Lífið Rymja aldrei verið eins flott! Rymja, söngkeppni Kvennaskólans í Reykjavík fór fram á föstudaginn síðasta í Íslensku Óperunni. Frábær skemmtun í alla staði og flottasta Rymja í sögu Kvennaskólans er búin að líta dagsins ljós. Lífið 18.2.2010 19:47 Erfiðleikar og hollusta í Íslandi í dag Í sjónvarpsþættinum Ísland í dag, sem hefst strax að loknum fréttum Stöðvar 2 klukkan 18:55, hittum við Rósalind Óskarsdóttur sem greindist með bráðahvítblæði fyrir um átta mánuðum. F Foreldrar hennar standa í þeirri trú að orsök sjúkdómsins hafi verið að finna í húsinu þeirra en þar var rafsegulsviðið áttfalt meira en eðlileg mörk gera ráð fyrir. Þá fáum við að vita allt um stórbrotna íþróttasýningu, þá fyrstu sinnar tegundar hér á landi og Solla og Vala Matt baka ljúffengt hollustubrauð. Lífið 18.2.2010 17:30 Brjóstastækkun í Íslandi í dag - myndband Í Íslandi í dag fylgjumst við með brjóstastækkun á tvítugri stúlku úr stærð A í C. Fræðumst um aðgerðina, þróunina í þessum málum sem og hætturnar sem lýtaaðgerðum fylgja. Fylgist með Íslandi í dag klukkan 18:55 í kvöld strax að loknum fréttum Stöðvar 2. Lífið 17.2.2010 16:30 Konudagurinn: Geðveik sveppasósa og rómantísk stemning „Næsta laugardag?" spyr Jógvan Hansen söngvari þegar Visir spyr hvernig hann ætlar að gleðja kærustuna á konudaginn. „Ég ætlað að gera eitthvað fyrir hana á Sunnudaginn í staðinn. Hún á nefnilega afmæli á sunnudaginn líka. Svo ég ætla að reyna að vera góður við hana," útskýrir hann einlægur. „Ekki það að það er nokkuð erfitt að vera góður við hana. Hún á það skilið." „Ég verð nú að finna handa henni einhverja sæta afmælisgjöf. Ég ætla allavegana að kaupa handa henni blóm og bjóða henni út að borða. Eitthvað gott." „Bæjarins bestu eða kafbát mánaðarins á Subway. Ég er skólanemi veistu!" segir Jogvan hlæjandi og heldur áfram: „Ítalía veitingastaðurinn er svolítið í uppáhaldi hjá okkur. Svo ég held að mig langi að fara þangað með henni. Ég mæli með öllu hjá þeim. Eitt lítið glas púrtvin, ekta ítalska pizzu frá Tíno og svo kjúklingabringurnar með geðveikri sveppasósu og svo bara virkilega rómantisk stemning." „Síðan ætla ég að fara með henni á Hellisbúann. Ég hef heyrt að hann er rosa skemmtilegur," segir Jogvan. -elly@365.is Lífið 17.2.2010 11:00 Gillz lagermaður hjá Ikea - myndband „Hann var lagermaður í þrjú ár hjá Ikea. Hann kunni bara vel við sig þar," segir Hjörvar æskuvinur Gillz í meðfylgjandi myndskeiði. Lífið 17.2.2010 10:30 Bubbi í kvos MA Einn af ástkærustu tónlistarmönnum Íslands hélt óvænta tónleika í Kvos MA nú í morgun nemendum til mikillar ánægju. Þetta er partur af tónlistarferð hans um landið sem gengur undir nafninu Rætur. Lífið 17.2.2010 10:22 Dilana snýr aftur til landsins og syngur í rokkóperu Söngkonan Dilana Robichaux hefur tekið að sér hlutverk í íslenskri rokkóperu. Þetta staðfestir Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson, sem