Hrynheitt sunnudagskvöld á Airwaves 20. október 2009 01:00 GusGus Lauk Airwaves þetta árið með stæl. Iceland Airwaves-hátíðinni lauk á sunnudagskvöldið. Trausti Júlíusson stóð vaktina á Nasa. Sunnudagskvöldið hefur smám saman verið að fá meira vægi á dagskrá Iceland Airwaves og í ár var keyrt á fullum krafti á tveimur stöðum, Sódómu og Nasa. Ég ákvað að halda mig alfarið á síðarnefnda staðnum, enda dagskráin þar sérstaklega spennandi. Fyrst á svið var hið unga dúó, Captain Fufanu, sem spilaði dubskotið teknó, lifandi og tilraunasækið. Þeir eru dæmi um aukna grósku í íslenskri raf- og danstónlist, en hún kom mjög sterk inn á Airwaves 2009. Weirdcore, Breakbeat.is og Reyk Veek voru öll með sín sérkvöld, en að auki var raf- og danstónlist áberandi á nokkrum öðrum kvöldum og dagskráin á Nasa á sunnudagskvöldið var hrein danstónlistarveisla. Á eftir Captain Fufanu var röðin komin að DJ Margeiri að spila með fimm manna strengjasveit úr Sinfóníuhljómsveitinni undir stjórn Samma úr Jagúar. Þetta er í fyrsta sinn sem ég upplifi þessa samvinnu plötusnúðs og strengjasveitar og hún kom mjög vel út. Uppistaðan var langt verk með hægum stíganda sem náði góðum tökum á áhorfendunum sem svo gott sem fylltu Nasa á þessum tímapunkti. Manni dettur í hug að það mætti taka þetta dæmi enn lengra með stærri hljómsveit og jafnvel söngrödd. Næstur á svið var Friðfinnur Sigurðsson sem kallar sig Oculus. Hann skilaði ágætu teknósetti sem hann impróviseraði að hluta, en á eftir honum kom þýska sveitin Wareika sem hefur verið að spila með Gus Gus á tónleikaferðinni hennar síðustu vikur. Þeir þremenningar blanda ýmsum óvenjulegum hlutum við danstónlistina, þ.ám. afró-töktum, poppsöng og balkönskum stefjum. Á köflum fínt sett, en virkaði svolítið ómarkvisst. Það voru svo Nasa-kóngarnir í Gus Gus sem kláruðu kvöldið. Þeir spiluðu í rúmlega einn og hálfan tíma og fengu stappfullan salinn til að hoppa, klappa og veifa höndunum eins og það væri enginn morgundagur. Þeir spiluðu mest efni af nýju plötunni 24/7, þ.ám. mjög flotta útgáfu af Add This Song, en líka eldri stykki eins og Ladyshave og partíbombuna Moss. Hljómsveitin er greinilega í mjög góðu formi þessa dagana og Daníel Ágúst naut sín sérstaklega vel á sviðinu. Og þar með lauk Airwaves 2009. Með stæl. Mest lesið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Lífið Kristinn Svavarsson er látinn Tónlist „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Lífið Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni Lífið Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Fleiri fréttir Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Sjá meira
Iceland Airwaves-hátíðinni lauk á sunnudagskvöldið. Trausti Júlíusson stóð vaktina á Nasa. Sunnudagskvöldið hefur smám saman verið að fá meira vægi á dagskrá Iceland Airwaves og í ár var keyrt á fullum krafti á tveimur stöðum, Sódómu og Nasa. Ég ákvað að halda mig alfarið á síðarnefnda staðnum, enda dagskráin þar sérstaklega spennandi. Fyrst á svið var hið unga dúó, Captain Fufanu, sem spilaði dubskotið teknó, lifandi og tilraunasækið. Þeir eru dæmi um aukna grósku í íslenskri raf- og danstónlist, en hún kom mjög sterk inn á Airwaves 2009. Weirdcore, Breakbeat.is og Reyk Veek voru öll með sín sérkvöld, en að auki var raf- og danstónlist áberandi á nokkrum öðrum kvöldum og dagskráin á Nasa á sunnudagskvöldið var hrein danstónlistarveisla. Á eftir Captain Fufanu var röðin komin að DJ Margeiri að spila með fimm manna strengjasveit úr Sinfóníuhljómsveitinni undir stjórn Samma úr Jagúar. Þetta er í fyrsta sinn sem ég upplifi þessa samvinnu plötusnúðs og strengjasveitar og hún kom mjög vel út. Uppistaðan var langt verk með hægum stíganda sem náði góðum tökum á áhorfendunum sem svo gott sem fylltu Nasa á þessum tímapunkti. Manni dettur í hug að það mætti taka þetta dæmi enn lengra með stærri hljómsveit og jafnvel söngrödd. Næstur á svið var Friðfinnur Sigurðsson sem kallar sig Oculus. Hann skilaði ágætu teknósetti sem hann impróviseraði að hluta, en á eftir honum kom þýska sveitin Wareika sem hefur verið að spila með Gus Gus á tónleikaferðinni hennar síðustu vikur. Þeir þremenningar blanda ýmsum óvenjulegum hlutum við danstónlistina, þ.ám. afró-töktum, poppsöng og balkönskum stefjum. Á köflum fínt sett, en virkaði svolítið ómarkvisst. Það voru svo Nasa-kóngarnir í Gus Gus sem kláruðu kvöldið. Þeir spiluðu í rúmlega einn og hálfan tíma og fengu stappfullan salinn til að hoppa, klappa og veifa höndunum eins og það væri enginn morgundagur. Þeir spiluðu mest efni af nýju plötunni 24/7, þ.ám. mjög flotta útgáfu af Add This Song, en líka eldri stykki eins og Ladyshave og partíbombuna Moss. Hljómsveitin er greinilega í mjög góðu formi þessa dagana og Daníel Ágúst naut sín sérstaklega vel á sviðinu. Og þar með lauk Airwaves 2009. Með stæl.
Mest lesið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Lífið Kristinn Svavarsson er látinn Tónlist „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Lífið Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni Lífið Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Fleiri fréttir Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Sjá meira