Handbolti

Kiel tapaði í fyrsta skipti í þrjú ár á heimavelli

Ótrúlegur atburður átti sér stað í þýska handboltanum í dag þegar Kiel tapaði á heimavelli, 29-25, fyrir Melsungen en liðið hefur ekki tapað leik í deildinni í eitt og hálft ár og töpuðu síðast á heimavelli í deildinni í september árið 2009.

Handbolti

Ólafur heitur í liði Flensburg

Ólafur Gústafsson heldur áfram að standa sig frábærlega með Flensburg í þýsku úrvalsdeildinni. Hann skoraði í dag fimm mörk í sigri liðsins, 29-30, gegn Minden.

Handbolti

Naumur sigur hjá Wetzlar

Spútniklið Wetzlar í þýsku úrvalsdeildinni í handknattleik gefur ekkert eftir og er komið aftur í þriðja sæti deildarinnar. Wetzlar vann í kvöld útisigur, 29-30, á TuS N-Lübbecke. Þetta var tíundi sigur Wetzlar í fimmtán leikjum.

Handbolti

Ísland-Rússland | Lágvaxnasta liðið á EM mætir því hávaxnasta

Íslenska kvennalandsliðið mætir Rússlandi í kvöld í úrslitaleik um sæti í milliriðli á EM kvenna í handbolta í Serbíu en íslensku stelpurnar verða að vinna leikinn til þess að slá Rússana út. Það er óhætt að segja að íslenska liðið ráðist ekki á garðinn þar sem hann er lægstur.

Handbolti

Þær rússnesku rosalegar á lokamínútunum

Íslenska kvennalandsliðið mætir Rússlandi í kvöld í síðasta leik sínum í riðlakeppni EM kvenna í handbolta í Serbíu en í boði er sæti í milliriðli keppninnar. Þetta verður erfitt verkefni fyrir íslensku stelpurnar og þær verða að passa sig á lokakaflanum þar sem Rússarnir hafa farið á kostum.

Handbolti

Allir níu leikirnir við Rússa hafa tapast stórt

Íslenska kvennalandsliðið getur slegið margar flugur í einu höggi í kvöld takist stelpunum að vinna Rússa í síðasta leik sínum í riðlakeppni EM kvenna í handbolta í Serbíu. Íslenska liðið getur þar unnið sinn fyrsta leik á EM, komist í fyrsta sinn í milliriðil á EM og unnið Rússland í fyrsta sinn.

Handbolti

Hanna Guðrún stríddi liðsfélögum sínum í viðtölunum

Hanna Guðrún Stefánsdóttir er létt og skemmtileg og notar greinilega hvert tækifæri til að koma liðsfélögum sínum í íslenska kvennalandsliðinu í enn betra skap. Fjölmiðlamenn fengu að kynnast prakkaranum Hönnu Guðrún Stefánsdóttur í viðtölum eftir æfingu liðsins í gær.

Handbolti

Hrafnhildur: Forréttindi að fá þennan úrslitaleik

"Þetta er búinn að vera góður dagur. Við erum búnar að fá að fara niður í bæ og ná að rölta aðeins um Vrsac. Við erum bara búnar að hafa það kósí og fórum meira segja og fengum okkur pizzu," sagði Hrafnhildur Skúladóttir, fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins, um daginn í gær þar sem íslenska liðið reyndi að safna orku fyrir átökin á móti Rússum í kvöld.

Handbolti

Jenný: Þetta er bara eins og bikarúrslitaleikur

Jenný Ásmundsdóttir hefur spilað þrjá góða hálfleiki í fyrstu tveimur leikjum íslenska liðsins á Evrópumóti kvenna í handbolta í Serbíu en það er ljóst að hún þarf að vera í stuði á móti Rússum í kvöld ætli íslensku stelpurnar að tryggja sér sæti í milliriðlinum.

Handbolti

Ólafur Stefánsson samdi við lið í Katar

Ólafur Stefánsson hefur samið við handboltaliðið Lakhwiya Sports Club í Doha í Katar. Hinn 39 ára gamli leikmaður mun fara til Katar í janúar og leika með liðinu út leiktíðina. Frá þessu er greint á vefsíðunni Handball World. Wolfgang Gütschow, umboðsmaður Ólafs, staðfestir þetta í samtali við Handball World.

Handbolti

Lítur betur út með Rakel - verður með í kvöld

Rakel Dögg Bragdóttir missti af æfingu íslenska kvennalandsliðsins í gær vegna veikinda og Ágúst Jóhannsson þjálfari liðsins var ekki alltof bjartsýnn í gærkvöld um það hvort að hún gæti spilað á móti Rússlandi í kvöld í lokaleik íslenska liðsins í riðlakeppninni á EM kvenna í handbolta í Serbíu.

