Smart#1 með fimm stjörnur í Euro NCAP Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 13. desember 2022 07:00 Smart #1 í pastel-myntu-grænum. Kristinn Ásgeir Gylfason Smart#1 var kynntur til leiks fyrr á árinu og er áætlaður á götuna á meginlandi Evrópu í byrjun árs 2023. Bíllinn var nýlega settur í gegnum öryggisprófanir hjá Euro NCAP. Þar sem hann hlaut fimm stjörnur, hæstu einkunn. Það sem kom kannski helst á óvart var að þrátt fyrir að bíllinn sé í smærri kantinum fékk hann 96% öryggiseinkunn í verndun fullorðinna farþega. Bíllinn fékk 89% í öryggi barna innanborðs og akstursaðstoðarkerfin fá 88%. Smart leggur mikla áherslu á öryggi viðskiptavina sinna og ánægjulegt er að sjá að þessar frábæru niðurstöður endurspegla það. Smart#1 er smíðaður úr sérstyrktu stáli sem myndar trausta umgjörð utan um ökumann og farþega. Bíllinn er búinn nýjustu akstursaðstoðartækni en eins hefur Smart innleitt framúrskarandi öryggisvörn fyrir akstursrafhlöðuna, sem meðal annars felst í jöfnum hita í rafhlöðukjarna, hitaeinangrun og styrkingu. Vangasvipur Smart #1.Kristinn Ásgeir Gylfason Smart#1 er samstarfsverkefni Mercedes-Benz og kínverska bílaframleiðandans Geely. Bíllinn er hannaður af Benz en framleiddur af Geely og hefur fyrirtækið sett sér það markmið að verða leiðandi framleiðandi lúxusrafbíla. Forpöntun á Íslandi hefst næsta vor og fyrstu bílarnir eru áætlaðir til landsins í lok sumars. Vistvænir bílar Mest lesið Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Innlent „Raunhæfur möguleiki“ að hitamet falli á morgun Veður Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Erlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent
Það sem kom kannski helst á óvart var að þrátt fyrir að bíllinn sé í smærri kantinum fékk hann 96% öryggiseinkunn í verndun fullorðinna farþega. Bíllinn fékk 89% í öryggi barna innanborðs og akstursaðstoðarkerfin fá 88%. Smart leggur mikla áherslu á öryggi viðskiptavina sinna og ánægjulegt er að sjá að þessar frábæru niðurstöður endurspegla það. Smart#1 er smíðaður úr sérstyrktu stáli sem myndar trausta umgjörð utan um ökumann og farþega. Bíllinn er búinn nýjustu akstursaðstoðartækni en eins hefur Smart innleitt framúrskarandi öryggisvörn fyrir akstursrafhlöðuna, sem meðal annars felst í jöfnum hita í rafhlöðukjarna, hitaeinangrun og styrkingu. Vangasvipur Smart #1.Kristinn Ásgeir Gylfason Smart#1 er samstarfsverkefni Mercedes-Benz og kínverska bílaframleiðandans Geely. Bíllinn er hannaður af Benz en framleiddur af Geely og hefur fyrirtækið sett sér það markmið að verða leiðandi framleiðandi lúxusrafbíla. Forpöntun á Íslandi hefst næsta vor og fyrstu bílarnir eru áætlaðir til landsins í lok sumars.
Vistvænir bílar Mest lesið Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Innlent „Raunhæfur möguleiki“ að hitamet falli á morgun Veður Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Erlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent