Handbolti

Allir níu leikirnir við Rússa hafa tapast stórt

Óskar Ófeigur Jónsson í Vrsac skrifar
Mynd/Stefán
Íslenska kvennalandsliðið getur slegið margar flugur í einu höggi í kvöld takist stelpunum að vinna Rússa í síðasta leik sínum í riðlakeppni EM kvenna í handbolta í Serbíu. Íslenska liðið getur þar unnið sinn fyrsta leik á EM, komist í fyrsta sinn í milliriðil á EM og unnið Rússland í fyrsta sinn.

Íslenska liðið er búið að tapa fyrstu fimm leikjum sínum á Evrópumóti, öllum þremur á EM 2010 og svo fyrstu tveimur leikjum sínum á EM í ár. Strákarnir unnu sinn fyrsta sigur á EM ekki fyrr en í sjötta leik á EM 2000.

Þetta verður tíunda viðureign Íslands og Rússland hjá A-landsliðum kvenna og allar hinar níu hafa tapast stórt eða með átta mörkum eða meira. Sex leikjanna hafa tapast með meira en tíu mörkum.

Íslenska liðið hefur tapað fyrir Rússlandi á fyrri tveimur stórmótum sínum, 21-30 í riðlakeppni EM 2010 og 19-30 í 16 liða úrslitum á HM í Brasilíu í fyrra. Íslensku stelpurnar töpuðu síðustu 19 mínútunum 3-12 á HM í fyrra

Landsleikir Íslands og Rússlands hjá A-liði kvenna:

Sun. 11.des.2011 Ísland - Rússland 19-30 (-11)

Lau. 11.des.2010 Ísland - Rússland 21-30 (-9)

Lau. 22.nóv.2008 Ísland - Rússland 20-33 (-13)

Sun. 24.jan.1999 Ísland - Rússland 18-26 (-8)

Lau. 23.jan.1999 Ísland - Rússland 19-32 (-13)

Sun. 4.feb.1996 Ísland - Rússland 16-26 (-10)

Lau. 3.feb.1996 Ísland - Rússland 16-25 (-9)

Sun. 10.okt.1993 Ísland - Rússland 14-24 (-10)

Fös. 8.okt.1993 Ísland - Rússland 16-26 (-10)






Fleiri fréttir

Sjá meira


×