Lífið

Whitney Houston á spítala

Söngkonan Whitney Houston hefur verið lögð inn á spítala í París. Hún er með verki í nefi og hálsi, segir AFP fréttastofan.

Lífið

Gerard Butler hitti franska sjónvarpskonu

Skoski leikarinn Gerard Butler hefur ýtt undir orðróm um að hann eigi í ástarsambandi við frönsku sjónvarpskonuna Laurie Cholewa. Butler og hin 29 ára Cholewa héldust í hendur er þau gengu um Parísarborg á dögunum áður en þau snæddu rómantískan kvöldverð á veitingahúsi. Butler var staddur í Frakklandi til að kynna gamanmyndina The Bounty Hunter þar sem hann leikur á móti Jennifer Aniston. Þau hafa bæði neitað orðrómi um að þau hafi átt í ástarsambandi meðan á tökum hennar stóð.

Lífið

Getur ekki faðmað eftir lýtaaðgerðir

Raunveruleikastjarnan Heidi Montag sagði í viðtali við útvarpsmanninn Ryan Seacrest að hún ætti erfitt með að faðma fólk eftir að hafa farið í tíu lýtaaðgerðir á einum og sama deginum.

Lífið

Ofurhetjur á forsýningu

Hasarmyndin Kick-Ass verður forsýnd hérlendis um næstu helgi, viku á undan frumsýningu hennar hér heima og í Bandaríkjunum. Sýningin verður klukkan 01.00 í Kringlubíói aðfaranótt sunnudags á vegum Kvikmyndir.is og eru gestir hvattir til að mæta í ofurhetjubúningi.

Lífið

Sonur Ingvars og Eddu syngur slagara Baggalúts

„Ég ætla að syngja Sofðu hjá mér sem Baggalútur gerði. Þetta er lag sem hefur allt, flottan texta með góðri sögu og flotta laglínu,“ segir Áslákur Ingvarsson, sem er fulltrúi MH í Söngkeppni framhaldsskólanna. Keppnin, sem er sú tuttugasta í röðinni, verður haldin á Akureyri eins og

Lífið

Skammast sín ekki

Þýsku fyrirsætunni Heidi Klum finnst eðlilegt að ganga um nakin heima hjá sér og segir nekt ekki vera eitthvað sem hún skammist sín fyrir.

Lífið

Andstyggileg kona

Í viðtali við tískuritið Vogue viðurkennir leikkonan Gwyneth Paltrow að hún upplifi oft sterkar, neikvæðar tilfinningar í garð annarra, sér í lagi þeirra sem hafa gert á hennar hlut.

Lífið

Vann stærstu snjóbrettakeppni Svíþjóðar

„Þetta gekk vel,“ segir hógværi snjóbrettakappinn Halldór Helgason. Hinn 19 ára gamli Halldór stóð uppi sem sigurvegari á Oxborn Session-snjóbrettamótinu í Tandålen í Svíþjóð í lok mars. Mótið er það sterkasta í Svíþjóð, en ásamt því að vinna aðalkeppnina fékk hann sérstök aukaverðlaun fyrir hæsta stökkið. Halldór fékk 50.000 sænskar krónur í sigurlaun, en það eru um 900.000 íslenskar krónur.

Lífið

Mun ekki létta sig

Í nýlegu blaðaviðtali er haft eftir breska gamanleikaranum Ricky Gervais að hann þoli illa útlitskröfurnar sem gerðar eru í Hollywood.

Lífið

Tóku upp sumarslagara um eldgos, gellur og snakk

Mugison og rokkararnir í Reykjavík! hafa tekið upp nýtt lag saman. Það kemur út á sjálfum þjóðhátíðardegi Íslendinga, 17. júní. Mugison og Reykjavík! drifu sig í Tankinn í Önundarfirði síðastliðinn miðvikudag og hljóðrituðu lagið á einni kvöldstund. Kemur það út á sumarsafnplötu Kimi Records sem er væntanleg 17. júní.

Lífið

Skrifar barnabók um Gísla á Uppsölum

„Ég er á kafi í heimildarvinnu núna en ætla að reyna að koma henni út fyrir næstu jól,“ segir Ingibjörg Reynisdóttir, leikkona og rithöfundur. Hún er að skrifa barna- og unglingabók um einbúann Gísla Gíslason á Uppsölum.

Lífið

Madonna fór með dæturnar til Malaví

Söngkonan Madonna er þessa dagana stödd í Malaví. Þar ætlar hún að leggja hornstein að nýjum skóla fyrir stúlkur sem hún fjármagnaði sjálf. Slúðurtímaritið OK segir að hún hafi litið mjög vel út við komuna til Malaví.

Lífið

Kærar löggur kveðja

Tveir af ástsælustu lögreglumönnum Bretlands hafa látið af störfum. Þeir Jack Frost og Tom Barnaby eru sestir í helgan stein eftir að hafa leyst flóknar morðgátur um áratugaskeið.

Lífið

Skemmtistaðir með sérþjálfaða dyraverði

„Allir okkar starfsmenn eru í högg- og stunguvestum, með talstöðvar og geta með lítilli fyrirhöfn haft samband við lögreglu upp á aðstoð. Við erum síðan kannski með þrjá staði á svipuðu svæði og ef það er mikið að gera á einum er lítið mál að fá aðstoð frá öðrum," segir Stefán Stefánsson, framkvæmdastjóri öryggisfyrirtækisins Terr, sem sér um dyragæslu á ellefu skemmtistöðum í miðborg Reykjavíkur.

Lífið

Dómkirkjuprestur spændi upp malbikið í Frakklandi

„Þeir buðu tengdasyni mínum að koma út og prófa þessa bíla og hann mátti taka einhvern með sér. Hann bauð mér. Við vorum þarna með fólki frá Austur-Evrópu og Ísrael, tveir frá hverju landi,“ segir Hjálmar Jónsson dómkirkjuprestur. Hjálmar er þekktur fyrir að vera rólyndismaður en undir niðri kraumar bílaáhugamaður svo um munar. Hann komst því í hálfgert himnaríki þegar umræddur tendgasonur hans, Ólafur Björn Ólafsson, bauð honum að koma með sér til Frakklands og prufukeyra nýjustu týpuna af Benz.

Lífið

Ný listahátíð fyrir unga fólkið

Jónsvaka er ný listahátíð sem verður haldin í fyrsta sinn dagana 24.-27. júní og er markmið hennar að efla þátttöku ungra listamanna í listalífinu. Hátíðin dregur nafn sitt af Jónsmessunótt en dagurinn fyrir Jónsmessu og sjálf Jónsmessunóttin voru nefnd Jónsvaka hér árum áður.

Lífið

Elin ætlar ekki að horfa á Tiger

Elin Nordgren, eiginkona Tiger Woods, ætlar ekki að horfa á hann þegar að hann tekur þátt í Masters mótinu. Woods hélt blaðamannafund á Augusta National í Georgíu í dag. Elín var hins vegar í Orlando og sá um að sækja dóttur þeirra, Sam Alexis, í skólann.

Lífið

Fréttastofan vann spurningakeppnina

Lið fréttastofu Stöðvar 2 og Vísis sigraði í Spurningakeppni fjölmiðlanna sem fór fram á Bylgjunni um páskana. Fréttastofan lagði Fréttablaðið í lokakeppninni.

Lífið

Móðurhlutverkið reynir á

Tveggja ára gömul dóttir Nichole Richie neyddi mömmu sína til þess að skipta um föt á sér þegar að þær fóru saman í verslunarleiðangur á dögunum.

Lífið