Bílar

Myndband: Lucid Air fer illa með Tesla Model S og Bugatti Chiron í spyrnu

Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar
Lucid Air Sapphire á Laguna Sega brautinni.
Lucid Air Sapphire á Laguna Sega brautinni.

Lucid Air Sapphire, Tesla Model S PLaid og Bugatti Chiron Pur Sport takast á í spyrnu og það náðist á myndband. Lucid Air Sapphire fer illa með hina tvo.

Magnað upptak rafbíla er að venjast okkur sem horfum á svona myndbönd til skemmtunar. En þetta er eins og unglingarnir segja „eitthvað annað hratt.“

Myndbandið er af YouTube-rásinni Hagerty.

Lucid Air Sapphire bifreiðin sem notuð er í spyrnunni er frumgerð sem verður eins og bíllinn sem mun fara í framleiðslu. Bíllinn er rúm 1200 hestöfl og er búinn fáguðum búnaði og hugbúnaði sem er ætlað að stilla aflið af til að hámarka afköst af línunni án þess að spóla of mikið. Þegar framleiðsla bílsins hefst er líklegt að hann setji heimsmet fyrir fjöldaframleidda bíla í kvart-mílu langri spyrnu.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×