Lífið Rándýr hús erfið í sölu - myndband Gríðarlegur samdráttur hefur orðið á fasteignamarkaði hérlendis en sérfræðingar spá því að verð á fasteignum muni lækka enn frekar áður en það fer upp að nýju. Í kvöld klukkan 18:55 í Ísland í dag verður fjallað... Lífið 19.8.2009 15:21 Atli Fannar hættir sem ritstjóri Monitor Atli Fannar Bjarkason hættir sem ritstjóri Monitor nú um mánaðamótin. „Monitor heldur áfram í núverandi mynd. Það stendur núna yfir leit að nýjum ritstjóra. Blaðið breytist bara eins og það gerir alltaf með nýjum ritstjóra, það er ekkert verið að leggja árar í bát,“ segir Atli. Lífið 19.8.2009 07:00 Kokkar mótmæla stýrivöxtum með skeggvexti Tveir af þekktustu matreiðslumönnum landsins, þeir Úlfar Eysteinsson á Þremur frökkum og Tómas Tómasson á Hamborgarabúllunni, hafa tekið höndum saman og mótmæla nú háum stýrivöxtum Seðlabankans með fremur óvenjulegum en friðsömum hætti. Þeir hafa tekið þá ákvörðun að skerða ekki skegg sitt fyrr en hinir margumtöluðu vextir eru komnir niður fyrir tíu prósent. Þeir standa nú í tólf stigum en peningastefnunefnd ákvað að halda þeim óbreyttum á fundi sínum hinn 13. ágúst. Lífið 19.8.2009 05:30 Jungle Drum enn á toppnum Lag Emilíönu Torrini, Jungle Drum, hefur nú setið í sjö vikur samfleytt í efsta sæti þýska vinsældalistans. Lagið komst fyrst á listann 6. júní og sat þá í 12. sæti. Hinn 4. júlí komst lagið síðan á toppinn og hefur setið þar allar götur síðan. Vinsældir lagsins, sem er tekið af nýjustu plötu Emilíönu, Me and Armini, má rekja til þess er það hljómaði í hinum vinsæla raunveruleikaþætti Germany‘s Next Top Model. Lífið 19.8.2009 05:00 Velja átta fjölskyldur í raunveruleikaþátt „Ég held að við séum með á bilinu þrjátíu til fimmtíu umsóknir,“ segir Þóra Björg Clausen, aðstoðardagskrárstjóri Skjásins, um þáttinn Skemmtigarðinn sem fer í loftið á Skjáeinum 18. september. Umsóknarfrestur rann út í fyrradag og munu tökur hefjast í næstu viku, en í þáttunum etja átta fimma manna fjölskyldur kappi í leikjum og þrautum í Skemmtigarðinum í Grafarvogi. Lífið 19.8.2009 04:30 Pör og systkini eftir vinnu Hjón stýra hjónum og systkini vinna saman að nýju íslensku leikverki, Fyrir framan annað fólk. Verkið fjallar um hegðunarfrávik og afleiðingar þeirra, klikkun og ást. Lífið 19.8.2009 04:00 Nýja rennibrautin í Laugardalslaug opnuð Opnuð hefur verið ný og glæsileg rennibraut í Laugardalslaug, en rennibrautin var opnuð í dag á afmælisdegi borgarinnar. Lífið 18.8.2009 21:28 Tökum á busamyndbandi lokið Myndbandsnefnd Skólafélagsins ætlar sér ýmsa skemmtilega og stóra hluti í vetur. Fyrsta verkefni skólaársins er að sjálfsögðu gerð og frumsýning busakynningarmyndbandsins. Lífið 18.8.2009 14:21 Fyrsta íslenska rómantíska þáttaröðin hefst á morgun Ilmur Kristjánsdóttir leikur unga konu sem ræður sig til vinnu hjá fjármálafyrirtæki þar sem allt er