Fær 13 milljónir í Hamborg 26. febrúar 2010 06:00 AndriSsnær er á leið til Hamborgar. Tekur þar við Kairos-verðlaununum fyrir framan tólf hundruð manns. fréttablaðið/stefán Óhætt er að segja að það hafi hlaupið á snærið hjá Andra Snæ Magnasyni því á sunnudaginn tekur hann við Kairos-verðlaununum í Hamborg. Verðlaunaféð er 75.000 evrur - ríflega 13 milljónir íslenskra króna. En fyrir hvað eru þessi verðlaun eiginlega, Andri, bara fyrir það hvað þú ert æðislegur? „Í megindráttum, já," segir Andri og hlær. „Ég var að velta því alvarlega fyrir mér um daginn að kannski væri maður búinn að dreifa sér um of. Búinn að skrifa leikrit og skáldsögur og ljóð og þar að auki orðinn leikstjóri. Og búinn að taka þátt í alls konar hliðarverkefnum. Ég var að hugsa um að þessi fjölbreytni væri manni kannski ekki til framdráttar. Akkúrat þá kom bréfið frá Kairos þar sem meginástæðan fyrir því að ég fæ þessi verðlaun er tiltekin sú hvað ég hef beitt mér á mörgum sviðum og verið á samfélagsmálasviðinu líka með Draumalandinu. Þeir voru búnir að skoða ferilinn alveg í rótina og rannsaka mig gaumgæfilega. Nefndu í umsögn til að mynda diskinn Raddir sem ég stóð að fyrir mörgum árum. Þetta eru ekki beint bókmenntaverðlaun heldur verðlaun fyrir listræna afstöðu." Mikil dagskrá er í kringum verðlaunaafhendinguna í Borgarleikhúsinu í Hamborg. Emilíana Torrini kemur fram og þeir Páll á Húsafelli, Hilmar Örn Hilmarsson og Steindór Andersen. „Þetta er eiginlega hálf ótrúlegt. Það verða 1.200 manns í salnum og eins og hálfs tíma dagskrá bara um mig og minn feril. Ég er með vægar hjartsláttatruflanir út af tilstandinu. Ég er bara að skrifa þakkarræðuna og spá í hverju ég á að vera í. Ætli ég haldi ekki teinótta merkinu á lofti." Og hvað svo? Sigurhátíð í Smáralind? „Hahaha. Já, klukkan þrjú á mánudaginn. Fyrir þá sem komast ekki út á völl." Andri Snær segist vera með tvær nýjar bækur í bígerð og hann og Þorleifur Örn Arnarson hafa skrifað óbeint framhald af millistjórnendadramanu Eilíf hamingja sem var sett upp 2007. „Við settum okkur hálfgerðar Frúin í Hamborg-reglur þegar við skrifuðum þetta. Það er bannað að segja útrás, Icesave, stjórnmálamaður og græðgi í leikritinu. Þau orð eru bönnuð. Við erum spenntir að sjá hvernig þetta kemur út. Það er stefnan að frumsýna í lok mars." drgunni@frettabladid.is Mest lesið „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Lífið Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Lífið Ein heitasta söngkona landsins á lausu Lífið Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Lífið Stjörnubarnið komið í heiminn Lífið Óþekkjanleg stjarna Bíó og sjónvarp Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Lífið Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Lífið Skotheld og skemmtileg hlauparáð Lífið Devin Booker á Íslandi Lífið Fleiri fréttir „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Sjá meira
Óhætt er að segja að það hafi hlaupið á snærið hjá Andra Snæ Magnasyni því á sunnudaginn tekur hann við Kairos-verðlaununum í Hamborg. Verðlaunaféð er 75.000 evrur - ríflega 13 milljónir íslenskra króna. En fyrir hvað eru þessi verðlaun eiginlega, Andri, bara fyrir það hvað þú ert æðislegur? „Í megindráttum, já," segir Andri og hlær. „Ég var að velta því alvarlega fyrir mér um daginn að kannski væri maður búinn að dreifa sér um of. Búinn að skrifa leikrit og skáldsögur og ljóð og þar að auki orðinn leikstjóri. Og búinn að taka þátt í alls konar hliðarverkefnum. Ég var að hugsa um að þessi fjölbreytni væri manni kannski ekki til framdráttar. Akkúrat þá kom bréfið frá Kairos þar sem meginástæðan fyrir því að ég fæ þessi verðlaun er tiltekin sú hvað ég hef beitt mér á mörgum sviðum og verið á samfélagsmálasviðinu líka með Draumalandinu. Þeir voru búnir að skoða ferilinn alveg í rótina og rannsaka mig gaumgæfilega. Nefndu í umsögn til að mynda diskinn Raddir sem ég stóð að fyrir mörgum árum. Þetta eru ekki beint bókmenntaverðlaun heldur verðlaun fyrir listræna afstöðu." Mikil dagskrá er í kringum verðlaunaafhendinguna í Borgarleikhúsinu í Hamborg. Emilíana Torrini kemur fram og þeir Páll á Húsafelli, Hilmar Örn Hilmarsson og Steindór Andersen. „Þetta er eiginlega hálf ótrúlegt. Það verða 1.200 manns í salnum og eins og hálfs tíma dagskrá bara um mig og minn feril. Ég er með vægar hjartsláttatruflanir út af tilstandinu. Ég er bara að skrifa þakkarræðuna og spá í hverju ég á að vera í. Ætli ég haldi ekki teinótta merkinu á lofti." Og hvað svo? Sigurhátíð í Smáralind? „Hahaha. Já, klukkan þrjú á mánudaginn. Fyrir þá sem komast ekki út á völl." Andri Snær segist vera með tvær nýjar bækur í bígerð og hann og Þorleifur Örn Arnarson hafa skrifað óbeint framhald af millistjórnendadramanu Eilíf hamingja sem var sett upp 2007. „Við settum okkur hálfgerðar Frúin í Hamborg-reglur þegar við skrifuðum þetta. Það er bannað að segja útrás, Icesave, stjórnmálamaður og græðgi í leikritinu. Þau orð eru bönnuð. Við erum spenntir að sjá hvernig þetta kemur út. Það er stefnan að frumsýna í lok mars." drgunni@frettabladid.is
Mest lesið „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Lífið Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Lífið Ein heitasta söngkona landsins á lausu Lífið Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Lífið Stjörnubarnið komið í heiminn Lífið Óþekkjanleg stjarna Bíó og sjónvarp Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Lífið Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Lífið Skotheld og skemmtileg hlauparáð Lífið Devin Booker á Íslandi Lífið Fleiri fréttir „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Sjá meira
Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“