Lífið Tvíkynhneigður kennari slær í gegn X-Factor-söngþættirnir hafa notið gífurlegra vinsælda í Bretlandi og hófst sjötta þáttaröðin þar í landi á laugardaginn. Fyrstu þættirnir eru yfirleitt misgóðir og bjuggust fáir við að sjá hugsanlegan sigurvegara stíga á svið í fyrsta þættinum. Lífið 25.8.2009 02:00 Vel mætt á Hjálmamynd Heimildarmynd um hljómsveitina Hjálma var frumsýnd á föstudaginn var. Myndin er eftir Bjarna Grímsson og Frosta Jón Runólfsson og fjallar um för hljómsveitarinnar til Jamaíka. Lífið 25.8.2009 01:00 Arnar Grant: Feitir sleppa morgunmat „Það er náttúrulega fyrst og fremst að hreinsa til í ísskápnum. Taka allt sem er með hátt fituhlutfall út og einföldu kolvetnin. Þá á ég við allt með sykri í," svarar Arnar Grant líkamsræktarþjálfari aðspurður um góð ráð fyrir þá sem vilja koma sér í form. „Það skiptir miklu máli að hafa óhollustuna í algjöru lágmarki í ísskápnum. Ef það er ekki til á heimilinu eru litlar líkur að þú borðir það," segir Arnar og heldur áfram: „Hollt mataræði er 65 til 70% hluti sem til þarf ef árangur í heilbrigðu líferni á að nást." „Svo er það hreyfingin. Fólk á ekki að taka lyftur. Það á að labba upp stigana og fólk á ekki að reyna að finna bílastæði nálægt áfangastaðnum heldur leggja aðeins lengra í burtu og fá þannig ókeypis hreyfingu í leiðinni." „Ef maður vaknar bara aðeins fyrr á morgnana og fær sér morgunmat gerir það gæfumuninn. Þeir sem eru feitir eru þeir sem borða ekki morgunmat. Það er samasem merki þar á milli. „Þá vekur maður upp líkamann og hann fær orku í sig til að hreyfa sig betur og öll starfsemi fer á flug þannig að við verðum betri í alla staði. Betri starfskraftar, betri foreldrar og svo framvegis," segir Arnar. „Þetta eru einföld atriði sem kosta ekki krónu," segir hann að lokum. Lífið 24.8.2009 13:49 Ungfrú Venesúela sigraði Miss Universe Ungrú Venesúela, hin 18 ára gamla Stefanía Fernandez sigraði í nótt í keppninni Ungfrú Alheimur sem fram fór á Bahamaeyjum. Fulltrúi Íslands í kepnninni, Ingibjörg Egilsdóttir komst í fimmtán manna úrslitakeppni en hreppti ekki verðlaunasæti. Lífið 24.8.2009 08:21 Strumparnir aftur í sjónvarp Stöð 2 hefur tryggt sér sýningaréttinn á Strumpaþáttunum og munu sýningar hefjast í næsta mánuði. Þættirnir sem um ræðir eru sömu Strumpaþættir og nutu mikilla vinsælda á níunda áratug síðustu aldar, en Stöð 2 hefur endurbætt þættina með því að hreinsa þá og færa á stafrænt form. Þá er einnig búið að endurhljóðvinna talsetningu Þórhalls Sigurðssonar leikara, eða Ladda, sem talaði fyrir alla Strumpana, Kjartan galdrakarl og köttinn hans. Lífið 24.8.2009 06:00 Íslendingur farðar fyrir Úlfamynd Íslenski förðunarmeistarinn, Stefán Jörgen, brá heldur betur í brún þegar hringt var í hann fyrir nokkru og hann beðinn um að koma til starfa við Hollywood-kvikmyndina The Wolf Man. Sá sem bað sérstaklega um Stefán heitir Rick Baker og er einn sá allri be Lífið 24.8.2009 05:30 Sólbrúnir með glænýja plötu Baggalútur er kominn aftur á stjá eftir sumarfrí með nýja plötu í farteskinu, Sólskinið í Dakóta, og stútfulla heimasíðu af fréttatengdu gríni. Lífið 24.8.2009 05:00 Framleiðsla á minjagripum um Michael Jackson leyfð Dómstóll í Bandaríkjunum hefur leyft sölu á varningi til minningar um poppgoðsögnina Michael Jackson. Föt, leikföng