Stefán æfir Grinch með Christopher Lloyd 21. október 2009 04:00 Stefán Karl er í góðum hópi við æfingar á The Grinch eftir Dr. Seuss. Hann og stórleikarinn <B>Christopher Lloyd</B> skipta hlutverkinu á milli sín en sá á að baki 35 ára feril í Hollywood. Auk þeirra tveggja leikur John Larroquette stórt hlutverk í sýningunni en hann er þekktastur fyrir leik sinn í The Practice og Boston Legal. Stefán Karl Stefánsson mun endurtaka hlutverk Trölla í söngleiknum um hvernig þessi höfuðpersóna Dr. Seuss stal jólunum. Stefán mun hins vegar leika hlutverkið á móti öðrum leikara, engum öðrum en gamla brýninu Christopher Lloyd. Lloyd á að baki næstum 35 ára feril í Hollywood en hans fyrsta hlutverk var í Óskarsverðlaunamyndinni One Flew Over the Cuckoo’s Nest árið 1975. Þekktastur er hann þó örugglega fyrir leik sinn í tímaflakksmyndunum Back to the Future þar sem hann fór á kostum í hlutverki Emmet Brown. Annar og ekkert síður þekktur leikari í Hollywood, John Larroquette, leikur einnig í sýningunni en hann leikur Old Max. Stefán segist vera hálfgerð varaskeifa fyrir Lloyd, hann muni hlaupa undir bagga þegar sá gamli þreytist enda Lloyd orðinn 71 árs gamall og sýningin er ekkert lamb að leika sér við, líkamlega. „Það verða svona helmingaskipti hjá okkur,“ segir Stefán og bætir því við að Lloyd flokkist reyndar sem Íslandsvinur og gerði það áður en leiðir þeirra tveggja lágu saman. „Já, hann sagðist hafa komið til Íslands í kringum sjöunda áratuginn og sá einhver íslensk leikverk sem hann hreifst mjög af. Hann hafði líka mikla samúð með okkur vegna efnahagshrunsins,“ segir Stefán og viðurkennir að Lloyd sé ein af gömlu hetjunum hans úr bíómyndunum. „Þetta er mjög skemmtilegt og náttúrlega frábært tækifæri fyrir mig að fá að vinna með honum,“ en samstarf þeirra tveggja er mjög náið á meðan æfingum standa enda þekkir íslenski leikarinn hlutverkið eins og lófann á sér eftir að hafa leikið það í ótalmörgum sýningum í fyrra í San Diego. „Og svo er ég titlaður „assistant dance captain“ en það þýðir að ég hjálpa honum við danssporinn sem eru stiginn í sýningunni.“ Stefán segir Lloyd annars vera fínan karl sem sé ákaflega hlýlegur og vinalegur. Áætlað er að söngleikurinn verði frumsýndur í hinu sögufræga leikhúsi Los Angels-borgar, Pantages Theater, þann 14. nóvember en gert er ráð fyrir að það verði sýnt tólf sinnum í viku. Stefán hefur reyndar staðið í stórræðum að undanförnu því fjölskyldan er nú flutt aftur til Los Angeles eftir að hafa búið í San Diego um nokkurt skeið. „Við höfum reyndar verið að bíða eftir þessu tækifæri, að snúa aftur til L.A. Því þótt San Diego sé alveg ágætis borg þá er miklu meira um að vera hérna,“ segir Stefán. Mest lesið Heillaði að læra hefðirnar í Húsó Lífið KK og Sinfó: Clint Eastwood mætti í Eldborg Gagnrýni Brad Pitt tjáir sig í fyrsta skipti um skilnaðinn Lífið Hefur lést um níu kíló eftir hjartaáfallið: „Maður vaknar svolítið við þetta“ Lífið „Þetta tekur svo svakalega á sálartetrið“ Lífið Steldu senunni í veislu sumarsins Lífið Sjarmerandi miðbæjaríbúð listapars Lífið Dreymir stanslaust kynlíf með öðru fólki en makanum Lífið Kolféll fyrir New York en sér íslenska náttúru í hillingum Lífið Tónlistarbransadrottning selur miðbæjarslotið Lífið Fleiri fréttir Brad Pitt tjáir sig í fyrsta skipti um skilnaðinn „Þetta tekur svo svakalega á sálartetrið“ Sjarmerandi miðbæjaríbúð listapars Heillaði að læra hefðirnar í Húsó Steldu senunni í veislu sumarsins Hefur lést um níu kíló eftir hjartaáfallið: „Maður vaknar svolítið við þetta“ Dreymir stanslaust kynlíf með öðru fólki en makanum Skvísurnar tóku yfir klúbbinn Tónlistarbransadrottning selur miðbæjarslotið Handlagin hjón selja tvær eignir í sögulegu farandshúsi Kjalar ástfanginn í tvö ár Diddú tíu þúsundasti gestur fótboltabullnanna Sú elsta í sögu Ungfrú Ísland glímdi við átröskun og varð minnst 39 kíló Alda Karen keppir í hermiakstri Var ekki að lifa lífinu heldur að þrauka það Eilish sópaði að sér verðlaunum á AMA-hátíðinni Kolféll fyrir New York en sér íslenska náttúru í hillingum Brauðtertu- og ostakökukeppni á Selfossi Sara Björk og Árni kaupa í Urriðaholti Senjórítur og Pálmi Gunnars stálu senunni á Rottweiler Eyjaherrar heiðruðu sjötugan Ásgeir í stjörnufans „Þessi þriggja daga hátíð er algjört konfekt” Þarf ekki stóra íbúð til að gera heimilið fallegt Ásta Kristrún og Valgeir biðla til vina í leit að húsnæði Óttar keypti 320 milljóna króna þakíbúð Segist hafa neyðst til að vera Laufey í beinni útsendingu Stjörnulífið: Fröllur í poka og franska rívíeran Ástir, losti, fíkn og svik – dauði Marilyn Monroe Flytur til Sydney Drake kom fram á tónleikum í 66°Norður Sjá meira
Stefán Karl Stefánsson mun endurtaka hlutverk Trölla í söngleiknum um hvernig þessi höfuðpersóna Dr. Seuss stal jólunum. Stefán mun hins vegar leika hlutverkið á móti öðrum leikara, engum öðrum en gamla brýninu Christopher Lloyd. Lloyd á að baki næstum 35 ára feril í Hollywood en hans fyrsta hlutverk var í Óskarsverðlaunamyndinni One Flew Over the Cuckoo’s Nest árið 1975. Þekktastur er hann þó örugglega fyrir leik sinn í tímaflakksmyndunum Back to the Future þar sem hann fór á kostum í hlutverki Emmet Brown. Annar og ekkert síður þekktur leikari í Hollywood, John Larroquette, leikur einnig í sýningunni en hann leikur Old Max. Stefán segist vera hálfgerð varaskeifa fyrir Lloyd, hann muni hlaupa undir bagga þegar sá gamli þreytist enda Lloyd orðinn 71 árs gamall og sýningin er ekkert lamb að leika sér við, líkamlega. „Það verða svona helmingaskipti hjá okkur,“ segir Stefán og bætir því við að Lloyd flokkist reyndar sem Íslandsvinur og gerði það áður en leiðir þeirra tveggja lágu saman. „Já, hann sagðist hafa komið til Íslands í kringum sjöunda áratuginn og sá einhver íslensk leikverk sem hann hreifst mjög af. Hann hafði líka mikla samúð með okkur vegna efnahagshrunsins,“ segir Stefán og viðurkennir að Lloyd sé ein af gömlu hetjunum hans úr bíómyndunum. „Þetta er mjög skemmtilegt og náttúrlega frábært tækifæri fyrir mig að fá að vinna með honum,“ en samstarf þeirra tveggja er mjög náið á meðan æfingum standa enda þekkir íslenski leikarinn hlutverkið eins og lófann á sér eftir að hafa leikið það í ótalmörgum sýningum í fyrra í San Diego. „Og svo er ég titlaður „assistant dance captain“ en það þýðir að ég hjálpa honum við danssporinn sem eru stiginn í sýningunni.