Handbolti

Ólafur heitur í liði Flensburg

Ólafur í leik með Flensburg.
Ólafur í leik með Flensburg.
Ólafur Gústafsson heldur áfram að standa sig frábærlega með Flensburg í þýsku úrvalsdeildinni. Hann skoraði í dag fimm mörk í sigri liðsins, 29-30, gegn Minden.

Þetta er annar leikurinn í röð þar sem Ólafur skorar fimm mörk en hann virðist vera að finna sig vel í herbúðum liðsins.

Flensburg með sama stigafjölda og Füchse Berlin og Wetzlar en þau eru í þriðja til fimmta sæti.

Vignir Svavarsson komst ekki á blað hjá Minden í leiknum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×