og í raun allt á milli himins og jarðar er á leiðinni í framleiðslu. Lífið 24.8.2009 04:00 Framleiddi plötu í tilefni stórafmælis foreldra sinna „Ég er búin að fylgjast með Sigríði Thorlacius í nokkur ár og langaði að gera eitthvað skemmtilegt með henni,“ segir Ragnhildur Zoega, verkefnastjóri Alþjóðaskrifstofu háskólastigsins. Lífið 24.8.2009 03:30 Félagar fengu hæstu einkunn Félagarnir Einir Guðlaugsson og Örn Ingólfsson útskrifuðust með hæstu einkunn, eða 12, úr meistaranámi sínu í verkfræði við Tækniháskólann í Danmörku. „Maður er alveg í skýjunum og er í rauninni ekki alveg búinn að fatta að maður sé búinn með þetta,“ segir Einir. „Þetta kom skemmtilega á óvart en við vorum búnir að vinna að hart að þessu verkefni og stefndum á þetta.“ Lífið 24.8.2009 03:00 Oasis hætti við tónleika vegna hálsbólgu Breska hljómsveitin Oasis neyddist til þess að hætta við fyrirhugaða tónleika sína á tónlistarhátíðinni V festival eftir að söngvari sveitarinnar, Liam Gallagher, fékk hálsbólgu og missti röddina. Lífið 23.8.2009 18:04 Greftrun Jacksons enn frestað Greftrun poppgoðsins Michael Jackson hefur enn verið frestað um fimm daga. Samkvæmt lögfræðingi móður Jacksons var ágreiningur innan fjölskyldunnar um dagsetninguna, þar eð einhverjir vildu að goðið yrði jarðsett á afmælisdegi sínum 29. ágúst eins og til stóð, en aðrir hafi verið því mótfallnir. Lífið 23.8.2009 15:46 Calvin Harris eyddi Tinchy Stryder út af Twitter Breski raftónlistarmaðurinn Calvin Harris eyddi samlanda sínum, rapparanum Tinchy Stryder, út af Twitter vinalistanum sínum, því hann skildi varla upp né niður í skilaboðunum rapparans. Lífið 23.8.2009 13:05 Borgarstjóri á ferð og flugi á fjölmennri Menningarnótt „Dagurinn er búinn að vera mjög góður og hátíðin gengur vel fyrir sig. Þetta er fjölbreytt menningarnótt og mikið að gerast," segir Hanna Birna Kristjánsdóttir, borgarstjóri Reykjavíkur. Lífið 22.8.2009 17:12 Innrás Indverja rétt að byrja „Þetta er bara byrjunin. Ísland hefur verið að vaxa í áliti hjá Indverjum og þeim á eftir að fjölga mikið sem koma hingað til lands," segir veitingakonan Chandrika Gunnarsson hjá Austur-Indíafélaginu við Hverfisgötu. Sífellt færist í vöxt að tökulið frá Indlandi taki upp tónlistarmyndbönd fyrir kvikmyndir sínar hér á landi. Fréttablaðið hefur greint frá tveimur; annars vegar kvikmyndagerðarfólki frá Kollywood og svo frá Tollywood en bæði þessi nöfn draga heiti sín af þeim hluta Indlands eða tungu þar sem framleiðslan fer fram. Chandrika og hennar fólk hefur séð um að indversku gestirnir hafi fengið mat við sitt hæfi. Lífið 22.8.2009 11:00 Ósætti um íslenska tískuviku Mikil umræða hefur skapast í kringum viðburðinn Iceland Fashion Week og eru Gunnar Hilmarsson, formaður Fatahönnunarfélags Íslands, og Steinunn Sigurðardóttir, fatahönnuður, í hópi þeirra hönnuða sem eru óánægðir með viðburðinn. Lífið 22.8.2009 10:30 Ragnheiði Clausen aftur hent út af Facebook „Ég veit ekki hvort það sé Facebook-liðið eða eitthvað fólk sem vill mig burt. Ég hef engar skýringar á þessu og er eiginlega bara þreytt og pirruð. Ég sem hélt að þetta ætti að vera eitthvað gaman,“ segir Ragnheiður Elín Clausen, fyrrum sjónvarpsþula. Henni hefur nú verið hent, aftur, útaf Facebook-vinasamfélaginu án skýringa. Lífið 22.8.2009 09:45 Vann