Handbolti

Þjálfari Rúmena óskaði eftir íslenskum sigri

Lokaumferðin í D-riðli á EM kvenna í handbolta í Serbíu fer fram í kvöld og þar spila Ísland og Rússland úrslitaleik um sæti í milliriðlinum. Rúmenía tryggði sér sæti í milliriðlinum með sigri sínum á Íslandi í fyrrakvöld en mun hinsvegar græða á íslenskum sigri á morgun.

Handbolti

Dagný: Þurfum allar að eiga hundrað prósent leik

Dagný Skúladóttir og aðrir hornamenn íslenska kvennalandsliðsins í handbolta fá vonandi fleiri tækifæri á því að skora hraðaupphlaupsmörk á móti Rússum í kvöld en í fyrstu tveimur leikjum liðsins á EM í handbolta kvenna í Serbíu. Íslenska liðið þarf sigur til þess að komast upp úr riðlinum.

Handbolti

Ágúst: Getum brotið blað í sögunni

"Það gengur ágætlega að skipuleggja þetta. Æfingin í kvöld var ágæt þar sem reyndum að fara aðeins yfir sóknarleikinn. Við erum að reyna að fá aðeins meiri breidd í sóknarleikinn og að stelpurnar noti betur völlinn en fari ekki of mikið inn á miðjuna. Við þurfum að geta teygt aðeins á Rússunum og þurfum líka að skjóta bæði undirskotum og skotum í skrefinu á þær því þær eru gríðarlega hávaxnar og sækja okkur ekki langt út," sagði Ágúst Jóhannsson eftir æfingu íslenska liðsins í gær.

Handbolti

Serbneski þjálfarinn sleppur við refsingu

Sasa Boskovic, þjálfari kvennaliðs Serbíu í handbolta, var í kastljósinu í gær þegar sýndar voru myndir af honum toga í leikmann norska landsliðsins sem var inni á vellinum. Baskovic togaði í keppnistreyju Linn Jørum Sulland, hægri hornamanns Norðmanna – og hann togaði einnig í höndina á henni.

Handbolti

Mömmurnar í íslenska landsliðinu

Fjórir leikmenn íslenska landsliðsins sameina móðurhlutverkið og handboltann og hafa allar unnið sér aftur sæti í landsliðinu eftir barnsburð. Hrafnhildur Skúladóttir, Guðný Jenný Ásmundsdóttir, Dagný Skúladóttir og Jóna Margrét Ragnarsdóttir eiga saman sjö börn.

Handbolti

Stelpurnar geta slegið Rússa úr leik

„Við erum að reyna að hreinsa hugann og ætlum að koma brjálaðar í leikinn á morgun. Við þurfum að gleyma því sem er búið, koma ferskar til leiks og með hausinn hundrað prósent í lagi. Ég hef aðeins verið að svekkja mig á því hvernig er búið að ganga þannig að ég held að maður þurfi bara að byrja upp á nýtt," sagði Stella Sigurðardóttir um leikinn mikilvæga á móti Rússum á EM kvenna í handbolta í kvöld.

Handbolti

Ágúst ekki bjartsýnn á að Rakel geti spilað á morgun

Ágúst Jóhannsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins, er ekki bjartsýnn á að Rakel Dögg Bragadóttir verðir búin að ná sér af veikindum fyrir leikinn mikilvæga á móti Rússum á EM kvenna í handbolta á morgun. Rakel veiktist í morgun og var ekki með landsliðinu á æfingu í kvöld.

Handbolti

Fjögur lið komin áfram úr riðlum C og D - tvö sæti laus

Svartfjallaland og Rúmenía tryggðu sér í gær sæti í milliriðli á Evrópumótinu í handbolta kvenna í Serbíu, Svartfjallaland með því að vinna Rússa en Rúmenar með því að vinna Ísland í spennuleik. Tvær aðrar þjóðir tryggðu sig einnig áfram í gær en þær rru báðar í C-riðlinum.

Handbolti

Umfjöllun og viðtöl: FH - ÍR 34-29

FH vann flottan sigur á ÍR, 34-29, í Kaplakrika í kvöld en heimamenn höfðu yfirhöndina allan leikinn og var sigurinn aldrei í hættu. FH tyllti sér því í annað sæti deildarinnar með 13 stig. Ásbjörn Friðriksson var atkvæðamestur í liði FH með átta mörk en Guðni Már Kristinsson gerði sjö fyrir ÍR.

Handbolti

Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Afturelding 27-17

Haukar héldu áfram sigurgöngu sinni í N1-deild karla, þegar þeir sigruðu Aftureldingu 27:17 á heimavelli sínum að Ásvöllum í kvöld. Eins og tölurnar bera með sér, var sigurinn býsna sanngjarn og gestirnir náðu ekki að ógna toppliðinu að ráði þrátt fyrir fína baráttu. Haukar sitja því taplausir á topp deildarinnar með 21 stig þegar ellefu leikir eru búnir.

Handbolti