Leik lokið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Hjörvar Ólafsson skrifar 19. maí 2025 21:03 Kjartan Kári skaut FH úr botnsætinu. Vísir/Anton Brink FH kom sér upp úr botnsæti Bestu-deildar karla í fótbolta með 3-1 sigri sínum gegn ÍA í sjöundu umferð deildarinnar á Elkem-vellinum á Akranesi í kvöld. Það voru lið sem hafa farið rólega af stað í stigasöfnun sinni í sumar sem leiddu saman hesta sína í blíðskaparveðri á Akranesi en fyrir leikinn vermdi FH botnsætið með fjögur stig á meðan Skagamenn sátu í því tíunda með sex stig. KA var þar á milli með sín fimm stig. Eftir tæplega stundarfjórðungs leik kom Kjartan Kári FH-ingum yfir en í aðdraganda þess marks slapp Úlfur Ágúst Björnsson einn í gegnum vörn Skagaliðsins en skaut boltanum í stöngina. Boltinn hrökk til Kjartans Kára sem lét skotið ríða af rétt utan vítateigs og boltinn fór framhjá Árna Marínó Einarssyni sem hefði líklega viljað gera betur í marki heimamanna. Kjartan Kári þarna búinn að opna markareikning en hann og Úlfur Ágúst fengu fín færi til þess að bæta við mörkum bæði í fyrri og svo seinni hálfleik. Skagamenn komu sterkir inn í seinni hálfleikinn og í upphafi seinni hálfleiks var Viktor Jónsson einu sinni sem oftar réttur maður á réttum stað á fjærstönginni og setti boltann í netið af stuttu færi eftir góða sendingu frá Jóni Gísla Eylandi Gíslasyni utan af hægri kantinum. Skömmu síðar slapp Gísli Laxdal Unnarsson einn í gegnum vörn FH-inga en Mathias Rosenörn gerði vel þar í að verja og Rosenörn varði einnig frábærlega skot Rúnars Más Sigurjónsson sem stefndi upp í samskeytin. Kjartan Kári kom FH í 2-1 á 78. mínútu leiksins. Eftir léttan reitarbolta í vítateig Skagamanna lagði Baldur Kári Helgason boltann á Kjartan sem setti boltann upp í fjærhornið. Tómas Orri Róbertsson rak svo síðasta naglann í líkkistu Skagaliðsins og innsiglaði sigur FH þremur mínútum síðar þegar hann kláraði færið snyrtilega eftir góðan undirbúning hjá Birki Val Jónssyni. Eftir þennan sigur FH er liðið komið upp í tíunda sæti með sín sjö stig, ÍA er í næstneðsta sæti með sex stig og KA rekur lestina með fimm stig. Jón Þór Hauksson, þjálfari ÍAVísir/Jón Gautur Jón Þór: Höldum áfram að fá á okkur ódýr mörk „Við vorum með fín tök á þessum leik allan tímann. Við komum sterkir inn í leikinn og svo öflugir inn í seinni hálfleikinn. Það er hins vegar sama sagan hjá okkur og hefur verið í upphafi þessa sumars að við erum að fá á okkur allt of ódýr mörk,“ sagði Jón Þór Hauksson, þjálfari Skagaliðsins, ósáttur við niðurstöðuna en sáttur við margt í spilamennskunni. „Við sleppum nokkrum sinnum einir í gegn í þessum leik og Gísli Laxdal hefði getað komið okkur yfir en nær ekki að klára það færi. Mathias ver svo vel frá Rúnari Má og við fengum fjölmargar stöður og sjénsa á að skora fleiri en eitt mark í þessum leik,“ sagði Jón Þór þar að auki. Skagamenn sem byggðu góðan árangur sinn á sterkum varnarleik síðasta sumar hafa nú fengið á sig 18 mörk í fyrstu sjö deildarleikjum þessa keppnistímabils. Jón Þór er full meðvitaður um að slík tölfræði kann ekki góðri lukku að stýra. „Það er hins vegar ljóst að ef að við höldum áfram að fá á okkur svo mörg ódýr mörk og nýtum ekki sjénsana þá verða stigin fá. Við getum tekið fullt jákvætt úr þessum