auðvitað að gerast en um leið ekki neitt í rómantísku þáttaröðinni „Ástríður" sem hefst á Stöð 2 annaðkvöld klukkan 20:55. Ástríður er ný og spennandi leikin gamanþáttaröð, full af rómantík og drama og með stórskemmtilegri skírskotun í íslenskan veruleika rétt fyrir hrun. Auk Ilmar fara með stórhlutverk í Ástríði þau: Kjartan Guðjónsson, Friðrik Friðriksson, Rúnar Freyr Gíslason, Þórir Sæmundsson, Þóra Karítas Árnadóttir, Margrét Vilhjálmsdóttir og Hilmir Snær Guðnason. Lífið 18.8.2009 13:55 Jóhanna Guðrún: Mika glæsilegur en hlédrægur Í kringum tólf þúsund manns hlýddu á tónleika Jóhönnu Guðrúnar, hins heimfræga Mika og þekktra sænskra tónlistarmanna í Malmö í Svíþjóð síðastliðinn laugardag. „Þetta gekk rosalega vel. Þetta fór fram eins og flestir tónleikar sem ég hef verið að syngja á undanfarið,“ segir Jóhanna, sem söng Eurovision-lagið Is it True? og Walking on Water af plötu sinni Butterflies and Elvis. Tónleikarnir voru haldnir undir beru lofti og skipulagðir af stærstu útvarpsstöð Svíþjóðar, RIXFM. Lífið 18.8.2009 07:30 Kalli Berndsen í útrás „Ég er með þrettán módel frá fimmtán ára upp í sjötugt,“ segir Karl Berndsen, hárgreiðslu- og förðunarmeistari og eigandi Beauty Barsins. Hann leggur nú lokahönd á kennslumyndband í förðun sem Beauty Barinn gefur út í lok október á Íslandi og er í viðræðum við dreifingaraðila í Evrópu. Lífið 18.8.2009 07:00 Fyrsti dúett Ragga og Megasar Raggi Bjarna kemur fram með Megasi í fyrsta sinn á 75 ára afmælistónleikum sínum í Laugardalshöll 26. september. Saman ætla þeir að syngja Megasarlagið Meyfreyjublús sem Raggi Bjarna gerði vinsælt fyrir nokkru. Lífið 18.8.2009 06:30 Dylan handtekinn Lögreglan í New Jersey þurfti að hafa afskipti af tónlistarmanninum Bob Dylan þegar sást til hans spranga um í garði seint um kvöld fyrir utan einbýlishús í bænum Long Branch. Lífið 18.8.2009 06:00 Geimverur í efsta sætinu Geimverumyndin District 9 fór beint í efsta sætið vestanhafs yfir vinsælustu myndir helgarinnar. Þetta góða gengi kom á óvart enda leikstýrði óþekktur leikstjóri myndinni og leikaraliðið er ekki skipað neinum stjörnum. Þess ber þó að geta að Peter Jackson, sem leikstýrði Lord of the Rings-þríleiknum, framleiddi myndina og átti þátt í markaðssetningu hennar. District 9 sló hasarmyndina GI Joe úr efsta sætinu. Í þriðja sæti á listanum er The Time Traveler"s Wife með Eric Bana í aðalhlutverki. Lífið 18.8.2009 05:30 Klikkað fólk úr Kópavoginum Tökum á kvikmynd Gríms Hákonarsonar, Sumarlandinu, lauk um helgina. Ljósmyndari Fréttablaðsins leit við síðasta daginn. Lífið 18.8.2009 05:00 Númi kokkur hættir með Segurmo Kokkurinn knái Númi Thomasson hefur ákveðið að taka sér frí frá eldamennsku um óákveðinn tíma og mun því hætta rekstri veitingastaðarins Segurmo, sem er í húsnæði Boston á Laugavegi, í lok mánaðarins. Lífið 18.8.2009 04:00 Skátar leggja