Handbolti

„Skrýtið að standa á hliðarlínunni og þekkja nánast alla“
„Þetta er skemmtilegur riðill og það er gaman að fá að mæta Íslandi,“ segir Erlingur Richardsson, þjálfari Hollands sem verður einn af andstæðingum Íslands á EM karla í handbolta síðar í þessum mánuði.

Dagur og lærisveinar draga sig úr keppni á Asíumótinu
Japan mun ekki taka þátt á Asíumótinu í handbolta. Ástæðan er kórónuveiran.

Daníel kallaður inn fyrir Svein
Daníel Þór Ingason hefur verið kallaður inn í íslenska landsliðshópinn vegna meiðsla Sveins Jóhannssonar.

Litáar koma ekki og landsliðið fær enga æfingaleiki fyrir EM
Ekkert verður af tveimur vináttulandsleikjum Íslands og Litáens í handbolta karla. Íslenska liðið leikur því enga æfingaleiki áður en Evrópumótið hefst.

Strákarnir okkar í búbblunni komust í golf
Íslenska karlalandsliðið í handbolta er á leiðinni á Evrópumótið seinna í þessum mánuði en vegna aukinnar hættu á kórónuveirusmitum er liðið komið í búbblu.

Segir raunverulega hættu á að EM verði aflýst
Danski handboltasérfræðingurinn Bent Nyegaard telur hættu á því að EM karla í handbolta, sem hefjast á eftir átta daga, verði aflýst vegna kórónuveirufaraldursins.

Andstæðingar Íslands missa af undirbúningsmóti vegna smita
Fyrstu mótherjar Íslands á Evrópumótinu í handbolta, Portúgalar, glíma við afleiðingar kórónuveirusmita í leikmannahópnum og fá ekki undirbúningsleiki fyrir mótið.

Strangar reglur sem erfitt verður að vinna eftir
EM í handbolta karla sem fram fer í Ungverjalandi og Slóvakíu hefst þann 13. janúar næstkomandi. Strangar reglur verða á mótinu og munu leikmenn sem smitast af Covid-19 ekki fá að taka þátt fyrr en tveimur vikum eftir að smit greinist.

Alfreð missir undirbúningsleiki vegna hópsmits
Hætt hefur verið við tvo vináttulandsleiki sem Þýskaland og Serbía ætluðu að spila í Þýskalandi, til undirbúnings fyrir Evrópumót karla í handbolta sem hefst 13. janúar.

Sveinn meiddist á hné og óvíst með þátttöku hans á EM
Línumaðurinn Sveinn Jóhannsson meiddist á hné á æfingu karlalandsliðsins í handbolta í morgun. Óvíst er með þátttöku hans á Evrópumótinu sem hefst í næstu viku.

Þórir getur orðið þjálfari ársins í tveimur löndum
Íslenski handboltaþjálfarinn Þórir Hergeirsson er einn af þeim sem eru tilnefndir sem þjálfari ársins í Noregi.

Segja úrslitum hagrætt vegna veðmálasvindls í Meistaradeild Evrópu
Úrslitum hefur verið ólöglega hagrætt í Meistaradeildum karla og kvenna í handbolta í vetur, sem og í Evrópudeildinni, vegna veðmálasvindls.

Bjarki Már fer frá Lemgo eftir tímabilið: „Vil fá nýja áskorun“
Bjarki Már Elísson, landsliðsmaður í handbolta, yfirgefur Lemgo þegar samningur hans við félagið rennur út eftir tímabilið.

Leikmaður í einangrun, tveir í sóttkví og smit á skrifstofu HSÍ
Íslenska karlalandsliðið í handbolta byrjar í dag undirbúning sinn fyrir Evrópumótið án þriggja leikmanna, vegna kórónuveirufaraldursins.

Bjarki Már og Ómar Ingi tilnefndir sem handboltamenn ársins í Þýskalandi
Tveir íslenskir handboltamenn eru á 10 manna lista yfir þá leikmenn sem koma til greina sem handboltamenn ársins 2021 í Þýskalandi.

Ráðist á leikmann PSG
Ráðist var á leikmann handboltaliðs Paris Saint-Germain í gærnótt í frönsku höfuðborginni. Leikmaðurinn er þungt haldinn á sjúkrahúsi.

