Lífið

Geimfari verður skipstjóri

Karl tók upp á ýmsu með hljómsveitinni Dáðadrengjum, en stefnir nú að því að verða virðulegur skipstjóri.
Karl tók upp á ýmsu með hljómsveitinni Dáðadrengjum, en stefnir nú að því að verða virðulegur skipstjóri.

„Mig hefur langað til að sigla skútum og svona frá því að ég var krakki en ég hef aldrei þorað því,“ segir hönnunarneminn Karl Ingi Karlsson.

Karl var kallaður Kalli geimfari þegar hann var í hljómsveitinni Dáðadrengjum, sem naut mikilla vinsælda þegar hún starfaði. Nú getur hann tekið upp nýtt viðurnefni þar sem hann hefur lokið bóklegum hluta skemmtibátaprófs, sem er eins konar litli bróðir pungaprófsins. Geimfarinn verður því brátt skipstjóri.

„Ég ætla að sigla út um allt, ég held að það sé eina vitið,“ segir Karl, sem ætlar að ljúka verklega hluta prófsins í vor. Hann er á síðasta ári í grafískri hönnun í Listaháskóla Íslands og segist ætla að gefa sjálfum sér skemmtibátaprófið í verðlaun þegar námið klárast.

Spurður hvort hann ætli að kaupa sér bát segir hann að það hljóti að koma að því. „Eða smíða bát. Er það ekki rómantískara?“

En hvaðan kom innblásturinn til að gerast sonur hafsins?

„Ég held að það hafi verið frá Tinnabókum og Lego-sjóræningjaskipum.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.