upp laupana Kveðjutónleikar hljómsveitarinnar Skáta verða haldnir á Sódómu Reykjavík næstkomandi föstudag. Eftir sex ára starf hefur sveitin ákveðið að hætta störfum. Lífið 18.8.2009 03:45 Saman á Akureyri Söngkonan Kristjana Stefánsdóttir og trommarinn Hannes Friðbjarnarson úr hljómsveitinni Buff halda tvenna tónleika á Akureyri í vikunni. Samstarf þeirra hófst vegna sameiginlegs áhuga á bandarískri Suðurríkjatónlist og verður efnisskrá tónleikanna af þeirri ætt. Lífið 18.8.2009 03:30 Woodpigeon spilar Kanadíski tónlistarmaðurinn Woodpigeon kemur fram á tónleikum á Batteríinu á fimmtudagskvöld. Woodpigeon, sem er hugarfóstur söngvarans og lagahöfundarins Mark Hamilton, hefur stundum verið nefndur í sömu andrá og Fleet Foxes, Sufjan Stevens og Grizzly Bear. Lífið 18.8.2009 02:00 Peter Andre fær nýjan raunveruleikaþátt Peter Andre virðist vera fóta sig vel eftir skilnaðinn við Katie Price, betur þekkta sem Jordan. Nú hefur hann fengið sinn eigin raunveruleikaþátt á ITV2 sjónvarpsstöðinni. Lífið 17.8.2009 21:43 Fangar á Litla hrauni opna sig Í kvöld strax að loknum fréttum Stöðvar 2 klukkan 18:55 í sjónvarpsþættinum Ísland í dag kynnumst við starfsemi Litla hrauns frá A til Ö. Þar heyrum við sögur fjölmargra fanga, um líf þeirra og störf, vonir og eftirsjár. Ekki missa af Ísland í dag í kvöld. Lífið 17.8.2009 16:00 Ný önn, nýtt vefráð, nýtt busakjöt Chicks, Einar Birgir, Busakjöt og góðir hálsar. Núna eru einungis fjórir dagar í nýtt skólaár og þið eruð væntanlega heima hjá ykkur og veltið fyrir ykkur hvort www.NFF.is síðan verði jafn léleg og hún hefur verið seinustu ár? Lífið 16.8.2009 21:42 Mary J. Blige í Idolinu Bandaríska söngkonan Mary J. Blige verður gestadómari í American Idol þegar áheyrnarprufur fara fram í Atlanta. Gestadómarar hafa verið fengnir til að fylla skarð Paulu Abdul sem ekki var boðin nýr samningur sem dómara í þáttaröðinni. Meðal þeirra eru Katy Perry og Victoria Beckham. Lífið 16.8.2009 19:45 George Michael: Ég var edrú Breska stórstjarnan George Michael segist hafa verið edrú þegar bifreið sem hann ók lenti í árekstri við vörubíl í gærmorgun. Hann var handtekinn grunaður um akstur undir áhrifum áfengis eða fíkniefna. Söngvaranum var sleppt að yfirheyrslu lokinni. Lífið 16.8.2009 16:45 Tónleikagestir sungu afmælissönginn fyrir Madonnu Þúsundir tónleikagesta tóku sig til í gær og sungu afmælissönginn fyrir stórstjörnuna Madonnu þegar hún tróð upp á tónleikum í Varsjá í Póllandi. Það var á milli á laga sem aðdáendur brustu í söng. Lífið 16.8.2009 14:51 Telur að Mel verði flottur í pabbahlutverkinu Hin rússneska Oksana Grigorieva óttast ekki að unnusti hennar, ástralski leikarinn Mel Gibson, muni ekki standa sig í föðurhlutverkinu. Þvert á móti telur hún að Mel verði flottur í pabbi. Jafnframt bendir hún á þá staðreynd að Mel eigi sjö börn nú þegar. Lífið 