Íslenski boltinn

Andri enn frá vegna meiðsla | Gunnar Már tæpur

Þó nokkuð er um forföll í leikmannahópi ÍBV þessa dagana en óvíst er hvenær fyrirliðinn Andri Ólafsson geti byrjað að spila á ný. Gunnar Már Guðmundsson meiddist nýlega en vonir eru bundnar við að hann geti náð fyrsta leik í Pepsi-deildinni.

Íslenski boltinn

Guðmundur Reynir missir af tveimur fyrstu leikjum KR

Guðmundur Reynir Gunnarsson, leikmaður KR, mun að óbreyttu missa af fyrstu tveimur leikjum liðsins í Pepsi-deildinni í knattspyrnu í sumar. Guðmundur Reynir er í skiptinámi í Harvard í Bandaríkjunum og síðasta próf misserisins er 10. maí. Guðmundur á bókað flug heim daginn eftir.

Íslenski boltinn

19 ára stelpurnar úr leik - töpuðu naumt á móti Frökkum

Íslenska 19 ára landsliðinu í fótbolta tókst ekki að tryggja sér sæti í úrslitakeppnin EM en það var ljóst eftir 1-0 tap á móti Frökkum í lokaleik riðilsins í dag. Íslensku stelpurnar fengu eitt stig og enduðu í neðsta sæti í riðlinum. Rúmenar urðu efstir og tryggðu sér því sæti í úrslitakeppninni.

Íslenski boltinn

Stelpurnar komnar með bakið upp við vegg

Tap íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu gegn Belgíu í gærkvöldi breytti stöðu liðsins í undankeppninni til hins verra. Sigur hefði sett landsliðið í nokkuð afgerandi forystusæti en tapið þýðir að liðið má vart við að tapa stigum í þeim fjórum leikjum sem eftir eru.

Íslenski boltinn

Knattspyrnudómarar styðja Mottumars

Í morgun afhentu knattspyrnudómarar Krabbameinsfélaginu 600 þúsund krónur í styrk vegna Mottumars. Hver og einn sem dæmdi í Lengjubikarnum í marsmánuði lagði fram því sem nemur launum fyrir að dæma einn leik.

Íslenski boltinn

Skúli Jón semur ekki við Sogndal - á leið í annað erlent lið

Skúli Jón Friðgeirsson, varnarmaður Íslandsmeistara KR, semur ekki við norska félagið Sogndal en mun engu að síður semja við annað erlent félag og spilar því ekki með KR í Pepsi-deildinni í sumar. Skúli Jón vill ekki gefa það upp um hvaða lið er að ræða en segir að hann gangi frá samningi við það á morgun.

Íslenski boltinn

Ofbeldi vegur þyngra en níð

Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, er ekki sammála þeirri gagnrýni Leiknis að vægt hafi verið tekið á leikmanni 3. flokks KR sem beitti leikmann Leiknis kynþáttaníð. Geir segir að KSÍ hafi beitt sér fyrir því að uppræta fordóma. "Það getur enginn tekið lögin i sínar eigin hendur," segir Geir.

Íslenski boltinn

Svarthvítur Jesús á Akureyri

Akureyringum og nærsveitungum brá vafalítið í brún í miðbæ Akureyrar í gærkvöldi þar sem svo virtist sem heilagur Jesús Kristur væri mættur til leiks. Þegar betur var að gáð var um Björn Jónsson, knattspyrnumann úr KR, að ræða.

Íslenski boltinn

Þetta tilboð var brandari

Kristinn Kjærnested, formaður knattspyrnudeildar KR, segir lánstilboð Sogndal í Skúla Jón Friðgeirsson hafa verið hlægilegt. Honum líst mjög illa á þá þróun að norsk lið vilji fá bestu íslensku strákana lánaða fyrir litlar upphæðir.

Íslenski boltinn

Sogndal vill fá Skúla Jón

Norsk félög halda áfram að kroppa í bestu leikmenn Pepsi-deildarinnar því samkvæmt heimildum Vísis er úrvalsdeildarliðið Sogndal á eftir Skúla Jóni Friðgeirssyni, varnarmanni KR.

Íslenski boltinn

Íslensku strákarnir fengu stig gegn Dönum

Íslenska landsliðið í knattspyrnu skipað drengjum 17 ára og yngri gerði 2-2 jafntefli gegn Dönum í fyrsta leik sínum í milliriðli Evrópumótsins í kvöld. Íslensku strákarnir jöfnuðu leikinn í tvígang en leikið var á Cappielow Park í Greenock í Skotlandi.

Íslenski boltinn