Íslenski boltinn

Freyr: Við pökkuðum þeim saman

Breiðhyltingar voru í aðalhlutverki í úrslitaleik VISA-bikars kvenna í dag. Laufey Ólafsdóttir og Kristín Ýr Bjarnadóttir, sem skoruðu fjögur af fimm mörkum Vals, hófu feril sinn í Leikni í Breiðholtinu rétt eins og þjálfarinn Freyr Alexandersson.

Íslenski boltinn

Áttundi bikarúrslitaleikur Vals og Breiðabliks í kvennaflokki

Tvö sigursælustu félög í sögu bikarkeppni kvenna, Valur og Breiðablik mætast í dag í 25. bikarúrslitaleik kvenna frá upphafi og hefst leikurinn klukkan 14.00 á Laugardalsvellinum. Þetta verður í áttunda sinn sem þessi tvö lið mætast í bikarúrslitaleik kvenna þar af í fimmta sinn sem leikur liðanna fer fram á Laugardalsvellinum.

Íslenski boltinn

Freyr: Finn að liðið er sært frá því í fyrra

Freyr Alexandersson, þjálfari Vals, er í viðtali á vef Knattspyrnusambands Íslands vegna bikarúrslitaleik Vals og Breiðabliks sem fram fer á Laugardalsvellinum í dag. Valskonur sem hafa unnið Íslandsmeistaratitilinn undanfarin fjögur ár geta þar unnið sinn fyrsta bikarmeistaratitil síðan 2006.

Íslenski boltinn

Þorsteinn farinn að þjálfa 3. flokk hjá KR

Þorsteinn Halldórsson hefur verið ráðinn þjálfari 3. flokks karla hjá KR ásamt bróður sínum Valþóri Halldórssyni en Þorsteinn tók við liði Þróttar í Pepsi-deild karla um mitt sumar en náði ekki að bjarga liðinu frá falli. Þorsteinn verður aðalþjálfari 3. flokks og Valþór aðstoðarþjálfari en þetta kemur fram á heimasíðu KR-inga.

Íslenski boltinn

Ingvar Kale: Þessi leikur var stál í stál

„Mig hafði ekki dreymt um að vinna titil á fyrsta árinu mínu hérna," sagði Ingvar Kale, markvörður Breiðabliks, eftir sigurinn í bikarúrslitaleiknum í dag. Ingvar varði vítaspyrnu frá Hjálmari Þórarinssyni í vítaspyrnukeppninni.

Íslenski boltinn

Breiðablik bikarmeistari karla í fyrsta sinn

Breiðablik varð bikarmeistari karla í dag eftir 5-4 sigur á Fram í vítakeppni eftir að liðin höfðu gert 2-2 jafntefli í úrslitaleiknum. Staðan var 1-1 eftir 90 mínútur en bæði lið skoruðu vítamark í framlengingunni.Úrslitin réðust þegar Framarinn Paul McShane skaut í slánna úr sjöttu vítaspyrnu Fram í leiknum en áður höfðu markverðir liðanna varið eina spyrnu hvor.

Íslenski boltinn

Óskar Örn áfram hjá KR

Óskar Örn Hauksson skrifaði í hádeginu í dag undir nýjan þriggja ára samning við KR. Þetta staðfesti Rúnar Kristinsson, yfirmaður íþróttamála hjá félaginu, í samtali við Vísi.

Íslenski boltinn

Prince Rajcomar samdi við ungverskt lið

Prince Rajcomar hefur gert fjögurra ára samning við ungverska félagið Zalaegerszegi TE en þetta kemur fram á síðunni krreykjavik.is í dag. Það gekk lítið upp hjá þessum hollenska framherja sitt eina ár í herbúðum KR en þar á undan lék hann í tvö ár með Breiðabliki.

Íslenski boltinn

Ólafur Jóhannesson búinn að skrifa undir nýjan samning

Ólafur Jóhannesson verður áfram karlalandsliðsþjálfari í knattspyrnu en hann skrifaði undir nýjan tveggja ára samning í dag. Ólafur tók við landsliðinu af Eyjólfi Sverrissyni í lok október 2007 eftir að hafa unnið fjóra stóra titla með FH frá 2004 til 2007. Hann mun stjórna landsliðinu út undankeppni EM 2012..

Íslenski boltinn