16.8.2009 12:15 Lindsay reynir að bjarga ferlinum Hin 23 ára gamla leikkona, Lindsay Lohan, hefur ekki fengið mörg boð um kvikmyndaleik undanfarin misseri. Kvikmyndaframleiðendum hefur ekki þótt fýsilegur kostur að hafa hina skemmtanaglöðu leikkonu á launaskrá sinni. Auk þess hafa heldur margar neikvæðar fréttir birst af henni sem hafa að margra mati ekki hjálpað ferli hennar. Lífið 16.8.2009 09:45 U2 setti met á Wembley Írska hljómsveitin U2 setti aðsóknarmet á Wembley íþróttaleikvanginum í gærkvöldi þegar hátt í 88 þúsund manns mættu á tónleika þeirra. Fyrra metið átti Rod Stewart þegar 83 þúsund manns mættu á tónleika hans árið 1995. Lífið 15.8.2009 17:15 Amy á Facebook undir dulnefni Söngkonan Amy Winehouse hefur komið sér upp nýrri síðu á Fésbókinni undir dulnefninu Shirley, sem er lítill kettlingur söngkonunnar. Menn telja að með þessu sé hún að reyna að hafa samband við fyrrverandi eiginmann sinn, Blake Fielder-Civil, en þau skildu fyrir stuttu. Lífið 15.8.2009 17:00 Íslenskir grínarar hrifnir af Jack Bauer "Þeir eru ekki með sama "skets“ og eru með sinn í allt öðru "konsepti“,“ segir Friðrik Ágústsson, viðskiptastjóri hjá auglýsingastofunni Jónsson & Le'macks. Grínatriði sem Steindi Jr. gerði fyrir sjónvarpsþáttinn Monitor á SkjáEinum þykir svipa til nýrrar sjónvarpsauglýsingar sem Jónsson & Le'macks vann fyrir Stöð 2 þar sem Jack Bauer úr þáttunum 24 kemur við sögu. Lífið 15.8.2009 16:00 « ‹ ›
Rándýr hús erfið í sölu - myndband Gríðarlegur samdráttur hefur orðið á fasteignamarkaði hérlendis en sérfræðingar spá því að verð á fasteignum muni lækka enn frekar áður en það fer upp að nýju. Í kvöld klukkan 18:55 í Ísland í dag verður fjallað... Lífið 19.8.2009 15:21
Atli Fannar hættir sem ritstjóri Monitor Atli Fannar Bjarkason hættir sem ritstjóri Monitor nú um mánaðamótin. „Monitor heldur áfram í núverandi mynd. Það stendur núna yfir leit að nýjum ritstjóra. Blaðið breytist bara eins og það gerir alltaf með nýjum ritstjóra, það er ekkert verið að leggja árar í bát,“ segir Atli. Lífið 19.8.2009 07:00
Kokkar mótmæla stýrivöxtum með skeggvexti Tveir af þekktustu matreiðslumönnum landsins, þeir Úlfar Eysteinsson á Þremur frökkum og Tómas Tómasson á Hamborgarabúllunni, hafa tekið höndum saman og mótmæla nú háum stýrivöxtum Seðlabankans með fremur óvenjulegum en friðsömum hætti. Þeir hafa tekið þá ákvörðun að skerða ekki skegg sitt fyrr en hinir margumtöluðu vextir eru komnir niður fyrir tíu prósent. Þeir standa nú í tólf stigum en peningastefnunefnd ákvað að halda þeim óbreyttum á fundi sínum hinn 13. ágúst. Lífið 19.8.2009 05:30
Jungle Drum enn á toppnum Lag Emilíönu Torrini, Jungle Drum, hefur nú setið í sjö vikur samfleytt í efsta sæti þýska vinsældalistans. Lagið komst fyrst á listann 6. júní og sat þá í 12. sæti. Hinn 4. júlí komst lagið síðan á toppinn og hefur setið þar allar götur síðan. Vinsældir lagsins, sem er tekið af nýjustu plötu Emilíönu, Me and Armini, má rekja til þess er það hljómaði í hinum vinsæla raunveruleikaþætti Germany‘s Next Top Model. Lífið 19.8.2009 05:00