leik en við fáum ekkert fyrir það í stigum talið og um það snýst þetta,“ sagði hann. Heimir: Gott að ná loksins í sigur á útivelli „Við spiluðum fínan leik þó að frammistaðan hafi ekki verið fullkominn. Við erum að innbyrða fysti sigurinn á útivilli eftir að hafa spilað fimm útileiki án sigurs það sem af er sumri. Það er mjög jákvætt og við getum tekið fjölmargt með okkur í næstu verkefni,“ sagði Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, sáttur að leik loknum. „Við spiluðum varnarleikinn vel heilt yfir og fyrir utan tvö skipsti þar sem þeir sleppa í gegn þar sem Mathias bjargaði okkur. Við gleymdum okkur svo með Viktor á fjærstönginni sem var ekki nógu gott. Ég held að hálfur fundurinn minn fyrir leikinn hafi verið um Viktor á fjær en það var því miður ekki nóg,“ sagði Heimir enn fremur. „Við vorum öflugir í skyndisóknum í þessum leik og Kjartan Kári var góður fyrir okkur þar. Það er mikilvægt fyrir okkur að Kjartan Kári sé kominn á blað. Faqa var öflgur í varnarleiknum og það voru fleiri frammistöður sem gefa góð fyriheit fyrir framhaldið,“ sagði hann um sína menn. „Við höfum náð að spila á nánast sama byrjunarliði í síðustu þremur leikjum okkur og náð í tvö sigra. Nú þurfum við að ná fram stöðugleika í spilamennsku okkar, sérstaklega í varnarleiknum. Mér finnst við hafa verið að bæta okkur þar en það er bara gamla tuggan. Við þurfum að vera duglegir í vikunni á æfingasvæðinu að halda áfram að bæta okkur á öllum sviðum leiksins,“ sagði Heimir um framhaldið. Heimir guðjónsson var vitanlega sáttur við lærisveina sína á Skaganum í kvöld. Vísir/Anton Brink Besta deild karla ÍA FH
FH kom sér upp úr botnsæti Bestu-deildar karla í fótbolta með 3-1 sigri sínum gegn ÍA í sjöundu umferð deildarinnar á Elkem-vellinum á Akranesi í kvöld. Það voru lið sem hafa farið rólega af stað í stigasöfnun sinni í sumar sem leiddu saman hesta sína í blíðskaparveðri á Akranesi en fyrir leikinn vermdi FH botnsætið með fjögur stig á meðan Skagamenn sátu í því tíunda með sex stig. KA var þar á milli með sín fimm stig. Eftir tæplega stundarfjórðungs leik kom Kjartan Kári FH-ingum yfir en í aðdraganda þess marks slapp Úlfur Ágúst Björnsson einn í gegnum vörn Skagaliðsins en skaut boltanum í stöngina. Boltinn hrökk til Kjartans Kára sem lét skotið ríða af rétt utan vítateigs og boltinn fór framhjá Árna Marínó Einarssyni sem hefði líklega viljað gera betur í marki heimamanna. Kjartan Kári þarna búinn að opna markareikning en hann og Úlfur Ágúst fengu fín færi til þess að bæta við mörkum bæði í fyrri og svo seinni hálfleik. Skagamenn komu sterkir inn í seinni hálfleikinn og í upphafi seinni hálfleiks var Viktor Jónsson einu sinni sem oftar réttur maður á réttum stað á fjærstönginni og setti boltann í netið af stuttu færi eftir góða sendingu frá Jóni Gísla Eylandi Gíslasyni utan af hægri kantinum. Skömmu síðar slapp Gísli Laxdal Unnarsson einn í gegnum vörn FH-inga en Mathias Rosenörn gerði vel þar í að verja og Rosenörn varði einnig frábærlega skot Rúnars Más Sigurjónsson sem stefndi upp í samskeytin. Kjartan Kári kom FH í 2-1 á 78. mínútu leiksins. Eftir léttan reitarbolta í vítateig Skagamanna lagði Baldur Kári Helgason boltann á Kjartan sem setti boltann upp í fjærhornið. Tómas Orri Róbertsson rak