Lífið

Kreppufrír og stæltur Pétur Jóhann

„Við erum mjög ánægðir með miðasöluna," segir Helgi Hermannsson framleiðandi gamanleikritsins Sannleikurinn með Pétri Jóhanni Sigfússyni í aðalhlutverki en uppselt er á fyrstu átta sýningarnar. „Miðasalan hófst 30. desember og hefur farið mjög vel af stað og ljóst að vinsælasti skemmtikraftur landsins er kreppufrír," segir Helgi.

Lífið

Hún var 5 daga gömul og mjólkin nýkomin þannig að ég passaði mig

Hrefna Hallgrímsdóttir leikkona sem fer með hlutverk Skrítlu eignaðist sitt þriðja barn, dóttur, aðeins fimm dögum fyrir frumsýningu kvikmyndarinnar Skoppa og Srítla í bíó í desember. Vísir hafði samband við Hrefnu og spurði hana hvernig hún fór að því að mæta á frumsýningu myndarinnar nýbúin að fæða dótturina. „Hún var 5 daga gömul og mjólkin nýkomin þannig að ég passaði mig á að verða ekki kalt," segir Hrefna.

Lífið

Bjórkippuveðmál í uppnámi

Félagarnir Jói og Gói léku báðir í fyrsta Áramótaskaupinu sínu á dögunum. Þeir veðjuðu um hvor myndi birtast fyrstur. Erfiðlega gengur að útkljá veðmálið.

Lífið

Mills verður nágranni McCartneys

Bítillinn Sir Paul McCartney mun væntanlega rekast oftar á Heather Mills, fyrrverandi eiginkonu sína, en hann kærir sig um á næstunni. Fyrirsætan fyrrverandi, Mills, áformar nú að kaupa lúxusvillu í göngufæri frá Sir Paul í Hamptons-hverfinu í New York.

Lífið

Þetta gerist árið 2009

2009 er nýgengið í garð og stefnir í að verða viðburðaríkt ár. Fréttablaðið tínir til 25 atburði og tímamót sem renna upp á komandi mánuðum.

Lífið

Danskir listamenn safna fyrir bágstadda Íslendinga

Stærsta rokksveit Dana, Disneyland after Dark eða D-A-D, er á leið til Íslands og mun halda styrktartónleika fyrir Íslendinga í Danmörku á Nasa 24. janúar. D-A-D var til langs tíma sú hljómsveit sem sló lokapunktinn á Hróarskelduhátíðina og þekkja hana margir Íslendingar.

Lífið

Tólf ára skopmyndateiknari

Björn Heimir Önundarson er 12 ára skopmyndateiknari frá Hvolsvelli. Í sinni nýjustu teikningu gerir hann upp árið 2008 þar sem íslenskir stjórnmálamenn, útrásarvíkingar og íþróttamenn eru í aðalhlutverki.

Lífið

James Bond áhyggjufullur

Daniel Craig hefur enn og aftur lýst yfir áhyggjum sínum af lausafjárkreppunni sem nú hrjáir hinn vestræna heim. Eins og frægt er orðið hvatti Craig til sátta í deilunni milli Breta og Íslands í viðtali við Fréttablaðið en nú eru það áhyggjur af stjörnunum í Hollywood sem hvíla hvað þyngst á Daniel. „Bráðum verður skortur á fjármagni og þá eru allir í vanda.

Lífið

Gerði grín að Jackson í BBC

Breska ríkisútvarpið, BBC, hefur hætt við að sýna viðtal sem tekið var við Sir Paul McCartney þar sem Bítillinn fyrrverandi gerir grín að Michael Jackson.

Lífið

Hudson langþreytt á ljósmyndurum

Kate Hudson hefur bæst í hóp þeirra stórstjarna sem fengið hafa sig fullsaddar af paparazzi-ljósmyndurum. Í samtali við tímaritið Elle segir Kate að henni sé skapi næst að berja frá sér að hætti Bjarkar. „Þeir leggja á sig alveg ótrúlegustu hluti til að ná myndum. Og ég hef oft verið nærri því að lemja þá,“ segir Kate við tímaritið.

