Sonur Ingvars og Eddu syngur slagara Baggalúts 7. apríl 2010 06:00 Áslákur Ingvarsson syngur Baggalúts-slagarann Sofðu hjá mér í Söngkeppni framhaldsskólanna fyrir MH. Hann er sonur Ingvars E. Sigurðssonar og Eddu Arnljótsdóttur og segir föður sinn vera mikin pælara þegar tónlistin er annars vegar. „Ég ætla að syngja Sofðu hjá mér sem Baggalútur gerði. Þetta er lag sem hefur allt, flottan texta með góðri sögu og flotta laglínu," segir Áslákur Ingvarsson, sem er fulltrúi MH í Söngkeppni framhaldsskólanna. Keppnin, sem er sú tuttugasta í röðinni, verður haldin á Akureyri eins og undanfarin ár en hún hefur alið af sér margar af fremstu poppstjörnum Íslands á borð við Pál Óskar og Emilíönu Torrini. Áslákur er hins vegar þekktastur fyrir leik sinn í kvikmyndinni Kaldaljós eftir Hilmar Oddsson en hann var einmitt tilnefndur til Eddu-verðlaunanna árið 2004 fyrir frammistöðu sína í þeirri mynd. Hann varð þó að horfa á eftir styttunni góðu í hendurnar á föður sínum, Ingvari E. Sigurðssyni, en þeir feðgar léku einmitt aðalhlutverkin í myndinni. Hann hefur einnig leikið á fjölum Þjóðleikhússins og brá fyrir í Fornbókabúðinni, gamanþáttaröð sem sýnd var á Stöð 2. Þá er ótalið eitt Áramótaskaup. Áslákur segist þó ekki vita hvort hugurinn stefni í leiklistina þótt genin séu vissulega til staðar í bæði karl-og kvenlegg því móðir Ásláks er Edda Arnljótsdóttir leikkona. „Nei, eins og er breytast hugmyndir mínar um framtíðina daglega. Ég fór ekki í inntökuprófið fyrir leiklistardeild Listaháskólans og veit ekkert hvort ég ætli að verða eðlisfræðingur, verkfræðingur, tónsmiður eða tónlistarstjóri," segir Áslákur sem auk námsins í Menntaskólanum við Hamrahlíð leggur stund á klassískt gítarnám hjá Páli Eyjólfssyni í Tónlistarskóla Reykjavíkur. Áslákur segist raunar vera eina barnið á heimilinu sem er að læra tónlist um þessar mundir, hinir bræður hans hafi orðið íþróttum að bráð. „En ég vona að þeir vitkist og snúi aftur í tónlistina," segir Áslákur og hlær. Áslákur segir að hlustað sé mikið á tónlist á heimilinu. Og þá sérstaklega pabbi hans sem sé mikill grúskari þegar tónlist er annars vegar. „Hann á mjög gott safn af tónlist og maður fær alltaf iPodinn troðfullan af alls kyns lögum, popptónlist frá Tyrklandi, slagverkstónlist og svona mætti lengi telja. Við hlustum yfirleitt bara á þá tónlist sem okkur þykir góð, það skiptir minna máli hvaðan hún kemur." freyrgigja@frettabladid.is Mest lesið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Lífið Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Fleiri fréttir Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sjá meira
„Ég ætla að syngja Sofðu hjá mér sem Baggalútur gerði. Þetta er lag sem hefur allt, flottan texta með góðri sögu og flotta laglínu," segir Áslákur Ingvarsson, sem er fulltrúi MH í Söngkeppni framhaldsskólanna. Keppnin, sem er sú tuttugasta í röðinni, verður haldin á Akureyri eins og undanfarin ár en hún hefur alið af sér margar af fremstu poppstjörnum Íslands á borð við Pál Óskar og Emilíönu Torrini. Áslákur er hins vegar þekktastur fyrir leik sinn í kvikmyndinni Kaldaljós eftir Hilmar Oddsson en hann var einmitt tilnefndur til Eddu-verðlaunanna árið 2004 fyrir frammistöðu sína í þeirri mynd. Hann varð þó að horfa á eftir styttunni góðu í hendurnar á föður sínum, Ingvari E. Sigurðssyni, en þeir feðgar léku einmitt aðalhlutverkin í myndinni. Hann hefur einnig leikið á fjölum Þjóðleikhússins og brá fyrir í Fornbókabúðinni, gamanþáttaröð sem sýnd var á Stöð 2. Þá er ótalið eitt Áramótaskaup. Áslákur segist þó ekki vita hvort hugurinn stefni í leiklistina þótt genin séu vissulega til staðar í bæði karl-og kvenlegg því móðir Ásláks er Edda Arnljótsdóttir leikkona. „Nei, eins og er breytast hugmyndir mínar um framtíðina daglega. Ég fór ekki í inntökuprófið fyrir leiklistardeild Listaháskólans og veit ekkert hvort ég ætli að verða eðlisfræðingur, verkfræðingur, tónsmiður eða tónlistarstjóri," segir Áslákur sem auk námsins í Menntaskólanum við Hamrahlíð leggur stund á klassískt gítarnám hjá Páli Eyjólfssyni í Tónlistarskóla Reykjavíkur. Áslákur segist raunar vera eina barnið á heimilinu sem er að læra tónlist um þessar mundir, hinir bræður hans hafi orðið íþróttum að bráð. „En ég vona að þeir vitkist og snúi aftur í tónlistina," segir Áslákur og hlær. Áslákur segir að hlustað sé mikið á tónlist á heimilinu. Og þá sérstaklega pabbi hans sem sé mikill grúskari þegar tónlist er annars vegar. „Hann á mjög gott safn af tónlist og maður fær alltaf iPodinn troðfullan af alls kyns lögum, popptónlist frá Tyrklandi, slagverkstónlist og svona mætti lengi telja. Við hlustum yfirleitt bara á þá tónlist sem okkur þykir góð, það skiptir minna máli hvaðan hún kemur." freyrgigja@frettabladid.is
Mest lesið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Lífið Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Fleiri fréttir Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sjá meira