Lífið

Framleiðendur fljúga til Íslands

Hrefna Hallgrímsdóttir og Linda Ásgeirsdóttir í hlutverkum Skoppu og Skrítlu.
fréttablaðið/vilhelm
Hrefna Hallgrímsdóttir og Linda Ásgeirsdóttir í hlutverkum Skoppu og Skrítlu. fréttablaðið/vilhelm

„Þetta er rosalega spennandi. Þeir vilja koma í leikhúsið og upplifa þetta Skoppu og Skrítlu-líf," segir leikkonan Hrefna Hallgrímsdóttir.

Þrír framleiðendur sjónvarpsefnis eru á leiðinni hingað frá Los Angeles um helgina til að kynna sér betur vinkonurnar Skoppu og Skrítlu á nýrri leiksýningu þeirra í Borgarleikhúsinu. Þetta eru Steve Lyons og Íslendingurinn Freyr Thormodsson, sem hafa starfað saman að framleiðslu sjónvarpsefnis í borg englanna, og John F. Hardman. Eins og Fréttablaðið hefur áður greint frá er hann listrænn stjórnandi yfir útrás Skoppu og Skrítlu til Bandaríkjanna. Hann er fyrrverandi forstjóri Kids"WB! sem er barnaefnisarmur Warner Brothers-samsteypunnar. Kalli kanína, Batman og Scooby-Doo eru á meðal þeirra teiknimyndarisa sem stöðin hefur á sínum snærum.

Þreifingar hafa verið í gangi um að taka upp sjónvarpsþætti um Skoppu og Skrítlu sem sýna á víðs vegar um heiminn með hjálp Bandaríkjamannanna. Vilja þeir athuga hvort mögulegt sé að framleiða þættina hér á landi. „Þeir ætla að koma og sjá aðstöðuna sem við höfum upp á að bjóða hérna heima og hvort hún sé fullnægjandi," segir Hrefna.

„Við viljum skapa atvinnu hér fyrir okkar fólk. Við eigum orðið svo mikinn hafsjó af reyndu og duglegu fólki, þannig að þetta væri æðislegt." - fb










Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.