Gleðin náði hámarki 19. október 2009 04:30 Hápunktur Páll Óskar og Hjaltalín gerðu allt vitlaust á Listasafninu. Fréttablaðið/Hörður Sveinsson Fjölbreytt tónlistaratriði og glaðir tónleikagestir einkenndu Iceland Airwaves-hátíðina á laugardagskvöldið. Trausti Júlíusson flakkaði á milli staða og fylgdist með. Kvöldið hófst í Hafnarhúsinu með Vancouver-sveitinni Brasstronaut. Það voru frekar fáir mættir, en stemningin góð og eftir því sem leið á dagskrána þéttist hópurinn. Brasstronaut er gott dæmi um hljómsveit sem blandar saman ólíkum tónlistarstefnum með góðum árangri. Rokk, soul, djass og smá klassík. Næst var stefnan tekin á Nasa þar sem hljómsveitin Feldberg spilaði efni af væntanlegri plötu. Flott popp, enda Eberg einn af lunknari poppsmiðum Íslands og Rósa frábær söngkona. Eftir nokkur lög tók ég samt stefnuna á Batteríið þar sem Ghostigital var að ofhita hljóðkerfið. Það kemur ekkert í staðinn fyrir Ghostigital og maður verður að fá skammtinn sinn. Mjög flott sett hjá þeim og Einar Örn í miklu stuði – „blindur og heyrnarlaus“. Það var fámennt en góðmennt í Hressótjaldinu þar sem einsmannssveitin Napoleon IIIrd spilaði sitt skemmtilega bjagaða lo-fi andhetjurokk. Gaman að því. Það var fjölmennara í Iðnó þar sem últra yfirvegaður Egill Sæbjörnsson spilaði með hljómsveitinni sinni, sem er Hjálmar að uppistöðu. Þægileg stemning. Eitt af einkennum Airwaves 2009 er mikill fjöldi af hljómsveitum frá Norðurlöndunum. Á Nasa spilaði norska sveitin BC sína drungalegu Joy Division-lituðu raftónlist falin á bak við hálfgagnsætt tjald sem varpað var myndefni á. Flott sviðsmynd, en tónlistina vantaði dýpt. Önnur norsk sveit The Megaphonic Thrift var næst á svið á Batteríinu og þar vantaði ekkert. Drulluþétt hávaðakeyrsla í ætt við Sonic Youth. Eitt af bestu atriðum Airwaves 2009. Í Hafnarhúsinu var svo kominn tími hinnar 23 ára gömlu Anitu Blay sem kallar sin Thekocknbullkid. Hún skilaði sínu vel. Greinilega hæfileikarík tónlistarkona sem gæti vel náð langt. Flott lög og textar og góður söngur. Það kom í hlut ofurstjörnunnar og glamúrkóngsins Páls Óskars og hljómsveitarinnar Hjaltalín að klára kvöldið. Þau spiluðu nær eingöngu nokkur af þekktustu lögum Palla í nýjum útgáfum og stemningin í Hafnarhúsinu var ótrúleg. Þessar útsetningar voru svo sem ekkert mjög tilþrifamiklar, en virkuðu vel og svo var það líka góð tilbreyting eftir að hafa hlustað nær eingöngu á nýjar hljómsveitir flytja lög sem maður hefur aldrei heyrt áður fjögur kvöld í röð að fá eintóma smelli sem maður kann utan að. Þegar Þú komst við hjartað í mér hljómaði söng allur salurinn og gleðin náði hámarki. Fínn endir á flottu kvöldi. Sveitt Retro Stefson og FM Belfast spiluðu fyrir troðfullu húsi á Nasa. Mest lesið Heillaði að læra hefðirnar í Húsó Lífið KK og Sinfó: Clint Eastwood mætti í Eldborg Gagnrýni Brad Pitt tjáir sig í fyrsta skipti um skilnaðinn Lífið Hefur lést um níu kíló eftir hjartaáfallið: „Maður vaknar svolítið við þetta“ Lífið „Þetta tekur svo svakalega á sálartetrið“ Lífið Steldu senunni í veislu sumarsins Lífið Sjarmerandi miðbæjaríbúð