Lífið

Cowell eyðir og eyðir

Lausafjárkreppan hefur ekki bitið Simon Cowell í rassinn ef marka má síðustu fréttir. Ólíkt íslensku auðjöfrunum, sem hafa frestað velflestum byggingaframkvæmdunum, þá stendur Simon í stórræðum. Hann hyggst nefnilega eyða 14,5 milljónum dollara eða ríflega einum milljarði í piparsveinshús sitt. Það á að vera staðsett í Karíbahafinu og hyggst Simon bjóða þangað hugsanlegum ástkonum sínum en hann hefur sjaldan verið við eina fjölina felldur.

Lífið

Afhendir verðlaun

Breski leikarinn Sacha Baron Cohen verður á meðal þeirra sem afhenda verðlaun á næstu Golden Globe-verðlaunahátíð. Kynnir verður landi hans Ricky Gervais og búast margir við því að þeir bregði á leik á hátíðinni rétt eins og Gervais og Steve Carrell gerðu á síðustu Emmy-verðlaunahátíð.

Lífið

Pétur með sýningu

Skemmtikrafturinn Pétur Jóhann Sigfússon er nú við æfingar á nýjum einleik sem hann hefur sett saman í félagi við Sigurjón Kjartansson og er frumsýning fyrirhuguð þann 7. febrúar næstkomandi á Litla sviði Borgarleikhússins. Verkið kalla þeir félagar Sannleikann og er miðasala hafin á sýninguna. Þetta er í fyrsta sinn sem stjarnan úr Nætur- og Dagvaktinni leikur á sviði og því er eftirvæntingin mikil, en hann á að baki langan feril sem uppistandari og skemmtikraftur. Í „Sannleikanum“ fást svör við spurningum eins og: Er dagurinn styttri hjá hundum? Af hverju eru fjögur hólf fyrir þvottaefni? Láta peningar jörðina snúast? Hvernig fara þeir að því? Og á ég eftir að endurholdgast sem skítafluga?

Lífið

Hernám í Noregi

Norska stríðsáramyndin um hetju úr andspyrnuhreyfingunni norsku, Max Manus, var frumsýnd þann 19. desember í Noregi og hefur rakað inn seðlum. Velgengni hennar kallast á við dönsku kvikmyndina Flammen og Citronen sem gerist líka í hersettri Danmörku stríðsáranna en hana hafa yfir 750 þúsund áhorfendur séð í Danmörku.

Lífið

Reykingafólk líti í budduna

„Nú er gott ráð fyrir reykingamenn að geta sparað sér ansi stórar upphæðir. En reykingamenn eiga alltaf fyrir sígarettum, þannig er bara eðli fíkilsins,“ segir leikarinn Valgeir Skagfjörð sem er að fara af stað með sín árlegu námskeið þar sem hann hjálpar fólki að hætta að reykja.

Lífið

Stjörnurnar fögnuðu nýju ári

Stjörnurnar fögnuðu nýju ári með mismunandi hætti. Sumar flugu til fjarlægra stranda í frí en aðrar héldu stórar veislur í boði hótela og skemmtistaða.

Lífið

Björk á heilsuhæli í Litháen

Björk Guðmundsdóttir fékk hnút á raddböndin á eftirminnilegum Náttúrutónleikum sínum í Laugardal í sumar. Hún hefur síðan glímt við erfiðleika með rödd sína og ekki náð fullum bata. Þetta kom fram áramótaviðtali hennar við Ævar Kjartansson á Rás 1.

Lífið

Vínarljóð og forleikir

Vínartónleikar Sinfóníuhljómsveitar Íslands halda áfram að vera eitt vinsælasta fyrirbrigðið á efnisskrá hljómsveitarinnar. Ekki þarf færri en fjóra tónleika til að svara eftirspurn og verða þeir þann 7., 8., 9., og 10. janúar.

Lífið

Steinar og sturta í Hafnarfirði

Um næstu helgi tekur Vesturport aftur til sýninga Dubbeldusch eftir Björn Hlyn Haraldsson í Hafnarfjarðarleikhúsinu. Leikritið var frumsýnt í samstarfi við Leikfélag Akureyrar og gekk fyrir fullu húsi norðan heiða í fyrra. Björn Hlynur er höfundur og leikstjóri verksins og Hilmar Jónsson leikur aðalhlutverkið en hann hefur ekki leikið að ráði á sviði síðan blómlegur leikstjórnarferill hans hófst.