kemur meðal annars að útsetningum verksins. Nafnið er enn þá á huldu, sem og stærsti hluti þeirra sem að þessu dularfulla verkefni koma. Lífið 17.2.2010 07:00 Variety dæmir Draumalandið Heimildarmyndin Draumalandið fær góða dóma hjá bandarísku kvikmyndabiblíunni Variety. Það telst til tíðinda þegar íslenskar kvikmyndir eru gagnrýndar hjá Variety og því eru þetta ánægjuleg tíðindi fyrir framleiðendur myndarinnar. Lífið 17.2.2010 06:00 Kemur sér í gírinn á Cadillac „Ég er bara að koma mér í gírinn,“ segir söngvarinn Friðrik Ómar sem rúntar um höfuðborgarsvæðið þessa dagana á glæsilegri, hvítri Cadillac-bifreið í tilefni af Elvis-tónleikum sínum í Salnum. „Ég verð á honum fram á miðvikudag, þegar síðustu tónleikarnir eru búnir.“ Lífið 17.2.2010 05:00 Jeff Who? auglýsir vodka í Bandaríkjunum „Við getum alveg verið vodkamenn, ef það hittir þannig á,“ segir Elís Pétursson, yfirleitt þekktur sem Elli, bassaleikari hljómsveitarinnar Jeff Who? Hann er þó fljótur að bæta við skýrum skilaboðum: „En við erum reglumenn, maður þarf að kunna að fara með svona hluti.“ Lífið 17.2.2010 04:00 Dauðakippir rappsins? Vopnaðar erjur Móra (Magnúsar Ómarssonar) og Blaz Roca (Erps Eyvindarsonar) hafa beint sjónum manna að íslenska rappinu. Er yfirleitt einhver íslensk rappsena til? Og hvar er hún þá? Lífið 17.2.2010 02:00 Birna í Norræna Fyrstu háskólatónleikar ársins fara fram í Norræna húsinu í dag og hefjast kl. 12.30. Þar leikur Birna Hallgrímsdóttir á píanó verk eftir Johann Sebastian Bach, Claude Debussy og Frédéric Chopin. Lífið 17.2.2010 02:00 Aladdín í gamalli verksmiðju Leikfélag Menntaskólans við Sund frumsýnir nýjan söngleik byggðan á hinni klassísku sögu um Aladdín í kvöld kl. 20. Leikstjóri verksins og höfundur leikgerðar er Kolbrún Björt Sigfúsdóttir. Lífið 17.2.2010 01:00 MS kominn i undanúrslit: Hefur ekki gerst siðan 1989 Menntaskólinn við Sund hefur kannski ekki komið séð og sigrað MORFÍS undanfarin ár en það er að breytast þetta árið. Lið Menntaskólans við Sund samanstendur af þeim Lilju Björk Stefánsdóttur frummælanda, Þórdísi Jensdóttur meðmælanda, Atla Hjaltesteð stuðningsmanni og Antoni Birki Sigfússyni liðstjóra. Lífið 16.2.2010 23:08 Konudagurinn: Gera eitthvað fyrir hvort annað „Við erum alveg glötuð hjónin hvað Valentínusardaginn varðar," svarar Ingibjörg Reynisdóttir leikkona spurð út í ástina og hvort hún og eiginmaður hennar hafi dekrað við hvort annað á Valentínusardaginn. „Við fórum reyndar á Jómfrúnna og fengum okkur þetta fína smörrebrauð á danska vísu eftir góða sundferð en það var samt ekki endilega tengt við Valentínusardaginn sérstaklega. Við eigum þetta nú bara til svona annað veifið," segir Ingibjörg. Lífið 16.2.2010 15:30 Sætu stelpurnar fóru norður - myndir „En það var alveg stútfullt hús af fallegu fólki á Kaffi Akureyri sem djammaði fram eftir nóttu," segir Karl Lúðvíksson