Jón Arason biskup vaknar til lífsins á hvíta tjaldinu 27. febrúar 2010 05:00 Sigurjón Sighvatsson er að fara til fundar við indverska leikstjórann Shekhar Kapur til að ræða þann möguleika að hann leikstýri kvikmynd eftir bók Ólafs Gunnarssonar, Öxin og jörðin. Cate Blanchett hefur verið orðuð við hlutverk Þórunnar á Grund, dóttur Jóns Arasonar. Indverski leikstjórinn Shekhar Kapur og kvikmyndaframleiðandinn Sigurjón Sighvatsson eiga fund á næstu dögum í London til að ræða þann möguleika að Kapur leikstýri kvikmynd eftir bók Ólafs Gunnarssonar, Öxin og jörðin. Kapur hefur þegar lesið úrdrátt úr sögunni eftir Ólaf og leist ákaflega vel á en Öxin og jörðin segir frá síðustu dögum Jóns Arasonar, biskups á Hólum, sem hálshöggvinn var í Skálholti 1550 en þar með lauk kaþólskum sið á Íslandi. „Þetta er þrotlaus vinna, bæði dag og nótt. Ég er búinn að vinna að þessu máli lengi og auðvitað er gaman þegar skriður kemst á málið,“ segir Sigurjón í samtali við Fréttablaðið. Sigurjón er ákaflega ánægður með áhuga Kapur en hann gerði Elizabeth-kvikmyndirnar tvær með Cate Blanchett í aðalhlutverki. Ólafur Gunnarsson, höfundur bókarinnar, er ekki síður ánægður og spenntur. „Ég er örugglega búinn að skrifa svona tíu úrdrætti úr bókinni. Bókin er þess eðlis að það var ansi erfitt að ná tveggja síðna kjarna úr henni í svokallaðan „synopsis“ en þetta heppnaðist fyrir rest og leikstjórinn var ánægður með það sem hann las.“ Ekki er enn komið á hreint hvenær tökur hefjast en Ólafur var þess handviss um að þegar það gerðist yrði hann fyrsti maður á vettvang. „Og mér verður örugglega hent í burtu áður en um langt líður,“ segir Ólafur og hlær en bætir því við að hann hafi heyrt af því að Cate Blanchett væri orðuð við hlutverk Þórunnar á Grund, dóttur Jóns Arasonar. Shekhar Kapur er einhver virtasti leikstjóri Indverja um þessar mundir. Hann gerði hina umdeildu kvikmynd Bandit Queen sem var bönnuð í heimalandi hans. Kvikmyndirnar Elizabeth komu honum hins vegar endanlega á kortið enda margverðlaunaðar og það er ekki síst reynsla hans af sögulegum og trúarlegum kvikmyndum sem þeir Sigurjón og Ólafur hafa horft til. freyrgigja@frettabladid.is Mest lesið „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Lífið Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Lífið Hulk Hogan er látinn Lífið Ein heitasta söngkona landsins á lausu Lífið Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Lífið Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Lífið Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar Lífið Pamela smellti kossi á Neeson Lífið Litríkur karakter sem var engum líkur Lífið Devin Booker á Íslandi Lífið Fleiri fréttir Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Sjá meira
Indverski leikstjórinn Shekhar Kapur og kvikmyndaframleiðandinn Sigurjón Sighvatsson eiga fund á næstu dögum í London til að ræða þann möguleika að Kapur leikstýri kvikmynd eftir bók Ólafs Gunnarssonar, Öxin og jörðin. Kapur hefur þegar lesið úrdrátt úr sögunni eftir Ólaf og leist ákaflega vel á en Öxin og jörðin segir frá síðustu dögum Jóns Arasonar, biskups á Hólum, sem hálshöggvinn var í Skálholti 1550 en þar með lauk kaþólskum sið á Íslandi. „Þetta er þrotlaus vinna, bæði dag og nótt. Ég er búinn að vinna að þessu máli lengi og auðvitað er gaman þegar skriður kemst á málið,“ segir Sigurjón í samtali við Fréttablaðið. Sigurjón er ákaflega ánægður með áhuga Kapur en hann gerði Elizabeth-kvikmyndirnar tvær með Cate Blanchett í aðalhlutverki. Ólafur Gunnarsson, höfundur bókarinnar, er ekki síður ánægður og spenntur. „Ég er örugglega búinn að skrifa svona tíu úrdrætti úr bókinni. Bókin er þess eðlis að það var ansi erfitt að ná tveggja síðna kjarna úr henni í svokallaðan „synopsis“ en þetta heppnaðist fyrir rest og leikstjórinn var ánægður með það sem hann las.“ Ekki er enn komið á hreint hvenær tökur hefjast en Ólafur var þess handviss um að þegar það gerðist yrði hann fyrsti maður á vettvang. „Og mér verður örugglega hent í burtu áður en um langt líður,“ segir Ólafur og hlær en bætir því við að hann hafi heyrt af því að Cate Blanchett væri orðuð við hlutverk Þórunnar á Grund, dóttur Jóns Arasonar. Shekhar Kapur er einhver virtasti leikstjóri Indverja um þessar mundir. Hann gerði hina umdeildu kvikmynd Bandit Queen sem var bönnuð í heimalandi hans. Kvikmyndirnar Elizabeth komu honum hins vegar endanlega á kortið enda margverðlaunaðar og það er ekki síst reynsla hans af sögulegum og trúarlegum kvikmyndum sem þeir Sigurjón og Ólafur hafa horft til. freyrgigja@frettabladid.is
Mest lesið „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Lífið Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Lífið Hulk Hogan er látinn Lífið Ein heitasta söngkona landsins á lausu Lífið Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Lífið Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Lífið Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar Lífið Pamela smellti kossi á Neeson Lífið Litríkur karakter sem var engum líkur Lífið Devin Booker á Íslandi Lífið Fleiri fréttir Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Sjá meira
Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“