þúsund bjórdósir á Hellu Kristján Jónsson sigraði í Bjórreið á Hellu um síðustu helgi. „Það eru níu hundruð eftir, það má alveg brúka það, halda gott partí eða eitthvað,“ segir Kristján Jónsson knapi, en hann sigraði í svokallaðri bjórreið sem haldin var á Hellu um síðustu helgi í tengslum við Töðugjöld. Í sigurlaun voru hundrað kassar af Egils Gulli sem gerir um þúsund bjóra, reyndar litlar dósir, en engu að síður töluvert magn af bjór. Lífið 22.8.2009 07:15 Laxdæla Lárusar fær nýtt nafn Tökum á kvikmyndinni Laxdælu Lárusar lauk í vikunni. Fyrsta verk leikstjórans var að ákveða að breyta nafni myndarinnar. Lífið 22.8.2009 07:00 Órafmögnuð Lay Low í Flatey Nýr tvöfaldur diskur með tónlistarkonunni Lay Low kemur að öllum líkindum út hérlendis fyrir jólin og erlendis eftir áramót. Lífið 22.8.2009 06:45 Orrustubjarki stígur á svið Tónlistarmaðurinn Orrustubjarki spilar með vini sínum Krumma og trommaranum Frosta Gringó í portinu hjá skemmtistaðnum Kultura í dag. „Við erum að spila í fyrsta sinn saman og ég er mjög spenntur,“ segir Orrustubjarki, eða Bjarki Markússon. „Við vorum að prufa eina æfingu í gær [fimmtudag] og það kom mjög vel út.“ Þeir félagar ætla að bjóða upp á tilraunakennt sýrurokk og hefja þeir leik klukkan 15. Lífið 22.8.2009 06:30 Sirkus sýnd Stuttmynd um hinn fornfræga skemmtistað Sirkus verður sýnd í kvöld á sérstöku útitjaldi á palli skemmtistaðarins Boston við Laugaveg 28b. Stuttmyndin, sem ber einfaldlega heitið Sirkus, er klippt af Þorgeiri Guðmundssyni, kvikmyndagerðarmanni, og var frumsýnd á Skjaldborg fyrr í ár. Sýningar hefjast klukkan 23.00 og verður myndin sýnd nokkrum sinnum yfir kvöldið. Þeir sem stunduðu Sirkus eru hvattir til að kíkja á Boston og endurupplifa hina einstöku stemningu sem ríkti á staðnum. Lífið 22.8.2009 06:15 Ljósmyndir úr geimnum Ljósmyndasýningin From Earth to the Universe hefst í dag fyrir framan Hallgrímskirkju. Ljósmyndirnar, sem floti geimsjónauka og stjörnusjónauka á jörðu niðri hefur tekið, sýna vel hvernig niðurstöður stjarnvísinda geta á stundum líkst listaverkum. Lífið 22.8.2009 06:00 Tónleikastríð á Menningarnótt „Margir hafa verið að velta fyrir sér hvort við ættum ekki að vera að „presentera“ Rásar 2 tónleikana og þeir okkar, en Bylgjan hefur verið að þróast mikið og er ekki eins fyrirsjáanleg og fólk myndi halda,“ segir Jóhann Örn Ólafsson, kynningarstjóri Bylgjunnar, um tónleika útvarpsstöðvarinnar á Ingólfstorgi á Menningarnótt. Lífið 22.8.2009 06:00 Lokaverk úr tveimur listaháskólum „Einhvers konar upphaf er ekki endilega með þeim fyrirsjáanlega endi sem þú hélst í byrjun,“ segir Katrín Dagmar Beck, danshöfundur og dansari, um ný sviðslistaverk hennar, Móðurmál og Föðurland. Verkin voru lokaverkefni hennar, en Katrín útskrifaðist í vor úr Listaháskólanum og Salzburg Experimental Academy of Dance. Lífið 22.8.2009 05:00 Smáskífa frá Sometime Hljómsveitin Sometime hefur gefið út aðra smáskífu sína af plötu sinni Supercali-fragilisticexpialidocious. Smáskífan nefnist Heart of Spades og kemur út á netinu og á kassettu í fimmtíu númeruðum eintökum. Með kassettunni fylgir frítt niðurhal af henni á síðunni Tónlist.is. Á smáskífunni eru fimm endurhljóðblandanir eftir Steed Lord, SvenBit, Introbeats, Oculus og Trulz & Kjex. Kassettan fæst einungis í tískuverslununum KVK og KronKron. Einnig er hægt að kaupa lögin á tonlist.is, grapewire.net og fleiri síðum. Sometime fagnar útgáfunni í kvöld klukkan 20.20 í versluninni KVK, Laugavegi 58a.