvarpsþættinum Ísland í dag, sem hefst í kvöld strax að loknum fréttum, segir eiginkona hans, Þóra Margrét Baldvinsdóttir, Bjarna meðal annars vera latan við heimilisstörfin en hún þrátt fyrir það styður hún maninn sinn í öllu sem hann tekur sér fyrir hendur í framtíðinni. Lífið 20.1.2009 16:16
Frægir mótmæla Á meðal fjöldans sem mótmælir á þessari stundu á Austurvelli má sjá fræga Íslendinga. Þar mótmælir Gunnar Þórðarson tónlistarmaður, Jón Páll Eyjólfsson leikari, Kolbrún Halldórsdóttir alþingismaður, Jónsi tónlistarmaður og meðlimur Sigurrósar, Stefán Jónsson leikari, Ómar Ragnarsson formaður Íslandshreyfingarinnar svo einhverjir séu nefndir. Lífið 20.1.2009 15:51
Fólk með piparúða í augum kemur hlaupandi „Það er rosalega mikið að gera alltaf þegar mótmæli eiga sér stað, " svarar Orri Páll Vilhjálmsson vaktstjóri á kaffihúsinu Café París þegar Vísir spyr hvernig mótmælin hafa áhrif á hann. „Þá fyllist húsið sem er jákvætt. Nei kaffigestir eru ekki með neinn æsing heldur eru allir á öllum borðum að tala um ástandið." „Fólkið kemur hérna inn eftir mótmælin og sumir hverjir sem eru búnir að fá piparúða í augun," segir Orri. Lífið 20.1.2009 15:09
Myndir sem Madonna neitaði að birta Fimmtuga Madonna bannaði birtingu á meðfylgjandi myndum sem teknar voru af henni fyrir plötuna Hard Candy plötuna. Stílistar hafa gagnrýnt umrædda myndasyrpu harðlega sökum þess hve söngkonan lítur illa út. Lífið 20.1.2009 09:57
Klara Kristín Arndal er nýr ritstjóri Birtu Nýr ritstjóri hefur tekið við tímaritinu Birtu. Klara Kristín Arndal tók við af Kristjáni Þorvaldssyni rétt eftir áramót og kom fyrsta blaðið undir hennar ritstjórn út síðastliðinn föstudag. Lífið 20.1.2009 08:27
Súlukóngur altarisdrengur hjá Gunnari í Krossinum „Ég hugsa allt öðruvísi. Þetta afeitrar þig algjörlega, hugurinn opnast og á nýju ári er maður alveg opinn fyrir öllu og mjög jákvæður,“ segir Ásgeir Þór Davíðsson sem flestir þekkja sem Geira á Goldfinger. Lífið 20.1.2009 07:30
Gillz slátrað á Rúbín Agli „Störe“ Einarssyni tókst ekki að sýna sitt rétta andlit á pókermóti veðmálafyrirtækisins Betsson sem fram fór á Rúbín um helgina. Fjöldi þekktra einstaklinga tók þátt í mótinu. Lífið 20.1.2009 06:00
Logi býður langveikum börnum í bíó „Þetta er bara eitt af áramótaheitunum mínum, að láta gott af mér leiða á árinu 2009,“ segir handknattleikskappinn Logi Geirsson en hann hyggst bjóða öllum langveikum börnum í bíó á næstunni. Lífið 20.1.2009 05:00
Nýtt U2 lag frumflutt í dag Hljómsveitin U2 frumflutti fyrsta lagið á væntanlegum geisladiski sínum í dag. Lagið, sem heitir „Get On Your Boots“ var flutt í Írska ríkisútvarpinu RTE í þætti hjá Dave Fanning. Lífið 19.1.2009 23:40
Villurnar pirra eingöngu lögmenn „Það er ekki hægt að segja að ég hafi beinlínis aðstoðað handritshöfundana. Þeir komu til mín einu sinni á stuttan fund í upphafi þegar þeir voru að móta sínar hugmyndir. Þá svona til að þreifa á starfi lögmanna. Ég kom ekkert að handritsgerð og las það ekki yfir," svarar Brynjar Níelsson hæstaréttarlögmaður þegar Vísir spyr hann út í hans aðstoð við handritsgerð sjónvarsþáttanna Réttur sem hóf sýningar á Stöð 2 í gærkvöldi. Lífið 19.1.2009 16:51