Velja átta fjölskyldur í raunveruleikaþátt „Ég held að við séum með á bilinu þrjátíu til fimmtíu umsóknir,“ segir Þóra Björg Clausen, aðstoðardagskrárstjóri Skjásins, um þáttinn Skemmtigarðinn sem fer í loftið á Skjáeinum 18. september. Umsóknarfrestur rann út í fyrradag og munu tökur hefjast í næstu viku, en í þáttunum etja átta fimma manna fjölskyldur kappi í leikjum og þrautum í Skemmtigarðinum í Grafarvogi. Lífið 19.8.2009 04:30
Pör og systkini eftir vinnu Hjón stýra hjónum og systkini vinna saman að nýju íslensku leikverki, Fyrir framan annað fólk. Verkið fjallar um hegðunarfrávik og afleiðingar þeirra, klikkun og ást. Lífið 19.8.2009 04:00
Nýja rennibrautin í Laugardalslaug opnuð Opnuð hefur verið ný og glæsileg rennibraut í Laugardalslaug, en rennibrautin var opnuð í dag á afmælisdegi borgarinnar. Lífið 18.8.2009 21:28
Tökum á busamyndbandi lokið Myndbandsnefnd Skólafélagsins ætlar sér ýmsa skemmtilega og stóra hluti í vetur. Fyrsta verkefni skólaársins er að sjálfsögðu gerð og frumsýning busakynningarmyndbandsins. Lífið 18.8.2009 14:21
Fyrsta íslenska rómantíska þáttaröðin hefst á morgun Ilmur Kristjánsdóttir leikur unga konu sem ræður sig til vinnu hjá fjármálafyrirtæki þar sem allt er auðvitað að gerast en um leið ekki neitt í rómantísku þáttaröðinni „Ástríður" sem hefst á Stöð 2 annaðkvöld klukkan 20:55. Ástríður er ný og spennandi leikin gamanþáttaröð, full af rómantík og drama og með stórskemmtilegri skírskotun í íslenskan veruleika rétt fyrir hrun. Auk Ilmar fara með stórhlutverk í Ástríði þau: Kjartan Guðjónsson, Friðrik Friðriksson, Rúnar Freyr Gíslason, Þórir Sæmundsson, Þóra Karítas Árnadóttir, Margrét Vilhjálmsdóttir og Hilmir Snær Guðnason. Lífið 18.8.2009 13:55
Jóhanna Guðrún: Mika glæsilegur en hlédrægur Í kringum tólf þúsund manns hlýddu á tónleika Jóhönnu Guðrúnar, hins heimfræga Mika og þekktra sænskra tónlistarmanna í Malmö í Svíþjóð síðastliðinn laugardag. „Þetta gekk rosalega vel. Þetta fór fram eins og flestir tónleikar sem ég hef verið að syngja á undanfarið,“ segir Jóhanna, sem söng Eurovision-lagið Is it True? og Walking on Water af plötu sinni Butterflies and Elvis. Tónleikarnir voru haldnir undir beru lofti og skipulagðir af stærstu útvarpsstöð Svíþjóðar, RIXFM. Lífið 18.8.2009 07:30
Kalli Berndsen í útrás „Ég er með þrettán módel frá fimmtán ára upp í sjötugt,“ segir Karl Berndsen, hárgreiðslu- og förðunarmeistari og eigandi Beauty Barsins. Hann leggur nú lokahönd á kennslumyndband í förðun sem Beauty Barinn gefur út í lok október á Íslandi og er í viðræðum við dreifingaraðila í Evrópu. Lífið 18.8.2009 07:00