-fb Lífið 22.8.2009 04:45 Nepalskar konur halda árlega hátíð „Það er mikill heiður fyrir mig að fá að matreiða fyrir konurnar þetta kvöld,“ segir Deepak Panday á veitingastaðnum Kitchen á Laugavegi. Þar munu um þrjátíu nepalskar konur koma saman í kvöld og halda upp á hina árlegu nepölsku Teej-hindúahátíð sem er tileinkuð eiginmönnum þeirra. Lífið 22.8.2009 04:15 Grínistar fá tækifæri Spjallþáttastjórnandinn Jay Leno hlakkar til að koma ungum grínistum á framfæri í nýja þættinum sínum sem hefst á sjónvarpsstöðinni NBC 14. september. „Ég vona að fólkið verði frægt og verði boðið að koma fram í öðrum sjónvarpsþáttum,“ sagði Leno, sem hóf feril sinn sem uppistandari. Lífið 22.8.2009 03:30 Hringurinn fékk Jackson-söfnunarfé „Svona hefði Jackson sjálfur eflaust viljað gera þetta,“ segir Páll Óskar Hjálmtýsson, sem afhenti Barnaspítala Hringsins eina og hálfa milljón á fimmtudag. Peningagjöfin var ágóði miðasölu af minningarkvöldi um Jackson á Nasa sem haldið var 11. júlí síðastliðinn, þar sem ein milljón króna safnaðist, en Byr sparisjóður bætti um betur og lagði fram hálfa milljón til viðbótar. Lífið 22.8.2009 03:15 Fær vonandi Kurt Russell kött Hugleikur Dagsson kynnir nýja bók, Eineygði kötturinn kisi og og ástandið: seinni hluti – Flóttinn frá Reykjavík, á Menningarnótt, annars vegar í Eymundsson, Austurstræti, þar sem gestir geta komið og myndað kött sinn með Hugleiki, og hins vegar á Bakkusi. Lífið 22.8.2009 03:00 « ‹ ›
Tvíkynhneigður kennari slær í gegn X-Factor-söngþættirnir hafa notið gífurlegra vinsælda í Bretlandi og hófst sjötta þáttaröðin þar í landi á laugardaginn. Fyrstu þættirnir eru yfirleitt misgóðir og bjuggust fáir við að sjá hugsanlegan sigurvegara stíga á svið í fyrsta þættinum. Lífið 25.8.2009 02:00
Vel mætt á Hjálmamynd Heimildarmynd um hljómsveitina Hjálma var frumsýnd á föstudaginn var. Myndin er eftir Bjarna Grímsson og Frosta Jón Runólfsson og fjallar um för hljómsveitarinnar til Jamaíka. Lífið 25.8.2009 01:00
Arnar Grant: Feitir sleppa morgunmat „Það er náttúrulega fyrst og fremst að hreinsa til í ísskápnum. Taka allt sem er með hátt fituhlutfall út og einföldu kolvetnin. Þá á ég við allt með sykri í," svarar Arnar Grant líkamsræktarþjálfari aðspurður um góð ráð fyrir þá sem vilja koma sér í form. „Það skiptir miklu máli að hafa óhollustuna í algjöru lágmarki í ísskápnum. Ef það er ekki til á heimilinu eru litlar líkur að þú borðir það," segir Arnar og heldur áfram: „Hollt mataræði er 65 til 70% hluti sem til þarf ef árangur í heilbrigðu líferni á að nást." „Svo er það hreyfingin. Fólk á ekki að taka lyftur. Það á að labba upp stigana og fólk á ekki að reyna að finna bílastæði nálægt áfangastaðnum heldur leggja aðeins lengra í burtu og fá þannig ókeypis hreyfingu í leiðinni." „Ef maður vaknar bara aðeins fyrr á morgnana og fær sér morgunmat gerir það gæfumuninn. Þeir sem eru feitir eru þeir sem borða ekki morgunmat. Það er samasem merki þar á milli. „Þá vekur maður upp líkamann og hann fær orku í sig til að hreyfa sig betur og öll starfsemi fer á flug þannig að við verðum betri í alla staði. Betri starfskraftar, betri foreldrar og svo framvegis," segir Arnar. „Þetta eru einföld atriði sem kosta ekki krónu," segir hann að lokum. Lífið 24.8.2009 13:49
