Íslenska sveitin stal senunni 19. október 2009 04:00 Stuð á Listasafninu Michachu & the Shapes hélt uppi stuðinu í Listasafni Reykjavíkur.Fréttablaðið/Hörður Sveinsson Gestir á Iceland Airwaves voru engan veginn búnir að fá nóg af tónlist á föstudagskvöldið. Anna Margrét Björnsson flakkaði á milli staða. Þetta árið var lítið um stór bönd á Airwaves sem allir hreinlega „urðu“ að sjá. Það voru engir Kills eða Juliette and the Licks eða CSS fyrri ára heldur nokkur minna „hæpuð“ bönd sem er auðvitað fínt enda á hátíðin einmitt að snúast um að kynna nýja og spennandi hluti. Hljómsveitin The Drums í Hafnarhúsinu er hljómsveit sem hefur þó fengið töluverða kynningu vestanhafs og hefur fengið glimrandi dóma í bandarísku pressunni. Mig langaði að sjá sveitina þar sem ég hafði heyrt að tónlist hennar væri dálítið eins og Ian Curtis ekki þunglyndur heldur hress og í sörfbandi. Hljómsveitarmeðlimir The Drums skoppuðu á svið með tambúrínu og tvær gógópíur en hófust svo handa við að leika tónlist sem minnti óþægilega mikið á Franz Ferdinand. Er það sánd ekki dálítið búið? Reyndar hljómuðu þeir líka eins og þeir hefðu fengið eitt Cure-lag að láni og gert sjö útgáfur af því með einhverju flippuðu ívafi. Söngvari hljómsveitarinnar skók sig á sviðinu með tilheyrandi handahreyfingum, eflaust til að vera alveg eins og Ian heitinn Curtis, tambúrínugaurinn hoppaði um sviðið og allir voru geðveikt hressir á því. Eitthvað við sviðsframkomuna þeirra minnti á strákana í Jakobínurínu fyrir nokkrum árum nema að í þessu tilfelli leit þetta allt út eins og tilgerð. Ég velti fyrir mér hvort undir niðri gæti kannski eitthvað verið spunnið í þá í The Drums ef þeir bara hættu að reyna að vera svona flippaðir og færu meira í áttina að hinum augljósu áhrifavöldum, The Cure og Joy Division. Það var vandræðalega augljóst að bassinn og hljómborðið voru á stífu „playback“. Slíkt er alls ekkert slæmt ef maður vinnur með það á skemmtilegan máta en þarna hljómaði þetta bara eins og það hefði vantað tvo tónlistarmenn upp á svið. Sem sagt ekkert nýtt og spennandi á ferð með The Drums, bara fullt af dóti sem við höfum öll heyrt áður hent saman á pirrandi hátt. Á Nasa stigu Danirnir When Saints go Machine á svið en þeir hafa einnig fengið talsverða umfjöllun. Danir eiga örfá fyrirtaks rokkbönd eins og hið sáluga Dyreförsög og hin yndislegu Raveonettes en aðallega eiga þeir ósköpin öll af einhvers konar hljómsveitum sem spila bara lög eftir aðra. When Saints Go Machine var gott dæmi um þetta og var eins og sambland af Depeche Mode og Duran Duran. Slík blanda af teknóstuði frá níunda áratugnum er dansvæn en skilur lítið eftir sig. Næsta sveit sem ég sá stíga á svið á Nasa var rafsveitin The Field, en þar er á ferð Svíinn Alex Willner með flott teknódrón sem fangaði mann frá byrjun með stigmögnuðum einföldum hrynjanda. Það var mjög skemmtilegt að sjá teknóband með alvöru bassaleikara og trommara sem skaut rokkþáttum inn í tónlistina. Fyrsta lagið þeirra hljómaði næstum eins og einhvers konar „feedback“-brjálæði frá The Jesus and Mary Chain eða My Bloody Valentine sett í teknóbúning. Töff. Íslensku hljómsveitina Sudden Weather Change sá ég í fyrsta sinn spila núna á Airwaves og bar hún höfuð og herðar yfir allt annað sem ég sá þetta kvöldið. Grípandi gítarar, mögnuð sviðsframkoma og einstaklega heiðarlegt „sánd“. Sudden Weather Change er dæmi um hljómsveit sem er ekkert að fela áhrifavalda sína, veit hvaðan hún kemur tónlistarlega séð og kann að vinna með því, ólíkt til dæmis The Drums. Það er skemmtilegt að sjá íslenska hljómsveit sækja beint til bandarískra jaðarrokksveita eins og Sonic Youth, At the Drive In og jafnvel Blonde Redhead. Hún minnti á köflum líka á íslensku póstrokk sveitina Kimono. Sudden Weather Change tekst þó mjög vel að setja sín eigin einkenni á tónlistina og ég ætla beint út í búð eftir helgi til að kaupa mér plötuna þeirra. Mest lesið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Lífið Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Lífið Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Lífið Calvin Harris orðinn faðir Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Lífið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Fleiri fréttir Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Sjá meira