útvarpsmaður á FM 957. Lífið 16.2.2010 12:00 Lögbann á auglýsingar Kredia „Þeir eru að nota karakter sem þeir hafa ekkert leyfi til að nota,“ segir Kjartan Þór Þórðarson, framkvæmdastjóri Saga Film, um auglýsingar smálánafyrirtækisins Kredia. Lífið 16.2.2010 06:00 Fagstjóri úthúðar kjólum Evu Maríu og Ragnhildar „Það skortir einfaldlega fagmennsku í þetta og á það var ég að benda," segir Linda Björg Árnadóttir, fagstjóri fatahönnunarbrautar Listaháskóla Íslands. Hún sendi íslensku sjónvarpskonunni Evu Maríu Jónsdóttur bréf eftir úrslitakvöld Söngvakeppni sjónvarpsins, laugardaginn 6. febrúar, en í bréfinu fullyrti Linda að kjólar Evu Maríu og Ragnhildar Steinunnar væru þeir ljótustu sem hún hefði séð í sjónvarpinu. Lífið 16.2.2010 05:45 Feðgarnir ferðast saman um villta vestrið í Eþíópíu Feðgarnir Bjarni Harðarson og Egill eru að ferðast saman um Afríku í annað skipti. Þeir hafa gengið um skóglendi og hlustað á margfróðar gamlar konur segja sögur. Lífið 16.2.2010 05:30 Ljóðaslammi lokið Borgarbókasafn Reykjavíkur hélt keppni í ljóðaslammi þriðja árið í röð á Safnanótt á föstudaginn. Þema kvöldsins var væmni. Sautján ungmenni á aldrinum 15 til 22 ára tóku þátt að þessu sinni með átta atriði, sumir stigu einir á stokk en aðrir í hópum. Lífið 16.2.2010 05:00 Umboðsmaður vildi Thin Jim Hljómsveitin Thin Jim and the Castaways hefur breytt nafninu sínu í Thin Jim. Ástæðan er sú að bandarískur umboðsmaður sveitarinnar taldi styttra nafnið henta útvarpsmönnum betur. Lífið 16.2.2010 05:00 Ég yrði ómöguleg ef ég færi að læra eitthvað um listina Jónína Katrín Jónsdóttir, Jenný, er sjálfmenntuð alþýðulistakona. Hún sýnir verk sín í Gerðubergi um þessar mundir. Lífið 16.2.2010 04:00 Jóna í KvikkFix Síðasta föstudag hófst sýning listakonunnar Jónu Heiðu Sigurlásdóttur, Umbreytingur. Sýningin er í Gallerý KvikkFix, sem er til húsa í betri stofu KvikkFix að Vesturvör 30c í Kópavogi. KvikkFix er alhliða bílaþjónustumiðstöð þar sem mikið er lagt upp úr þægilegu umhverfi fyrir kúnnann að bíða í á meðan bíllinn er tekinn í gegn. Lífið 16.2.2010 04:00 Elís tekur við af Halli í Leaves „Ég var að eignast mitt annað barn og þetta var komið gott bara,“ segir bassaleikarinn Hallur Hallsson, sem er hættur í hljómsveitinni Leaves. Lífið 16.2.2010 04:00 Etja kappi við sveitunga sína Dálítið sérstök staða er komin upp í spurningaþættinum Útsvari því í undanúrslitum næsta föstudag mætast Dalvíkurbyggð og Reykjavík. Tveir liðsmanna Reykjavíkur, þau Stefán Eiríksson, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, og Svanhildur Hólm Valsdóttir, framkvæmdastjóri þingflokks Sjálfstæðisflokksins, hafa töluverðra hagsmuna að gæta á Dalvík og eru í erfiðri stöðu. Lífið 16.2.2010 03:45 Í baráttuhug Cheryl Cole, söngkonan úr Girls Aloud og eiginkona knattspyrnumannsins Ashley Cole, segist ætla að berjast fyrir hjónabandi sínu. Breskir fjölmiðlar