Lífið

Svekktur Pálmi fær ekki hreindýr

„Auðvitað eru þetta vonbrigði ef maður sækir um ár eftir ár og er svona óheppinn. En það er ekkert við því að gera. Sumir eru bara heppnari en aðrir,“ segir leikarinn Pálmi Gestsson.

Lífið

Eurovision-farar fá sex milljónir frá Ríkisútvarpinu

Hera Björk Þórhallsdóttir og Örlygur Smári fá sex milljónir frá RÚV til að undirbúa þátttöku sína í aðalkeppni Eurovision sem fram fer í Osló í lok maí. Þetta er sama upphæð og Óskar Páll Sveinsson og Jóhanna Guðrún fengu í fyrra samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Upphæðin þykir ansi lág enda á hún að standa straum af útgáfu kynningarbæklinga, myndbandsgerðar, búninga og öðru því sem fylgir þátttöku í þessari keppni.Eftir því sem Fréttablaðið kemst næst hefur það gerst að þeir sem hafa keppt fyrir hönd Íslands hafi þurfti að borga með sér svo þeir gætu tekið þátt í þessari keppni. Styrkurinn er greiddur út um leið og sigurlagið hefur verið valið enda hefst þá þrotlaus vinna við undirbúninginn.

Lífið

Burkina Faso 8600 fær góðar viðtökur

Heimildarmyndin Burkina Faso 8600 km, eftir Þorstein J. og Veru Sölvadóttur, sem frumsýnd var á internetinu fyrir helgi hefur fengið góðar viðtökur. Vel á annað þúsund manns hafa horft á myndina á vefnum thorsteinnj.is.

Lífið

Góður fílingur á Eddunni - myndband

Meðfylgjandi má sjá Sindra Sindrason og Guðný Helgu Herbertsdóttur taka fína spretti með fræga fólkinu á Edduverðlaunahátíðinni sem fram fór í Háskólabíó í kvöld. „Mjög reddí mjög reddí," sagði Karl Berndsen meðal annars í myndskeiðinu.

Lífið

Ekki ertu að sleikja magann á henni? - myndir

Eins og meðfylgjandi myndir sýna, sem Sveinbi ljósmyndari tók í gærkvöldi í miðbæ Reykjavíkur, leitaðist unga fólkið við að gera ótrúlegustu æfingar á dansgólfinu á Hressó. Myndir voru einnig teknar á danska barnum og Jacobsen. Superman.is

Lífið

Húsfyllir á ungfrú Reykjavík - myndir

Íris Björk Jóhannesdóttir bar sigur úr bítum í ungfrú Reykjavík á Broadway í gærkvöldi. Á meðfylgjandi myndum má sjá gesti sem snæddu dýrindis máltíð á meðan þeir fylgdust með stúlkunum koma fram á tískusýningu í baðfötum og í síðkjólum. Hér má sjá stúlkurnar baksviðs og á sviði.

Lífið

Bubbi fær listamannalaun

„Nú, fékk ég listamannalaun? Þetta er ég glaður að heyra!“ segir tónlistarmaðurinn Bubbi Morthens. Í gær var tilkynnt hverjir hljóta starfslaun listamanna þetta árið og Bubbi er einn þeirra.

Lífið

Fagnað í Nostalgíu

Tískuverslunin Nostalgía gekk í gegnum útlitsbreytingar fyrir skömmu og í tilefni þess var efnt til veislu síðastliðinn fimmtudag.

Lífið

Í eltingaleik við skýstrokka

Englendingurinn Alister Chapman starfar við að þefa uppi skýstrokka og ná af þeim myndum. Hann hefur séð 61 skýstrokk með berum augum og lýsir upplifuninni sem spennuþrungnu adrenalín-stuði.

Lífið

Steina í sláturhúsi

Alþjóðlega videó- og tilraunakvikmyndahátíðin 700 IS Hreindýraland verður haldin í fimmta sinn á Egilsstöðum 20.-27. mars. Að þessu sinni er metþátttaka – innsend verk voru 642 frá 49 löndum.

