Lífið

Stefán æfir Grinch með Christopher Lloyd

Stefán Karl Stefánsson mun endurtaka hlutverk Trölla í söngleiknum um hvernig þessi höfuðpersóna Dr. Seuss stal jólunum. Stefán mun hins vegar leika hlutverkið á móti öðrum leikara, engum öðrum en gamla brýninu Christopher Lloyd.

Lífið

Veitt mikil athygli að utan

Tónlistarmanninum Einari Tönsberg, betur þekktur sem Eberg, hefur verið boðinn samningur hjá útgáfu- og umboðsfyrirtækinu Kobalt Music Publishing, en fyrirtækið hefur tónlistarmenn á borð við Kelly Clarkson, Busta Rhymes og Moby á sínum snærum.

Lífið

Umhverfisvænir fatahönnuðir

„Með þessu verkefni viljum við gera fólk og hönnuði meðvitaðra um umhverfismál og umhverfisvæna framleiðslu á fatnaði. Fataiðnaðurinn er langt frá því að vera umhverfisvænn auk þess sem fólk er látið vinna við ómannúðlegar aðstæður í fataverksmiðjum víða um heim.

Lífið

Vesturport á leið til Kólumbíu

Leikhópurinn Vesturport verður með opnunarsýningu einnar stærstu leiklistahátíðar heims, Festival Iberoamericano, sem hefst í Kólumbíu í mars á næsta ári. Hamskiptin eftir Franz Kafka urðu fyrir valinu en tuttugu manna hópur frá Íslandi mun fara til Bógóta og taka þátt í uppfærslunni.

Lífið

Sprengjuhöllin til Kanada

Sprengjuhöllin er á tónleikatúr í Kanada. Sprengjuhöllin? Var hún ekki hætt og Snorri Helgason kominn út í sólóferil?

Lífið

Skrímsli fóru á toppinn

Ævintýramyndin Where The Wild Things Are fór beint á toppinn á lista yfir aðsóknarmestu myndirnar vestanhafs um síðustu helgi.

Lífið

Njósnað um FM Belfast á Nasa

„Hann er örugglega með númerið mitt," segir Árni Plúseinn úr hljómsveitinni FM Belfast. David Levy, útsendari frá hinu virta umboðs- og afþreyingarfyrirtæki William Morris Endeavor, var staddur á Nasa á laugardagskvöldið þar sem hann njósnaði um FM Belfast á Iceland Airwaves-hátíðinni.

Lífið

Travolta flýgur á brott

Dans- og spennumyndahetjan John Travolta var nú rétt fyrir sjö í kvöld að gera sig kláran til að fljúga af landi brott, eftir tæpa sólarhringsdvöl á Íslandi.

Lífið

Stjörnupar opnar búð - myndir

Á meðfylgjandi myndum má sjá Ingibjörgu Þovaldsdóttur athafnakonu, oft kennd við Habitat, og eiginmann hennar, Jón Arnar, en þau opnuðu um helgina barna og kvenfataverslun í Smáralind sem ber heitið „3 Smárar". „Innréttingar í búðinni keyptum við notaðar og gerðum upp," sagði Ingibjörg á milli þess sem hún sinnti fjölda viðsktipavina.Skoða má myndir sem teknar voru við opnun verslunarinnar.

Lífið

Gleðin náði hámarki

Fjölbreytt tónlistaratriði og glaðir tónleikagestir einkenndu Iceland Airwaves-hátíðina á laugardagskvöldið. Trausti Júlíusson flakkaði á milli staða og fylgdist með.

Lífið

Tom Waits á tónleikum

Ný tvöföld tónleikaplata Tom Waits, Glitter and Doom, kemur út 24. nóvember. Platan var tekin upp á samnefndri tónleikaferð Waits sem hann fór í á síðasta ári og heppnaðist mjög vel. Á fyrri disknum eru lög af tíu tónleikum kappans en á þeim síðari er eitt langt lag sem heitir Tom Tales þar sem hann lætur móðan mása eins og honum einum er lagið. Á heimasíðu Waits er hægt að fá átta lög af plötunni ókeypis til niðurhals. Þrjú ár eru liðin síðan síðasta plata Waits kom út, Orphans: Brawlers, Bawlers & Bastards.

Lífið

Íslenska sveitin stal senunni

Gestir á Iceland Airwaves voru engan veginn búnir að fá nóg af tónlist á föstudagskvöldið. Anna Margrét Björnsson flakkaði á milli staða.

Lífið

Glæsilegustu Frostrósirnar til þessa

Hinir vinsælu jólatónleikar Frostrósa verða haldnir í desember áttunda árið í röð. Samúel Kristjánsson, forsvarsmaður tónleikanna, segir að hvergi verði dregið úr glæsileikanum í ár. „Við stefnum að því að halda veglegustu tónleikana til þessa. Við erum að gera nýja sviðsmynd og þetta verður með miklum glæsibrag. Helstu lögin verða með en kannski verður meira af þekktari jólalögum en áður. Þetta verður enn þá meira fyrir alla," segir hann.

Lífið

Verður með marga fermetra af köngulóarvef

„Við erum komin með marga fermetra af köngulóarvef og fullt af alls konar litlum græjum og skrautmunum. Við ætlum að gera okkar allra besta í að breyta Nasa í draugahús – eða draugakastala réttara sagt,“ segir poppkóngurinn Páll Óskar Hjálmtýsson.