hafa birt fréttir af því að Ashley hafi sent tveimur stúlkum nektarmyndir af sjálfum sér og textaskilaboð með óskum um nánari kynni. Lífið 16.2.2010 03:00 Mynd um ævi Játvarðs Söngkonan Madonna ætlar að leikstýra og skrifa handritið að dramatískri mynd sem verður byggð á ævi Játvarðs VIII., konungs yfir Bretlandi. Þetta verður önnur myndin sem Madonna leikstýrir. Fyrir tveimur árum sendi hún frá sér Filth and Wisdom, sem fékk herfilega dóma hjá gagnrýnendum og litla aðsókn. Söguþráðurinn er áhugaverður því söguhetjan Játvarður afsalaði sér krúnunni árið 1936 til að geta kvænst bandarísku konunni Wallis Simpson. Vera Farmiga úr Up in the Air hefur verið orðuð við hlutverk Simpson. Lífið 16.2.2010 03:00 Dave Smith semur við Bloodgroup „Við notum græjurnar frá þeim mjög mikið,“ segir Ragnar Láki, meðlimur hljómsveitarinnar Bloodgroup. Lífið 16.2.2010 02:15 Föstuorgel í Grindavík Á morgun, öskudag, hefst föstu-tónleikaröðin Leyndardómur trúarinnar í Grindavíkurkirkju. Sex tónleikar fara fram næstu sex miðvikudagskvöld. Eyþór Ingi Jónsson, organisti Akureyrarkirkju, ríður á vaðið annað kvöld og leikur verk eftir „Bé-in þrjú“, Buxtehude, Böhm og Bach, ásamt því að spinna á orgelið. Lífið 16.2.2010 02:00 Of feitur fyrir flugvélina Leikstjóranum Kevin Smith var meinað að fljúga frá Oakland til Burbank í Kaliforínu vegna þess að hann þótti of feitur fyrir flugvélina. Smith brást hinn versti við. Lífið 16.2.2010 02:00 « ‹ ›
Rymja aldrei verið eins flott! Rymja, söngkeppni Kvennaskólans í Reykjavík fór fram á föstudaginn síðasta í Íslensku Óperunni. Frábær skemmtun í alla staði og flottasta Rymja í sögu Kvennaskólans er búin að líta dagsins ljós. Lífið 18.2.2010 19:47
Erfiðleikar og hollusta í Íslandi í dag Í sjónvarpsþættinum Ísland í dag, sem hefst strax að loknum fréttum Stöðvar 2 klukkan 18:55, hittum við Rósalind Óskarsdóttur sem greindist með bráðahvítblæði fyrir um átta mánuðum. F Foreldrar hennar standa í þeirri trú að orsök sjúkdómsins hafi verið að finna í húsinu þeirra en þar var rafsegulsviðið áttfalt meira en eðlileg mörk gera ráð fyrir. Þá fáum við að vita allt um stórbrotna íþróttasýningu, þá fyrstu sinnar tegundar hér á landi og Solla og Vala Matt baka ljúffengt hollustubrauð. Lífið 18.2.2010 17:30
Brjóstastækkun í Íslandi í dag - myndband Í Íslandi í dag fylgjumst við með brjóstastækkun á tvítugri stúlku úr stærð A í C. Fræðumst um aðgerðina, þróunina í þessum málum sem og hætturnar sem lýtaaðgerðum fylgja. Fylgist með Íslandi í dag klukkan 18:55 í kvöld strax að loknum fréttum Stöðvar 2. Lífið 17.2.2010 16:30