“ Stefán segir Lloyd annars vera fínan karl sem sé ákaflega hlýlegur og vinalegur. Áætlað er að söngleikurinn verði frumsýndur í hinu sögufræga leikhúsi Los Angels-borgar, Pantages Theater, þann 14. nóvember en gert er ráð fyrir að það verði sýnt tólf sinnum í viku. Stefán hefur reyndar staðið í stórræðum að undanförnu því fjölskyldan er nú flutt aftur til Los Angeles eftir að hafa búið í San Diego um nokkurt skeið. „Við höfum reyndar verið að bíða eftir þessu tækifæri, að snúa aftur til L.A. Því þótt San Diego sé alveg ágætis borg þá er miklu meira um að vera hérna,“ segir Stefán.
Mest lesið Heillaði að læra hefðirnar í Húsó Lífið KK og Sinfó: Clint Eastwood mætti í Eldborg Gagnrýni Brad Pitt tjáir sig í fyrsta skipti um skilnaðinn Lífið Hefur lést um níu kíló eftir hjartaáfallið: „Maður vaknar svolítið við þetta“ Lífið „Þetta tekur svo svakalega á sálartetrið“ Lífið Steldu senunni í veislu sumarsins Lífið Sjarmerandi miðbæjaríbúð listapars Lífið Dreymir stanslaust kynlíf með öðru fólki en makanum Lífið Kolféll fyrir New York en sér íslenska náttúru í hillingum Lífið Tónlistarbransadrottning selur miðbæjarslotið Lífið Fleiri fréttir Brad Pitt tjáir sig í fyrsta skipti um skilnaðinn „Þetta tekur svo svakalega á sálartetrið“ Sjarmerandi miðbæjaríbúð listapars Heillaði að læra hefðirnar í Húsó Steldu senunni í veislu sumarsins Hefur lést um níu kíló eftir hjartaáfallið: „Maður vaknar svolítið við þetta“ Dreymir stanslaust kynlíf með öðru fólki en makanum Skvísurnar tóku yfir klúbbinn Tónlistarbransadrottning selur miðbæjarslotið Handlagin hjón selja tvær eignir í sögulegu farandshúsi Kjalar ástfanginn í tvö ár Diddú tíu þúsundasti gestur fótboltabullnanna Sú elsta í sögu Ungfrú Ísland glímdi við átröskun og varð minnst 39 kíló Alda Karen keppir í hermiakstri Var ekki að lifa lífinu heldur að þrauka það Eilish sópaði að sér verðlaunum á AMA-hátíðinni Kolféll fyrir New York en sér íslenska náttúru í hillingum Brauðtertu- og ostakökukeppni á Selfossi Sara Björk og Árni kaupa í Urriðaholti Senjórítur og Pálmi Gunnars stálu senunni á Rottweiler Eyjaherrar heiðruðu sjötugan Ásgeir í stjörnufans „Þessi þriggja daga hátíð er algjört konfekt” Þarf ekki stóra íbúð til að gera heimilið fallegt Ásta Kristrún og Valgeir biðla til vina í leit að húsnæði Óttar keypti 320 milljóna króna þakíbúð Segist hafa neyðst til að vera Laufey í beinni útsendingu Stjörnulífið: Fröllur í poka og franska rívíeran Ástir, losti, fíkn og svik – dauði Marilyn Monroe Flytur til Sydney Drake kom fram á tónleikum í 66°Norður Sjá meira