Jay Leno með þriðja stigs bruna eftir vinnu við gufuknúinn fornbíl Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 16. nóvember 2022 07:01 Jay Leno við hlið Aston Martin DB10. Autoevolution Jay Leno er mikill bílaáhugamaður og safnar bílum. Hann var að vinna við 115 ára gamlan gufuknúin bíl á laugardag og brenndist illa í andliti eftir að eldur kviknaði í bílskúr hans. Bilunin sem Leno var að glíma við var stífla í eldsneytiskerfi bílsins. Hún brast og sprautaðist eldsneyti yfir andlit Leno. Á sama tíma komst neisti í vökvann sem kveikti í honum og brenndi grínistann. Að sögn Leno var Dave vinur hans viðstaddur og gat stokkið á hann og slökkt í honum. Leno hefur sankað að sér um 180 bílum og 160 mótorhjólum. Á YouTube rás hans má sjá umfjöllun um fjöldann allan af þessum farartækjum. Hér má sjá níu ára gamalt myndband þar sem Leno sýnir umræddan gufuknúna bíl. Fyrrum þáttastjórnandinn er með þriðja stigs bruna á andliti og gæti þurft á skinnágræðslu að halda. Heppnin var með Leno að því leyti að eldurinn komst ekki í augu hans né eyru. Hann var fluttur með sjúkrabíl á spítala þar sem hann mun vera í fimm til tíu daga. Hollywood Bandaríkin Mest lesið Sonurinn opnar sig um mál foreldranna Innlent Telja eldinn hafa komið upp úr kerum með olíu og eldsneyti Innlent „Okkur var haldið frá einum stærsta fréttaviðburði síðustu áratuga með valdi“ Innlent Sendu símanúmer og heimilisfang Ólafar á aðstoðarmann Ásthildar í textaskilaboðum Innlent „Það vill enginn vera með þessar hugsanir eða langanir“ Innlent Bein útsending frá Bessastöðum: Guðmundur tekur við af Ásthildi Innlent Skjálftavirkni við Sundhnúka fer hratt vaxandi Innlent „Leitt að þetta skuli bera svona að“ Innlent Guðmundur sagður taka við keflinu Innlent Tvær konur slógust í Hafnarfirði Fréttir
Bilunin sem Leno var að glíma við var stífla í eldsneytiskerfi bílsins. Hún brast og sprautaðist eldsneyti yfir andlit Leno. Á sama tíma komst neisti í vökvann sem kveikti í honum og brenndi grínistann. Að sögn Leno var Dave vinur hans viðstaddur og gat stokkið á hann og slökkt í honum. Leno hefur sankað að sér um 180 bílum og 160 mótorhjólum. Á YouTube rás hans má sjá umfjöllun um fjöldann allan af þessum farartækjum. Hér má sjá níu ára gamalt myndband þar sem Leno sýnir umræddan gufuknúna bíl. Fyrrum þáttastjórnandinn er með þriðja stigs bruna á andliti og gæti þurft á skinnágræðslu að halda. Heppnin var með Leno að því leyti að eldurinn komst ekki í augu hans né eyru. Hann var fluttur með sjúkrabíl á spítala þar sem hann mun vera í fimm til tíu daga.
Hollywood Bandaríkin Mest lesið Sonurinn opnar sig um mál foreldranna Innlent Telja eldinn hafa komið upp úr kerum með olíu og eldsneyti Innlent „Okkur var haldið frá einum stærsta fréttaviðburði síðustu áratuga með valdi“ Innlent Sendu símanúmer og heimilisfang Ólafar á aðstoðarmann Ásthildar í textaskilaboðum Innlent „Það vill enginn vera með þessar hugsanir eða langanir“ Innlent Bein útsending frá Bessastöðum: Guðmundur tekur við af Ásthildi Innlent Skjálftavirkni við Sundhnúka fer hratt vaxandi Innlent „Leitt að þetta skuli bera svona að“ Innlent Guðmundur sagður taka við keflinu Innlent Tvær konur slógust í Hafnarfirði Fréttir