Gestir á Iceland Airwaves voru engan veginn búnir að fá nóg af tónlist á föstudagskvöldið. Anna Margrét Björnsson flakkaði á milli staða. Þetta árið var lítið um stór bönd á Airwaves sem allir hreinlega „urðu“ að sjá. Það voru engir Kills eða Juliette and the Licks eða CSS fyrri ára heldur nokkur minna „hæpuð“ bönd sem er auðvitað fínt enda á hátíðin einmitt að snúast um að kynna nýja og spennandi hluti. Hljómsveitin The Drums í Hafnarhúsinu er hljómsveit sem hefur þó fengið töluverða kynningu vestanhafs og hefur fengið glimrandi dóma í bandarísku pressunni. Mig langaði að sjá sveitina þar sem ég hafði heyrt að tónlist hennar væri dálítið eins og Ian Curtis ekki þunglyndur heldur hress og í sörfbandi. Hljómsveitarmeðlimir The Drums skoppuðu á svið með tambúrínu og tvær gógópíur en hófust svo handa við að leika tónlist sem minnti óþægilega mikið á Franz Ferdinand. Er það sánd ekki dálítið búið? Reyndar hljómuðu þeir líka eins og þeir hefðu fengið eitt Cure-lag að láni og gert sjö útgáfur af því með einhverju flippuðu ívafi. Söngvari hljómsveitarinnar skók sig á sviðinu með tilheyrandi handahreyfingum, eflaust til að vera alveg eins og Ian heitinn Curtis, tambúrínugaurinn hoppaði um sviðið og allir voru geðveikt hressir á því. Eitthvað við sviðsframkomuna þeirra minnti á strákana í Jakobínurínu fyrir nokkrum árum nema að í þessu tilfelli leit þetta allt út eins og tilgerð. Ég velti fyrir mér hvort undir niðri gæti kannski eitthvað verið spunnið í þá í The Drums ef þeir bara hættu að reyna að vera svona flippaðir og færu meira í áttina að hinum augljósu áhrifavöldum, The Cure og Joy Division. Það var vandræðalega augljóst að bassinn og hljómborðið voru á stífu „playback“. Slíkt er alls ekkert slæmt ef maður vinnur með það á skemmtilegan máta en þarna hljómaði þetta bara eins og það hefði vantað tvo tónlistarmenn upp á svið. Sem sagt ekkert nýtt og spennandi á ferð með The Drums, bara fullt af dóti sem við höfum öll heyrt áður hent saman á pirrandi hátt. Á Nasa stigu Danirnir When Saints go Machine á svið en þeir hafa einnig fengið talsverða umfjöllun. Danir eiga örfá fyrirtaks rokkbönd eins og hið sáluga Dyreförsög og hin yndislegu Raveonettes en aðallega eiga þeir ósköpin öll af einhvers konar hljómsveitum sem spila bara lög eftir aðra. When Saints Go Machine var gott dæmi um þetta og var eins og sambland af Depeche Mode og Duran Duran. Slík blanda af teknóstuði frá níunda áratugnum er dansvæn en skilur lítið eftir sig. Næsta sveit sem ég sá stíga á svið á Nasa var rafsveitin The Field, en þar er á ferð Svíinn Alex Willner með flott teknódrón sem fangaði mann frá byrjun með stigmögnuðum einföldum hrynjanda. Það var mjög skemmtilegt að sjá teknóband með alvöru bassaleikara og trommara sem skaut rokkþáttum inn í tónlistina. Fyrsta lagið þeirra hljómaði næstum eins og einhvers konar „feedback“-brjálæði frá The Jesus and Mary Chain eða My Bloody Valentine sett í teknóbúning. Töff. Íslensku hljómsveitina Sudden Weather Change sá ég í fyrsta sinn spila núna á Airwaves og bar hún höfuð og herðar yfir allt annað sem ég sá þetta kvöldið. Grípandi gítarar, mögnuð sviðsframkoma og einstaklega heiðarlegt „sánd“. Sudden Weather Change er dæmi um hljómsveit sem er ekkert að fela áhrifavalda sína, veit hvaðan hún kemur tónlistarlega séð og kann að vinna með því, ólíkt til dæmis The Drums. Það er skemmtilegt að sjá íslenska hljómsveit sækja beint til bandarískra jaðarrokksveita eins og Sonic Youth, At the Drive In og jafnvel Blonde Redhead. Hún minnti á köflum líka á íslensku póstrokk sveitina Kimono. Sudden Weather Change tekst þó mjög vel að setja sín eigin einkenni á tónlistina og ég ætla beint út í búð eftir helgi til að kaupa mér plötuna þeirra.
Mest lesið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Lífið Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Lífið Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Lífið Calvin Harris orðinn faðir Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Lífið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Fleiri fréttir Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Sjá meira