Konudagurinn: Geðveik sveppasósa og rómantísk stemning „Næsta laugardag?" spyr Jógvan Hansen söngvari þegar Visir spyr hvernig hann ætlar að gleðja kærustuna á konudaginn. „Ég ætlað að gera eitthvað fyrir hana á Sunnudaginn í staðinn. Hún á nefnilega afmæli á sunnudaginn líka. Svo ég ætla að reyna að vera góður við hana," útskýrir hann einlægur. „Ekki það að það er nokkuð erfitt að vera góður við hana. Hún á það skilið." „Ég verð nú að finna handa henni einhverja sæta afmælisgjöf. Ég ætla allavegana að kaupa handa henni blóm og bjóða henni út að borða. Eitthvað gott." „Bæjarins bestu eða kafbát mánaðarins á Subway. Ég er skólanemi veistu!" segir Jogvan hlæjandi og heldur áfram: „Ítalía veitingastaðurinn er svolítið í uppáhaldi hjá okkur. Svo ég held að mig langi að fara þangað með henni. Ég mæli með öllu hjá þeim. Eitt lítið glas púrtvin, ekta ítalska pizzu frá Tíno og svo kjúklingabringurnar með geðveikri sveppasósu og svo bara virkilega rómantisk stemning." „Síðan ætla ég að fara með henni á Hellisbúann. Ég hef heyrt að hann er rosa skemmtilegur," segir Jogvan. -elly@365.is Lífið 17.2.2010 11:00
Gillz lagermaður hjá Ikea - myndband „Hann var lagermaður í þrjú ár hjá Ikea. Hann kunni bara vel við sig þar," segir Hjörvar æskuvinur Gillz í meðfylgjandi myndskeiði. Lífið 17.2.2010 10:30
Bubbi í kvos MA Einn af ástkærustu tónlistarmönnum Íslands hélt óvænta tónleika í Kvos MA nú í morgun nemendum til mikillar ánægju. Þetta er partur af tónlistarferð hans um landið sem gengur undir nafninu Rætur. Lífið 17.2.2010 10:22
Dilana snýr aftur til landsins og syngur í rokkóperu Söngkonan Dilana Robichaux hefur tekið að sér hlutverk í íslenskri rokkóperu. Þetta staðfestir Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson, sem kemur meðal annars að útsetningum verksins. Nafnið er enn þá á huldu, sem og stærsti hluti þeirra sem að þessu dularfulla verkefni koma. Lífið 17.2.2010 07:00
Variety dæmir Draumalandið Heimildarmyndin Draumalandið fær góða dóma hjá bandarísku kvikmyndabiblíunni Variety. Það telst til tíðinda þegar íslenskar kvikmyndir eru gagnrýndar hjá Variety og því eru þetta ánægjuleg tíðindi fyrir framleiðendur myndarinnar. Lífið 17.2.2010 06:00
Kemur sér í gírinn á Cadillac „Ég er bara að koma mér í gírinn,“ segir söngvarinn Friðrik Ómar sem rúntar um höfuðborgarsvæðið þessa dagana á glæsilegri, hvítri Cadillac-bifreið í tilefni af Elvis-tónleikum sínum í Salnum. „Ég verð á honum fram á miðvikudag, þegar síðustu tónleikarnir eru búnir.“ Lífið 17.2.2010 05:00
Jeff Who? auglýsir vodka í Bandaríkjunum „Við getum alveg verið vodkamenn, ef það hittir þannig á,“ segir Elís Pétursson, yfirleitt þekktur sem Elli, bassaleikari hljómsveitarinnar Jeff Who? Hann er þó fljótur að bæta við skýrum skilaboðum: „En við erum reglumenn, maður þarf að kunna að fara með svona hluti.“ Lífið 17.2.2010 04:00
Dauðakippir rappsins? Vopnaðar erjur Móra (Magnúsar Ómarssonar) og Blaz Roca (Erps Eyvindarsonar) hafa beint sjónum manna að íslenska rappinu. Er yfirleitt einhver íslensk rappsena til? Og hvar er hún þá? Lífið 17.2.2010 02:00
