Íslenski boltinn

Helena tekur við Val af Gunnari

Helena Ólafsdóttir var í kvöld ráðin þjálfari meistaraflokks kvenna hjá Val og tekur hún við starfinu af Gunnari Rafni Borgþórssyni. Gunnar Rafn tók við Val árið 2010 og gerði liðið að bikarmeisturum í fyrra.

Íslenski boltinn

Einar: Þetta er rosalega stórt skref

Einar Hjörleifsson, markvörður Víkinga, var mættur út á sjó aðeins nokkrum tímum eftir að Ólafsvíkur-Víkingar tryggðu sér sæti í Pepsi-deild karla. Skipstjórinn var á leiknum og hafði alveg skilning á því að Einar mætti syfjaður í vinnuna í gærmorgun.

Íslenski boltinn

Bjarki Gunnlaugs: Átti eitthvað inni hjá fótboltaguðinum

Bjarki Gunnlaugsson var í viðtali hjá Hirti Hjartarsyni í Boltanum á X-inu í dag og ræddi þá um Íslandsmeistaratitilinn sem hann vann með FH í gærkvöldi. Bjarki hefur ákveðið að þetta sé hans síðasta tímabil í boltanum og það tókst hjá honum að enda ferilinn sem Íslandsmeistari.

Íslenski boltinn

Pepsi-mörkin: Markaregnið úr 19. umferð

Nítjánda umferð Pepsi-deildar karla fór fram í gærkvöld. FH-ingar tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn með 2-2 jafntefli gegn Stjörnunni og Grindvíkingar féllu úr efstu deild. Farið var yfir gang mála í leikjunum í þættinum Pepsi-mörkin á Stöð 2 sport. Markaregnið er að þessu sinni skreytt með tónlist frá íslensku hljómsveitinni Lights on the highway - Lagið heitir: Leiðin heim.

Íslenski boltinn

Jafntefli gæti fært FH-ingum titilinn

Pepsi-deild karla fer aftur af stað á morgun eftir þrettán daga landsleikjahlé og það gæti farið svo að FH-ingar tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn og Grindavík félli þótt enn væru þrjár umferðir eftir af deildinni.

Íslenski boltinn

Edda: Verðum eins og vel samstilltur kvennakór

Edda Garðarsdóttir mun væntanlega leika sinn 94. landsleik í dag þegar íslenska kvennalandsliðið fær Norður-Írland í heimsókn á Laugardalsvöllinn í næstsíðasta leik sínum í undankeppni EM í Svíþjóð en með sigri tryggja íslensku stelpurnar sér í það minnsta þátttökurétt í umspili um sæti í úrslitakeppninni á næsta ári.

Íslenski boltinn

Nýju markaprinsessur landsliðsins

Margrét Lára Viðarsdóttir hefur verið markadrottning kvennalandsliðsins í mörg ár en Elín Metta og Sandra María, tvær 17 ára stelpur, slógu í gegn í Pepsi-deild kvenna í ár og eru í íslenska landsliðshópnum fyrir gríðarlega mikilvæga leiki í undankeppni EM.

Íslenski boltinn

Allar með á æfingu nema Rakel Hönnudóttir

Margrét Lára Viðarsdóttir og Katrín Jónsdóttir voru báðar með á æfingu kvennalandsliðsins í dag og það er mikil bjartsýni í íslenska hópnum um að þær geti báðar verið með á móti Norður-Írlandi á morgun í næstsíðasta leik íslenska liðsins í undankeppni EM. Sigur tryggir íslenska liðinu í það minnsta þátttökurétt í umspilsleikjum um sæti í úrslitakeppni EM.

Íslenski boltinn

Lærið í lagi en ökklinn teygður hjá Katrínu fyrirliða

Katrín Jónsdóttir, fyrirliði íslenska kvennalands-liðsins, er bjartsýn á að geta tekið þátt í afar mikilvægum landsleikjum á móti Norður-Írlandi og Noregi í undankeppni EM. Katrín æfði ekki með liðinu í gær en það var þó vegna annarra meiðsla en ógnuðu þátttöku hennar í lokaleikjum undankeppninnar.

Íslenski boltinn

Margrét Lára fer í aðgerð við fyrsta tækifæri

Margrét Lára Viðarsdóttir er komin til móts við íslenska kvennalandsliðið og verður væntanlega með í mikilvægum leikjum á móti Norður-Írlandi og Noregi. Markahæsti leikmaður liðsins var ekki í hópnum til að byrja með vegna meiðsla en tók þátt í síðasta leik Kristianstad og landsliðsþjálfarinn kallaði á hana í framhaldinu.

Íslenski boltinn

Utan vallar: Upp með hausinn og áfram gakk!

Íslenskir knattspyrnuáhugamenn eru búnir að fara allan tilfinningaskalann síðustu daga. Fyrst vannst frábær sigur á Norðmönnum, sem hleypti mestu bjartsýnismönnum á mikið flug, en í kjölfarið fylgdi skellur á Kýpur sem kom öllum niður á jörðina. Þó svo tapið gegn Kýpur hafi verið sárt og leikurinn hreinasta hörmung hjá íslenska liðinu þá eru knattspyrnuáhugamenn almennt jákvæðir fyrir íslenska liðinu. Það er líka full ástæða til.

Íslenski boltinn