Hefur ekki fundið þá einu réttu Ingólfur Þórarinsson, 22 ára, betur þekktur sem Ingó úr Veðurguðunum, komst áfram í undankeppni Júróvisjón um helgina með lagið Undir regnboganum eftir Hallgrím Óskarsson. Vísir hafði samband við Ingólf til að forvitnast meðal annars um stelpurnar sem syngja með honum lagið, skófatnaðinn og ástarmálin. Lífið 19.1.2009 15:39
Mexíkóar stela íslenskri auglýsingu „Maður hefur séð hugmyndir sem íslenskar auglýsingastofur hafa notað erlendis frá en ég hef ekki séð þetta fara í þessa áttina,“ segir Ársæll Baldursson, framkvæmdastjóri auglýsingastofunnar Ó-ið. Auglýsing sem stofan gerði fyrir Dominos á Íslandi hefur nú verið „endurgerð“ fyrir Dominos í Mexíkó. Reyndar án leyfis. Lífið 19.1.2009 08:00
Logi umvafinn kvenfólki Auðunn Blöndal bauð til veglegrar veislu á fimmtudagskvöldið til að fagna fyrsta þætti Atvinnumannanna okkar. Logi Geirsson, stjarna fyrsta þáttarins, var að sjálfsögðu á svæðinu.„Hann er bara stofnun eða eins og strákarnir í landsliðinu segja, Logi er bara spaði,“ segir Guðjón Guðmundsson, íþróttafréttamaður Stöðvar 2 og fyrrum aðstoðarþjálfari íslenska landsliðsins. Lífið 19.1.2009 05:00
Carell keypti litla verslun Gamanleikarinn Steve Carell keypti nýlega litla verslun í 155 ára gömlu húsi í bænum Marshfield Hills í Massachusetts þar sem hann býr hluta úr árinu. Réð hann í framhaldinu mágkonu sína sem verslunarstjóra. Lífið 19.1.2009 05:00
Bjargvættirnir frá Danmörku „Ég veit ekki hvort fjáröflunin sem slík verður eitthvað sem öllu máli skiptir. Aðallega er þetta nú að sýna samstöðu, vekja athygli á málstaðnum og létta fólki lífið með rokktónleikum,“ segir Jacob Binzer aka Cobber, gítarleikari D-A-D, í samtali við Fréttablaðið. Lífið 19.1.2009 04:00
Ástvinanudd hjá Ingva Hrafni „Pældu bara í því! Nú getur þú tekið konuna þína, sett hana fyrir framan sjónvarpið og sagt við hana: Fylgstu nú með. Og lærðu hvernig þú getur verið almennileg við mig,“ segir Ingvi Hrafn Jónsson sjónvarpsstjóri á ÍNN. Lífið 19.1.2009 04:00
Gerir mynd um Phoenix Leikarinn Casey Affleck ætlar að leikstýra heimildarmynd um nýhafinn tónlistarferil kollega síns og mágs, Joaquin Phoenix. Síðasta haust tilkynnti Phoenix öllum að óvörum að hann ætlaði að gefa leiklistina upp á bátinn og einbeita sér að tónlistinni. Ætlar hann að reyna fyrir sér í rappinu og mun Sean Combs taka upp fyrstu plötu hans. Lífið 19.1.2009 03:00
Atli samdi fyrir Nixon/Frost Íslenska tónskáldið Atli Örvarsson kom að gerð tónlistarinnar við kvikmyndina Nixon/Frost. Lærimeistari Atla, Hans Zimmer, er opinberlega skráður fyrir tónlistinni en Atli var í hópnum sem samdi hana. Nixon/Frost hefur fengið lofsamlega dóma, var meðal annars tilnefnd til Golden Globe sem besta mynd ársins. Tapaði þar fyrir Slumdog Millionaire í leikstjórn Danny Boyle. Hún er engu að síður sögð líkleg til að hljóta Óskarstilnefningu þegar þær verða tilkynntar 22. janúar. Lífið 19.1.2009 03:00
Auður ráðin í leikhús í eitt ár Auður Jónsdóttir rithöfundur hefur verið valin leikskáld Borgarleikhússins 2009. Lífið 19.1.2009 03:00
Ungt fólk notar innkaupatöskur Innkaupatöskur á hjólum njóta nú vinsælda hjá ungum sem öldnum samkvæmt því sem afgreiðsludömur í þremur verslunum segja. „Einu sinni voru þessar töskur kallaðar gömlukonutöskur en það er löngu hætt,“ segir María G. Maríusdóttir hjá Drangey í Smáralind. Lífið 19.1.2009 02:30