Handbolti

Ljónin hans Guðmundar í toppsætið á ný

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Guðmundur Þórður Guðmundsson
Guðmundur Þórður Guðmundsson Nordicphotos/Getty
Rhein-Neckar Löwen, sem Guðmundur Þórður Guðmundsson stýrir, vann í kvöld tíu marka útisigur á TUSEM Essen í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta.

Norski línumaðurinn Bjarte Myrhol skoraði níu mörk fyrir gestina og Patrick Groetzki sjö. Alexander Petersson var í aukahlutverki gegn botnliðinu sem mann fugl sinn fegurri.

Ljónin komust upp fyrir Kiel í toppsæti deildarinnar. Lærisveinar Guðmundar hafa aðeins tapað einum leik í deildinni, gegn Kiel, sem á leik til góða.

Sverre Andre Jakobsson spilaði með Grosswallstadt sem tapaði 30-24 á útivelli gegn Balingen-Weilstetten. Rúnar Kárason er enn að jafna sig á krossbandaslitum sem hann varð fyrir síðastliðið sumar.

Grosswallstadt gengur hvorki né rekur. Liðið er í næstneðsta sæti deildarinnar en liðið hefur aðeins unnið tvo sigra í fimmtán leikjum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×