Íslenski boltinn

Stelpurnar tryggðu sér níunda sætið

Íslenska kvennalandsliðið vann sannfærandi 4-1 sigur á Ungverjum í leiknum um níunda sætið Algarve mótinu í fótbolta í dag. Íslenska liðið hafði tapað fyrstu þremur leikjum sínum á mótinu en hafði mikla yfirburði í leiknum í dag.

Íslenski boltinn

James færist nær ÍBV

Markvörðurinn David James hefur fengið sig lausan hjá enska C-deildarliðinu Bournemouth. Það stendur því ekkert í vegi fyrir því að hann gangi í raðir ÍBV hafi hann áhuga á því.

Íslenski boltinn

Blikar alltaf viljugir að selja

Breiðablik hefur selt níu leikmenn til atvinnumannaliða í Evrópu á undanförnum fjórum árum og þrír til viðbótar eru á leiðinni út. Um þúsund krakkar, sextán ára og yngri, eru að æfa með yngri flokkum félagsins.

Íslenski boltinn

Guðbjörg fer til Algarve

Guðbjörg Gunnarsdóttir, landsliðsmarkvörður í fótbolta, mun fara með íslenska landsliðinu til Algarve í næstu viku en hún hefur verið að glíma við veikindi og lá á sjúkrahúsi í marga daga í síðustu viku.

Íslenski boltinn

Viðar Örn samdi við Fylkismenn

Viðar Örn Kjartansson skrifaði í kvöld undir þriggja ára samning við Fylki og mun því spila áfram í Pepsi-deildinni næsta sumar. Viðar hefur verið að leita sér að liði í efstu deild eftir að Selfoss féll úr deildinni síðasta haust. Þetta kemur fram á vefsíðunni fótbolti.net.

Íslenski boltinn

Algarve-hópurinn klár hjá Sigga Ragga

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari, hefur valið hópinn sem leikur á Algarvemótinu sem hefst miðvikudaginn 6. mars. Sigurður Ragnar velur 23 leikmenn til fararinnar og þar af er einn nýliði, Birna Kristjánsdóttir úr Breiðabliki.

Íslenski boltinn

Fylkir samdi við Punyed

Pablo Punyed, varnaramaður frá El Salvador, mun spila með Fylkismönnum í Pepsi-deild karla í sumar en hann lék síðast með Fjölnismönnum í 1. deildinni.

Íslenski boltinn

20 milljóna króna ölmusuferð

"Við fórum í björgunarleiðangur – svokallaða ölmusuferð til Reykjavíkur,“ segir Jónas Þórhallsson, formaður knattspyrnudeildar Grindavíkur. Taka þurfti til í fjárhagsmálum deildarinnar og stendur sú vinna yfir.

Íslenski boltinn