Lífið

Orrustubjarki stígur á svið

Orrustubjarki spilar með vini sínum Krumma í fyrsta sinn í dag.fréttablaðið/valli
Orrustubjarki spilar með vini sínum Krumma í fyrsta sinn í dag.fréttablaðið/valli

Tónlistarmaðurinn Orrustubjarki spilar með vini sínum Krumma og trommaranum Frosta Gringó í portinu hjá skemmtistaðnum Kultura í dag.

„Við erum að spila í fyrsta sinn saman og ég er mjög spenntur,“ segir Orrustubjarki, eða Bjarki Markússon. „Við vorum að prufa eina æfingu í gær [fimmtudag] og það kom mjög vel út.“ Þeir félagar ætla að bjóða upp á tilraunakennt sýrurokk og hefja þeir leik klukkan 15.

Bjarki hefur verið lengi í tónlist og byrjaði að taka upp árið 1995. Hann hefur gefið út eina plötu með Pétri og Úlfunum en fyrsta sólóplata hans er væntanleg í haust. Útilokar hann ekki að Krummi verði þar í gestahlutverki.

Nafnið Orrustubjarki er óvenjulegt og Bjarki hefur góða skýringu á því: „Það var víkingur í gamla daga sem slátraði manni og öðrum og mér fannst það hæfa mér því kalla sjálfan mig „artist/criminal“,“ segir hann án þess að blikna.

Fjöldi annarra hljómsveita spilar í portinu í dag, þar á meðal Rafgashaus, Skorpulifur, Anonymous, Tonik, The Way Down og Biogen. - fb






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.