listapars Lífið Dreymir stanslaust kynlíf með öðru fólki en makanum Lífið Kolféll fyrir New York en sér íslenska náttúru í hillingum Lífið Tónlistarbransadrottning selur miðbæjarslotið Lífið Fleiri fréttir Brad Pitt tjáir sig í fyrsta skipti um skilnaðinn „Þetta tekur svo svakalega á sálartetrið“ Sjarmerandi miðbæjaríbúð listapars Heillaði að læra hefðirnar í Húsó Steldu senunni í veislu sumarsins Hefur lést um níu kíló eftir hjartaáfallið: „Maður vaknar svolítið við þetta“ Dreymir stanslaust kynlíf með öðru fólki en makanum Skvísurnar tóku yfir klúbbinn Tónlistarbransadrottning selur miðbæjarslotið Handlagin hjón selja tvær eignir í sögulegu farandshúsi Kjalar ástfanginn í tvö ár Diddú tíu þúsundasti gestur fótboltabullnanna Sú elsta í sögu Ungfrú Ísland glímdi við átröskun og varð minnst 39 kíló Alda Karen keppir í hermiakstri Var ekki að lifa lífinu heldur að þrauka það Eilish sópaði að sér verðlaunum á AMA-hátíðinni Kolféll fyrir New York en sér íslenska náttúru í hillingum Brauðtertu- og ostakökukeppni á Selfossi Sara Björk og Árni kaupa í Urriðaholti Senjórítur og Pálmi Gunnars stálu senunni á Rottweiler Eyjaherrar heiðruðu sjötugan Ásgeir í stjörnufans „Þessi þriggja daga hátíð er algjört konfekt” Þarf ekki stóra íbúð til að gera heimilið fallegt Ásta Kristrún og Valgeir biðla til vina í leit að húsnæði Óttar keypti 320 milljóna króna þakíbúð Segist hafa neyðst til að vera Laufey í beinni útsendingu Stjörnulífið: Fröllur í poka og franska rívíeran Ástir, losti, fíkn og svik – dauði Marilyn Monroe Flytur til Sydney Drake kom fram á tónleikum í 66°Norður Sjá meira
Fjölbreytt tónlistaratriði og glaðir tónleikagestir einkenndu Iceland Airwaves-hátíðina á laugardagskvöldið. Trausti Júlíusson flakkaði á milli staða og fylgdist með. Kvöldið hófst í Hafnarhúsinu með Vancouver-sveitinni Brasstronaut. Það voru frekar fáir mættir, en stemningin góð og eftir því sem leið á dagskrána þéttist hópurinn. Brasstronaut er gott dæmi um hljómsveit sem blandar saman ólíkum tónlistarstefnum með góðum árangri. Rokk, soul, djass og smá klassík. Næst var stefnan tekin á Nasa þar sem hljómsveitin Feldberg spilaði efni af væntanlegri plötu. Flott popp, enda Eberg einn af lunknari poppsmiðum Íslands og Rósa frábær söngkona. Eftir nokkur lög tók ég samt stefnuna á Batteríið þar sem Ghostigital var að ofhita hljóðkerfið. Það kemur ekkert í staðinn fyrir Ghostigital og maður verður að fá skammtinn sinn. Mjög flott sett hjá þeim og Einar Örn í miklu stuði – „blindur og heyrnarlaus“. Það var fámennt en góðmennt í Hressótjaldinu þar sem einsmannssveitin Napoleon IIIrd spilaði sitt skemmtilega bjagaða lo-fi andhetjurokk. Gaman að því. Það var fjölmennara í Iðnó þar sem últra yfirvegaður Egill Sæbjörnsson spilaði með hljómsveitinni sinni, sem er Hjálmar að uppistöðu. Þægileg stemning. Eitt af einkennum Airwaves 2009 er mikill fjöldi af hljómsveitum frá Norðurlöndunum. Á Nasa spilaði norska sveitin BC sína drungalegu Joy Division-lituðu raftónlist falin á bak við hálfgagnsætt tjald sem varpað var myndefni á. Flott sviðsmynd, en