Elís tekur við af Halli í Leaves 16. febrúar 2010 04:00 leaves Hallur Hallsson, annar frá vinstri, er hættur í Leaves. Hann er annar af stofnmeðlimum sveitarinar. fréttablaðið/anton „Ég var að eignast mitt annað barn og þetta var komið gott bara,“ segir bassaleikarinn Hallur Hallsson, sem er hættur í hljómsveitinni Leaves. „Ég er líka að byrja að skrifa MA-ritgerðina mína í sagnfræði sem tekur drjúgan tíma.“ Í stað hans er kominn Elís Pétursson, eða Elli úr Jeff Who?, og spilaði hann með sveitinni á tónleikum í London fyrir skömmu. Hallur stofnaði Leaves ásamt söngvaranum Arnari Guðjónssyni, sem er sá eini sem er eftir af upprunalegum meðlimum. Hann viðurkennir að það sé svolítið skrítið að vera hættur eftir níu ár í sömu hljómsveit en segir að ákvörðunin opni alveg jafnmargar dyr og hún hafi lokað á. Engin leiðindi voru í kringum brotthvarf hans. „Við erum náttúrulega góðir félagar og það var allt í góðu þar. Ég var bara orðinn þreyttur á að gera músík og vera alltaf háður því hvort einhver fílaði þetta eða ekki.“ Hallur sér ekki eftir tímanum í Leaves og segir hann einfaldlega hafa verið æðislegan. „Maður er búinn að upplifa flest sem er hægt að upplifa í rokkinu, held ég. Þetta er búið að vera alveg ógeðslega skemmtilegt.“ Söngvarinn Arnar sér eftir Halli en telur að Elli sé rétti maðurinn til að fylla skarð hans. „Hann er frábær bassaleikari og skemmtilegur strákur. Hann passar rosa vel inn í þetta.“ Ekki er langt síðan Kjartan úr hljómsveitinni Ampop gekk líka til liðs við Leaves. Spurður hvort hljómur sveitarinnar breytist ekki með nýjum mönnum segir Arnar að það gerist sjálfkrafa. „Við erum voða spenntir fyrir þessu nýja efni sem við erum að vinna. Þetta verður örugglega nýr hljómur. Stefnan er að klára plötu á þessu ári,“ segir hann. - fb Mest lesið Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Lífið Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Lífið Ása Ninna kveður Bylgjuna Lífið Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Lífið Vók Ofurmenni slaufað Gagnrýni „Við viljum alls ekki fá of marga“ Lífið „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Lífið Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Lífið Mannauðsstjórinn segir einnig upp Lífið Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina Lífið Fleiri fréttir Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Sjá meira
„Ég var að eignast mitt annað barn og þetta var komið gott bara,“ segir bassaleikarinn Hallur Hallsson, sem er hættur í hljómsveitinni Leaves. „Ég er líka að byrja að skrifa MA-ritgerðina mína í sagnfræði sem tekur drjúgan tíma.“ Í stað hans er kominn Elís Pétursson, eða Elli úr Jeff Who?, og spilaði hann með sveitinni á tónleikum í London fyrir skömmu. Hallur stofnaði Leaves ásamt söngvaranum Arnari Guðjónssyni, sem er sá eini sem er eftir af upprunalegum meðlimum. Hann viðurkennir að það sé svolítið skrítið að vera hættur eftir níu ár í sömu hljómsveit en segir að ákvörðunin opni alveg jafnmargar dyr og hún hafi lokað á. Engin leiðindi voru í kringum brotthvarf hans. „Við erum náttúrulega góðir félagar og það var allt í góðu þar. Ég var bara orðinn þreyttur á að gera músík og vera alltaf háður því hvort einhver fílaði þetta eða ekki.“ Hallur sér ekki eftir tímanum í Leaves og segir hann einfaldlega hafa verið æðislegan. „Maður er búinn að upplifa flest sem er hægt að upplifa í rokkinu, held ég. Þetta er búið að vera alveg ógeðslega skemmtilegt.“ Söngvarinn Arnar sér eftir Halli en telur að Elli sé rétti maðurinn til að fylla skarð hans. „Hann er frábær bassaleikari og skemmtilegur strákur. Hann passar rosa vel inn í þetta.“ Ekki er langt síðan Kjartan úr hljómsveitinni Ampop gekk líka til liðs við Leaves. Spurður hvort hljómur sveitarinnar breytist ekki með nýjum mönnum segir Arnar að það gerist sjálfkrafa. „Við erum voða spenntir fyrir þessu nýja efni sem við erum að vinna. Þetta verður örugglega nýr hljómur. Stefnan er að klára plötu á þessu ári,“ segir hann. - fb
Mest lesið Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Lífið Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Lífið Ása Ninna kveður Bylgjuna Lífið Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Lífið Vók Ofurmenni slaufað Gagnrýni „Við viljum alls ekki fá of marga“ Lífið „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Lífið Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Lífið Mannauðsstjórinn segir einnig upp Lífið Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina Lífið Fleiri fréttir Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Sjá meira
Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“