Veitt mikil athygli að utan 21. október 2009 03:30 Tónlistarmanninum Einari Tönsberg hefur boðist samningur við útgáfufyrirtækið Kobalt Music Publishing. Fréttablaðið/stefán Tónlistarmanninum Einari Tönsberg, betur þekktur sem Eberg, hefur verið boðinn samningur hjá útgáfu- og umboðsfyrirtækinu Kobalt Music Publishing, en fyrirtækið hefur tónlistarmenn á borð við Kelly Clarkson, Busta Rhymes og Moby á sínum snærum. „Kobalt er búið að bjóða mér höfundarréttarsamning sem þýðir að þeir munu reyna að koma tónlistinni minn áleiðis til annarra, til dæmis fá mig til að semja tónlist fyrir aðra listamenn og fyrir auglýsingar og sjónvarpsþætti. Maður hefur því um meira að velja en er í boði hér heima og þar að auki væru launin betri,“ útskýrir Einar sem er um þessar mundir að fara yfir samninginn. Auk þess að hafa boðist samningur frá Kobalt hefur útgáfufyrirtækið Parlophone sett sig í samband við Einar vegna hljómsveitarinnar Feldberg, en þar syngur Einar ásamt söngkonunni Rósu Birgittu Ísfeld. „Þeir höfðu samband við okkur eftir að hafa heyrt lagið Don‘t be a Stranger og vildu fá að heyra meira efni með okkur. Við erum búin að vera í samskiptum við þá síðan og þeir hafa áhuga á að skoða málin betur.“ Parlophone gefur út tónlist ýmissa þekktra hljómsveita og má þar nefna hljómsveitir á borð við The Verve, Interpol, Lily Allen og Radiohead. Einar hefur þó báðar fætur á jörðinni og segir ekki öruggt að Feldberg landi samning hjá fyrirtækinu þrátt fyrir áhugann. „Maður hefur oft lent í svona áður og það er ekki öruggt að nokkuð verði úr þessu. En þetta er spennandi og öll athygli hjálpar til.“ Fyrsta plata Feldbergs er væntanleg innan skamms og segir Einar að ætlunin sé að halda útgáfutónleika í nóvember. Mest lesið Heillaði að læra hefðirnar í Húsó Lífið KK og Sinfó: Clint Eastwood mætti í Eldborg Gagnrýni Brad Pitt tjáir sig í fyrsta skipti um skilnaðinn Lífið Hefur lést um níu kíló eftir hjartaáfallið: „Maður vaknar svolítið við þetta“ Lífið „Þetta tekur svo svakalega á sálartetrið“ Lífið Steldu senunni í veislu sumarsins Lífið Sjarmerandi miðbæjaríbúð listapars Lífið Dreymir stanslaust kynlíf með öðru fólki en makanum Lífið Kolféll fyrir New York en sér íslenska náttúru í hillingum Lífið Tónlistarbransadrottning selur miðbæjarslotið Lífið Fleiri fréttir Brad Pitt tjáir sig í fyrsta skipti um skilnaðinn „Þetta tekur svo svakalega á sálartetrið“ Sjarmerandi miðbæjaríbúð listapars Heillaði að læra hefðirnar í Húsó Steldu senunni í veislu sumarsins Hefur lést um níu kíló eftir hjartaáfallið: „Maður vaknar svolítið við þetta“ Dreymir stanslaust kynlíf með öðru fólki en makanum Skvísurnar tóku yfir klúbbinn Tónlistarbransadrottning selur miðbæjarslotið Handlagin hjón selja tvær eignir í sögulegu farandshúsi Kjalar ástfanginn í tvö ár Diddú tíu þúsundasti gestur fótboltabullnanna Sú elsta í sögu Ungfrú Ísland glímdi við átröskun og varð minnst 39 kíló Alda Karen keppir í hermiakstri Var ekki að lifa lífinu heldur að þrauka það Eilish sópaði að sér verðlaunum á AMA-hátíðinni Kolféll fyrir New York en sér íslenska náttúru í hillingum Brauðtertu- og ostakökukeppni á Selfossi Sara Björk og Árni kaupa í Urriðaholti Senjórítur og Pálmi Gunnars stálu senunni á Rottweiler Eyjaherrar heiðruðu sjötugan Ásgeir í stjörnufans „Þessi þriggja daga hátíð er algjört konfekt” Þarf ekki stóra íbúð til að gera heimilið fallegt Ásta Kristrún og Valgeir biðla til vina í leit að húsnæði Óttar keypti 320 milljóna króna þakíbúð Segist hafa neyðst til að vera Laufey í beinni útsendingu Stjörnulífið: Fröllur í poka og franska rívíeran Ástir, losti, fíkn og svik – dauði Marilyn Monroe Flytur til Sydney Drake kom fram á tónleikum í 66°Norður Sjá meira