Birna í Norræna Fyrstu háskólatónleikar ársins fara fram í Norræna húsinu í dag og hefjast kl. 12.30. Þar leikur Birna Hallgrímsdóttir á píanó verk eftir Johann Sebastian Bach, Claude Debussy og Frédéric Chopin. Lífið 17.2.2010 02:00
Aladdín í gamalli verksmiðju Leikfélag Menntaskólans við Sund frumsýnir nýjan söngleik byggðan á hinni klassísku sögu um Aladdín í kvöld kl. 20. Leikstjóri verksins og höfundur leikgerðar er Kolbrún Björt Sigfúsdóttir. Lífið 17.2.2010 01:00
MS kominn i undanúrslit: Hefur ekki gerst siðan 1989 Menntaskólinn við Sund hefur kannski ekki komið séð og sigrað MORFÍS undanfarin ár en það er að breytast þetta árið. Lið Menntaskólans við Sund samanstendur af þeim Lilju Björk Stefánsdóttur frummælanda, Þórdísi Jensdóttur meðmælanda, Atla Hjaltesteð stuðningsmanni og Antoni Birki Sigfússyni liðstjóra. Lífið 16.2.2010 23:08
Konudagurinn: Gera eitthvað fyrir hvort annað „Við erum alveg glötuð hjónin hvað Valentínusardaginn varðar," svarar Ingibjörg Reynisdóttir leikkona spurð út í ástina og hvort hún og eiginmaður hennar hafi dekrað við hvort annað á Valentínusardaginn. „Við fórum reyndar á Jómfrúnna og fengum okkur þetta fína smörrebrauð á danska vísu eftir góða sundferð en það var samt ekki endilega tengt við Valentínusardaginn sérstaklega. Við eigum þetta nú bara til svona annað veifið," segir Ingibjörg. Lífið 16.2.2010 15:30
Sætu stelpurnar fóru norður - myndir „En það var alveg stútfullt hús af fallegu fólki á Kaffi Akureyri sem djammaði fram eftir nóttu," segir Karl Lúðvíksson útvarpsmaður á FM 957. Lífið 16.2.2010 12:00
Lögbann á auglýsingar Kredia „Þeir eru að nota karakter sem þeir hafa ekkert leyfi til að nota,“ segir Kjartan Þór Þórðarson, framkvæmdastjóri Saga Film, um auglýsingar smálánafyrirtækisins Kredia. Lífið 16.2.2010 06:00
Fagstjóri úthúðar kjólum Evu Maríu og Ragnhildar „Það skortir einfaldlega fagmennsku í þetta og á það var ég að benda," segir Linda Björg Árnadóttir, fagstjóri fatahönnunarbrautar Listaháskóla Íslands. Hún sendi íslensku sjónvarpskonunni Evu Maríu Jónsdóttur bréf eftir úrslitakvöld Söngvakeppni sjónvarpsins, laugardaginn 6. febrúar, en í bréfinu fullyrti Linda að kjólar Evu Maríu og Ragnhildar Steinunnar væru þeir ljótustu sem hún hefði séð í sjónvarpinu. Lífið 16.2.2010 05:45
Feðgarnir ferðast saman um villta vestrið í Eþíópíu Feðgarnir Bjarni Harðarson og Egill eru að ferðast saman um Afríku í annað skipti. Þeir hafa gengið um skóglendi og hlustað á margfróðar gamlar konur segja sögur. Lífið 16.2.2010 05:30
Ljóðaslammi lokið Borgarbókasafn Reykjavíkur hélt keppni í ljóðaslammi þriðja árið í röð á Safnanótt á föstudaginn. Þema kvöldsins var væmni. Sautján ungmenni á aldrinum 15 til 22 ára tóku þátt að þessu sinni með átta atriði, sumir stigu einir á stokk en aðrir í hópum. Lífið 16.2.2010 05:00
Umboðsmaður vildi Thin Jim Hljómsveitin Thin Jim and the Castaways hefur breytt nafninu sínu í Thin Jim. Ástæðan er sú að bandarískur umboðsmaður sveitarinnar taldi styttra nafnið henta útvarpsmönnum betur. Lífið 16.2.2010 05:00