tónlistina vantaði dýpt. Önnur norsk sveit The Megaphonic Thrift var næst á svið á Batteríinu og þar vantaði ekkert. Drulluþétt hávaðakeyrsla í ætt við Sonic Youth. Eitt af bestu atriðum Airwaves 2009. Í Hafnarhúsinu var svo kominn tími hinnar 23 ára gömlu Anitu Blay sem kallar sin Thekocknbullkid. Hún skilaði sínu vel. Greinilega hæfileikarík tónlistarkona sem gæti vel náð langt. Flott lög og textar og góður söngur. Það kom í hlut ofurstjörnunnar og glamúrkóngsins Páls Óskars og hljómsveitarinnar Hjaltalín að klára kvöldið. Þau spiluðu nær eingöngu nokkur af þekktustu lögum Palla í nýjum útgáfum og stemningin í Hafnarhúsinu var ótrúleg. Þessar útsetningar voru svo sem ekkert mjög tilþrifamiklar, en virkuðu vel og svo var það líka góð tilbreyting eftir að hafa hlustað nær eingöngu á nýjar hljómsveitir flytja lög sem maður hefur aldrei heyrt áður fjögur kvöld í röð að fá eintóma smelli sem maður kann utan að. Þegar Þú komst við hjartað í mér hljómaði söng allur salurinn og gleðin náði hámarki. Fínn endir á flottu kvöldi. Sveitt Retro Stefson og FM Belfast spiluðu fyrir troðfullu húsi á Nasa.
Mest lesið Heillaði að læra hefðirnar í Húsó Lífið KK og Sinfó: Clint Eastwood mætti í Eldborg Gagnrýni Brad Pitt tjáir sig í fyrsta skipti um skilnaðinn Lífið Hefur lést um níu kíló eftir hjartaáfallið: „Maður vaknar svolítið við þetta“ Lífið „Þetta tekur svo svakalega á sálartetrið“ Lífið Steldu senunni í veislu sumarsins Lífið Sjarmerandi miðbæjaríbúð listapars Lífið Dreymir stanslaust kynlíf með öðru fólki en makanum Lífið Kolféll fyrir New York en sér íslenska náttúru í hillingum Lífið Tónlistarbransadrottning selur miðbæjarslotið Lífið Fleiri fréttir Brad Pitt tjáir sig í fyrsta skipti um skilnaðinn „Þetta tekur svo svakalega á sálartetrið“ Sjarmerandi miðbæjaríbúð listapars Heillaði að læra hefðirnar í Húsó Steldu senunni í veislu sumarsins Hefur lést um níu kíló eftir hjartaáfallið: „Maður vaknar svolítið við þetta“ Dreymir stanslaust kynlíf með öðru fólki en makanum Skvísurnar tóku yfir klúbbinn Tónlistarbransadrottning selur miðbæjarslotið Handlagin hjón selja tvær eignir í sögulegu farandshúsi Kjalar ástfanginn í tvö ár Diddú tíu þúsundasti gestur fótboltabullnanna Sú elsta í sögu Ungfrú Ísland glímdi við átröskun og varð minnst 39 kíló Alda Karen keppir í hermiakstri Var ekki að lifa lífinu heldur að þrauka það Eilish sópaði að sér verðlaunum á AMA-hátíðinni Kolféll fyrir New York en sér íslenska náttúru í hillingum Brauðtertu- og ostakökukeppni á Selfossi Sara Björk og Árni kaupa í Urriðaholti Senjórítur og Pálmi Gunnars stálu senunni á Rottweiler Eyjaherrar heiðruðu sjötugan Ásgeir í stjörnufans „Þessi þriggja daga hátíð er algjört konfekt” Þarf ekki stóra íbúð til að gera heimilið fallegt Ásta Kristrún og Valgeir biðla til vina í leit að húsnæði Óttar keypti 320 milljóna króna þakíbúð Segist hafa neyðst til að vera Laufey í beinni útsendingu Stjörnulífið: Fröllur í poka og franska rívíeran Ástir, losti, fíkn og svik – dauði Marilyn Monroe Flytur til Sydney Drake kom fram á tónleikum í 66°Norður Sjá meira