Lífið

Loftbelgsstrákurinn kjaftaði af sér

Mikill styr hefur verið um Heene fjölskylduna í Bandaríkjunum eftir að fréttir bárust af því að sonur þeirra, Falcon, hefði setið fastur í stjórnlausum loftbelg.

Í ljós kom að barnið var alls ekki í belgnum heldur hafði hann falið sig í bílskúr Heene fjölskyldunnar í Colarado.

Málið hefur vakið mikil viðbrögð þar sem fjölskyldufaðirinn er talinn hafa blekkt almenning og lögregluna. Sjálfur hefur hann áður reynt að komast að í veruleikaþáttum en ekki uppskorið árangur erfiðis síns.

Það var svo í viðtali við CNN sem sonurinn Falcon virðist hafa komið upp um fjölskylduna sína. Þar spyr þáttastjórnandinn hvort drengurinn, sem átti að hafa sofnað í bílskúrnum, hafi ekki heyrt köll foreldra sinna.

Hann viðurkenndi að hafa heyrt þau.

Spurður hversvegna hann hafi ekki komið úr felum þegar hann heyrði að foreldrarnir væru að leita hans svaraði drengurinn: „Við gerðum þetta fyrir þáttinn." (e. We did this for the show).

Þá má heyra sérkennilegt hljóð á 43 sekúndu sem líkist prumpi. Hér má sjá upptökuna.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.