Fyrsti dúett Ragga og Megasar Raggi Bjarna kemur fram með Megasi í fyrsta sinn á 75 ára afmælistónleikum sínum í Laugardalshöll 26. september. Saman ætla þeir að syngja Megasarlagið Meyfreyjublús sem Raggi Bjarna gerði vinsælt fyrir nokkru. Lífið 18.8.2009 06:30
Dylan handtekinn Lögreglan í New Jersey þurfti að hafa afskipti af tónlistarmanninum Bob Dylan þegar sást til hans spranga um í garði seint um kvöld fyrir utan einbýlishús í bænum Long Branch. Lífið 18.8.2009 06:00
Geimverur í efsta sætinu Geimverumyndin District 9 fór beint í efsta sætið vestanhafs yfir vinsælustu myndir helgarinnar. Þetta góða gengi kom á óvart enda leikstýrði óþekktur leikstjóri myndinni og leikaraliðið er ekki skipað neinum stjörnum. Þess ber þó að geta að Peter Jackson, sem leikstýrði Lord of the Rings-þríleiknum, framleiddi myndina og átti þátt í markaðssetningu hennar. District 9 sló hasarmyndina GI Joe úr efsta sætinu. Í þriðja sæti á listanum er The Time Traveler"s Wife með Eric Bana í aðalhlutverki. Lífið 18.8.2009 05:30
Klikkað fólk úr Kópavoginum Tökum á kvikmynd Gríms Hákonarsonar, Sumarlandinu, lauk um helgina. Ljósmyndari Fréttablaðsins leit við síðasta daginn. Lífið 18.8.2009 05:00
Númi kokkur hættir með Segurmo Kokkurinn knái Númi Thomasson hefur ákveðið að taka sér frí frá eldamennsku um óákveðinn tíma og mun því hætta rekstri veitingastaðarins Segurmo, sem er í húsnæði Boston á Laugavegi, í lok mánaðarins. Lífið 18.8.2009 04:00
Skátar leggja upp laupana Kveðjutónleikar hljómsveitarinnar Skáta verða haldnir á Sódómu Reykjavík næstkomandi föstudag. Eftir sex ára starf hefur sveitin ákveðið að hætta störfum. Lífið 18.8.2009 03:45
Saman á Akureyri Söngkonan Kristjana Stefánsdóttir og trommarinn Hannes Friðbjarnarson úr hljómsveitinni Buff halda tvenna tónleika á Akureyri í vikunni. Samstarf þeirra hófst vegna sameiginlegs áhuga á bandarískri Suðurríkjatónlist og verður efnisskrá tónleikanna af þeirri ætt. Lífið 18.8.2009 03:30
Woodpigeon spilar Kanadíski tónlistarmaðurinn Woodpigeon kemur fram á tónleikum á Batteríinu á fimmtudagskvöld. Woodpigeon, sem er hugarfóstur söngvarans og lagahöfundarins Mark Hamilton, hefur stundum verið nefndur í sömu andrá og Fleet Foxes, Sufjan Stevens og Grizzly Bear. Lífið 18.8.2009 02:00
Peter Andre fær nýjan raunveruleikaþátt Peter Andre virðist vera fóta sig vel eftir skilnaðinn við Katie Price, betur þekkta sem Jordan. Nú hefur hann fengið sinn eigin raunveruleikaþátt á ITV2 sjónvarpsstöðinni. Lífið 17.8.2009 21:43
Fangar á Litla hrauni opna sig Í kvöld strax að loknum fréttum Stöðvar 2 klukkan 18:55 í sjónvarpsþættinum Ísland í dag kynnumst við starfsemi Litla hrauns frá A til Ö. Þar heyrum við sögur fjölmargra fanga, um líf þeirra og störf, vonir og eftirsjár. Ekki missa af Ísland í dag í kvöld. Lífið 17.8.2009 16:00