svo síðasta naglann í líkkistu Skagaliðsins og innsiglaði sigur FH þremur mínútum síðar þegar hann kláraði færið snyrtilega eftir góðan undirbúning hjá Birki Val Jónssyni. Eftir þennan sigur FH er liðið komið upp í tíunda sæti með sín sjö stig, ÍA er í næstneðsta sæti með sex stig og KA rekur lestina með fimm stig. Jón Þór Hauksson, þjálfari ÍAVísir/Jón Gautur Jón Þór: Höldum áfram að fá á okkur ódýr mörk „Við vorum með fín tök á þessum leik allan tímann. Við komum sterkir inn í leikinn og svo öflugir inn í seinni hálfleikinn. Það er hins vegar sama sagan hjá okkur og hefur verið í upphafi þessa sumars að við erum að fá á okkur allt of ódýr mörk,“ sagði Jón Þór Hauksson, þjálfari Skagaliðsins, ósáttur við niðurstöðuna en sáttur við margt í spilamennskunni. „Við sleppum nokkrum sinnum einir í gegn í þessum leik og Gísli Laxdal hefði getað komið okkur yfir en nær ekki að klára það færi. Mathias ver svo vel frá Rúnari Má og við fengum fjölmargar stöður og sjénsa á að skora fleiri en eitt mark í þessum leik,“ sagði Jón Þór þar að auki. Skagamenn sem byggðu góðan árangur sinn á sterkum varnarleik síðasta sumar hafa nú fengið á sig 18 mörk í fyrstu sjö deildarleikjum þessa keppnistímabils. Jón Þór er full meðvitaður um að slík tölfræði kann ekki góðri lukku að stýra. „Það er hins vegar ljóst að ef að við höldum áfram að fá á okkur svo mörg ódýr mörk og nýtum ekki sjénsana þá verða stigin fá. Við getum tekið fullt jákvætt úr þessum leik en við fáum ekkert fyrir það í stigum talið og um það snýst þetta,“ sagði hann. Heimir: Gott að ná loksins í sigur á útivelli „Við spiluðum fínan leik þó að frammistaðan hafi ekki verið fullkominn. Við erum að innbyrða fysti sigurinn á útivilli eftir að hafa spilað fimm útileiki án sigurs það sem af er sumri. Það er mjög jákvætt og við getum tekið fjölmargt með okkur í næstu verkefni,“ sagði Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, sáttur að leik loknum. „Við spiluðum varnarleikinn vel heilt yfir og fyrir utan tvö skipsti þar sem þeir sleppa í gegn þar sem Mathias bjargaði okkur. Við gleymdum okkur svo með Viktor á fjærstönginni sem var ekki nógu gott. Ég held að hálfur fundurinn minn fyrir leikinn hafi verið um Viktor á fjær en það var því miður ekki nóg,“ sagði Heimir enn fremur. „Við vorum öflugir í skyndisóknum í þessum leik og Kjartan Kári var góður fyrir okkur þar. Það er mikilvægt fyrir okkur að Kjartan Kári sé kominn á blað. Faqa var öflgur í varnarleiknum og það voru fleiri frammistöður sem gefa góð fyriheit fyrir framhaldið,“ sagði hann um sína menn. „Við höfum náð að spila á nánast sama byrjunarliði í síðustu þremur leikjum okkur og náð í tvö sigra. Nú þurfum við að ná fram stöðugleika í spilamennsku okkar, sérstaklega í varnarleiknum. Mér finnst við hafa verið að bæta okkur þar en það er bara gamla tuggan. Við þurfum að vera duglegir í vikunni á æfingasvæðinu að halda áfram að bæta okkur á öllum sviðum leiksins,“ sagði Heimir um framhaldið. Heimir guðjónsson var vitanlega sáttur við lærisveina sína á Skaganum í kvöld. Vísir/Anton Brink
Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Íslenski boltinn
Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn
Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Íslenski boltinn