Viktor og félagar juku forskot sitt á toppnum með sigri í Íslendingaslag
Viktor Gísli Hallgrímsson og félagar hans í GOG höfðu betur í toppslag dönsku deildarinnar í handbolta er liðið tók á móti Aroni Pálmarssyni og félögum í Álaborg. Lokatölur urðu 38-35, en GOG er nú með átta stiga forskot á toppnum.

Strákarnir okkar halda sig fjarri fjölskyldu og vinum á Íslandi
Strákarnir okkar í íslenska handboltalandsliðinu munu halda sig frá fjölskyldu og vinum þann tíma sem þeir dvelja hér á landi í upphafi nýs árs.

Tíundi handboltamaðurinn sem hlýtur nafnbótina
Handboltafólk hefur oftast hlotið titilinn íþróttamaður ársins af því íslenska íþróttafólki sem þannig hefur verið heiðrað í 66 ára sögu kjörs Samtaka íþróttafréttamanna.

Ómar Ingi íþróttamaður ársins
Selfyssingurinn Ómar Ingi Magnússon er íþróttamaður ársins 2021. Hann varð efstur í kjöri Samtaka íþróttafréttamanna en litlu munaði á tveimur efstu íþróttamönnunum í ár.

Þórir þjálfari ársins í fyrsta sinn
Þórir Hergeirsson, þjálfari heims- og Evrópumeistara Noregs í handbolta kvenna, er þjálfari ársins 2021 á Íslandi. Frá þessu var greint á verðlaunahófi Samtaka íþróttafréttamanna í kvöld.

Gætu nýtt undrabarn gegn Íslandi á EM vegna krísuástands
Þrír markahæstu leikmenn Portúgals í sigrinum gegn Íslandi á HM í handbolta fyrir tæpu ári síðan eru meiddir eða smitaðir af Covid-19 nú þegar hálfur mánuður er þar til að liðin mætast í fyrsta leik á EM í Búdapest.

Birkir líklega á leið til Frakklands frá Aftureldingu
Handknattleiksmaðurinn Birkir Benediktsson er líklega á leið frá Aftureldingu til franska B-deildarliðsins Nice á nýju ári.

Óðinn í Sviss í þrjú ár
Handknattleiksmaðurinn Óðinn Þór Ríkharðsson mun leika undir stjórn Aðalsteins Eyjólfssonar hjá Kadetten Schaffhausen í Sviss frá og með næstu leiktíð.

Stress vegna EM-undirbúnings Íslands og leikmenn hugsanlega lokaðir inni
Staðan á undirbúningi Íslands fyrir EM karla í handbolta í janúar er afar viðkvæm vegna kórónuveirufaraldursins. Vitað er um smit hjá tveimur af tuttugu leikmönnum hópsins sem á að koma saman til æfinga á sunnudaginn.

Tveir smitaðir í EM-hópi Íslands
Nú þegar örfáir dagar eru í að íslenski landsliðshópurinn komi saman til æfinga fyrir Evrópumótið í handbolta í janúar er ljóst að tveir leikmenn liðsins eru smitaðir af kórónuveirunni.

Alfreð afar hrifinn af Klopp og segir hann fylla sig innblæstri
Alfreð Gíslason, þjálfari þýska karlalandsliðsins í handbolta, er afar hrifinn af Jürgen Klopp, knattspyrnustjóra Liverpool, og segir að hann hafi haft mikil áhrif á sig.

Arnór Þór frábær og íslensk mörk skiluðu Melsungen sigri
Það var nóg um að vera í þýska handboltanum í kvöld. Þá var Ágúst Elí Björgvinsson í eldlínunni í Danmörku.

Þjálfari Fram frá KR til ÍR
Handknattleiksþjálfarinn sigursæli Stefán Arnarson hefur verið ráðinn nýr íþróttastjóri ÍR í Breiðholti.

Þjálfari Portúgals upplifir martröð Guðmundar
Guðmundur Guðmundsson, þjálfari karlalandsliðs Íslands í handbolta, hefur ítrekað talað um mikilvægi þess að leikmenn liðsins haldist heilir fram yfir EM í janúar. Hjá Portúgal, fyrsta mótherja Íslands, hafa sterkir hlekkir dottið út.