Matargúru ósátt við eldamennsku sjónvarpskokks 17. október 2009 06:00 Brotið eða óbrotið, það er spurningin Nanna Rögnvaldsdóttir heldur því fram á bloggsíðu sinni að það sé ekki náttúrlegt að brjóta spagettí áður en það er soðið. Jóhanna Vígdís segir krökkunum sínum ganga betur að borða það ef það er brotið í tvennt. Þær eru ekki sammála um hvernig eigi að sjóða þenna vinsæla, ítalska mat. Nanna Rögnvaldardóttir gagnrýnir aðferðir Jóhönnu Vigdísar Hjaltadóttur við eldun spaghettís í síðasta matreiðsluþætti hennar. Sjónvarpskokkurinn fagnar umræðunni. „Ég var ekkert hífandi brjáluð, síst af öllu út í Jóhönnu sem er ákaflega skemmtileg kona og ég er mjög hrifin því sem hún hefur gert,“ segir Nanna í samtali við Fréttablaðið en hún setti gagnrýni sína fram á bloggi sínu. Matargúrúrið Nanna, sem sjálf hefur gefið út fjölda matreiðslubóka. bætir því við að fólk hafi skipst í tvö horn í athugasemdakerfi hennar, sumir hafi verið ákaflega hrifnir af því sem Jóhanna bauð upp á, aðrir ekki. Nanna gerir mestar athugasemdar við hvernig Jóhanna sauð spagettíið. Og að hún skyldi brjóta spagettíið, slíkt brjóti nánast í bága við eðli þess. „Því það er bara ekki náttúrulegt að brjóta spaghettí í tvennt. Sem sannast á því að ef maður tekur spaghettílengju, heldur um endana og beygir þar til hún brotnar, þá brotnar hún nánast aldrei í tvennt,“ útskýrir Nanna á bloggi sínu. Og svo er það hvernig Jóhanna sauð spagettíið. „Maður notar stóran pott með miklu vatni sem á að vera bullsjóðandi þegar pastað er sett út í. Ég endurtek: Bullsjóðandi,“ skrifar Nanna og skilur lítið í þeirri pælingu að kæla spagettíið líkt og Jóhanna gerði í þættinum. Jóhanna Vigdís er ánægð með að fólk skuli ræða sín á milli hvernig eigi að sjóða spagettí. Sú umræða sé í það minnsta skemmtileg. „Ég segi auðvitað bara frá því sem ég geri og hvað hefur gengið best hjá mér í gegnum tíðina,“ Jóhanna skilur að Nanna skuli ekki vera sátt við brotna spagettíið. „Það eru margir sem vilja alls ekki gera það en krökkunum mínum hefur gengið best með spagettíið þannig þótt auðvitað hafi ég líka soðið það án þess að brjóta það.“ Sjónvarpskonan bætir því við að upphaflega hugmyndin með þáttunum hafi verið sú að gefa fólki hugmyndir og tækifæri til að prófa eitthvað nýtt. „Maður á ekki endilega að segja að eitt sé rétt og annað rangt. Fólk á að skiptast á skoðunum og ég hef fengið mikið af viðbrögðum. Það var til að mynda ungur strákur sem hafði samband og spurði hvað hann ætti að fá sér í morgunmat.“ Jóhanna segir það hafa komið sér á óvart hversu mikill áhuginn er á matreiðsluþættinum. „Ég hef skrifað um mat í yfir tuttugu ár og hef alltaf sagt að maður á aldrei að loka á eitt eða neitt. Það geta allir tjáð sig um mat og það hafa langflestir gaman af því að borða.