Lífið

Megas slær á skort

Á árunum 1973-74 gaf Megas sjálfur út þrjú textahefti með nótum af lögunum sínum. Heftin voru myndskreytt af höfundi og komu út í mjög takmörku fjölrituðu upplagi. Heftin hafa selst á ofurprís hafi þau sést og því er nú búið að að framleiða vandaðar eftirprentanir í takmörkuðu upplagi. Heftin má nálgast í Bókabankanum við Baragötu í Kolaportinu á laugardögum og sunnudögum.

Lífið

Morfís-dómari ó­vin­sæll hjá MH-ingum

Morfís-dómarinn Brynjar Birgis­son fær væntanlega ekki boðskort á næstu árshátíð Menntaskólans við Hamrahlíð en hann hefur verið úthrópaður sem svindlari á spjallsíðum menntaskólanema vegna morfís

Lífið

Stelpan sem lét stækka á sér brjóstin - myndband

Ásta Guðný Ragnarsdóttir tveggja barna móðir talar um brjóstastækkunina sem hún gekkst undir, af hverju hún ákvað að fara í þessa aðgerð og hvernig mamma hennar brást við. „Ég átti fyrsta barnið mitt 2007 og þá var ég búin að taka þessa ákvörðun. Það var svo mikil húð og það var ekki neitt. Fyrir mér leið mér eins og ég væri karlmaður," segir Ásta Guðný meðal annars í viðtali við Sindra í Íslandi í dag.

Lífið

Heillaði danskar stelpur með Skítamórals-slagara

„Ég fékk stefnumót, en ekki hvað?“ segir Guðmundur Heimir Jónasson, 21 árs gamall verslunarstjóri í Fötex, sem sló í gegn í danska stefnumótaþættinum Dagens Mand á TV 2. Heimir gerði sér lítið fyrir og heillaði dönsku stelpurnar upp úr skónum með Skítamórals-slagaranum Ertu þá farin? við góðar undirtektir bæði áhorfenda og stúlknanna.

Lífið

Fær 13 milljónir í Hamborg

Óhætt er að segja að það hafi hlaupið á snærið hjá Andra Snæ Magnasyni því á sunnudaginn tekur hann við Kairos-verðlaununum í Hamborg. Verðlaunaféð er 75.000 evrur – ríflega 13 milljónir íslenskra króna. En fyrir hvað eru þessi verðlaun eiginlega, Andri, bara fyrir það hvað þú ert æðislegur?

Lífið

Leikarabörn í Herranótt

Herranótt, leikfélag Mennta­skólans í Reykjavík, frumsýnir LoveStar í kvöld. Í leikhópnum eru þrír krakkar sem fengu leiklistarkennslu við morgunverðarborðið heima hjá sér.

Lífið

Tilikum fékk ekki að koma til Íslands

Háhyrningnum Tilikum var neitað um að koma til Íslands árið 1992 þegar erlendir dýraverndunarsinnar óskuðu eftir því að fá að flytja hann hingað. Tilikum hefur verið til umfjöllunar í heimspressunni undanfarna daga eftir að hann drap þjálfarann sinn, Dawn Brancheau, á sýningu í SeaWorld í Orlando í vikunni.

Lífið

Hanna innbú hótels á eyjunni Fogo

Fatahönnuðurinn Guðbjörg Jakobsdóttir hefur dvalið á eyjunni Fogo við Nýfundnaland þar sem hún vinnur að því að skapa grunn að innbúi hótels sem rísa á á eyjunni.

