Handbolti

Naumur sigur hjá Wetzlar

Kári og Fannar.
Kári og Fannar.
Spútniklið Wetzlar í þýsku úrvalsdeildinni í handknattleik gefur ekkert eftir og er komið aftur í þriðja sæti deildarinnar. Wetzlar vann í kvöld útisigur, 29-30, á TuS N-Lübbecke. Þetta var tíundi sigur Wetzlar í fimmtán leikjum.

Fannar Þór Friðgeirsson skoraði tvö mörk fyrir Wetzlar í kvöld en Kári Kristján Kristjánsson var óvenju rólegur að þessu sinni og skoraði aðeins eitt mark.

Lið Björgvins Páls Gústavssonar, Magdeburg, valtaði yfir Gummersbach, 24-37. Björgvin Páll var ekki í leikmannahópi Magdeburg en hann er enn að jafna sig af veikinum. Það styttist þó í endurkomu Björgvins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×