Stefán æfir Grinch með Christopher Lloyd 21. október 2009 04:00 Stefán Karl er í góðum hópi við æfingar á The Grinch eftir Dr. Seuss. Hann og stórleikarinn <B>Christopher Lloyd</B> skipta hlutverkinu á milli sín en sá á að baki 35 ára feril í Hollywood. Auk þeirra tveggja leikur John Larroquette stórt hlutverk í sýningunni en hann er þekktastur fyrir leik sinn í The Practice og Boston Legal. Stefán Karl Stefánsson mun endurtaka hlutverk Trölla í söngleiknum um hvernig þessi höfuðpersóna Dr. Seuss stal jólunum. Stefán mun hins vegar leika hlutverkið á móti öðrum leikara, engum öðrum en gamla brýninu Christopher Lloyd. Lloyd á að baki næstum 35 ára feril í Hollywood en hans fyrsta hlutverk var í Óskarsverðlaunamyndinni One Flew Over the Cuckoo’s Nest árið 1975. Þekktastur er hann þó örugglega fyrir leik sinn í tímaflakksmyndunum Back to the Future þar sem hann fór á kostum í hlutverki Emmet Brown. Annar og ekkert síður þekktur leikari í Hollywood, John Larroquette, leikur einnig í sýningunni en hann leikur Old Max. Stefán segist vera hálfgerð varaskeifa fyrir Lloyd, hann muni hlaupa undir bagga þegar sá gamli þreytist enda Lloyd orðinn 71 árs gamall og sýningin er ekkert lamb að leika sér við, líkamlega. „Það verða svona helmingaskipti hjá okkur,“ segir Stefán og bætir því við að Lloyd flokkist reyndar sem Íslandsvinur og gerði það áður en leiðir þeirra tveggja lágu saman. „Já, hann sagðist hafa komið til Íslands í kringum sjöunda áratuginn og sá einhver íslensk leikverk sem hann hreifst mjög af. Hann hafði líka mikla samúð með okkur vegna efnahagshrunsins,“ segir Stefán og viðurkennir að Lloyd sé ein af gömlu hetjunum hans úr bíómyndunum. „Þetta er mjög skemmtilegt og náttúrlega frábært tækifæri fyrir mig að fá að vinna með honum,“ en samstarf þeirra tveggja er mjög náið á meðan æfingum standa enda þekkir íslenski leikarinn hlutverkið eins og lófann á sér eftir að hafa leikið það í ótalmörgum sýningum í fyrra í San Diego. „Og svo er ég titlaður „assistant dance captain“ en það þýðir að ég hjálpa honum við danssporinn sem eru stiginn í sýningunni.“ Stefán segir Lloyd annars vera fínan karl sem sé ákaflega hlýlegur og vinalegur. Áætlað er að söngleikurinn verði frumsýndur í hinu sögufræga leikhúsi Los Angels-borgar, Pantages Theater, þann 14. nóvember en gert er ráð fyrir að það verði sýnt tólf sinnum í viku. Stefán hefur reyndar staðið í stórræðum að undanförnu því fjölskyldan er nú flutt aftur til Los Angeles eftir að hafa búið í San Diego um nokkurt skeið. „Við höfum reyndar verið að bíða eftir þessu tækifæri, að snúa aftur til L.A. Því þótt San Diego sé alveg ágætis borg þá er miklu meira um að vera hérna,“ segir Stefán. Mest lesið Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru Menning Frægir fundu ástina 2025 Lífið Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Lífið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Menning Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun „Við erum öll dauð hvort sem er“ Lífið Útgefandi Walliams lætur hann róa Lífið Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Menning „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Lífið Fleiri fréttir Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni „Við erum öll dauð hvort sem er“ Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Sjá meira
Stefán Karl Stefánsson mun endurtaka hlutverk Trölla í söngleiknum um hvernig þessi höfuðpersóna Dr. Seuss stal jólunum. Stefán mun hins vegar leika hlutverkið á móti öðrum leikara, engum öðrum en gamla brýninu Christopher Lloyd. Lloyd á að baki næstum 35 ára feril í Hollywood en hans fyrsta hlutverk var í Óskarsverðlaunamyndinni One Flew Over the Cuckoo’s Nest árið 1975. Þekktastur er hann þó örugglega fyrir leik sinn í tímaflakksmyndunum Back to the Future þar sem hann fór á kostum í hlutverki Emmet Brown. Annar og ekkert síður þekktur leikari í Hollywood, John Larroquette, leikur einnig í sýningunni en hann leikur Old Max. Stefán segist vera hálfgerð varaskeifa fyrir Lloyd, hann muni hlaupa undir bagga þegar sá gamli þreytist enda Lloyd orðinn 71 árs gamall og sýningin er ekkert lamb að leika sér við, líkamlega. „Það verða svona helmingaskipti hjá okkur,“ segir Stefán og bætir því við að Lloyd flokkist reyndar sem Íslandsvinur og gerði það áður en leiðir þeirra tveggja lágu saman. „Já, hann sagðist hafa komið til Íslands í kringum sjöunda áratuginn og sá einhver íslensk leikverk sem hann hreifst mjög af. Hann hafði líka mikla samúð með okkur vegna efnahagshrunsins,“ segir Stefán og viðurkennir að Lloyd sé ein af gömlu hetjunum hans úr bíómyndunum. „Þetta er mjög skemmtilegt og náttúrlega frábært tækifæri fyrir mig að fá að vinna með honum,“ en samstarf þeirra tveggja er mjög náið á meðan æfingum standa enda þekkir íslenski leikarinn hlutverkið eins og lófann á sér eftir að hafa leikið það í ótalmörgum sýningum í fyrra í San Diego. „Og svo er ég titlaður „assistant dance captain“ en það þýðir að ég hjálpa honum við danssporinn sem eru stiginn í sýningunni.“ Stefán segir Lloyd annars vera fínan karl sem sé ákaflega hlýlegur og vinalegur. Áætlað er að söngleikurinn verði frumsýndur í hinu sögufræga leikhúsi Los Angels-borgar, Pantages Theater, þann 14. nóvember en gert er ráð fyrir að það verði sýnt tólf sinnum í viku. Stefán hefur reyndar staðið í stórræðum að undanförnu því fjölskyldan er nú flutt aftur til Los Angeles eftir að hafa búið í San Diego um nokkurt skeið. „Við höfum reyndar verið að bíða eftir þessu tækifæri, að snúa aftur til L.A. Því þótt San Diego sé alveg ágætis borg þá er miklu meira um að vera hérna,“ segir Stefán.
Mest lesið Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru Menning Frægir fundu ástina 2025 Lífið Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Lífið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Menning Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun „Við erum öll dauð hvort sem er“ Lífið Útgefandi Walliams lætur hann róa Lífið Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Menning „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Lífið Fleiri fréttir Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni „Við erum öll dauð hvort sem er“ Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Sjá meira