Lífið

Samdi fyrst – lærði svo að spila á gítar

„Ég byrjaði að semja áður en ég lærði á gítarinn. Það gerir sig alltaf betur hjá tónlistarmönnum. Svo verða þeir færir og þá koma leiðinleg lög. Þetta er stórhættulegt,“ segir grínistinn Þorsteinn Guðmundsson.

Lífið

Geimfari verður skipstjóri

„Mig hefur langað til að sigla skútum og svona frá því að ég var krakki en ég hef aldrei þorað því,“ segir hönnunarneminn Karl Ingi Karlsson.

Lífið

Sumarkuldinn á Íslandi fór illa í indverska stórleikkonu

Eins og Fréttablaðið greindi skilmerkilega frá fyrr á þessu ári komu nokkur tökulið frá Indlandi hingað í þeim erindagjörðum að taka upp atriði fyrir kvikmyndir sínar. Þótt indversk kvikmyndagerð hafi ekki átt upp á pallborðið hér á landi eru íbúar þessa fjölmennasta lýðræðisríkis heims miklir kvikmynda­áhugamenn og kvikmyndastjörnurnar þar engu minni fréttamatur en leikararnir í Hollywood.

Lífið

Enn bætist í hóp MORFÍS dómara á þriðjudag

Dómaranámskeið ræðukeppninnar MORFÍS fer fram á þriðjudaginn næstkomandi klukkan 18 í Rauða sal Verzlunarskólans. Námskeiðið er öllum opið, en að námskeiðinu loknu verður nemendum veitt dómararéttindi og þeir færðir inn á dómaralista MORFÍS. Það merkir að þeir séu hæfir til að dæma í ræðukeppninni.

Lífið

Loftbelgjahjón kærð fyrir vanrækslu á barninu sínu

Lögreglustjórinn Jim Alderden í Larimer sýslu, Colarado í Bandaríkjunum tilkynnti í dag að Rihard Heeneog kona hans, Mayumi Heene yrðu kærð vegna gabbs. Þau lugu að fjölmiðlum og lögreglu að barnið þeirra sæti fast í stjórnlausum loftbelg sem sveif yfir sýslunni í síðustu viku. Drengurinn, Falcon, sagðist hafa falið sig í bílskúrnum þar sem hann sofnaði.

Lífið

Loftbelgsstrákurinn kjaftaði af sér

Mikill styr hefur verið um Heene fjölskylduna í Bandaríkjunum eftir að fréttir bárust af því að sonur þeirra, Falcon, hefði setið fastur í stjórnlausum loftbelg.

Lífið

Sellófon í útflutningi

Sellófon í útflutningi Einleikur Bjarkar Jakobs­dóttur um húsmóðurina sem vefur sig sellófaninu heima til að ná af sér aukakílóunum er enn á ferð um heiminn: í síðustu viku var hann frumsýndur á Maxim-leikhúsinu í Stokkhólmi, þar á undan setti Ágústa Skúladóttir hann upp í Úkraínu. Verkið hefur nú verið sett upp þrisvar í Svíþjóð og þrisvar á Finnlandi. Tvær aðrar frumsýningar verða á verkinu í vetur en síðar tilkynnt hvar þær verða.

Lífið

Bandarískur samningur

Íslensku dauðarokkararnir í Beneath hafa gert samning við plötufyrirtækið Mordbrann Musikk í Kaliforníu. Samningurinn kveður á um útgáfu á fyrstu þröngskífu sveitarinnar, sem nefnist Hollow Empty Void.

Lífið

Ný prinsessa glæpasagnanna

„Yrsa er kölluð drottning íslensku glæpasögunnar. Ég vona að ég geti orðið prinsessan,“ segir Lilja Sigurðardóttir, sem gefur út sína fyrstu glæpasögu á næstunni. Hún nefnist Spor og er eina íslenska glæpasagan sem Bjartur gefur út fyrir þessi jól.

Lífið

Þakkar Ash­ton fyrir

Mad Men-leikkonan January Jones var kærasta leikarans Ashtons Kutcher á árunum 1998 til 2001. Hún var þá fyrrverandi fyrirsæta sem hafði ákveðið að reyna fyrir sér sem leikkona.

Lífið

Matargúru ósátt við eldamennsku sjónvarpskokks

Nanna Rögnvaldardóttir gagnrýnir aðferðir Jóhönnu Vigdísar Hjaltadóttur við eldun spaghettís í síðasta matreiðsluþætti hennar. Sjónvarpskokkurinn fagnar umræðunni. „Ég var ekkert hífandi brjáluð, síst af öllu út í Jóhönnu sem er

Lífið

Austmenn í Íslenskri grafík

Hinn 10. þessa mánaðar var opnuð sýning á verkum tveggja myndlistar­manna í sal Íslenskrar grafíkur í Hafnarhúsinu – Miðbakkamegin. Þeir koma báðir að austan í tvennum skilningi.

Lífið

Tengjast virtum blússamtökum

Blúshátíð Reykjavíkur er orðin meðlimur í hinum virtu bandarísku samtökum The Blues Foundation sem standa á hverju ári fyrir alþjóðlegri hljómsveitakeppni. Til stendur að halda blúskeppni hér á landi og senda sigurvegaranna á blúshátíð sem samtökin halda í janúar á hverju ári í Memphis.

Lífið