Fagstjóri úthúðar kjólum Evu Maríu og Ragnhildar 16. febrúar 2010 05:45 Í hár saman Linda Björg Árnadóttir, fagstjóri fatahönnunarbrautar Listaháskóla Íslands, skammaði Evu Maríu Jónsdóttur og Ragnhildi Steinunni fyrir klæðnað þeirra á úrslitakvöldi Söngvakeppni Sjónvarpsins. Hönnuður kjólanna, Birta Björnsdóttir hjá Júníformi, segir þetta vera sleggjudóma og hroka hjá fagstjóranum. „Það skortir einfaldlega fagmennsku í þetta og á það var ég að benda," segir Linda Björg Árnadóttir, fagstjóri fatahönnunarbrautar Listaháskóla Íslands. Hún sendi íslensku sjónvarpskonunni Evu Maríu Jónsdóttur bréf eftir úrslitakvöld Söngvakeppni sjónvarpsins, laugardaginn 6. febrúar, en í bréfinu fullyrti Linda að kjólar Evu Maríu og Ragnhildar Steinunnar væru þeir ljótustu sem hún hefði séð í sjónvarpinu. „Þau hjá RÚV bera ekkert skynbragð á því hvað er gott þegar kemur að sjónlistum. RÚV hefur ákveðna ábyrgð og því ber að sýna fagmennsku og kynna það besta sem er í gangi hverju sinni en þarna var einfaldlega hið gagnstæða gert," segir Linda og bætir því við að þetta sé ekki hennar persónulega álit heldur væri bréfið byggt á faglegum forsendum. „Þetta snýst ekki bara um fatahönnunina heldur eru bæði leikmyndirnar sem RÚV notast við og förðunin ljót og hallærisleg," segir Linda. Umræddir kjólar sem þær Ragnhildur og Eva Maríu klæddust voru hannaðir af Birtu Björnsdóttur sem á og rekur verslunina Júníform. Í yfirlýsingu sem Birta sendi Fréttablaðinu kemur fram að kjólarnir hafi fengið mjög jákvæða umfjöllun, meðal annars í færeysku dagblaði: „…þar sem fjallað var um hve miklu betur íslensku kynnarnir litu út heldur en þeir dönsku," segir í yfirlýsingu Birtu. „Ef til vill hefðum við betur fylgt danska fordæminu og verið í „nýjustu tísku". Það kemur mér spánskt fyrir sjónir að aðjúnkt og fagstjóri við Listaháskóla Íslands komi fram í fjölmiðlum, með sterka sleggjudóma sem þessa á íslenskan fatahönnuð, faglærðan eða ekki. Hönnuð sem rekið hefur merki á Íslandi í þetta langan tíma við sívaxandi vinsældir. Það væri nú eflaust áfall fyrir hana Lindu að vita hve margir kaupa hönnun júniform og kannski áttar hún sig þá á eigin hroka, í garð fatasmekks íslensku þjóðarinnar. Ég vísa nú þessari gagnrýni hennar aftur til föðurhúsanna, gagnrýni sem greinilega ber sterkan keim af biturð hennar, sökum þess að hennar nemendur fengu ekki verkið." freyrgigja@frettabladid.is Mest lesið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Lífið Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Lífið Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Lífið Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Lífið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Lífið Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Lífið Fleiri fréttir Myndaveisla: Vestri fengu konunglegar móttökur á Ísafirði Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Sjá meira
„Það skortir einfaldlega fagmennsku í þetta og á það var ég að benda," segir Linda Björg Árnadóttir, fagstjóri fatahönnunarbrautar Listaháskóla Íslands. Hún sendi íslensku sjónvarpskonunni Evu Maríu Jónsdóttur bréf eftir úrslitakvöld Söngvakeppni sjónvarpsins, laugardaginn 6. febrúar, en í bréfinu fullyrti Linda að kjólar Evu Maríu og Ragnhildar Steinunnar væru þeir ljótustu sem hún hefði séð í sjónvarpinu. „Þau hjá RÚV bera ekkert skynbragð á því hvað er gott þegar kemur að sjónlistum. RÚV hefur ákveðna ábyrgð og því ber að sýna fagmennsku og kynna það besta sem er í gangi hverju sinni en þarna var einfaldlega hið gagnstæða gert," segir Linda og bætir því við að þetta sé ekki hennar persónulega álit heldur væri bréfið byggt á faglegum forsendum. „Þetta snýst ekki bara um fatahönnunina heldur eru bæði leikmyndirnar sem RÚV notast við og förðunin ljót og hallærisleg," segir Linda. Umræddir kjólar sem þær Ragnhildur og Eva Maríu klæddust voru hannaðir af Birtu Björnsdóttur sem á og rekur verslunina Júníform. Í yfirlýsingu sem Birta sendi Fréttablaðinu kemur fram að kjólarnir hafi fengið mjög jákvæða umfjöllun, meðal annars í færeysku dagblaði: „…þar sem fjallað var um hve miklu betur íslensku kynnarnir litu út heldur en þeir dönsku," segir í yfirlýsingu Birtu. „Ef til vill hefðum við betur fylgt danska fordæminu og verið í „nýjustu tísku". Það kemur mér spánskt fyrir sjónir að aðjúnkt og fagstjóri við Listaháskóla Íslands komi fram í fjölmiðlum, með sterka sleggjudóma sem þessa á íslenskan fatahönnuð, faglærðan eða ekki. Hönnuð sem rekið hefur merki á Íslandi í þetta langan tíma við sívaxandi vinsældir. Það væri nú eflaust áfall fyrir hana Lindu að vita hve margir kaupa hönnun júniform og kannski áttar hún sig þá á eigin hroka, í garð fatasmekks íslensku þjóðarinnar. Ég vísa nú þessari gagnrýni hennar aftur til föðurhúsanna, gagnrýni sem greinilega ber sterkan keim af biturð hennar, sökum þess að hennar nemendur fengu ekki verkið." freyrgigja@frettabladid.is
Mest lesið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Lífið Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Lífið Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Lífið Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Lífið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Lífið Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Lífið Fleiri fréttir Myndaveisla: Vestri fengu konunglegar móttökur á Ísafirði Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Sjá meira