Ungfrú Venesúela sigraði Miss Universe Ungrú Venesúela, hin 18 ára gamla Stefanía Fernandez sigraði í nótt í keppninni Ungfrú Alheimur sem fram fór á Bahamaeyjum. Fulltrúi Íslands í kepnninni, Ingibjörg Egilsdóttir komst í fimmtán manna úrslitakeppni en hreppti ekki verðlaunasæti. Lífið 24.8.2009 08:21
Strumparnir aftur í sjónvarp Stöð 2 hefur tryggt sér sýningaréttinn á Strumpaþáttunum og munu sýningar hefjast í næsta mánuði. Þættirnir sem um ræðir eru sömu Strumpaþættir og nutu mikilla vinsælda á níunda áratug síðustu aldar, en Stöð 2 hefur endurbætt þættina með því að hreinsa þá og færa á stafrænt form. Þá er einnig búið að endurhljóðvinna talsetningu Þórhalls Sigurðssonar leikara, eða Ladda, sem talaði fyrir alla Strumpana, Kjartan galdrakarl og köttinn hans. Lífið 24.8.2009 06:00
Íslendingur farðar fyrir Úlfamynd Íslenski förðunarmeistarinn, Stefán Jörgen, brá heldur betur í brún þegar hringt var í hann fyrir nokkru og hann beðinn um að koma til starfa við Hollywood-kvikmyndina The Wolf Man. Sá sem bað sérstaklega um Stefán heitir Rick Baker og er einn sá allri be Lífið 24.8.2009 05:30
Sólbrúnir með glænýja plötu Baggalútur er kominn aftur á stjá eftir sumarfrí með nýja plötu í farteskinu, Sólskinið í Dakóta, og stútfulla heimasíðu af fréttatengdu gríni. Lífið 24.8.2009 05:00
Framleiðsla á minjagripum um Michael Jackson leyfð Dómstóll í Bandaríkjunum hefur leyft sölu á varningi til minningar um poppgoðsögnina Michael Jackson. Föt, leikföng og í raun allt á milli himins og jarðar er á leiðinni í framleiðslu. Lífið 24.8.2009 04:00
Framleiddi plötu í tilefni stórafmælis foreldra sinna „Ég er búin að fylgjast með Sigríði Thorlacius í nokkur ár og langaði að gera eitthvað skemmtilegt með henni,“ segir Ragnhildur Zoega, verkefnastjóri Alþjóðaskrifstofu háskólastigsins. Lífið 24.8.2009 03:30
Félagar fengu hæstu einkunn Félagarnir Einir Guðlaugsson og Örn Ingólfsson útskrifuðust með hæstu einkunn, eða 12, úr meistaranámi sínu í verkfræði við Tækniháskólann í Danmörku. „Maður er alveg í skýjunum og er í rauninni ekki alveg búinn að fatta að maður sé búinn með þetta,“ segir Einir. „Þetta kom skemmtilega á óvart en við vorum búnir að vinna að hart að þessu verkefni og stefndum á þetta.“ Lífið 24.8.2009 03:00
Oasis hætti við tónleika vegna hálsbólgu Breska hljómsveitin Oasis neyddist til þess að hætta við fyrirhugaða tónleika sína á tónlistarhátíðinni V festival eftir að söngvari sveitarinnar, Liam Gallagher, fékk hálsbólgu og missti röddina. Lífið 23.8.2009 18:04
Greftrun Jacksons enn frestað Greftrun poppgoðsins Michael Jackson hefur enn verið frestað um fimm daga. Samkvæmt lögfræðingi móður Jacksons var ágreiningur innan fjölskyldunnar um dagsetninguna, þar eð einhverjir vildu að goðið yrði jarðsett á afmælisdegi sínum 29. ágúst eins og til stóð, en aðrir hafi verið því mótfallnir. Lífið 23.8.2009 15:46
Calvin Harris eyddi Tinchy Stryder út af Twitter Breski raftónlistarmaðurinn Calvin Harris eyddi samlanda sínum, rapparanum Tinchy Stryder, út af Twitter vinalistanum sínum, því hann skildi varla upp né niður í skilaboðunum rapparans. Lífið 23.8.2009 13:05
Borgarstjóri á ferð og flugi á fjölmennri Menningarnótt „Dagurinn er búinn að vera mjög góður og hátíðin gengur vel fyrir sig. Þetta er fjölbreytt menningarnótt og mikið að gerast," segir Hanna Birna Kristjánsdóttir, borgarstjóri Reykjavíkur. Lífið 22.8.2009 17:12
Innrás Indverja rétt að byrja „Þetta er bara byrjunin. Ísland hefur verið að vaxa í áliti hjá Indverjum og þeim á eftir að fjölga mikið sem koma hingað til lands," segir veitingakonan Chandrika Gunnarsson hjá Austur-Indíafélaginu við Hverfisgötu. Sífellt færist í vöxt að tökulið frá Indlandi taki upp tónlistarmyndbönd fyrir kvikmyndir sínar hér á landi. Fréttablaðið hefur greint frá tveimur; annars vegar kvikmyndagerðarfólki frá Kollywood og svo frá Tollywood en bæði þessi nöfn draga heiti sín af þeim hluta Indlands eða tungu þar sem framleiðslan fer fram. Chandrika og hennar fólk hefur séð um að indversku gestirnir hafi fengið mat við sitt hæfi. Lífið 22.8.2009 11:00
Ósætti um íslenska tískuviku Mikil umræða hefur skapast í kringum viðburðinn Iceland Fashion Week og eru Gunnar Hilmarsson, formaður Fatahönnunarfélags Íslands, og Steinunn Sigurðardóttir, fatahönnuður, í hópi þeirra hönnuða sem eru óánægðir með viðburðinn. Lífið 22.8.2009 10:30
Ragnheiði Clausen aftur hent út af Facebook „Ég veit ekki hvort það sé Facebook-liðið eða eitthvað fólk sem vill mig burt. Ég hef engar skýringar á þessu og er eiginlega bara þreytt og pirruð. Ég sem hélt að þetta ætti að vera eitthvað gaman,“ segir Ragnheiður Elín Clausen, fyrrum sjónvarpsþula. Henni hefur nú verið hent, aftur, útaf Facebook-vinasamfélaginu án skýringa. Lífið 22.8.2009 09:45
Vann þúsund bjórdósir á Hellu Kristján Jónsson sigraði í Bjórreið á Hellu um síðustu helgi. „Það eru níu hundruð eftir, það má alveg brúka það, halda gott partí eða eitthvað,“ segir Kristján Jónsson knapi, en hann sigraði í svokallaðri bjórreið sem haldin var á Hellu um síðustu helgi í tengslum við Töðugjöld. Í sigurlaun voru hundrað kassar af Egils Gulli sem gerir um þúsund bjóra, reyndar litlar dósir, en engu að síður töluvert magn af bjór. Lífið 22.8.2009 07:15
Laxdæla Lárusar fær nýtt nafn Tökum á kvikmyndinni Laxdælu Lárusar lauk í vikunni. Fyrsta verk leikstjórans var að ákveða að breyta nafni myndarinnar. Lífið 22.8.2009 07:00
Órafmögnuð Lay Low í Flatey Nýr tvöfaldur diskur með tónlistarkonunni Lay Low kemur að öllum líkindum út hérlendis fyrir jólin og erlendis eftir áramót. Lífið 22.8.2009 06:45
Orrustubjarki stígur á svið Tónlistarmaðurinn Orrustubjarki spilar með vini sínum Krumma og trommaranum Frosta Gringó í portinu hjá skemmtistaðnum Kultura í dag. „Við erum að spila í fyrsta sinn saman og ég er mjög spenntur,“ segir Orrustubjarki, eða Bjarki Markússon. „Við vorum að prufa eina æfingu í gær [fimmtudag] og það kom mjög vel út.“ Þeir félagar ætla að bjóða upp á tilraunakennt sýrurokk og hefja þeir leik klukkan 15. Lífið 22.8.2009 06:30
Sirkus sýnd Stuttmynd um hinn fornfræga skemmtistað Sirkus verður sýnd í kvöld á sérstöku útitjaldi á palli skemmtistaðarins Boston við Laugaveg 28b. Stuttmyndin, sem ber einfaldlega heitið Sirkus, er klippt af Þorgeiri Guðmundssyni, kvikmyndagerðarmanni, og var frumsýnd á Skjaldborg fyrr í ár. Sýningar hefjast klukkan 23.00 og verður myndin sýnd nokkrum sinnum yfir kvöldið. Þeir sem stunduðu Sirkus eru hvattir til að kíkja á Boston og endurupplifa hina einstöku stemningu sem ríkti á staðnum. Lífið 22.8.2009 06:15
Ljósmyndir úr geimnum Ljósmyndasýningin From Earth to the Universe hefst í dag fyrir framan Hallgrímskirkju. Ljósmyndirnar, sem floti geimsjónauka og stjörnusjónauka á jörðu niðri hefur tekið, sýna vel hvernig niðurstöður stjarnvísinda geta á stundum líkst listaverkum. Lífið 22.8.2009 06:00
Tónleikastríð á Menningarnótt „Margir hafa verið að velta fyrir sér hvort við ættum ekki að vera að „presentera“ Rásar 2 tónleikana og þeir okkar, en Bylgjan hefur verið að þróast mikið og er ekki eins fyrirsjáanleg og fólk myndi halda,“ segir Jóhann Örn Ólafsson, kynningarstjóri Bylgjunnar, um tónleika útvarpsstöðvarinnar á Ingólfstorgi á Menningarnótt. Lífið 22.8.2009 06:00
Lokaverk úr tveimur listaháskólum „Einhvers konar upphaf er ekki endilega með þeim fyrirsjáanlega endi sem þú hélst í byrjun,“ segir Katrín Dagmar Beck, danshöfundur og dansari, um ný sviðslistaverk hennar, Móðurmál og Föðurland. Verkin voru lokaverkefni hennar, en Katrín útskrifaðist í vor úr Listaháskólanum og Salzburg Experimental Academy of Dance. Lífið 22.8.2009 05:00
Smáskífa frá Sometime Hljómsveitin Sometime hefur gefið út aðra smáskífu sína af plötu sinni Supercali-fragilisticexpialidocious. Smáskífan nefnist Heart of Spades og kemur út á netinu og á kassettu í fimmtíu númeruðum eintökum. Með kassettunni fylgir frítt niðurhal af henni á síðunni Tónlist.is. Á smáskífunni eru fimm endurhljóðblandanir eftir Steed Lord, SvenBit, Introbeats, Oculus og Trulz & Kjex. Kassettan fæst einungis í tískuverslununum KVK og KronKron. Einnig er hægt að kaupa lögin á tonlist.is, grapewire.net og fleiri síðum. Sometime fagnar útgáfunni í kvöld klukkan 20.20 í versluninni KVK, Laugavegi 58a.-fb Lífið 22.8.2009 04:45
Nepalskar konur halda árlega hátíð „Það er mikill heiður fyrir mig að fá að matreiða fyrir konurnar þetta kvöld,“ segir Deepak Panday á veitingastaðnum Kitchen á Laugavegi. Þar munu um þrjátíu nepalskar konur koma saman í kvöld og halda upp á hina árlegu nepölsku Teej-hindúahátíð sem er tileinkuð eiginmönnum þeirra. Lífið 22.8.2009 04:15
Grínistar fá tækifæri Spjallþáttastjórnandinn Jay Leno hlakkar til að koma ungum grínistum á framfæri í nýja þættinum sínum sem hefst á sjónvarpsstöðinni NBC 14. september. „Ég vona að fólkið verði frægt og verði boðið að koma fram í öðrum sjónvarpsþáttum,“ sagði Leno, sem hóf feril sinn sem uppistandari. Lífið 22.8.2009 03:30
Hringurinn fékk Jackson-söfnunarfé „Svona hefði Jackson sjálfur eflaust viljað gera þetta,“ segir Páll Óskar Hjálmtýsson, sem afhenti Barnaspítala Hringsins eina og hálfa milljón á fimmtudag. Peningagjöfin var ágóði miðasölu af minningarkvöldi um Jackson á Nasa sem haldið var 11. júlí síðastliðinn, þar sem ein milljón króna safnaðist, en Byr sparisjóður bætti um betur og lagði fram hálfa milljón til viðbótar. Lífið 22.8.2009 03:15
Fær vonandi Kurt Russell kött Hugleikur Dagsson kynnir nýja bók, Eineygði kötturinn kisi og og ástandið: seinni hluti – Flóttinn frá Reykjavík, á Menningarnótt, annars vegar í Eymundsson, Austurstræti, þar sem gestir geta komið og myndað kött sinn með Hugleiki, og hins vegar á Bakkusi. Lífið 22.8.2009 03:00