“ freyrgigja@frettabladid.is Mest lesið Heillaði að læra hefðirnar í Húsó Lífið KK og Sinfó: Clint Eastwood mætti í Eldborg Gagnrýni Brad Pitt tjáir sig í fyrsta skipti um skilnaðinn Lífið Hefur lést um níu kíló eftir hjartaáfallið: „Maður vaknar svolítið við þetta“ Lífið „Þetta tekur svo svakalega á sálartetrið“ Lífið Steldu senunni í veislu sumarsins Lífið Sjarmerandi miðbæjaríbúð listapars Lífið Dreymir stanslaust kynlíf með öðru fólki en makanum Lífið Kolféll fyrir New York en sér íslenska náttúru í hillingum Lífið Tónlistarbransadrottning selur miðbæjarslotið Lífið Fleiri fréttir Brad Pitt tjáir sig í fyrsta skipti um skilnaðinn „Þetta tekur svo svakalega á sálartetrið“ Sjarmerandi miðbæjaríbúð listapars Heillaði að læra hefðirnar í Húsó Steldu senunni í veislu sumarsins Hefur lést um níu kíló eftir hjartaáfallið: „Maður vaknar svolítið við þetta“ Dreymir stanslaust kynlíf með öðru fólki en makanum Skvísurnar tóku yfir klúbbinn Tónlistarbransadrottning selur miðbæjarslotið Handlagin hjón selja tvær eignir í sögulegu farandshúsi Kjalar ástfanginn í tvö ár Diddú tíu þúsundasti gestur fótboltabullnanna Sú elsta í sögu Ungfrú Ísland glímdi við átröskun og varð minnst 39 kíló Alda Karen keppir í hermiakstri Var ekki að lifa lífinu heldur að þrauka það Eilish sópaði að sér verðlaunum á AMA-hátíðinni Kolféll fyrir New York en sér íslenska náttúru í hillingum Brauðtertu- og ostakökukeppni á Selfossi Sara Björk og Árni kaupa í Urriðaholti Senjórítur og Pálmi Gunnars stálu senunni á Rottweiler Eyjaherrar heiðruðu sjötugan Ásgeir í stjörnufans „Þessi þriggja daga hátíð er algjört konfekt” Þarf ekki stóra íbúð til að gera heimilið fallegt Ásta Kristrún og Valgeir biðla til vina í leit að húsnæði Óttar keypti 320 milljóna króna þakíbúð Segist hafa neyðst til að vera Laufey í beinni útsendingu Stjörnulífið: Fröllur í poka og franska rívíeran Ástir, losti, fíkn og svik – dauði Marilyn Monroe Flytur til Sydney Drake kom fram á tónleikum í 66°Norður Sjá meira
Nanna Rögnvaldardóttir gagnrýnir aðferðir Jóhönnu Vigdísar Hjaltadóttur við eldun spaghettís í síðasta matreiðsluþætti hennar. Sjónvarpskokkurinn fagnar umræðunni. „Ég var ekkert hífandi brjáluð, síst af öllu út í Jóhönnu sem er ákaflega skemmtileg kona og ég er mjög hrifin því sem hún hefur gert,“ segir Nanna í samtali við Fréttablaðið en hún setti gagnrýni sína fram á bloggi sínu. Matargúrúrið Nanna, sem sjálf hefur gefið út fjölda matreiðslubóka. bætir því við að fólk hafi skipst í tvö horn í athugasemdakerfi hennar, sumir hafi verið ákaflega hrifnir af því sem Jóhanna bauð upp á, aðrir ekki. Nanna gerir mestar athugasemdar við hvernig Jóhanna sauð spagettíið. Og að hún skyldi brjóta spagettíið, slíkt brjóti nánast í bága við eðli þess. „Því það er bara ekki náttúrulegt að brjóta spaghettí í tvennt. Sem sannast á því að ef maður tekur spaghettílengju, heldur um endana og beygir þar til hún brotnar, þá brotnar hún nánast aldrei í tvennt,“ útskýrir Nanna á bloggi sínu. Og svo er það hvernig Jóhanna sauð spagettíið. „Maður notar stóran pott með miklu vatni sem á að vera bullsjóðandi þegar pastað er sett út í. Ég endurtek: Bullsjóðandi,“ skrifar Nanna og skilur lítið í þeirri pælingu að kæla spagettíið líkt og Jóhanna gerði í þættinum. Jóhanna Vigdís er ánægð með að fólk skuli ræða sín á milli hvernig eigi að sjóða spagettí. Sú umræða sé í það minnsta skemmtileg. „Ég segi auðvitað bara frá því sem ég geri og hvað hefur gengið best hjá mér í gegnum tíðina,“ Jóhanna skilur að Nanna skuli ekki vera sátt við brotna spagettíið. „Það eru margir sem vilja alls ekki gera það en krökkunum mínum hefur gengið best með spagettíið þannig þótt auðvitað hafi ég líka soðið það án þess að brjóta það.