Ný önn, nýtt vefráð, nýtt busakjöt Chicks, Einar Birgir, Busakjöt og góðir hálsar. Núna eru einungis fjórir dagar í nýtt skólaár og þið eruð væntanlega heima hjá ykkur og veltið fyrir ykkur hvort www.NFF.is síðan verði jafn léleg og hún hefur verið seinustu ár? Lífið 16.8.2009 21:42
Mary J. Blige í Idolinu Bandaríska söngkonan Mary J. Blige verður gestadómari í American Idol þegar áheyrnarprufur fara fram í Atlanta. Gestadómarar hafa verið fengnir til að fylla skarð Paulu Abdul sem ekki var boðin nýr samningur sem dómara í þáttaröðinni. Meðal þeirra eru Katy Perry og Victoria Beckham. Lífið 16.8.2009 19:45
George Michael: Ég var edrú Breska stórstjarnan George Michael segist hafa verið edrú þegar bifreið sem hann ók lenti í árekstri við vörubíl í gærmorgun. Hann var handtekinn grunaður um akstur undir áhrifum áfengis eða fíkniefna. Söngvaranum var sleppt að yfirheyrslu lokinni. Lífið 16.8.2009 16:45
Tónleikagestir sungu afmælissönginn fyrir Madonnu Þúsundir tónleikagesta tóku sig til í gær og sungu afmælissönginn fyrir stórstjörnuna Madonnu þegar hún tróð upp á tónleikum í Varsjá í Póllandi. Það var á milli á laga sem aðdáendur brustu í söng. Lífið 16.8.2009 14:51
Telur að Mel verði flottur í pabbahlutverkinu Hin rússneska Oksana Grigorieva óttast ekki að unnusti hennar, ástralski leikarinn Mel Gibson, muni ekki standa sig í föðurhlutverkinu. Þvert á móti telur hún að Mel verði flottur í pabbi. Jafnframt bendir hún á þá staðreynd að Mel eigi sjö börn nú þegar. Lífið 16.8.2009 12:15
Lindsay reynir að bjarga ferlinum Hin 23 ára gamla leikkona, Lindsay Lohan, hefur ekki fengið mörg boð um kvikmyndaleik undanfarin misseri. Kvikmyndaframleiðendum hefur ekki þótt fýsilegur kostur að hafa hina skemmtanaglöðu leikkonu á launaskrá sinni. Auk þess hafa heldur margar neikvæðar fréttir birst af henni sem hafa að margra mati ekki hjálpað ferli hennar. Lífið 16.8.2009 09:45
U2 setti met á Wembley Írska hljómsveitin U2 setti aðsóknarmet á Wembley íþróttaleikvanginum í gærkvöldi þegar hátt í 88 þúsund manns mættu á tónleika þeirra. Fyrra metið átti Rod Stewart þegar 83 þúsund manns mættu á tónleika hans árið 1995. Lífið 15.8.2009 17:15
Amy á Facebook undir dulnefni Söngkonan Amy Winehouse hefur komið sér upp nýrri síðu á Fésbókinni undir dulnefninu Shirley, sem er lítill kettlingur söngkonunnar. Menn telja að með þessu sé hún að reyna að hafa samband við fyrrverandi eiginmann sinn, Blake Fielder-Civil, en þau skildu fyrir stuttu. Lífið 15.8.2009 17:00
Íslenskir grínarar hrifnir af Jack Bauer "Þeir eru ekki með sama "skets“ og eru með sinn í allt öðru "konsepti“,“ segir Friðrik Ágústsson, viðskiptastjóri hjá auglýsingastofunni Jónsson & Le'macks. Grínatriði sem Steindi Jr. gerði fyrir sjónvarpsþáttinn Monitor á SkjáEinum þykir svipa til nýrrar sjónvarpsauglýsingar sem Jónsson & Le'macks vann fyrir Stöð 2 þar sem Jack Bauer úr þáttunum 24 kemur við sögu. Lífið 15.8.2009 16:00