Lífið

Heitustu böndin 2009

Nýtt ár er gengið í garð. Þótt það sé kreppa og harmakvein á mörgum vígstöðvum má fastlega búast við áframhaldandi góðæri í íslenska poppinu og rokkinu. Dr. Gunni rýndi í kristalskúluna og reyndi að sjá fram í tímann.

Lífið

Travolta talar út

John Travolta og eiginkona hans Kelly Preston sendu frá sér yfirlýsingu í dag á heimasíðu leikkonunnar. Þetta er í fyrsta skiptið sem þau tjá sig eftir dauða sextán ára sonar þeirra, Jett Travolta, sem lést á Bahamaeyjum nýverið.

Lífið

Shepard fullur á of miklum hraða

Leikarinn og handritshöfundurinn Sam Shepard var handtekinn í gærmorgun grunaður um ölvun við akstur í bænum Normal í Illinois í Bandaríkjunum. Leikarinn sagði lögreglu að hann hefði komið við á krá á leið sinni upp á hótel.

Lífið

Amy Winehouse langar að hanna föt

Söngkona glysgjarna Amy Winehous dreymir um að hanna föt og segist eiga í viðræðum við Fred Perry fatamerkið. Hún segist þegar hafa teiknað nokkrar flíkur fyrir þá.

Lífið

Auðmenn á ruslafötum við Reykjavíkurtjörn

Veggjakrot hefur náð nýjum hæðum við Tjörnina í Reykjavík. Þar hefur einhver tekið sig til og klætt ruslafötur borgarinnar í betri fötin. Búið er að mála jakkaföt framan á ruslaföturnar með nöfnum auðmanna.

Lífið

Ólafur himinlifandi með Skaupið

„Það var nú kvartað undan því á mínu heimili að Kjartan [Guðjónsson] hefði mátt vera bragglegri og myndarlegri. En annars var ég mjög sáttur við Skaupið; það besta í áraraðir,“ segir Ólafur F. Magnússon, borgarfulltrúi Frjálslynda flokksins. Ólafur segist ekki hafa undirbúið sig eitthvað sérstaklega undir Skaupið, hann sé með fínt sjálfstraust og samviskuna í lagi á nýju ári.

Lífið

Bestu myndir ársins

Kvikmyndarýnar í Bretlandi hafa greint frá því hvaða kvikmyndir sé nauðsynlegt að sjá á árinu 2009.

Lífið

Gibson kveður lærisvein sinn Ledger

Mel Gibson notaði tækifærið í áramótahefti Entertainment Weekly til að kveðja vin sinn, Heath Ledger. Leikarinn ungi lést af völdum ofneyslu lyfja á árinu sem var að líða. Kvikmyndaheimurinn stóð seinna á öndinni yfir frammistöðu hans í The Dark Knight en þar fór Ástralinn á kostum sem Jókerinn. Gibson uppgötvaði Ledger og fékk hann í kvikmyndina The Patriot. Þar lék Ledger son hans og segir Gibson að áheyrnarprufan hafi verið rosaleg. „Okkur langaði bara til að vera þarna allan daginn og horfa á hann leika,“ segir Gibson.

Lífið

Rithöfundar eru nýju útrásarvíkingarnir

Íslensk skáldverk voru í mikilli útrás á árinu sem var að líða. Bókaútgefendur gerðu vel á annað hundrað útgáfusamninga við erlendar útgáfur og því ættu aðdáendur íslenskrar bókmenntahefðar að geta nálgast íslensk skáldverk með fremur auðveldum hætti í útlöndum. Ólíkt því sem menn kynnu að halda er hér ekki um að ræða einsleitan hóp nágrannaþjóða heldur voru gerðir samningar við fjarlæg lönd á borð við Kóreu, Kína og Indland.

Lífið

Rourke er vinur Seans Penn

Talsmaður Mickey Rourke hefur vísað því á bug að leikarinn eigi í illdeilum við Sean Penn. Orðrómur þess efnis hefur verið á kreiki á vefsíðum þar vestra. The Daily Beast greindi frá því að Rourke hefði sent háttsettum framleiðanda í Hollwyood sms-skeyti þess efnis að Sean Penn væri haldinn hommahatri. Og að það sýndi sig hvað best í túlkun leikarans á hinum samkynhneigða stjórnmálamanni Harvey Milk en kvikmynd um hann. Milk, var frumsýnd nýverið í Bandaríkjunum.

Lífið