Bílar

Myndband: Mercedes-AMG One rústaði brautarmetinu á Nürburgring

Norðurslaufan á Nürburgring er einskonar mælistika á getu sportbíla af öllum stærðum og gerðum. Brautin er tæpir 21 kílómetri að lengd. Fyrra met fyrir fjöldaframleidda bíla átti Porsche 911 GT2 RS og það var 6 mínútur og 43 sekúndur, sléttar. Mercedes-AMG One bætti metið um 7,817 sekúndur.

Bílar

Kia Niro hreppir Gullna stýrið

Nýi Kia Niro rafbíllinn hlaut hið virta Gullna stýri, sem almennt er talið mikilvægasta viðurkenning sem bílum getur hlotnast í Þýskalandi. Kia Niro, sem hlaut mikið lof þegar hann var kynntur til sögunnar fyrr á þessu ári, fékk Gullna stýrið 2022 í flokki lítilla SUV-bíla. Tengiltvinnbíllinn Kia Sportage hafnaði í öðru sæti. Volkswagen Taigo hafnaði í þriðja sæti.

Bílar

Cake kynnir rafmagnsmótorhjólið Bukk

Sænski rafmótorhjólaframleiðandinn kynnti á dögunum Bukk, sem er nýtt hjól frá Cake. Bukk byggir á upplýsingum úr mótaröð sem Cake heldur þar sem ekið er á hjólum þeirra.

Bílar

Dieci skot­bóm­u­lyftara­sýning í Velti

Veltir ætlar að halda skotbómulyftarasýningu á morgun, fimmtudag. Sýningin verður í Hádegismóum 8 í Árbæ. Á sýningunni verða Dieci Icarus 40.14, Dieci 40.17 og Dieci Pegasus 50.25 skotbómulyftarar. Einnig verður sérfræðingur frá Dieci á staðnum.

Bílar

Vetrarsýning Öskju

Bílaumboðið Askja tekur vetrinum fagnandi og býður viðskiptavinum og öðrum gestum á sérstaka Vetrarsýningu á morgun, laugardag 19. nóvember kl. 12-16.

Bílar

ÍAV kaupir fyrstu rafknúnu Volvo vinnuvélina

ÍAV fékk afhenta rafknúna Volvo ECR25 Electric sem er sú fyrsta sinnar tegundar á Íslandi. Með þessu mikilvæga skrefi tekur ÍAV þátt í innleiðingu Volvo rafmagnsvéla á Íslandi. Vélin er með vökvahraðtengi, fleyglögnum og þremur skóflum. Þyngd 2.800 kg, afl mótors 20 kw og er sérlega lipur og hljóðlát vél.

Bílar

Volvo EX90 kynntur til sögunnar

Volvo EX90 er sjö manna rafmagnsútgáfa að XC90 sem hefur verið afar vinsæll bíll í vöruframboði Volvo. Það eru því stórir skór sem þarf að fylla. Bíllinn var frumsýndur í gær.

Bílar

Nýr Civic e:HEV meðal sex efstu hjá Autobest

Nýjasta kynslóð Honda Civic, e:HEV, er síðasta afurðin úr smiðju japanska bílaframleiðandans sem kemst á lista yfir sex bíla sem keppa um hin virtu verðlaun „Best Buy Car of Europe“ (bestu bílakaupin í Evrópu) hjá AUTOBEST 2023.

Bílar

Myndband: Gengið í kringum Polestar 3

Polestar 3 er nýjasta viðbótin í framboði Polestar. Bíllinn er væntanlegur á markað seint á næsta ári. Í fréttinni er myndband þar sem gengið er í kringum bílinn.

Bílar

Kia mest nýskráða tegundin í október

Kia var söluhæsti framleiðandinn á Íslandi í október með 132 nýskráðar bifreiðar. Toyota var í öðru sæti með 119 nýskráðar bifreiðar og Ford í þriðja sæti með 102 bifreiðar. Dacia var í þriðja sæti með 90 sæti en Duster var vinsælasta undirtegundin með 89 nýskráningar í október.

Bílar

Audi staðfestir innreið sína í Formúlu 1

Þýski bílaframleiðandinn Audi mun eignast hlut í Sauber liðinu sem nú gengur undir nafni Alfa Romeo í keppnum. Sauber liðið mun taka upp Audi nafnið frá og með tímabilinu 2026. Formúla 1 hefur lengi reynt að freista Volkswagen samsteypuna inn í mótaröðina á síðustu áratugum. Audi ætlar sér að verða samkeppnishæft á þremur árum.

Bílar

Myndband: Ken Block skransar um Las Vegas á rafdrifnum Audi

Áhættu- og rallýökumaðurinn Ken Block hefur nú birt myndband sem ber titilinn Electrikhana þar sem hann skransar um götur og spilavíti Las Vegas á rafdrifnum Audi S1 Hoonitron. Í myndbandinu má sjá bregða fyrir ýmsum merkilegum kappakstursbílum.

Bílar

Myndbönd: Gamlar Suzuki auglýsingar með Michael Jackson

Í gegnum tíðina hafa japanskir bílaframleiðendur gjarnan notað amerískar stjörnur til að auglýsa vörur sínar. Yfirleitt eru stjörnurnar fengnar til að auglýsa bíla sem ekki koma á markað á Vesturlöndum. Dæmi um slíkar stjörnur eru Eddie Murphy, Bruce Willis, Leonardo DiCapro og Meg Ryan. Sennilega stærsta stjarnan var þó Michael Jackson sem auglýsti Suzuki vespuna Love.

Bílar

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.