Lífið

Hemmi Hreiðars gripinn á 175 km hraða

„Þetta er ekki mitt stærsta áhyggjuefni um þessar mundir,“ segir Hermann Hreiðarsson, landsliðsfyrirliði og leikmaður Ports­mouth í ensku úrvalsdeildinni. Hann var gripinn af lögreglunni í Bournemouth fyrir of hraðan akstur á A35 Puddletown-afleggjaranum í Dorset. Leyfilegur hámarkshraði þar er 70 mílur, eða 112 kílómetrar á klukkustund, en samkvæmt mælingum lögreglunnar reyndist Hermann vera á 175 kílómetra hraða.

Lífið

Sólskinsdrengur í sjötíu borgum í Bandaríkjunum

„Þetta er umfangsmesta frumsýning íslenskrar kvikmyndar í Bandaríkjunum og þótt víðar væri leitað,“ segir Friðrik Þór Friðriksson, leikstjóri Sólskinsdrengsins, en þessi íslenska heimildarmynd um einhverfa strákinn Kela verður sýnd í sjötíu borgum Bandaríkjanna. Fátítt er að kvikmyndir sem eru utan hins enskumælandi heims séu sýndar í svona mikilli dreifingu.

Lífið

Rómantískur tími í fjöllunum

Haldin verður Kerlingarfjallaskemmtun í veislusalnum í Skógarhlíð á föstudagskvöld þar sem Eyjólfur Kristjánsson verður í essinu sínu. Eyfi starfaði sem skíðakennari í Kerlingarfjöllum í fimmtán sumur og spilaði einnig á kvöldvökum við góðar undirtektir.

Lífið

Mynd um von og afstöðu

„Kannski er þetta framtíðin, að láta myndir liggja ókeypis á Netinu. Okkur fannst bara að þessi mynd ætti að koma inn í umræðuna núna,“ segir Vera Sölvadóttir, sem gerði heimildarmyndina Burkino Faso 8600 km ásamt Þorsteini J. Myndina er nú hægt að horfa á ókeypis á slóðinni www.thorsteinnj.is.

Lífið

Júlí bleytir dansgólf

Mikil uppsveifla er um þessar mundir í íslensku tæknivæddu poppi, sem helst fær athygli á útvarpsstöðvunum FM957 og Flash. Í kvöld verða haldnir tónleikar á Apótekinu, þar sem nokkrir þessara poppara sýna listir sínar. Aðaltónlistarmaður kvöldsins er Júlí Heiðar, en hann hefur að undanförnu verið að skjótast upp á stjörnuhimin íslenskra unglinga. Júlí sver sig í ætt við fyrirbæri eins og Silvíu Nótt og Gillzenegger og ekki er alveg á hreinu hvort hann er algjörlega einlægur í yfirgengilegum töffaraskap sínum og karlrembu.

Lífið

Slasaðist í Prince Of Persia

Leikarinn Jake Gyllenhaal slasaðist oft og mörgum sinnum við tökur á hasarmyndinni Prince Of Persia: The Sands Of Time. Hann lét það ekki á sig fá því hann var staðráðinn í því að framkvæma sjálfur áhættuatriðin sín. „Ég tognaði í öxlunum og í bakinu og rústaði á mér ökklann nokkrum sinnum en það var ekkert alvarlegt,“ sagði hinn 29 ára Gyllenhaal.

Lífið

Velur á milli Muse og fótbolta

Hljómsveitin Muse spilar á skosku tónlistarhátíðinni T In The Park í sumar. Bassaleikarinn Chris Wolstenholme hefur miklar áhyggjur af því að tónleikar sveitarinnar stangist á við heimsmeistarakeppnina í fótbolta sem fer fram á sama tíma.

Lífið

Seiðandi samspil snillinga

Í vikunni kom út ný samstarfsplata Ali Farka Touré og Toumani Diabaté. Ali, sem lést árið 2006, var eitt stærsta nafn heimstónlistar­innar, en stjarna Toumanis hefur risið jafnt og þétt síðustu ár. Hann er mjög eftirsóttur hljóðfæraleikari og spilaði meðal annars inn á plötu Bjarkar, Volta. Trausti Júlíusson lagði við hlustir.

Lífið