Lífið

Tom Waits á tónleikum

Tom Waits Ný tónleikaplata frá Tom Waits er væntanleg 24. nóvember.
Tom Waits Ný tónleikaplata frá Tom Waits er væntanleg 24. nóvember.
Ný tvöföld tónleikaplata Tom Waits, Glitter and Doom, kemur út 24. nóvember. Platan var tekin upp á samnefndri tónleikaferð Waits sem hann fór í á síðasta ári og heppnaðist mjög vel. Á fyrri disknum eru lög af tíu tónleikum kappans en á þeim síðari er eitt langt lag sem heitir Tom Tales þar sem hann lætur móðan mása eins og honum einum er lagið. Á heimasíðu Waits er hægt að fá átta lög af plötunni ókeypis til niðurhals. Þrjú ár eru liðin síðan síðasta plata Waits kom út, Orphans: Brawlers, Bawlers & Bastards.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.