Tónlistarmanninum Einari Tönsberg, betur þekktur sem Eberg, hefur verið boðinn samningur hjá útgáfu- og umboðsfyrirtækinu Kobalt Music Publishing, en fyrirtækið hefur tónlistarmenn á borð við Kelly Clarkson, Busta Rhymes og Moby á sínum snærum. „Kobalt er búið að bjóða mér höfundarréttarsamning sem þýðir að þeir munu reyna að koma tónlistinni minn áleiðis til annarra, til dæmis fá mig til að semja tónlist fyrir aðra listamenn og fyrir auglýsingar og sjónvarpsþætti. Maður hefur því um meira að velja en er í boði hér heima og þar að auki væru launin betri,“ útskýrir Einar sem er um þessar mundir að fara yfir samninginn. Auk þess að hafa boðist samningur frá Kobalt hefur útgáfufyrirtækið Parlophone sett sig í samband við Einar vegna hljómsveitarinnar Feldberg, en þar syngur Einar ásamt söngkonunni Rósu Birgittu Ísfeld. „Þeir höfðu samband við okkur eftir að hafa heyrt lagið Don‘t be a Stranger og vildu fá að heyra meira efni með okkur. Við erum búin að vera í samskiptum við þá síðan og þeir hafa áhuga á að skoða málin betur.“ Parlophone gefur út tónlist ýmissa þekktra hljómsveita og má þar nefna hljómsveitir á borð við The Verve, Interpol, Lily Allen og Radiohead. Einar hefur þó báðar fætur á jörðinni og segir ekki öruggt að Feldberg landi samning hjá fyrirtækinu þrátt fyrir áhugann. „Maður hefur oft lent í svona áður og það er ekki öruggt að nokkuð verði úr þessu. En þetta er spennandi og öll athygli hjálpar til.“ Fyrsta plata Feldbergs er væntanleg innan skamms og segir Einar að ætlunin sé að halda útgáfutónleika í nóvember.
Mest lesið Heillaði að læra hefðirnar í Húsó Lífið KK og Sinfó: Clint Eastwood mætti í Eldborg Gagnrýni Brad Pitt tjáir sig í fyrsta skipti um skilnaðinn Lífið Hefur lést um níu kíló eftir hjartaáfallið: „Maður vaknar svolítið við þetta“ Lífið „Þetta tekur svo svakalega á sálartetrið“ Lífið Steldu senunni í veislu sumarsins Lífið Sjarmerandi miðbæjaríbúð listapars Lífið Dreymir stanslaust kynlíf með öðru fólki en makanum Lífið Kolféll fyrir New York en sér íslenska náttúru í hillingum Lífið Tónlistarbransadrottning selur miðbæjarslotið Lífið Fleiri fréttir Brad Pitt tjáir sig í fyrsta skipti um skilnaðinn „Þetta tekur svo svakalega á sálartetrið“ Sjarmerandi miðbæjaríbúð listapars Heillaði að læra hefðirnar í Húsó Steldu senunni í veislu sumarsins Hefur lést um níu kíló eftir hjartaáfallið: „Maður vaknar svolítið við þetta“ Dreymir stanslaust kynlíf með öðru fólki en makanum Skvísurnar tóku yfir klúbbinn Tónlistarbransadrottning selur miðbæjarslotið Handlagin hjón selja tvær eignir í sögulegu farandshúsi Kjalar ástfanginn í tvö ár Diddú tíu þúsundasti gestur fótboltabullnanna Sú elsta í sögu Ungfrú Ísland glímdi við átröskun og varð minnst 39 kíló Alda Karen keppir í hermiakstri Var ekki að lifa lífinu heldur að þrauka það Eilish sópaði að sér verðlaunum á AMA-hátíðinni Kolféll fyrir New York en sér íslenska náttúru í hillingum Brauðtertu- og ostakökukeppni á Selfossi Sara Björk og Árni kaupa í Urriðaholti Senjórítur og Pálmi Gunnars stálu senunni á Rottweiler Eyjaherrar heiðruðu sjötugan Ásgeir í stjörnufans „Þessi þriggja daga hátíð er algjört konfekt” Þarf ekki stóra íbúð til að gera heimilið fallegt Ásta Kristrún og Valgeir biðla til vina í leit að húsnæði Óttar keypti 320 milljóna króna þakíbúð Segist hafa neyðst til að vera Laufey í beinni útsendingu Stjörnulífið: Fröllur í poka og franska rívíeran Ástir, losti, fíkn og svik – dauði Marilyn Monroe Flytur til Sydney Drake kom fram á tónleikum í 66°Norður Sjá meira