“ Sjónvarpskonan bætir því við að upphaflega hugmyndin með þáttunum hafi verið sú að gefa fólki hugmyndir og tækifæri til að prófa eitthvað nýtt. „Maður á ekki endilega að segja að eitt sé rétt og annað rangt. Fólk á að skiptast á skoðunum og ég hef fengið mikið af viðbrögðum. Það var til að mynda ungur strákur sem hafði samband og spurði hvað hann ætti að fá sér í morgunmat.“ Jóhanna segir það hafa komið sér á óvart hversu mikill áhuginn er á matreiðsluþættinum. „Ég hef skrifað um mat í yfir tuttugu ár og hef alltaf sagt að maður á aldrei að loka á eitt eða neitt. Það geta allir tjáð sig um mat og það hafa langflestir gaman af því að borða.“ freyrgigja@frettabladid.is
Mest lesið Heillaði að læra hefðirnar í Húsó Lífið KK og Sinfó: Clint Eastwood mætti í Eldborg Gagnrýni Brad Pitt tjáir sig í fyrsta skipti um skilnaðinn Lífið Hefur lést um níu kíló eftir hjartaáfallið: „Maður vaknar svolítið við þetta“ Lífið „Þetta tekur svo svakalega á sálartetrið“ Lífið Steldu senunni í veislu sumarsins Lífið Sjarmerandi miðbæjaríbúð listapars Lífið Dreymir stanslaust kynlíf með öðru fólki en makanum Lífið Kolféll fyrir New York en sér íslenska náttúru í hillingum Lífið Tónlistarbransadrottning selur miðbæjarslotið Lífið Fleiri fréttir Brad Pitt tjáir sig í fyrsta skipti um skilnaðinn „Þetta tekur svo svakalega á sálartetrið“ Sjarmerandi miðbæjaríbúð listapars Heillaði að læra hefðirnar í Húsó Steldu senunni í veislu sumarsins Hefur lést um níu kíló eftir hjartaáfallið: „Maður vaknar svolítið við þetta“ Dreymir stanslaust kynlíf með öðru fólki en makanum Skvísurnar tóku yfir klúbbinn Tónlistarbransadrottning selur miðbæjarslotið Handlagin hjón selja tvær eignir í sögulegu farandshúsi Kjalar ástfanginn í tvö ár Diddú tíu þúsundasti gestur fótboltabullnanna Sú elsta í sögu Ungfrú Ísland glímdi við átröskun og varð minnst 39 kíló Alda Karen keppir í hermiakstri Var ekki að lifa lífinu heldur að þrauka það Eilish sópaði að sér verðlaunum á AMA-hátíðinni Kolféll fyrir New York en sér íslenska náttúru í hillingum Brauðtertu- og ostakökukeppni á Selfossi Sara Björk og Árni kaupa í Urriðaholti Senjórítur og Pálmi Gunnars stálu senunni á Rottweiler Eyjaherrar heiðruðu sjötugan Ásgeir í stjörnufans „Þessi þriggja daga hátíð er algjört konfekt” Þarf ekki stóra íbúð til að gera heimilið fallegt Ásta Kristrún og Valgeir biðla til vina í leit að húsnæði Óttar keypti 320 milljóna króna þakíbúð Segist hafa neyðst til að vera Laufey í beinni útsendingu Stjörnulífið: Fröllur í poka og franska rívíeran Ástir, losti, fíkn og svik – dauði Marilyn Monroe Flytur til Sydney Drake kom fram á tónleikum í 66°Norður Sjá meira