Ég yrði ómöguleg ef ég færi að læra eitthvað um listina Jónína Katrín Jónsdóttir, Jenný, er sjálfmenntuð alþýðulistakona. Hún sýnir verk sín í Gerðubergi um þessar mundir. Lífið 16.2.2010 04:00
Jóna í KvikkFix Síðasta föstudag hófst sýning listakonunnar Jónu Heiðu Sigurlásdóttur, Umbreytingur. Sýningin er í Gallerý KvikkFix, sem er til húsa í betri stofu KvikkFix að Vesturvör 30c í Kópavogi. KvikkFix er alhliða bílaþjónustumiðstöð þar sem mikið er lagt upp úr þægilegu umhverfi fyrir kúnnann að bíða í á meðan bíllinn er tekinn í gegn. Lífið 16.2.2010 04:00
Elís tekur við af Halli í Leaves „Ég var að eignast mitt annað barn og þetta var komið gott bara,“ segir bassaleikarinn Hallur Hallsson, sem er hættur í hljómsveitinni Leaves. Lífið 16.2.2010 04:00
Etja kappi við sveitunga sína Dálítið sérstök staða er komin upp í spurningaþættinum Útsvari því í undanúrslitum næsta föstudag mætast Dalvíkurbyggð og Reykjavík. Tveir liðsmanna Reykjavíkur, þau Stefán Eiríksson, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, og Svanhildur Hólm Valsdóttir, framkvæmdastjóri þingflokks Sjálfstæðisflokksins, hafa töluverðra hagsmuna að gæta á Dalvík og eru í erfiðri stöðu. Lífið 16.2.2010 03:45
Í baráttuhug Cheryl Cole, söngkonan úr Girls Aloud og eiginkona knattspyrnumannsins Ashley Cole, segist ætla að berjast fyrir hjónabandi sínu. Breskir fjölmiðlar hafa birt fréttir af því að Ashley hafi sent tveimur stúlkum nektarmyndir af sjálfum sér og textaskilaboð með óskum um nánari kynni. Lífið 16.2.2010 03:00
Mynd um ævi Játvarðs Söngkonan Madonna ætlar að leikstýra og skrifa handritið að dramatískri mynd sem verður byggð á ævi Játvarðs VIII., konungs yfir Bretlandi. Þetta verður önnur myndin sem Madonna leikstýrir. Fyrir tveimur árum sendi hún frá sér Filth and Wisdom, sem fékk herfilega dóma hjá gagnrýnendum og litla aðsókn. Söguþráðurinn er áhugaverður því söguhetjan Játvarður afsalaði sér krúnunni árið 1936 til að geta kvænst bandarísku konunni Wallis Simpson. Vera Farmiga úr Up in the Air hefur verið orðuð við hlutverk Simpson. Lífið 16.2.2010 03:00
Dave Smith semur við Bloodgroup „Við notum græjurnar frá þeim mjög mikið,“ segir Ragnar Láki, meðlimur hljómsveitarinnar Bloodgroup. Lífið 16.2.2010 02:15
Föstuorgel í Grindavík Á morgun, öskudag, hefst föstu-tónleikaröðin Leyndardómur trúarinnar í Grindavíkurkirkju. Sex tónleikar fara fram næstu sex miðvikudagskvöld. Eyþór Ingi Jónsson, organisti Akureyrarkirkju, ríður á vaðið annað kvöld og leikur verk eftir „Bé-in þrjú“, Buxtehude, Böhm og Bach, ásamt því að spinna á orgelið. Lífið 16.2.2010 02:00
Of feitur fyrir flugvélina Leikstjóranum Kevin Smith var meinað að fljúga frá Oakland til Burbank í Kaliforínu vegna þess að hann þótti of feitur fyrir flugvélina. Smith brást hinn versti við. Lífið 16.2.2010 02:00